Morgunblaðið - 22.05.1990, Qupperneq 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1990
FRAMBOÐSLISTAR
VESTMANNAEYJAR
KJÓSENDUR á kjörskrárstofhi í Vestmannaeyjum eru 3.285 og hef-
ur fjölgaö um 1% frá kosningnnum 1986. 9 fulltrúar eru kjörnir í
bæjarstjórn og eru Qórir listar í framboði, en voru fímm 1986.
I sveitarstjórnarkosningunum 1986 voru 3.194 kjósendur á kjörskrá.
2.720 greiddu atkvæði og var kjörsókn 85,2%. Auðir og ógildir seðlar
voru 85, en úrslit urðu þessi:
Listi Atkvæði % fulltrúar
A - Alþýðuflokkur 479 18,2 2
B - Framsóknarflokkur 368 14,0 1
D - Sjálfstæðisflokkur 1.158 43,9 4
G - Alþýðubandalag 581 22,0 2
V - Óháðir 49 1,9 0
Kosningu hlutu: Af A-lista: Guðmundur Þ. B. Ólafsson og Þorbjörn
Pálsson. Af B-lista: Andrés Sigmundsson. Af D-lista: Sigurður Einarsson,
Sigurður Jónsson, Bragi I. Ólafsson og Heiga Jónsdóttir. Af G-lista: Ragn-
ar Óskarsson og Guðmunda Steingrímsdóttir. A-, B- og G-listi mynduðu
meirihlutasamstarf. Bæjarstjóri er Arnaldur Bjarnason.
A-listi, Alþýðuflokkur:
1. Guðmundur Þ. B.
Ólafsson, tómstunda-
og íþr.fulltrúi.
2. Kristjana Þorfinns-
dóttir, húsmóðir.
3. Guðný Bjarnadóttir,
Ijósmóðir.
4. Ágúst Bergsson,
skipstjóri.
5. Þuríður Guðjónsdótt-
ir, tryggingarfulltrúi.
6. Lárus Gunnólfsson,
stýrimaður.
7. Ævar Þórisson,
framkvæmdastjóri.
8. Magnea Bergvins-
dóttir, skrifstofustjóri.
9. Höskuldur Kárason,
vinnueftirlitsfulltrúi.
B-listi, Framsóknar-
flokkur:
1. Andrés Sigmundsson.
2. Svanhildur Guðlaugs-
dóttir.
3. Skæringur Georgs-
son.
4. Oddný Garðarsdóttir.
5. Þuríður Bemódus-
dóttir.
6. Karl Haraldsson.
7. Jón R. Eyjólfsson.
8. Hafdís Eggertsdóttir.
9. Agnar Guðnason.
D-listi, Sjálfetæðis-
flokkur:
1. Sigurður Jónsson,
kennari.
2. Sigurður Einarsson,
útgerðarmaður.
3. Bragi I. Ólafsson,
umdæmis8tjóri.
4. Georg Þór Kristjáns-
son, verkstjóri.
5. Sveinn R. Valgeirs-
son, sjómaður.
6. Ólafur Lárusson,
kennari.
7. Októvía Andersen,
húsmóðir.
8. Guðrún Jóhannsdótt-
ir, húsmóðir.
9. Grímur Gíslason,
blaðamaður.
G-listi, Alþýðubanda-
lag:
1. Ragnar Óskarsson,
kennarí.
2. Guðmunda Stein-
grímsdóttir, sjúkraliði.
3. Hörður Þórðarson,
verkamaður.
4. Katrín Freysdóttir,
læknaritari.
5. Drífa Gunnarsdóttir,
ritari.
6. Bjartmar Jónsson,
nemi.
7. Hulda Samúelsdóttir,
húsmóðir.
8. Jón S. Traustason,
verkamaður.
9. Svava Hafsteinsdótt-
ir, starfsstúlka.
A-listi:
Guðmundur Þ.B.
Olafsson
„Efst á blaði er að unnið
yerði áfram að lækkun
skulda bæjarfélagsins.
Skólaframkvæmdir standa
yfir og stækkun Hraunbúða.
I framhaldi verður unnið að
því að stækka vistrými við
dvalarheimilið og við mun-
um áfram beita okkur fyrir
uppbyggingu íbúða á fé-
lagslega sviðinu eins og
byggingu verkamannabú-
staða. Það er Ijóst að sorpeyðingarmál verða
ofarlega á blaði. Bygging sorpeyðingarstöðv-
ar er dýr kostur og við hyggjum að skynsam-
Jegi-a sé að koma frá fjárfrekum framkvæmd-
um, sem við erum nú í, áður en farið verður
í nýjar stórframkvæmdir."
B-listi:
Andrés
Sigmundsson
„Við leggjum áherslu á
að halda áfram að lækka
skuldir. Við leggjum
áherslu á að reisa nýja sor-
peyðingarstöð, að haldið
verði áfram hafnarfram-
kvæmdum. Við leggjum
áherslu á mál varðandi
ungt fólk eins og bætta
íþrótta- og félagsaðstöðu.
Við verðum að taka mynd-
arlega á málefnum kvenna
og atvinnumálum á næsta kjörtímabili. Við
höldum áfram með ýmsar framkvæmdir eins
og gatnagerðina, farið verður í að klæða
flugbrautina í sumar, við þurfum að ná
samningum við vegagerðina til að ljúka
framkvæmdum hér við þjóðvegina í Eyjum,
þannig að allt verði bundið slitlagi."
D-listi:
Sigurður
Jónsson
„Eitt brýnasta mál næstu
bæjarstjórnar verður að
laga fjárhag bæjarins.
Framkvæmdir á vegum
bæjarfélagsins á næsta
kjörtímabili munu ráðast af
því hvemig tekst að lagfæra
stöðuna. Segja má að
stærstu hagsmunamál okk-
ar séu að reyna að þoka
áfram þeim skólamannvirkj-
um, sem eru í byggingu,
einnig að byggja upp dvalarheimili aldraðra,
sem þegar er byijað á. Huga þarf að úrbótum
í sorpbrennslu. Þá höfum við mikinn áhuga
á að reyna að hressa upp á miðbæinn, byggja
hann upp með því til dæmis að koma þar
fyrir íbúðum fyrir aldraða. Við munum leggja
áherslu á að bæta samgöngurnar og knýja á
að nýr Herjólfur komi til okkar.“
G-listi:
Ragnar
Óskarsson
„Við viljum gera stjóm
bæjarins lýðræðislegri. Við
viljum auka dagvistarþjón-
ustu. Við erum með áherslu
á málefni aldraðra, á félags-
legt íbúðarhúsnæði og á
uppbyggingu þjónustu fyrir
fatlaða. Við leggjum áherslu
á úrbætur í sorpbrennslu og
almenna umhverfisvernd,
jafna stöðu verknáms og
bóknáms, uppbyggingu
grunnskólanna, viðbyggingu við framhalds-
skólann, efla stýrimannaskólann. Við leggjum
áherslu á fullorðinsfræðslu. Við leggjum
áherslu á gott samstarf við íþróttahreyfing-
una og viljum efla félagsstarf eldri unglinga.
Við erum með sérstaklega áherslu á málefni
kvenna."
SELFOSS
KJÓSENDUR á lyörskrárstofni á Selfossi eru 2.699 og hefúr fjölgað
um 5% frá kosningunum 1986. 9 fulltrúar eru kjörnir í bæjarstjórn
og eru fjórir listar í framboði, en voru sex 1986.
Í sveitarstjórnarkosningunum 1986 voru 2.527 kjósendur á kjörskrá.
2.187 greiddu atkvæði og var kjörsókn 86,5%. Auðir og ógildir seðlar
voru 54, en úrslit urðu þessi:
Listi Atkvæði % fulltrúar
A - Alþýðuflokkur 341 16,0 1
B - Framsóknarflokkur 588 27,6 3
D - Sjálfstæðisflokkur 571 26,8 3
G - Alþýðubandalag 371 17,4 1
M - Flokkur mannsins 30 1,4 0
V - Kvennalisti 232 10,9 1
Kosningu hlutu: Af A-lista: Steingrímur Ingvarsson. Af B-lista: Guð-
mundur Kr. Jónsson, Grétar Jónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Af
D-lista: Brynleifur Steingrímsson, Bryndís Brynjólfsdóttir og Haukur Gísla-
son. Af G-lista: Þorvarður Hjaltason. Af V-lista: Sigríður Jensdóttir. A-,
D- og G-listi mynduðu meirihlutasamstarf. Bæjarstjóri er Karl Bjömsson.
FRAMBOÐSLISTAR
B-listi, Framsóknar-
flokkur:
1. Guðmundur Kr.
Jónsson framkvstj.
2. Kristján Einarsson
húsasmíðameistari.
3. Ása Lineý Sigurðar-
dóttir húsm. og nemi.
4. Guðmundur Buason
íjármálastjóri.
5. Kristín R.B. Fjól-
mundsd. húsm. og
skrifstm.
6. Sólrún Guðjónsdótt-
ir fulltrúi.
7. Vilborg Helgadóttjr
framhaldsskólak.
8. Gylfí Guðmundsson
húsasmiður.
9. Páll Guðmundsson
landpóstur.
D-listi, Sjálfetæðis-
flokkur:
1. Bryndís Brynjólfs-
dóttir framkvæmdastj.
2. Sigurður Jónsson
kennari.
3. Björn Gíslason hár-
skerameistari.
4. Ingunn Guðmunds-
dóttir bankastm.
5. Þorgeir Ingi Njáls-
son settur héraðsd.
6. óskar G. Jónsson
byggingariðnfr.
7. Svavar Valdimars-
son byggingarvtaki.
8. Guðný Gunnarsdótt-
ir bankagjaldkeri.
9. Sigurður Þór Sig-
urðsson framkvstj.
F-listi, Óháðir kjós-
endun
1. Már Ingólfsson
símaverkstjóri.
2. Drífa Eysteinsdóttir
hjúkrunarfr.
3. Heiðar Bjamdal
Jónsson lögregluþjónn.
4. Grétar Páll ólafsson
verktaki.
5. Helga Snorradóttir
verslunarmaður.
6. Haukur Ó. Ársæls-
son bókari.
7. Valgerður Una Sig-
urvinsdóttir verslm.
8. Sigurvin Þórkelsson
verkamaður.
9. María Kjartansdótt-
ir gangavörður.
K-listi, Alþýðuflokkur,
Alþýðubandalag og
Kvennalisti:
1. Sigríður Jensdóttir
bæjarfulltrúi.
2. Steingrímur Ing-
varsson bæjarfulltrúi.
3. Þorvarður Hjaltason
bæjarfulltrúi. _
4. Sigríður Ólafsdóttir
skrifstofumaður.
5. Eygló Lilja Gránz
bankamaður.
6. Sigríður Matthías-
dóttir bókav..
7. Sveinn Helgason
háskólanemi.
8. Lilja Hannibalsdótt-
ir hjúkrfr.
9. Siguijón Bergsson
rafeindavirki.
‘ B-listi:
Guðmundur Kr.
Jónsson
„Aðalmarkmiðið er að
skuldir bæjarins hækki ekki,
heldur verði stefnt að lækk-
un þeirra. Við viljum leggja
áherslu á að auka viðskipti
við heimaaðila í sambandi
við rekstur bæjarins og fyr-
irtækja. Við viljum ná niður
raforkuverðinu. Þá þarf að
leita nýrra svæða vegna
heitavatnsöflunar. Við vilj-
um gera framtíðaráætlun í
sambandi við grunnskólann. Eins í sambandi
við dagvistarmálin. Við viljum leggja áherslu
á að koma viðbyggingu við sjúkrahúsið inn
á fjárlög, halda áfram framkvæmdum við að
_ koma upp hreinsistöðvum við skolplagnir út
í Ölfusá og finna ruslahaugunum nýjan og
betri stað. Við viljum fá göngubrú yfír Ölf-
usá.“
D-listi:
Bryndís
Bry nj ólfsdóttir
„Helsta málið er að reyna
að koma sjúkrahúsi Suður-
lands aftur inn á fjárlög og
bygging íbúða aldraðra við
þjónustukjama er með
biýnni verkefnum. Við ætl-
um að koma sorphaugunum
í burtu frá Selfossi. Við setj-
um góða og raunhæfa stjórn
mjög ofarlega á blað. Við
viljum stuðla að frekari upp-
byggingu bæjarins. Það er
mikil ásókn í íóðir og leggja verður götur í
ný hverfi. Við leggjum áherslu á að leikvellir
og önnur þjónusta verði uppbyggt samhliða.
Við erum að endurbyggja gamla kaupfélags-
húsið fyrir Eiríkssafn. Þar viljum við koma
upp gestaíbúð."
F-listi:
Már In g-
ólfsson
„Við leggjum höfuðá-
herslu á atvinnumálin. Við
leggjum mikla áherslu á
að fá vinnslu á landbúnað-
arafurðum aftur og að orka
til iðnaðar lækki líka. Þá
er brýnt að bæjarfélagið
komi til móts við iðnaðar-
fyrirtæki, sem hefja hér
rekstur. Við viljum áfram-
haldandi uppbyggingú
skóla, ljúka við fjölbrauta-
skólann og stuðla að fjölbreytni í verklegu
námi. Bæjarstjórn móti stefnu í málefnum
aldraðra, byggð verði langlegudeild við
Sjúkrahús Suðurlands og hugað verði að
byggingu dvalarheimilis alijraðra. Nú þegar
verði farið að finna framtíðarstað fyrir sorp-
liauga og við viljum gera alla sjónmengun
burtræka úr bænum.“
K-listi:
Sigríður
Jensdóttir
„Helstu baráttumálin hjá
okkur eru áframhaldandi
uppbygging grunnskólans
og að koma bókasafninu
fyrir á nýjum stað. Við vilj-
um byggja félagsaðstöðu og
íbúðir við Grænumörk fyrir
aldraða. Við viljum ganga
betur frá skolpinu og- koma
sorphaugunum á annan
stað. Ætlunin er að halda
áfram með byggingu seinni
áfanga fjölbrautaskólans og í samvinnu við
skólann að koma upp íþróttahúsi. Við stefnum
að áframhaldandi góðri fjárhagsstöðu bæjar-
ins og að fara ekki í framkvæmdir fram yfir
getu. Við erum með áætlun um fjárfestingar
næstu fjögur árin, afmörkuð verkefni fyrir
hvert ár.“