Morgunblaðið - 22.05.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1990 C 19 HVERAGEROI KJÓSENDUR á kjörskrárstofni í Hveragerði eru 1.044 og hefiir Qölg- að um 7% frá kosningunum 1986. 7 fulltrúar eru kjörnir í bæjarstjórn og eru tveir listar í framboði eins og síðast. I sveitarstjórnarkosningunum 1986 voru 946 kjósendur á kjörskrá. 758 greiddu atkvæði og var kjörsókn 80,1%. Auðir og ógildir seðlar voru 37, en úrslit urðu þessi: Listi Atkvæði % fulltrúar D - Sjálfstæðisflokkur 403 55,9 4 H - Félagshyggjufólk 318 44,1 3 Kosningu hlutu: Af D-lista: Hafsteinn Kristinsson, Alda Andrésdóttir, Hans Gústafsson og Marteinn Jóhannesson. Af H-lista: Gísli Garðarsson, Ingibjörg Sigmundsdóttir og Valdimar Ingi Guðmundsson. Bæjarstjóri er Hilmar Baldursson. FRAMBOÐSLISTAR D-listi, Sjálfstæðisfél. Ingólfúr: 1. Hans Gústavsson garðyrkjubóndi. 2. Alda Andrésdóttir bankafulltrúi. 3. Marteinn Jóhannesson húsasm.meistari. 4. Ólafur Óskarsson húsasm.meistari. 5. Erla Alexandersdóttir sölumaður. 6. Ævar Axelsson ketil- og plötusmiður. 7. Inga Lóa Hannesdóttir garðyrkjufr. H-listi, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og óflokksbundnir kjósendur: 1. Ingibjörg Sigmundsdóttir garðyrkjubóndi. 2. Gísli Garðarsson kjötiðnaðarmaður. 3. Hjörtur Már Benediktsson garðyrkjufr. 4. Magnea Ámadóttir húsmóðir. 5. Stefán Þórisson vélfræðingur. 6. Björn Pálsson skrifstofustjóri. 7. Gísli Rúnar Sveinsson vélfræðingur. D-listinn H-listinn Hans Gústavsson Ing’ibjörg Sig- mundsdóttir „Staða bæjarsjóðs býður ekki upp á miklar fram- kvæmdir vegna mikillar gatnagerðar á síðasta kjörtímabili og þá var heill grunnskóli byggður upp. Vegna mikilla framkvæmda hefur bæjarsjóður ekki stað- ið vel, en er á uppleið. Við leggjum áherslu á dagvist- unarmál, sem þarf verulega að taka á. Síðan er það gróðurátak og umhverfisvernd sem þarf að sinna. Hér er vaxandi ferða- mannabær og við viljum taka allar hliðar umhverfismála föstum tökum á næsta kjörtímabili. Hreinlæti á götum og lóðum og varðveislu á upprunalegri náttúru bæjarsvæð- isins þar sem við verður komið fellur undir þetta. Það þarf að stefna að því að friða næsta nágrenni Varmár fyrir byggingum og framkvæmdum og opna þar gönguleiðir. Hreinsun á Varmá hefur forgang umfram flest önnur mál. Hún er ein af helstu perlum í bæjarlandinu og áríðandi er að varðveita hana. Landamerkjabreytingar skapa möguleika á framtíðarstækkun bæjarins. Samningar við Ölfushrepp gera það að verkum að töluvert landsvæði fellur til Hveragerðis. Þegar við vorum landlausir var talað um að nýta Vorsa- bæjarvelli undir iðnaðarsvæði og iðnaðarlóðir, en við þessa breytingu munum við endur- skoða svæðið fyrir innan Hveragerði og viljum nota það til útivistar og íþrótta. Knattspymu- völlur er kominn, en við erum einnig að tala um hestaíþróttir, golfvelli, skokkbrautir og þar fram eftir götunum. Þetta er það sem við leggjum áherslu á næstu tvö árin.“ „Höfuðmálið er að koma ijármálum bæjarins í gott horf, ná niður fjármagns- kostnaði. Á þessu verður að byija og eftir það er hægt að fara að huga að ein- hveiju öðra. Við leggjum höfuðáherslu á umhverfis- mál og félagslega þjónustu. Við viljum gæta fyllsta að- halds á öllum sviðum og endurskoða rekstur bæjar- stofnana með það að markmiði að ná sem mestri hagkvæmni og betri þjónustu. Þetta er mikill ferðamannabær og við vilj- um gera bæinn aðlaðandi, laga andlit hans út á við. Innkeyrslan inn í bæinn er leiðinleg og við viljum fégra hana. Það þarf að vinna að skipulagsmálum, vinna nýtt skipulag og ljúka við að byggja upp hverfi sem fyrir eru svo hægt sé að fara í varanlega gatnagerð þar. Það þarf að huga að dagheimilisbyggingu. Við erum með einn leikskóla og langan bið- lista og ekkert dagheimili, þannig að nauðsyn er að hér rísi dagheimili. Eins leggjum við áherslu á að bæta þjónustu við aldraða, að þeir geti búið í sínum húsum eins lengi og þeir vilja. Við viljum byggja félagslegt hús- næði á sem hagstæðastan hátt. Skolpmálum þarf að koma í gott horf og eins þarf að ákveða hvaða stefnu á að taka í húshitunar- málum, hvort eigi að gufuvæða eða vera með heitt vatn til húshitunar. Það þarf að móta ákveðna framtíðarstefnu tiþað þurfa ekki að taka upp vatnslagnir. Við þurfum að geta lagt hér strax framtíðarlagnir, en ekki vera með bráðabirgðaúrlausnir. Töluvert af ónýttu iðnaðarhúsnæði er hér. Það þarf að kynna það sem Hveragerði hefur upp á að bjóða og laða hér að fyrirtæki til að efla atvinnuna.“ Htem /»íí rfli Álftanes Kjósendur á kjörskrárstofni í Bessastaðahreppi eru 615 og hefur Qölgað um 26% frá 1986. 5 fulltrú- ar eru kjörnir í hreppsnefnd. 2 list- ar eru í framboði; D-listi Sjálfstæð- isfélags Bessastaðahrepps og H-listi Hagsmunasamtaka Bessa- staðahrepps. 1986 voru 473 á kjör- skrá. Kjörsókn var 90,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 4. 3 listar voru í framboði. D-listi fékk 141 at- kvæði (33,3%) og 2 fulltrúa, F-listi fékk 136 atkvæði (32,1%) og 1 full- trúa og H-listi fékk 147 (34,7%) og 2 fulltrúa. D-listi og F-Iisti mynduðu meirihluta. Oddviti er Einar Óiafsson (F). Kjalarneshreppur Kjósendur á kjörskrárstofni í Kjalarneshreppi eru 284 og hefur Ijölgað um 19% frá 1986. 5 fulltrú- ar eru kjörnir í hreppsnefnd. 2 list- ar eru í framboði; D-listi sjálfstæð- ismanna og F-listi Blöndu. 1986 voru 230 á kjörskrá. Kjörsókn var 97,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 5. 4 listar voru í framboði. D-listi fékk 101 atkvaeði (45,9%) og 2 full- trúa, H-listi óháðra fékk 40 at- kvæði (18,2%) og 1 fulltrúa, N-listi Nýs fólks fékk 45 (20,5%) og S-listi Samstöðu fékk 34 atkvæði (15,5%). D-listi og S-listi skipuðu meirihluta þar til sl. haust, en þá varð S-listi einn í minnihluta. Oddviti er Jón Ólafsson (D). Neshreppur Kjósendur á kjörskrárstofni í Neshreppi eru 367 og hefur fækkað um 8% frá 1986. 5 fulltrúar eru kjörnir í hreppsnefnd. 2 listar eru í framboði; F-listi Almennra hrepps- búa og N-listi Framboðs og betri byggðar. 1986 voru 3 listar í fram- boði og 391 á kjörskrá. Kjörsókn var 91,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 7. F-listi fékk 218 atkvæði (61,9%) og 4 fulltrúa, G-listi 100 (28,4%) og 1 fulltrúa og V-listi 34 (9,7%) og engan mann kjörinn. F- listi er í meirihluta. Oddviti er Ólaf- ur Rögnvaldsson (F). Grundar§ örður Kjósendur á kjörskrárstofni í Eyrarsveit eru 532 og hefur fækkað um 2%. 5 fulltrúar eru kjörnir í hreppsnefnd. 3 listar eru í fram- boði; B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks og G-listi Alþýðubandalags. 1986 voru 4 list- ar í framboði og 534 á kjörskrá. Kjörsókn var 96,3%. Auðir og ógild- ir seðlar voru 11. B-listi fékk 117 atkvæði (23,3%) og 1 fulltrúa, D-listi 205 (40,8%) og 3 fulltrúa, F-listi óháðra 59 11,7%) og engan mann kjörinn og G-listi 122 at- kvæði (24,3%) og einn fulltrúa. D-listi er í meirihluta. Oddviti er Kristján Guðmundsson (D). Búðardalur Kjósendur á kjörskrárstofni í Laxárdalshreppi ^ru 282 og hefur fjölgað um 5% frá 1986. 5 fulltrúar eru kjörnir í hreppsnefnd. 2 listar eru í framboði; D-listi sjálfstæðis- manna og óháðra og K-listi Samt- íðar. 1986 var 261 á kjörskrá. Kjör- sókn var 89,7%. Auðir og ógildir seðlar voru 8. B-listi fékk 75 at- kvæði (33,2%) og 2 fulltrúa, D-listi fékk 100 (44,2%) og tvo fulltrúa og G-listi 51 atkvæði (22,6%) og 1 fulltrúa. Enginn ákveðinn meirihluti var myndaður. Oddviti er Sigurður Rúnar Friðjónsson. Reykhólahreppur Kjósendur á kjörskrárstofni í Reykhólahreppi eru 250 og hefur fækkað um 6% frá 1986 miðað við 161 kjósanda samanlagt á kjör- skrárstofni í öllum fimm hreppum Austur-Barðastrandarsýslu, sem þá voru, en þeir voru sameinaðir í einn hrepp 4. júíí 1987. 7 fulltrúar eru kjörnir í hreppsnefnd. 2 listar eru í framboði; F-listi Framtíðarinnar og L-listi dreifbýlissinna. Fyrir sam- eininguna 1987 voru 2 listar í fram- boði. U-listi uppstillingarnefndar fékk 172 atkvæði og 6 fulltrúa, en R-listi Samtaka um eflingu byggðar 32 atkvæði og 1 fulltrúa. U-listi skipar meirihluta. Oddviti er Guð- mundur Ólafsson. Patreksflörður Kjósendur á kjörskrárstofni í Patrekshreppi eru 617 og hefur fækkað um 5% frá 1986. 7 fulltrú- ar eru kjömir í hreppsnefnd. 3 list- ar eru í framboði; A-listi Alþýðu- flokks, B-listi Framsóknarflokks og D-listi Sjálfstæðisflokks. 1986 voru sömu listar í framboði og 634 á kjörskrá. Kjörsókn var 87,9%. Auð- ir og ógildir seðlar voru 36. A-listi fékk 164 atkvæði (31,5%) og 2 full- trúa, B-listi fékk 166 atkvæði (31,9%) og 2 fulltrúa og D-listi 191 atkvæði (36,7%) og 3 fulltrúa. B- og D-listi mynda meirihluta. Odd- viti er Sigurður Viggósson (B). Tálknafjörður Kjósendur á kjörskrárstofni í Tálknafjarðarhreppi eru 225 og hefur fjölgað um 5% frá 1986. 5 fulltrúar eru kjörnir í hreppsnefnd. 2 listar eru í framboði; D-listi Sjálf- stæðisflokks og H-listi óháðra. 1986 voru 213 á kjörskrá. Kjörsókn var 85,4%. Auðir og ógildir seðlar voru 11. D-listi fékk 96 atkvæði (56,1%) og 3 fulltrúa og O-listi 75 atkvæði (43,9%) og 2 fulltrúa. D-listi skipaði meirihluta fram að síðustu áramótum, en þá myndaði oddviti nýjan meirihluta með O-lista. Oddviti er Guðjón Indriða- son (D). Þingeyri Kjósendur á kjörskrárstofni í Þingeyrarhreppi eru 324 og hefur fækkað um 8%. 5 fulltrúar eru 300 m kjörnir í hreppsnefnd. 4 listar eru í framboði; B-listi Framsóknar- flokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, F-listi fijálslyndra sveitamanna, verkamanna og sjómanna og H-listi óháðra. 1986 voru 3 listar í fram- boði og 346 á kjörskrá. Kjörsókn var 90,9%. Auðir og ógildir seðlar voru 15. B-listi fékk 117 atkvæði (41,3%) og 2 fulltrúa, D-listi 79 (27,9%) og 1 fulltrúa og H-listi 87 (30,7%) og 2 fulltrúa. B-listi og D-listi eru í meirihluta. Oddviti er Guðmundur Ingvarsson (B). Bíldudalur Kjósendur á kjörskrárstofni í Bíldudalshreppi eru 243 og hefur fækkað um 4% frá 1986, en Ketil- dala- og Suðurfjarðarhreppar voru sameinaðir 1. júlí 1987 í einn hrepp, Bíldudalshrepp. 5 fulltrúar eru kjörnir í hreppsnefnd. 3 listar eru í framboði; H-listi fijálslyndra, K-listi óháðra og N-listi nýs fólks. 1986 voru 3 listar í framboðí í Suð- urfjarðarhreppi (Bíldudal) og 232 á kjörskrá. Kjörsókn var 89,7%. Auð- ir og ógildir seðlar voru 5. B-listi fékk 72 atkvæði (35,5%) og 2 full- trúa, D-listi fékk 78 atkvæði (38,4%) og 2 fulltrúa og F-listi 53 atkvæði (26,1%) og 1 fulltrúa. Hreppsnefnd starfar sem einn meirihluti. Oddviti er Magnús Björnsson (B). Flateyri Kjósendur á kjörskrárstofni í Flateyrarhreppi eru 271 og hefur fækkað um 11% frá 1986. 5 fulltrú- ar eru kjörnir í hreppsnefnd. 3 list- ar eru í framboði; D-listi Sjálfstæð- isflokks, F-listi Framsóknarflokks og fijálslyndra og L-listi Alþýðu- flokks og óháðra. 1986 voru sömu listar í framboði og 296 á kjörskrá. Kjörsókn var 92,2%. Auðir ogógild- ir seðlar voru 5. D-listi fékk 108 atkvæði (40,3%) og 2 fulltrúa, F-listi fékk 73 atkvæði (27,2%) og 1 fulltrúa og L-listi 87 atkvæði (32,5%) og 2 fulltrúa. F-listi og L-listi skipa mejrihluta. Oddviti er Ægir E. Hafberg (L). Suðureyri Kjósendur á kjörskrárstofni í Suðureyrarhreppi eru 255 og hefui fækkað um 10% frá 1986. 5 fulltrlí ar eru kjörnir í hreppsnefnd. 5 iist- ar eru í framboði; B-listi Framsókn- arflokks og lýðræðissinnaðra kjós- enda, E-listi Alþýðuflokks og ann- arra félagshyggjumanna, G-listi Alþýðubandalags, H-listi óháðra og Z-Íisti Nýs vettlings. 1986 voru 2 listar í framboði og 275 á kjörskrá. Kjörsókn var 92,7%. Auðir og ógild- ir seðlar voru 9. B-listi fékk 107 atkvæði (43,5%) og 2 fulltrúa og L-listi 139 (56,5%) og 3 fulltrúa. L-listi er í meirihiuta. Oddviti er Sveinbjörn Jónsson (L). Hólmavík Kjósendur á kjörskrárstofni ,í Hólmavíkurhreppi eru 303 og hefur fjölgað um 1% frá 1986. 5 fulltrúar eru kjörnir í hreppsnefnd. 2 listar eru í framboði; H-listi almennra borgara og I-listi sameinaðra borg- ara. 1986 voru 278 á kjörskrá. og 4 listar í framboði. Kjörsókn var 86,7%. Auðir og ógildir seðlar voru 5. H-listi fékk 25 atkvæði (10,6%) og engan fulltrúa, I-listi fékk 41 (17,4%) og einn fulltrúa, J-listi 98 atkvæði (41,5%) og 2 fulltrúa og K-listi 72 atkvæði (30,5%) og 2 fulltrúa. Enginn formlegur meiri- hluti var myndaður. Oddviti er Brynjólfur Sæmundsson (K). Hvammstangi Kjósendur á kjörskrárstofni í Hvammstangahreppi eru 453 og hefur fækkað um 1% frá 1986. 5 fulltrúar eru kjörnir í hreppsnefnd. 3 listar eru í framboði; G-listi Al- þýðubandalags og óháðra, H-listi félagshyggjufólks og L-listi frjáls-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.