Morgunblaðið - 30.05.1990, Side 1

Morgunblaðið - 30.05.1990, Side 1
56 SIÐUR B fflrgimfritatotfr STOFNAÐ 1913 120. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Dansað af fögnuði á götum Moskvu: Borís Jeltsín kosinn til æðstu valda í Rússlandi Sætir gagnrýni af hálfii Gorbatsjovs fyrir hentistefhu Borís Jeltsín í fundarsölum rússneska þingsins skömmu eftir að hann var kjörinn þingforseti í gær en það er æðsta embætti Sovét-Rússlands. Jeltsín hlaut 535 atkvæði, íjögur fram yfir meirihluta, en skjólstæðingur Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta, Alexander Vlasov, 467 at- kvæði. Moskvu, Washington. Reuter, dpa. DANSAÐ var á götum Moskvu í gær er þau tíðindi spurðust að um- bótakommúnistinn Borís Jeltsín hefði verið kjörinn forseti stærsta Sovétlýðveldisins, Rússlands í gærmorgun. Harðlínumenn og Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétforseti reyndu eftir mætti að koma í veg fyrir sig- ur Jeltsíns er hlaut nauman meirihluta, 535 atkvæði, í Æðsta ráði lýðveldisins þegar greidd voru atkvæði í þriðja sinn um embættið. Gorbatsjov lét í gærkvöldi í ljós áhyggjur af kjöri Jeltsíns og gagn- rýndi hann fyrir að breyta oft um afstöðu til mikilvægra mála undan- farna daga. „Honum gæti orðið hált á þessu siðar,“ sagði forsetinn. Fólk úr öllum stéttum, þ. á m. liðsforingjar úr hernum og lögreglu- menn, hópaðist um Jeltsin er hann kom út úr Spasskíj-turninum í Kreml þar sem þingið kemur saman, aldraðar konur grétu af gleði og kysstu hendur forsetans. Heimildarmenn segja að Gorbatsj- ov hafi gefið í skyn á mánudags- kvöld að hann gæti sætt sig við kjör Jeltsíns ef tryggt yrði víðtækt sam- komulag um skiptingu annarra emb- ætta í Rússlandi. Einn af stuðnings- mönnum Jeltsíns á þingi sagði eftir sigurinn að Gorbatsjov væri hræddur við sterka menn „en nú verður hann að kljást við slíkan mann. Það hefur hann ekki þurft fyrr á stjórnmála- ferli sínum.“ Sovétsérfræðingurinn Míkhaíl Voslenskíj segist í samtali við Morg- unblaðið teija líklegt að Jeltsín muni geta ógnað valdastöðu Gorbatsjovs. Jeltsín hét rússneskum þingmönn- um að loknu kjörinu að hann myndi gera sitt til að treysta einingu Rúss- lands. Hann hefur ráðist harkalega á sérréttindi og munað kommúnista- leiðtoganna, mæit með markaðs: lausnum og afnámi miðstýringar. I kosningabaráttunni andmælti hann nýjum tillögum Moskvustjórnarinnar um „stýrt markaðskerfi", efnahags- umbætur sem leiða munu til mikilla verðhækkana á helstu lífsnauðsynj- um. Jeltsín heitir því að undirbúa aðgerðir sem muni ekki koma jafn illa við lífskjör almennings. Æðsta ráð Sovétríkjanna samþykkti í gær að fresta frekari umræðum um efna- hagstillögur stjórnarinnar. Jeltsín segist munu beita sér fyrir því að komið verði á beinum viðskipt- um við Eystrasaltslöndin þijú sem krefjast fulls sjálfstæðis frá Moskvu. Kazimiera Prunskiene, forsætisráð- herra Litháens, varaði Gorbatsjov við því í gær að nauðsynlegt gæti orðið að loka kjarnorkuveri landsins af tæknilegum orsökum. Héraðið umhverfis sovésku borgina Kalin- ingrad, þar sem Rauði herinn hefur mikil umsvif, fær raforku frá verinu. Sjá „Upphefð Borís Jeltsíns eykur óvissu um . . .“ábls. 24. epa Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. TIL HARÐRA deilna kom á fúndi utanríkisnefndar sænska þings- ins í gær, en í forsæti á fúndinum var Karl Gústav Svíakonungur. Bæði Carl Bildt formaður Hægri flokksins og Bengt Westerberg leiðtogi Þjóðarflokksins kröfðust þess á fúndinum að sænska stjórnin sækti um inngöngu í Evrópubandalagið (EB) eftir Ratsjárstöðin í Krasnojarsk rifin? Washington. Reuter. SOVÉTMENN eru byrjaðir að rífa niður umdeilda ratsjárstöð í Krasnojarsk í Síberíu, að sögn Vítalís Tsjúrkíns, nánasta að- stoðarmanns Edúards Shevardn- adzhe utanríkisráðherra Sov- étríkjanna. Sé það rétt hefúr verið rutt úr vegi einni helstu hindrun samkomulags Banda- ríkjamanna og Sovétmanna um fækkun langdrægra kjarnorku- vopna (START). Bandaríkjamenn hafa krafist niðurrifs Krasnoj arsk-stöðvarinnar á þeirri forsendu að hún bryti í bága við gagnflaugasamning risa- veldanna (ABM-samninginn) frá 1972. Hún kom fyrst fram á ljós- myndum sem teknar voru úr bandarískum njósnahnetti 1983. Tsjúrkín gaf einnig til kynna að Sovétmenn væru reiðubúnir að gefa eftir í deilu um hvort Þýska- land yrði í Atlantshafsbandalaginu «*Bfe Teikning af ratsjárstöðinni í Krasnojarsk. (NATO) eftir sameiningu eður ei og þar með ná samkomulagi í þeim efnum við Bandaríkjamenn á leið- togafundi George Bush Banda- ríkjaforseta og Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétforseta er hæfist í Washington nk. fimmtudag. Jafn- framt sagði hann Sovétmenn til- búna að ljúka samningum um fækkun hefðbundins herafla í Evr- ðpu (CFE) fyrir árslok eins og að hefði verið stefnt. Sovétmenn þykja hafa dregið lappirnar í þeim efnum að undanförnu, m.a. vegna deilunn- ar um framtíð Þýskaiands og ástandsins í Eystrasaltsríkjunum. þingkosningarnar á næsta ári. Carl Bildt óskaði jafnframt eftir sérstökum fundi í utanríkisnefnd- inni i næsta mánuði um EB-málin. Ingvar Carlsson forsætisráðherra brást illa við kröfum Bildts og Westerbergs varðandi umsókn um aðild að EB og sagði að nást þyrfti pólitísk samstaða allra flokka í þeim efnum. Bildt sagði að þjóðin ætti kröfu á að fá að vita hvað stjórnin hygð- ist fyrir þegar viðræður Fríverslun- arsamtaka Evrópu (EFTA) og EB um evrópska efnahagssvæðið (EES) yrðu í höfn. „Það er nauðsyn- legt að ná samkomulagi um EES en það getur aidrei talist lokalausn fyrir okkur,“ sagði Bildt. Ingvar Carlsson sagðist harma það sem hann nefndi alltof léttúð- ugar yfirlýsingar um hlutleysis- stefnu Svía að undanförnu. Hún væri enn hornsteinn öryggisstefnu landsins. Sovétríkin, granninn i austri, væri enn hernaðarlegt risa- veldi og það yrði fyrst raunhæft að rökræða um aðild að EB þegar stríðshættan væri horfin og EB hefði fallið frá þeirri stefnu að ætla samræma utanríkis- og varnar- stefnu aðildarríkjanna. A fundi ut- anríkisnefndarinnar tók Olof Jo- hansson leiðtogi Miðflokksins af- stöðu með forsætisráðherranum. Leiðtogar Hægri flokksins og Þjóðarflokksins 1 Svíþjóð: Vilja að Svíar sæki um aðild að EB á næsta ári Frá Nuuk Óöldin í Nuuk; Vilja vínbann eða skömmtun Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. LÖGREGLAN í Nuuk, höfúðstað Grænlands, segir að neyðarástand ríki í bænum og hefúr farið þess á leit við stjórnvöld að þau grípi til áfengisskömmtunar eða sölu- banns í að minnsta kosti einn mánuð. Ástæðan fyrir þessari kröfú lögreglunnar er sú að á undanförnum einum og hálfúm mánuði hafa fímm manndráp verið framin í bænum. Niels Holm, lögreglustjóri í Nuuk, sagði í viðtali við grænlenska útvarp- ið í síðustu viku að ofbeldisverkum hefði fjölgað mikið í bænum undan- farið. Hann sagði að afbrot í þeim málaflokki væru þar jafn mörg og í 100.000 manna bæ í Danmörku. íbú- ar Nuuk eru 10.000 talsins. Lögreglan segist ekki ráða við ástandið og hefur nú sent landstjórn- inni kröfu um áfengisskömmtun eða sölubann. Landstjórnin er ekki með- mælt sölubanni og ber því við að auðvelt verði að ná í áfengi til ná- grannabæjanna, auk þess sem loka verði hótelunum í Nuuk verði þeim bannað að selja áfengi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.