Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 4

Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 Tæpur þríðjungur 18-69 ára Islendinga reykir daglega NIÐURSTAÐA kannana, sem Hagvangfur hefur gert fyrir Tób- aksvarnanefnd þrisvar á ári frá árinu 1985, benda til þess að 31% Islendinga á aldrinum 18-69 ára, eða þrír af hverjum tíu, reyki nú daglega, samanborið við fjóra af hverjum tíu árið 1985. Kannan- í línuriti um fylgi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og texta und- ir því, er sagt að fylgi flokksins fyrir kosningarnar nú um helgina hafí verið mest árið 1974, 57,8% og næstmest 1958, 57,1%. Ef miðað irnar sýna að reykingar hafa minnkað jafht og þétt með hverju ári. Kannanir Tóbaksvamanefndar ná til fólks á aldrinum 15-79 ára. Sé miðað við þann hóp allan eru það 29% sem reykja daglega. í ald- er við gild atkvæði 1958, eins og gert er 1974, er fylgi flokksins 57,7%, eða aðeins 0,1% minna en árið 1974. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. ursflokknum 15-19 ára reykja inn- an við 20% daglega og þrír af hverj- um fjórum hafa aldrei reykt. í ald- ursflokknum 20-24 ára hefur rúmur helmingur aldrei reykt en í öllum öðrum aldursflokkum mun færri. í frétt frá Tóbaksvarnanefnd segir að mikil hreyfíng sé meðal reykingamanna um það að hætta að reykja og virðist hún ná há- marki um hver áramót og á reyk- lausum dögum, sem haldnir eru árlega. Síðasta könnun Tóbaks- varnanefndar bendir t.d. til þess að hátt á annað þúsund manns hafi hætt að reykja á síðasta reyklausa degi, 1. apríl sl. Alþjóðlegi tóbaksvarnadagurinn er á morgun, 31. maí. í tilefni af honum vekur Tóbaksvamanefnd sérstaka athygli á því að þeir sem hætta að reykja hafa ekki einungis af því margvíslegan ávinning fyrir sjálfa sig heldur eru þeir jafnframt að legja sitt af mörkum til hagstæð- ara umhverfís fyrir ungu kynslóðina og stuðla að því að hún geti vaxið úr grasi laus við tóbaksneyslu. Línurit um kosningaúrslitin 1930-90: Misræmi í meðferð talna í línuritum um fylgi flokkanna við borgarstjórnarkosningar í Reykjavík og bæjarsljórnarkosningar i Hafnarfirði frá 1930 sem birtust í fylgiblaði Morgunblaðsins um úrslit kosninganna er nokk- urt misræmi í meðferð talna. Hlutfallslegt fylgi flokkanna er lengst af reiknað út frá gTeiddum atkvæðum, eins og þau eru tilgreind í opinberum skýrslum frá þeim tima, en síðustu árin er miðað við gild atkvæði, þar er gTeidd atkvæði að frádregnum auðum og ógild- um, eins og nú þykir eðlilegt að gera. /o 40 T—, Breytingar á reykingavenjum íslendinga frá 1985-1990 (18-69 ára) 30 20 10 40% 36% 31% 0- | 35% g 35% | 34% ^ 1985 1986 1987 1988 1989 1990 Reykingar unglinga dragast enn saman REYKVÍSKIR unglinga hafa jafht og þétt dregið úr reykingum á þeim 16 árum sem liðin eru frá því reykingavenjur þeirra voru fyrst kannaðar af hálfu borgarlæknisembættisins. Nú reykja aðeins 6% unglinga á aldrinum 12 til 16 ára daglega en þegar slík könnun var fyrst gerð, árið 1974, reyktu 23% unglinga á sama aldri. Borgarlæknisembættið í Reykjavík hefur kannað reykinga- venjur bama og unglinga í 3. til 9. bekk grunnskóla í samvinnu við skólastjóra og kennara í grunnskól- um Reykjavíkur. Alls svöruðu um 8.300 manns spumingalistum borg- arlæknis sem hefur kannað reykingavenjur á fjögurra ára fresti. Árið 1974 fíktaði þriðji hver ungl- ingur í 6. til 9. þekk við tóbak en fímmti hver reykti daglega. Nú læt- ur nærri að tíundi hver unglingur fíkti við að reykja en einn af hverjum sextán reykir daglega. Daglegar reykingar í 6. til 9. bekk em nú fjórð- ungur þess sem þær voru fyrir 16 árum; vom 22,8% en eru nú 6,3%. í frétt frá borgarlækni segir að þrátt fyrir góðan árangur tóbak- svamarstarfs, séu enn allt of margir sem byiji að reykja. Það sé áhyggju- efni að þrátt fyrir að þeim hafi fækk- að mikið sem reyki daglega, fjölgi þeim ekki að sama skapi, sem aldrei snerti tóbak. Því verði áfram að halda uppi öflugu tóbaksvamarstarfi meðal bama og unglinga. Reykingar 12 - 16 ára nemenda í grunnskólum Reykjavíkur VEÐURHORFUR í DAG, 30. MAÍ YFIRLIT í GÆR: Á suðvestanverðu Grænlandshafi er 998 mb lægð, sem grynnist, en yfir NA-Grænlandi er 1015 mb hæð. SPÁ: Sunnan- og suðvestan gola eða kaldi, víðast skýjað og súld eða smóskúrir á Suður- og Vesturlandi. Hiti 7-15 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar smáskúrir. Hiti 7-15 stig. TÁKN: Heiðskírt á •Ö £jk <_) Léttskýjað Hálfskýjaft Skýjað Alskýjað a Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * # # 10 Hitastig: 10 gráður á Ceisíus Skúrir V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður T* T, £Sm m > t 4 / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hfti veöur Akureyri 10 skýjað Reykjavfk 11 súld Bergen vantar Helsinki 11 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk +1 þoka Osló vantar Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 13 hálfskýjað Algarve vantar Amsterdam 17 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Bertín 10 þrumuv. á s. klst. Chicago 11 heiftskírt Feneyjar vantar Frankfurt 17 léttskýjað Glasgow vantar Hamborg 16 léttskýjað Las Palmas 25 léttskýjað London vantar Los Angeles 14 léttskýjað Lúxemborg 15 léttskýjað Madríd 25 léttskýjað Malaga 22 heiðskfrt Mallorca 26 léttskýjað Montreal 8 léttskýjað NewVork 13 rigning Orlando 24 léttskýjað París 19 léttskýjað Róm vantar Vín vantar Washington 12 rigning Winnipeg 10 heiðskirt 1974 1978 1982 1986 1990 3 Reykja alls Lílíl Reykja daglega Borgarlæknir Evrópubankinn settur á stofn: Arlegar greiðslur Is- lands 44 millj. króna JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra undirritaði nýverið fyrir íslands hönd stofhsáttmála fyrir Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu, Evr- ópubankann. Bankanum er ætlað að greiða fyrir framþróun lýðræðis og efnahags í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu. Stofnskrá bankans var undirrituð þann 28. maí síðastliðinn í París. Stofnaðilar era 42 ríki og stofnanir: 24 aðildarríki OECD, Egyptaland, ísrael, Kýpur, Lichtenstein, Malta, Marokkó, Mexfkó og Suður Kórea og 8 ríki Mið- og Austur-Evrópu (A-Þýskaland, Búlgaría, Júgóslavía, Pólland, Rúmenfa, Sovétríkin, Tékkóslóvakía og Ungveijaland), auk tveggja stofnana Evrópubanda- lagsins, þ.e. Efnahagsbandalags Evrópu og Evrópska fjárfestingar- bankans. Það er hlutverk bankans að greiða fyrir þeim miklu breytingum sem eiga sér stað um þessar mundir í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu og felast í brotthvarfí frá kommúnisma og miðstýrðum áætlunarbúskap til fjnlflnkkalýðræðis _og .markaðsbú-- . skapar. í starfi bankans verður lögð megináhersla á að efla starfsemi einkaaðila í viðkomandi ríkjum og veita lán til ýmissa opinberra verk- efna, sem era til þess fallin að mark- aðshagkerfíð geti starfað eðlilega. Stofnfé bankans nemur 10 mill- jörðum ECU (um 740 milljarðar króna) og þar af er hlutur íslands 0,1% eða 10 milljónir ECU (um 740 milljónir króna). Stofnendur bankans greiða 30% af hlut sínum á næstu fimm áram og skuldbinda sig til að greiða afganginn ef bankinn þarf á auknu fé að halda. Greiðslur Islands á næstu fímm áram nema því um 44 milljónum króna á ári. Höfuðstöðvar bankans verða í London og hefur Frakkinn Jacques Attali verið skipaður aðalbankastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.