Morgunblaðið - 30.05.1990, Side 16

Morgunblaðið - 30.05.1990, Side 16
16________________ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990_ Forsendur og afleiðing- ar erlendrar álbræðslu eftir Hjörleif Guttormsson Tröllaukin Qárfesting Með undirbúningi Atlantal- álbræðslunnar stefnir í það að end- urtekin verði fjárfestingarmistök frá sjöunda áratugnum þegar samið var við Alusuisse um álbræðsluna í Straumsvík. Útlendingum er ein- um ætlað að eiga verksmiðjuna, en Islendingar eiga að leggja henni til raforku og aðstöðu. Hinir erlendu eigendur munu flytja arðinn af fyr- irtækinu úr landi ef þeim býður svo við að horfa. Landsvirkjun mun taka lán fyrir virkjunarkostnaði, sem alls óvíst er að skili sér til baka á eðlilegum afskriftatíma. Þessi fjárfesting upp á hátt í 100 milljarða króna, þar af milli 30 og 40 milljarða í raforkumannvirkjum, mun skapa innan við 700 manns störf í álbræðslu og við raforku- mannvirki, og með afleiddum störf- um gætu ársverk samtals orðið um 1900 samkvæmt mati Byggða- stofnunar. Albræðsla er þannig afar dýr kostur sé markmiðið að auka atvinnuframboð, en á því virðist brýn þörf á íslenskum vinnumark- aði næsta áratuginn. Störf á bygg- ingartíma eru áætluð á bilinu 1100-1800 um fjögurra ára skeið 1991-94, en þar er um tímabundið ástand að ræða, sem skapað getur vandræði og óstöðugleika á vinnu- markaði. Um það vitnar reynslan frá Suðurlandi og frá Blönduvirkj- un. Umræddar framkvæmdir yrðu takmarkaðar við örfá svæði á landinu og til lengri tíma litið leysa þær ekki atvinnuvanda landsbyggð- arinnar nema þá staðbundið og í takmörkuðum mæli. Þensluáhrif og viðbrögð við þeim Eðlilega hafa menn áhyggjur af þensluáhrifum þessara stórfram- kvæmda, einkum að ný verðbólgu- skriða fari af stað. Rætt er um ýmis ráð til að bregðast við slíku, m.a. með samdrætti í húsbygging- um og opinberum framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga svo og að ríkið reki aðhaldsstefnu og noti tekju- auka til að draga úr lántökum. Stjómarformaður Landsvirkjunar, Johannes Nordal, nefndi þannig á ársfundi fyrirtækisins 6. apríl 1990, að gera þyrfti sérstakar ráðstafanir í skipulagningu opinberra fram- kvæmda, t.d. með því að Vegagerð ríkisins og sveitarfélög fresti fram- kvæmdum á byggingartíma ál- bræðslunnar. Fjármálaráðherra hefur nýlega tekið í sama streng um leið og hann hefur lýst stuðn- ingi við áformaða álbræðslu. Það blasir þannig við, að ef kom- ast á hjá mikilli þenslu og verðbólgu vegna þessara framkvæmda, þurfa að koma til stórfelldar aðhaldsað- gerðir og samdráttur í öðrum fjár- festingum eða neyslu. Þetta mun bitna á endurskipulagningu og ný- sköpun í ýmsum greinum, þar á meðal í sjávarútvegi og seinka að- lögun, sem mikið er nú rætt um að nauðsynleg sé, m.a. vegna breyt- inga í alþjóðaviðskiptum. Þessi áform koma þannig eins og skratt- inn úr sauðalegg þvert á viðleitni stjómvalda til að skapa jafnvægi í íslensku efnahagslífi og hagstætt rekstarumhverfi til vaxtar í at- vinnulífi. Blekkingar iðnaðarráðherra: Tonn af áli jafhgildi tonni afþorski! Það sætir tíðindum með hvaða aðferðum reynt er að vinna fylgi við þetta heljarstökk. Jón Sigurðs- son hefur verið óþreytandi að boða þessa erlendu stóriðju sem sérstakt fagnaðarerindi. Hann hefur reynt að halda því að þjóðinni að í 200 þúsund tonna álbræðslu felist úr- lausn fyrir efnahag íslendinga og lífskjör sem jafnist nokkur veginn á við 2A af öllum þorskafla af ís- landsmiðum. í áramótagrein ráðherrans í Al- þýðublaðinu 30. desember 1989 sagði hann t.d. um þetta efni: „Eitt tonn af áli frá álbræðslu hérá landi skilar álíka miklu íþjóða- búið og eitt tonn af þorski upp úr sjó. Það þarf í raun ekki fleiri orð til þess að lýsa því hversu mikilvæg viðbót við atvinnulífið í landinu öllu aukin álframleiðsla gæti orðið. “ Þegar kom fram á útmánuð 17. mars 1990 sagði ráðherrann m.a. um álbræðsluna í löngu viðtali við Alþýðublaðið: „Til aðgefa hugmynd um hversu mikilvægt er að í þetta verði ráðist þá stappar nærri þegar verðið á álinu er í góðu meðallagi þá sé eitt tonn af áli jafn mikils virði sem innlegg í þjóðarbúið og eitt tonn af þorski.“ Þessi síbyljuáróður hefur verið endurtekinn af Jóni Sigurðssyni og fleirum við fjölmörg tækifæri og það í öflugri fjölmiðlum en Alþýðu- blaðinu. Þannig lagði formaður Al- þýðuflokksins, Jón Hannibalsson, mikla áherslu á þetta atriði í eldhús- dagsumræðum frá Alþingi 4. maí 1990. Með þessum fjarstæðuáróðri á að reyna að vinna þjóðina til fylg- is við málið og endurtaka ósannind- in nógu oft til að menn trúi. Þegar frumvarp um raforkuver vegna álbræðslu var til meðferðar í iðnaðarnefnd neðri deildar Alþing- is í byijun maí var farið yfír þennan málflutning ráðherra Alþýðuflokks- ins og var Þjóðhagsstofnun m.a. beðin um álit þar að lútandi. Niðurstaða Þjóðhagsstofnunar er að hreinar gjaldeyristekjur af hverju þorsktonni séu tvöfalt tO þrefalt meiri en af áltonni, þ.e. að álið gefi aðeins ‘/s af ígildi þorsks fyrstu 10 starfsár ál- bræðslu og 'A til lengri tíma litið. Með þessu er þó ekki öll sagan sögð. I útreikningum Þjóðhags- stofnunar eru afborganir og vextir af innlendum hluta fjárfestingar- innar í álbræðslu og virkjunum ekki dregnar frá. Látum vera með af- borganirnar, þar sem innlend fjár- festing er kaup á innlendum fram- leiðsluþáttum og aðföngum. Hins vegar gildir öðru máli um vextina af innlendu fjárfestingunni, ef hún er að mestu leyti íjármögnuð með erlepdum lánum, eins og tíðkast hefur í hliðstæðum tilvikum til þessa. Verði sú raunin og sé tek- ið tillit til þess í samanburði yrði hlutfallið milli áls og þorsks 'A-'/« samkvæmt lauslegum útreikn- ingum. Þannig eru álvísindi Alþýðu- flokksráðherranna orðin harla létt- væg og fyrrverandi þjóðhagsstjóri orðinn ber að dæmafáum blekking- um. Það er illa gert gagnvart þjóð, sem á mest undir sjávarafla komið, að reyna að villa um fyrir henni með svo grófum hætti sem hér um ræðir. I ákvörðunum um stóriðju, þar sem velt er stórum fjárhæðum, þurfa menn að líta hlutlægt á mál- in og ætla borð fyrir báru. Hjörleifúr Guttormsson „Einn ósæmilegasti þáttur varðandi undir- búning álbræðslu lýtur að meðferð stjórnvalda á hugsanlegri staðsetn- ingu verksmiðjunnar.“ Raforkuverðið óttalegur leyndardómur Við umfjöllun um frumvarp um raforkuver vegna álbræðslu í iðnað- arnefnd neðri deildar var reynt að varpa ljósi á samningsstöðu Islend- inga varðandi raforkusölu til ál- bræðslu. Upplýsingar fengust um meðalframleiðslukostnað Lands- virkjunar, sem legið hefur á bilinu 20-25 mill á kílóvattstund (117-141 eyrir á verðlagi 1989) undanfarin fjögur ár. í því sambandi er rétt að hafa í huga, að margar eldri virkjanir fyrirtækisins eru afskrif- aðar, eða samtals 27 milljarðar af um 80 milljarða króna fastafjár- munum. Þegar hins vegar voru bomar fram fyrirspurnir um raforkuverð sínum stað voru sem hér segir: 1. Gróðursetning lúpínuhnausa. 2. Útplöntun birkis og annarra tijáa. 3. Gróðursetning víðiafklippinga. 4. Handsáning á grasfræi. Önnur verkefni sem hægt er að vinna en voru ekki unnin þessa vor- daga eru: 6. Gróðursetning melgresis í pott- um. 7. Jöfnun og sáning í rofabörð. Þessi verkefni gengu vel en erfitt var að samræma starfíð þannig að til dæmis allir gerðu átak sama dag- inn. Þess vegna völdu skólar mis- munandi daga eftir aðstæðum í hveijum skóla, enda varð að taka tillit til veðurs, prófdaga og reyndar skólaloka sem enn eru mismunandi. í einu tilviki tóku kennarar átakið alfarið upp á sína arma þar sem er- fítt var að koma landgræðsludegin- um fyrir. Því má bæta við að nokkrir skólar á Suðumesjum hafa safnað birki- fræjum að hausti og gekk það vel. Fallegur haustdagur við frætínslu er hin besta útivist við upphaf skóla. Þeir lærdómar sem við á Suður- nesjum teljum okkur hafa af þessu starfí em helst þeir að best sé, að minnsta kosti til að byija með, að gróðursetja lúpínu og handsá gras- fræi. Á ákveðnum svæðum á Suður- nesjum er hægt að koma upp skógar- lundum eins og dæmin sanna. Brýn- ast er að binda jarðveginn svo að hamr fjúki ekki á haf út og verði engri jurt að jörð. Vordagar Vigdísar landgræðsludagar skólafólks á Suðurnesjum eftirÁsgeir Beinteinsson Grunnskólamir á Suðumesjum stóðu fyrir landgræðslu og gróður- vemdarátaki vorin 1988 og 1989. Þessu átaki verður haldið áfram nú í vor. Vinnuheiti þessara land- græðsludaga hefur verið „Vordagar Vigdísar" til heiðurs forseta íslands. Það er gert ráð fyrir því í lögum (nr. 58, 21. maí 1974 og nr. 13, 31. jan. 1952) að skólamirgeti tekið dag í slík verkefni á skólaárinu. í þessu greinarkorni ætla ég að segja frá því hvað skólamir geta gert og hvað skólamir á Suðumesjum hafa gert og hvemig til hefur tekist með þetta verkefni. Áður en lengra er haldið vil ég geta þess að átakið gekk vel bæði vorin en meira um það síðar. Hér er um mörg misjöfn verkefni að ræða og fer sjálfsagt eftir aðstæð- um á hveijum stað hvað heppilegt er að gera. Það getur einnig verið þáttur í landgræðslu og gróðurvemd arátaki Skólanna að fmha heppilégt verkefni. Til dæmis með því að prófa sig áfram með ýmsa möguleika. Landgræðsluátak af þessu tagi getur líka verið hluti af stærra umhverfís- fræðsluverkefni sem er það svið menntunar sem síst má vanrækja. Til þess að landgræðsluverkefni af þessu tagi geti orðið að árlegum viðburði er mikilvægt að einskorða það við ákveðinn árgang og auk þess þarf það að vera einfalt og fljót- unnið. Skipulag og framkvæmd má ekki vera það flókin að hún fæli kennara frá, að vilja taka þátt í því. Staðreynd málsins er nefnilega sú að í dag er mörgum áhugaverðum og merkilegum verkefnum stungið að kennurum svo að sumum fínnst og það réttilega að lítill tími verði aflögu til hinnar eiginlegu grunn- skólakennslu. Það er reynsla fyrir því að heppi- legast sé að fela 6. bekk þetta verk- efni. Þegar nemendur eru 12 ára verða ákveðin skil í þroska þeirra, bæði andlega og líkamlega, sem ein- mitt má tengja starfi af þessu tagi. Þau ættu að vera nægilega þroskuð til að skilja mikilvægi svona starfs fyrir framtíðarbúsetu mahha hér á' landi og reyndar i heiminum öllum. An fijósemi og frækoma verður eng- in framtíð. Nú einnig má segja að námslega eru þau á tímamótum þar sem þau fara að takast á við önnur verkefni í 7. bekknum sem tengjast meira framtíðarákvörðunum. Það er ekki nauðsynlegt að ein- skorða þetta við vorverkefni því að þetta getur líka verið haustverkefni þar sem hægt er að tína fræ, til dæmis birkifræ, þar sem fengur er að þeim. Einnig er hægt að gróður- setja ákveðnar tijátegundir á haustin og ekki er það síðra en á vorin skilst mér. Vorverkefnin sem hægt er að vinna eru margvísleg og þau er hægt að vinna ein sér en þau geta einnig tengst útiveru eða stuttum ferðalög- um og er dæmi um það á Suðumesj- um. Grunnskóli Njarðvíkur hefur um langt árabil tengst gróðursetningu árlegri vorferð 6. bekkjar. Þannig er plöntun tijáa eðlilegur þáttur í útivist og skemmtun enda hafa þetta verið ánægjulegar og árangursríkar ferðir eins og sjá má í Sólbrekkum sunnan Reykjanesbrautar. Verkefni annarra skóla á Suður- ■ • nesjum sem öll reyndust vel hvert á sem til umræðu væri í yfirstand- andi samningum við Atlantal-aðil- ana var harðlega neitað að svara nokkru þar að lútandi. Ekki feng- ust heldur nein svör við spurningum um viðbótarkostnað í orkukerfinu, svonefndan flýtingarkostnað, né heldur við fyrirspumum er vörðuðu ráðgerða tengingu rafmagnsverðs við verð á áli. Borið var við við- kvæmri samningsstöðu og skipti engu þótt talað væri um nefndina sem lokaðan vettvang í þessu sam- bandi. Athyglisvert er að alþingismönn- um er í þingnefnd neitað um upplýs- ingar um undirstöðuþætti er varða raforkukostnað og undirbúning samninga um álbræðslu. Á sama tíma er þingið beðið um að veita víðtækar heimildir til virkjana og fjárskuldbindingar vegna virkj- anaundirbúnings og framkvæmda. Gífurleg áhætta tekin Með raforkusölu til álbræðslu, ef af verður, er stefnt í stórfellda áhættu fyrir Landsvirkjun og inn- lenda viðskiptavini fyrirtækisins, atvinnurekstur og einstaklinga. Opinberlega er talað um að veita afslátt á orkuverði fyrstu starfsár bræðslunnar og tengja á raforku- verðið við heimsmarkaðsverð á áli, sem tekur miklum sveiflum. Af því hafa menn þegar reynslu í viðskipt- um við ÍSAL, en nú á að margfalda þá áhættu í samningum við Atlant- al. Rétt er að hafa í huga, að eftir að ný álbræðsla hefði tekið til starfa 1995 væri hlutfall raforkusölu til stóriðju af heildarsölu Landsvirkj- unar 62% og hækkaði í 71% um aldamót, ef álbræðslan yrði stækk- uð í 400 þúsund tonna framleiðslu- getu á ári. Þegar svo væri komið er fátt orðið eftir til vamar fyrir aðra við- skiptavini Landsvirkjunar, sem hljóta að þurfa að taka á sig byrð- ar ef þróunin yrði mjög óhagstæð varðandi greiðslur frá stóriðjufyrir- tækjum. I ljósi þessa sýnist það brýnt úrlausnarefni að greina á milli reksturs virkjana sem reistar era fyrst og fremst vegna stórnot- enda eins og álbræðslu og raforku- vera sem framleiða fyrir almenn- ingsveitur. Umhverfismál í tvísýnu Iðnaðarnefnd neðri deildar Al- þingis leitaðist við að gera sér grein fyrir stöðu umhverfismála vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda og álbræðslu. Það er álit undirritaðs að veruleg- ar brotalamir séu í stjórnunarlegri meðferð þessara mála og ekki hafi þar verið ráðin bót á með skipun sérstakrar ráðgjafarnefndar fyrir iðnaðarráðherra um umhverfísáhrif iðjuvera. „Það er ánægjulegt að geta sagt firá því að landgræðsla er orðin að föstum lið í vorstarfi grunnskólanna á Suð- urnesjum.“ Eins og sjá má geta margs konar verkefni orðið að gagni í baráttunni fyrir bættum börðum og sánum sverði. Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að landgræðsla er orðin að föstum lið í vorstarfi grunnskólanna á Suðurnesjum. Sem betur fer eru menn að verða sér meðvitaðir um mikilvægi þess að gera Móður jörð að meðlim í samfélagi manna sem taka verður tillit til eins og annarra lífvera. Hana verðum við að umgang- ast af tillitssemi og ræktarsemi enda er hún bæði móðir og faðir okkar allra, án hverrar við gætum ekki lif- að. Verkefni skólanna í ár eru sem hér segir: Myllubakkaskóli í Keflavík (s. 92-11450): Sáning og áburðardreif- ing. Sáð verður á Hólmsbergi sunnan við kirkjugarðinn 28. maí. Gerðaskóli í Garði (s. 92-27020): Lúpínurætur verða settar niður í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.