Morgunblaðið - 30.05.1990, Side 18

Morgunblaðið - 30.05.1990, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 Lítilmagnínn - Hver er hann? eftir Guðrúnu Sverrisdóttur Stofnunin á Sæbraut 2, fyrir ein- hverfa unglinga, var tekin til um- fjöllunar í tveimur fjölmiðlum sl. viku. Ég skrifaði Jóhönnu Sigurðar- dóttur, ráðherra, bréf 25. apríl varð- andi stofnunina, og því var nafn mitt dregið inn í þetta mál. Ég bíð reyndar enn eftir svari ráðherra. Ég kalla það ekki svar, fáeinar ómálefnalegar línur frá ráðuneytinu undirritaðar af Berglind Ásgeirs- dóttur, ráðuneytisgtjóra, og Mar- gréti Margeirsdóttur, félagsfræð- ingi og deildarstjóra í félagsmála- ráðuneytinu. Efnisinnihaldið í þeim fáu línum er allundarlegur skilning- ur og viðbrögð við alvarlegu m£l- efni bréfs míns til ráðherra og svar- ar á engan hátt málaleitan minni. ' Það var aldrei ætlun mín að fjalla um málið opinberlega, hvorki í blöð- um né sjónvarpi. Taldi ég það vera alltof viðkvæmt mál, vegna hegðun- «v§ I HVAÐA VEÐRISEMER Með Meco þarftu ekki að hafa áhyggjur af veðrinu, það er alltaf hægt að grilla. m. it. Hönnun MECO: Loftflæðið gerir Meco að frábæru útigrilli: • Það sparar kolin. • Brennur sjaldnar við. • Hægt er að hækka og lækka grindina frá glóðinni. • Tekur styttri tíma að grilla og maturinn verður safaríkari og betri. • Auðveldþrif. HeimllistækJ hf SÆTUNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNI SlMI 6915 20 sanoufufUiK ar þessara mikið skertu unglinga, sem hér um ræðir. Sérstaklega við- kvæmt og sorglegt fyrir foreldra, systkini og aðra aðstandendur ein- hverfra bama og unglinga. Eftir að hafa kynnst hegðunarmynstri unglinganna í gegnum 9 mánaða tímabil, áfeit ég þrautagöngu að- standenda nógu mikla, þótt ég færi ekki að bæta á hana með blaðaskrif- um. En Sigríður Lóa, sálfræðingur og forstöðukona Sæbrautar 2, og Anna Elísabet, þroskaþjálfi, voru á öðru máli. Þær hafa trúlega talið að lausnin fælist í því að úttala sig í því virta blaði Pressunni og á Stöð 2. Ég hélt mig vera, í upphafi, að leita til réttra aðila, sem hefðu vel- ferð barna og unglinga að leiðar- ljósi. Velferð heilbrigðra barna jafnt sem sjúkra. En sú von brást. Á tæplega 3ja klst. „fræðslufundi“ nágranna Sæbrautar 2 með Mar- gréti, félagsfræðingi, sem setið hef- ur mörg ár í barnavemdarnefnd, og Sigríði Lóu, minntust þær ekki 3inu orði á velferð heilbrigðu barn- anna í hverfinu, — þau voru algjör- lega utan dagskrár og þeirra áhugasviðs. Ekki veitti þeim af að rifja upp barnasálfræðina sína og bamavemdarlögin, sem eru þver- brotin á bömum hverfisins í nafni „réttarstöðu vanheilla" og í nafni ríkisvaldsins. Þegar einstaklingar komast til valda og verða haldnir blindri einstefnu, sem nálgast heil- ög trúarbrögð, er kominn tími til að staldra við. Við, nágrannarnir, vorum í mannvonsku að ráðast að ósekju á fatlaða og vegna „hræðslu" um verðmætahmn húsa okkar. Svona aðdróttanir em eingöngu gerðar í einum tilgangi og vísa ég þeim til föðurhúsanna. Ég, og við, viljum þessum vesalings unglingum ekkert illt. Á umræddum „fræðslufundi" vomm við nágrannamir upplýstir um fræði og stefnu einhvers sænsks Söders um málefni einhverfra ein- staklinga. Við vitum að sumar kenningar eru góðar á blaði en ekki í framkvæmd. Kannski eiga ráðamenn Sæbrautar 2 eftir að hugleiða eftir nokkur ár það mis- rétti sem við, nágrannarnir, höfum verið beittir. Þá verður gamli Söder Niður með hita- kostnaðinn OFNHrrASTILlAR = HEÐINN = VELAVERSLUN, SIMI 624260 SERFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER horfinn frá þessum kenningum sínum, eins og svo margir „Söder- ar“ í öðrum löndum hafa nú þegar gert. En þessi tegund „geðveilu" gengur ekki í nábýli við aðra — því miður. Að dæma hart er harla létt/en hitt er örðugra að dæma rétt Allir fordómar eru af hinu vonda. En nú er svo komið að enginn þor- ir að opna munninn gegn nafngift- inni „sjúkur-veikur-vangefinn" sama hvers eðlis sjúkdómurinn er. Reiðiraddir heilagrar vandlætingar rísa upp, að verið sé að traðka á rétti hins sjúka, — enginn talar um rétt hinna. Sem dæmi: Gæslumenn fara í sund með einum, tveimur eða þremur einhverfum einstaklingum. Þeir eru hættulegir sjálfum sér og öðrum. Tugum barna og fullorðinna er ekki vært í návist þeirra. Hver er réttur hvers? Er þetta ekki orðið dálítið misskilið jafnrétti, með allri virðingu fyrir rétti sjúkra? I blaðaviðtali við Onnu Elísabetu, þroskaþjálfa, með 13 ára starfsald- ur, „hefur hún aldrei vitað svona viðbrögð". Það er varla von, þar sem hún hefur lengst af starfað á Kópavogshæli, sem er ekki inni í íbúðarhverfi, þar sem nokkrir metr- ar eru á milli húsa. Sigríður Lóa, sálfræðingur, verð- ur að gera það upp við samvisku sína, hvort þessi „lítilfjörlegu atvik" og „smávægilega ónæði“ í íbúðar- hverfínu, sem hún segir frá í blaða- og sjónvarpsviðtali, sé réttnefni. Það er virðingarvert að taka mál- stað lítilmagnans. Ég vil gera það líka. En það verðunað vera á heiðar- legum grunni. Hún hefði mátt minnast á það, þegar ég á haust- mánuðum hringdi til að óska henni og rtofnuninni velfamaðar. Ég er búin, að hafa miklar sorg- ir út af þessu máli, svo er um aðra nágranna. Vegna fyrmefndrar fjöl- miðlaumfjöilunar, sem aldrei skyldi verið hafa, sé ég mig tilneydda til þessara skrifa, til að skýra mína hlið mála. Hér á eftir fer brot úr bréfí mínu til ráðherra: „Það er búinn að vera langur aðdragandi að bréfí þessu. Maður sest ekki svo auðveldlega niður og skrifar mótmæli gegn búsetu svona aumkunarverðra einstaklinga sem þessir unglingar eru. Beiðni mín er, að starfsemin að Sæbraut 2 verði flutt í burt sem skjótast. Ekki það að ég óski íbúum annarra hverfa sambýlis við svona erfíða stofnun, því fer víðsfjarri. Þegar breytingar á Sæbraut 2 hófust sl. sumar, voru það iðnaðarmenn hússins sem fyrst- ir fræddu nágrannana um væntan- lega starfsemi. Þegar að börn og unglingar em annars vegar, sjúk eða heilbrigð, er eðlilegt að sýna fyllsta skilning og samúð með mál- efninu. Því datt engum nágranna í hug að fetta fingur út í 2ja metra háa girðingu sem reis umhverfis húsið, — í mótsögn við allt umhverf- ið, í mótsögn við öll lög og reglur. Var hún til þess gerð að unglingam- ir „slyppu ekki út“ — „að þeir færu Guðrún Sverrisdóttir „Er það ekki virðingar- leysi gagnvart þessum skertu unglingum, að láta þau í umhverfi þar sem ungir og aldnir horfa á þetta sorglega, niðurlægjandi atferli þeirra? Það fyndist mér ef ég ætti svona ólán- saman, veikan ungl- ing.“ sér ekki að voða". íbúar Sæbrautar og nágrennis vom vanir börnunum sem sóttu í meðferð greiningar- stöðvanna að Sæbraut 1 og 2 til margra ára. Allir sem einn höfðu skilning og samúð með þeirri starf- semi þrátt fyrir gífurlega aukna umferð um götuna og ýmsar aðrar álögur, sem fylgja því að hafa tvö „stofnanahús" í einni og sömu götu íbúðarhverfís. Því var ætlunin að sýna nýju búendunum ekkert nema velvild. Eftir rúmlega 'A árs nábýli við þessa skertu unglinga get ég skilið harmkvæli foreldranna, sem eignast þessi börn. Skilið vonleysið yfir hamsleysinu. Skilið þreytuna og nær sturlun aðstandenda í sam- búðinni við þau. Skilið hvernig þess- ir unglingar halda heimilum sínum í „heljargreipum". Þessar „heljar- greipar" hafa verið fluttar yfír á okkur — nágrannana. Nábýli við aðra skiptir þau ekki máli og er ekkert aðhald á hegðun þeirra. Þessir „hyperactivu" unglingar sýna það svo sannarlega að þau þurfa stórt afmarkað svæði, sem fullnægir hreyfíþörf þeirra. Það rými fá þau ekki innan umræddrar girðingar og sækja því á götuna og í garða nágrannanna. Þau þurfa að vera í umhverfí, þar sem hljóð þeirra heyrast ekki milli húsa og kynferðislegar athafnir þeirra sjást ekki úr næstu húsum og götum. Öll umhyggja og hugsun um heil- brigðu börnin í hverfinu virðist hafa gleymst, þegar unglingunum, með þekkt og viðurkennt sjúklegt hegð- unarmynstur, var valinn staður í íbúðarhverfinu. Hér hafa verið framin sorgleg mistök, sem valdhöfum ber að leið- rétta. Ég vil undirstrika, að ég og aðrir sem málið snertir, höfum fyllstu samúð með þessum skertu unglingum og þeirra aðstandend- um, en okkur er það ofviða ekkert síður en þeim að búa við þetta ok.“ Þetta eru kaflar úr bréfí mínu til félagsmálaráðherra þó með nokkrum orðabreytingum. Það sem réð því að ég skrifaði bréfíð til ráðherra í von um góðan skilning, var röð atburða liðinna mánaða, sér í lagi atburður annan dag páska. Þá kom vistmaður alls- nakinn inn í hús til mín, að yngri dóttur minni og vinkonu hennar ásjáandi. Nokkrum dögum síðar voru ijórar litlar stelpur í „snú-snú“ innarlega í götunni. Kom einn vist- manna aðvífandi og gerði þarfir sínar á gangstéttina fýrir framan þær. Enn og aftur fóru fram kyn- ferðislegar athafnir í einum af gluggum Sæbrautar 2. Daginn eftir var gluggi hússins málaður að utan til hálfs, með hvítri málningu, sam- kvæmt fyrirmælum forstöðukonu. Skipaðir talsmenn „lítilmagn- ans“, Jóhanna Sigurðardóttir, ráð- herra, Margrét Margeirsdóttir, fé- lagsfræðingur, Stefán Hreiðarsson, barnalæknir, Sigríður Lóa, sálfræð- ingur, og Anna Elísabet, þroska- þjálfí. Er það ekki virðingarleysi gagnvart þessum skertu ungling- um, að láta þau í umhverfi þar sem ungir og aldnir horfa á þetta. sorg- lega, niðurlægjandi atferli þeirra? Það fyndist mér ef ég ætti svona ólánsaman, veikan ungling. Hver er litilmagninn í þessu máli? Eru það „einhverfu" unglingarnir, sem ekkert breytast og eru ekki ábyrgir gerða sinna? Eða eru það heilbrigðu börnin sem eiga að horfa upp á þetta síendurtekna hegðunarmynst- ur sjúkra unglinga mánuð eftir mánuð? Höfundur er lijúkrunarkona. bræðurnir ©OEMSSONHF Lágmúla 9, slml: 38820 Grindavík: Sjálfstæðis- og framsókn- armeim áfram í meirihluta Grindavík. MEIRIHLUTI sjálfstæðismanna og framsóknarmanna hélt velli í Grindavík i sveitarstjórnarkosningum sl. laugardag. Óbreytt valda- hlutföll héldust í bæjarstjórn. Gunnarsdóttir fyrir D-lista. en hún er eina konan í bæjarstjóm Grinda- víkur og Hinrik Bergsson fyrir G-lista. Eðvarð Júlíusson, efsti maður á lista sjálfstæðismanna, sagði í sam- tali við Morgunblaðið eftir kosning- ar að úrslitin væm skilaboð um að halda áfram í meirihlutasamstarfi með framsóknarmönnum. „Við komum saman á sunnudagskvöld til að ræða málin og ákváðum að halda samstarfinu áfram,“ sagði Eðvarð, „eftir er að skipta verkum _ fyrir komandi kjörtímabil en það verður gert áður en umboði núver- andi bæjarstjórnar lýkur um miðjan júní.“ Þá kom fram hjá Eðvarði að Jón Gunnar Stefánsson verður áfram bæjarstjóri. Það var einnig skoðanakönnun um hvort leyfa ætti áfengisverslun í Grindavík samhliða bæjarstjómar- kosningum. Úrslitin urðu að já sögðu 690 en nei sögðu 365, auðir seðlar vora 35. Úrslitin eru á engan hátt bindandi fyrir bæjarstjóm og lokaákvörðun liggur hjá ríkisvald- inu FÓ Sjálfstæðismenn era með 360 atkvæði, framsóknarmenn, með 326 atkvæði og alþýðuflokksmenn með 358 atkvæði héldu sínum tveimur fulltrúum hver og alþýðu- bandalagsmenn sínum eina með 154 atkvæðum. 24 seðlar voru auð- ir og 6 ógildir. Þrír nýir bæjarfulltrúar setjast í bæjarstjóm, þau Kristmundur Ás- mundsson fyrir A-lista, Margrét BOSCH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.