Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 Hugleiðingar um iðnað eftir Aðalstein Jóhannsson Ekki verður um það deilt, að ís- lendingar hafa á mörgum sviðum notið utanaðkomandi áhrifa, þegar iðnaðaruppbyggingin hófst hér á landi. Aðallega voru það Danir, sem hingað komu, er miðluðu okkur af þekkingu sinni. Danir áttu nágranna í suðri, sem þegar á fyrri öld stofn- uðu til mikillar iðnaðaruppbyggingar og með hagsýni og góðri skipulagn- ingu náðu fljótt undraverðum ár- angri. Tileinkuðu Danir sér fljótlega kunnáttu Þjóðveija og fengu marga þýska sérfræðinga til starfa í Dan- mörku. Þannig byggðist danskur iðnaður upp á réttum grunni þegar í upphafi. Mörg dæmi eru til þess, að skort hafi réttar upplýsingar, þegar iðnaðarfyrirtæki hafa verið stofnsett hér á landi, eða þá að van- þekking og óraunhæf bjartsýni hafa ráðið ríkjum, þegar til iðnrekstrar var stofnað. Það var fyrir nokkrum árum, að verksmiðja var byggð, keyptar til hennar nýjar og góðar vélar, maður var fenginn frá Dan- mörku til ráðuneytis og síðan var verksmiðjureksturinn hafinn og ski- luðu vélarnar því, sem af þeim hafði verið vænst. Hins vegar kom það í ljós eftir nokkra mánuði, að markað- ur fýrir framleiðsluvöruna var alltof lítill, og það varð að hætta rekstri verksmiðjunnar. Þetta dæmi sýnir að þó að leitað sé til sérfræðinga, eins og í þessu tilfelli, þá er það ekki einhlítt, því að eitt veigamesta atriðið er auðvitað, að markaður sé fyrir þá framleiðsluvöru, sem fram- leidd er. Sem betur fer hefur í flest- um öðrum tilfellum tekizt vel, og má nú segja, að íslenskur iðnaðar- rekstur sé víða orðinn þróaður og standi sízt að baki sambærilegum iðnaði annars staðar t.d. fiskiðnaður okkar. Eins og allir vita er íslands hrá- efnasnautt land, en orka fallvatna okkar er óbeizluð að miklu leyti og sama gegnir einnig um gufu þá, sem til er í iðrum jarðar hér. Að öllum líkindum mun hér rísa málmblendi- verksmiðja, vonandi verður fram- ieiðslugeta verksmiðjunnar svo sem til er stofnað og framleiðsluvaran vel seljanleg á erlendum markaði, þó að syrt hafi í álinn í bili. Nútíma þjóðfélag eins og við byggjum, verð- ur ekki haldið uppi, nema undirstöð- ur þess séu margar og margþættar. Þetta virðist ekki allir skilja, og hafa þeir menn hátt um að stofna ekki til iðnrekstrar í samvinnu við útlendinga, telja þeir að slíkt sé af hinu vonda og óþjóðlegt í meira lagi. ísland liggur í þjóðbraut, hér hefur fólk möguleika á að kynnast högum annarra þjóða, stjómvöld á íslandi geta því ekki talið lands- mönnum trú um eitt eða neitt varð- andi lífsmælikvarða hér á landi, miðað við það sem er í öðrum lönd- um. Hér á fólk of auðvelt með að gera samanburð, ekkert jámtjald skilur ísland frá öðrum þjóðum. Flestir landsmenn kunna líka að meta þá menningarstrauma, sem leika um landið. Menn, sem komnir eru á miðjan aldur, muna eymd og volæði þjóðarinnar í byijun þriðja áratugarins, fram að þeim tíma hafði verkmennt þjóðarinnar lítið breyzt frá upphafi Islandsbyggðar. Stríðið, sem færði mörgum þjóðum hörmungar og dauða, færði Islend- ingum hagsæld og gróða, en þó fyrst og fremst ný tæki og verk- mennt. Englendingar voru okkur miklu fremri að þessu leyti á þeim tíma, seinna komu svo Ameríku- menn, sem kynntu nýjungar á öllum sviðum. Nú má enginn taka orð mín svo, að í kjölfar stríðsins hafi ekki einnig fylgt spilling og ýmsir miður góðir hlutir. Þetta breytir þó ekki því, að þjóðin vaknaði til meðvitund- ar um, að í ýmsum efnum vorum við langt á eftir í iðnaðaruppbygg- ingu. Nú telja sumir, að við höfum ekki notað okkur ýms tækifæri, sem okkur buðust á stríðsárunum, en hvað um það, því verður ekki á móti mælt, að Bandaríkjamenn fluttu hér inn stórvirkar vélar og tæki, sem okkur hefur gefist tæki- „ A vinnumarkað koma hér á ári hverju, næstu árin, um 2-2.500 manns og öllu þessu fólki þarf að sjá fyrir mannsæm- andi störfum, verði ekki möguleikar á því, má búast við, að fólk flytji úr landi, eins og átti sér stað á þrengingarárun- um í lok sjöunda ára- tugarins.“ færi til að læra að nota, og það hefur komið í ljós, að íslendingar eru mjög fljótir að tileinka sér nota- gildi vélanna. Á vinnumarkað koma hér á ári hveiju, næstu árin, um 2-2.500 manns og öllu þessu fólki þarf að sjá fyrir mannsæmandi störfum, verði ekki möguleikar á því, má búást við, að fólk flytji úr landi, eins og átti sér stað á þrengingarárunum í lok sjöunda áratugarins. Iðnaður er án efa sá þáttur atvinnulífsins, sem þarf að hlynna að. Iðnþróunar- stofnunin fylgist með nýjungum á þessum sviðum erlendis og ber von- andi gæfu til þess að hafa forystu um þá þætti, sem verða þjóðinni til heilla í framtíðinni. Muna má, að það skal vel vandað, sem lengi á að standa, þess vegna þarf að hyggja að mörgu, þegar til iðn- rekstrar verður stofnað. Iðnrekstur, stór eða smár, er ekki keppikefli í sjálfu sér, ef hann skilar ekki nauð- synlegum arði, og ekki farsælt að reka iðju eða iðnað í skjóli tolla- verndar, eins og oft hefur verið gert. Þróunin í hinum vestræna heimi er sú, létta toilum af innflutt- um vörum, enda þróast margskonar spilling, sé uppbyggingin ekki gerð í heilbrigðri samkeppni. Eins og áður var vikið að, eiga íslenskar orkulindir að skapa skil- yrði til iðnrekstar, sem fyllilega þol- ir erlenda samkeppni, má þar nefna margskonar efnaiðnað, og ber að notfæra sér það svo sem framast er unnt. Sú saga er sögð, að Jón sálugi Þorláksson hafi, þá er hann var landsverkfræðingur, fengið til landsins sérfræðing, og taldi sá, að á Suðurlandsundirlendi gætu lifað ein til hálfönnur milljón manna, var mat sérfræðingsins miðað við lífsaf- komu Norðurlandabúa, eins og hún var þá, en þetta _mun hafa verið í kringum 1910. Á þessu sést, að miklir möguleikar eru ónýttir, þó að nú séu gerðar meiri kröfur til lífsins en gerðist á fyrsta og öðrum tug aldarinnar. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd, að hóf er best að hafa hverjum máta, nýtni og fyrir- hyggju skal gætt í hvívetna, þegar til iðnrekstrar er stofnað. Ekki er hægt að láta þess ógetið í þessu sambandi, að dýrtíðin, sem þjóðin býr nú við, á hvað mestan þátt í slæfa eðlilega dómgreind manna í efnalegu tilliti. Krónan minnkar ár frá ári, verðmæti, sem fólk fær fyr- ir vinnu sína, rýrast, og keppikefli alira verður að láta krónurnar frá sér eins fljótt og mögulegt er, skipt- ir þá minna máli hvað keypt er. Unga fólkið er í miklum vanda, þjóð- félagsaðstæður hafa valdið því að flestir reyna að koma þaki yfir sig Sigrún Knútsdóttir „Máleftialeg umræða er af hinu góða en því mið- ur hef ég á tilfinning- unni að „pólitísku“ moldviðri hafi verið þyrlað upp um máleftii FHR og þjónar það hvorki hagsmunum heimilisins né hags- munum fæðandi kvenna og barna þeirra.“ læknar deildarinnar sinntu bakvökt- um á FHR. Þessum samningi var sagt upp einhliða 1. maí síðastliðinn af hálfu Fæðingardeildar Landspít- alans. Tillaga um lokun KO fylgdi tillögu hjúkrunarfram- Fæðingarheimili Reykjavík- ur - „pólitískt“ bitbein? eftir Sigrúnu Knútsdóttur Tilefni þess að ég sest niður með penna í hönd er grein Kristínar Ól- afsdóttur í Morgunblaðinu á kjör- dag, þann 26 maí sl., þar sem Fæð- ingarheimili Reykjavíkur (FHR) er enn til umfjöllunar. Það er e.t.v. að bera í bakkafullan lækinn að bæta enn einni grein við um FHR, en sem stjórnarmanni í stjóm Sjúkrastofnana Reykjavíkur (SSR) tel ég mig nú knúna til að leggja orð í belg í þá umræðu, þótt það hafi upphaflega alls ekki verið ætlunin. Vandi FHR hefur lengi verið til umræðu hjá SSR, en í vetur hefur borið meira á þeirri umræðu þar sem hún hefur að miklu leyti farið fram í ijölmiðium. Húsnæðisvandi FHR Umræðan um FHR hefur að mestu snúist um þröngan húsakost og nauðsyn úrbóta hvað aðstæður og húsnæði varðar. í nokkur ár hefur Borgarspítalinn starfrækt skurðdeild á 1. og 2. hæð hússins og vora þar gerðar minni háttar bæklunarskurðaðgerðir, háls-, nef- og eyrnaaðgerðir og kvensjúkdómaaðgerðir. Þessi starf- semi létti verulega á skurðlækninga- deild Borgarspítalans í Fossvogi, en þar era húsnæðisþrengsli veraleg. Stjórn SSR hefur í nokkur ár farið fram á fjárveitingu til að bæta skurðstofuaðstöðu Borgarspítalans en ekkert fjármagn hefur enn feng- ist jtil þess. Á síðasta ári fyrirskipuðu fjár- málayfirvöld 4% niðurskurð á fjár- veitingu til spítalans. Var þá ákveð- ið að loka skurðdeildinni í húsi FHR um óákveðinn tíma í stað þess að draga úr starfsemi á bráðadeildum eða öldranardeildum spítalans. Tvær neðri hæðir húss FHR höfðu því staðið ónotaðar í nokkra mánuði og er eðlilegt að starfsfólk fæðingar- heimilisins hafi horft til þessa hús- næðis þegar húsnæðisvandi þess var til umræðu. Það urðu því mikil vonbrigði þeg- ar borgaryfirvöld ákváðu að leigja nokkrum læknum þessar tvær hæðir og vonir um að húsnæðisvandi FHR leystist varð að engu. Umræðan um húsnæðisvanda FHR hefði væntanlega orðið með allt öðrum hætti ef ekki hefðu kom- ið til fyrirskipanir fjármálayfirvalda um niðurskurð. Þá væri væntanlega enn starfrækt skurðdeild Borg- arspítalans á þessum tveimur hæð- um og litlar sem engar líkur hefðu verið á auknu húsnæði fyrir fæðandi konur í húsinu. Þörfin fyrir bætta aðstöðu og aukið húsnæði fyrir fæð- andi konur er þó mjög brýn og er nauðsynlegt að gera veralegar úr- bætur í húsnæðismálum og aðbún- aði Fæðingarheimiiisins ef ætlunin er að halda því opnu áfram eins og allir virðast nú sammála um. Öryggi fæðandi kvenna og barna þeirra steftit í hættu? í maíbyrjun tók umræðan um FHR aðra stefnu og mun alvarlegri. Eins og kemur fram í grein KO og hefur einnig komið fram áður í fjölmiðlum barst stjórn SSR erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjóra Borgarspítalans, sem ber ábyrgð á hjúkranarþjónustu FHR, og mætti hjúkrunarframkvæmdastjórinn á stjórnarfund til að gera grein fyrir erindi sínu. Lýsti hún áhyggjum sínum af ástandinuá FHR þar sem frá maíbyijun væri einungis einn læknir starfandi við heimilið og væri hann á vakt allan sólarhringinn alla daga vikunnar og væri slíkt ástand óforsvaranlegt. Einnig kom fram í erindi hennar að faglegur ágreiningur væri á meðal starfsliðs Fæðingarheimilisins. Taldi hún ástandið svo alvarlegt að öryggi fæðandi kvenna og bama þeirra væri hætta búin. Var hér um alvar- lega aðvörun að ræða. Hún lagði til að Fæðingarheimilinu yrði lokað þegar í stað um óákveðinn tíma meðan úrbætur væru gerðar. í grein KÓ kom hins vegar ekki fram að yfirlæknir FHR mætti einn- ig á þennan sama stjómarfund. í máli hans kom fram að ástandið á FHR væri ekki eins alvarlegt og af var látið og að öryggi fæðandi kvenna og bama þeirra væri engan veginn stefnt í hættu, enda væri óforsvaranlegt að halda heimilinu opnu áfram ef svo væri. Það kom einnig fram í máli hans að það gæti ekki gengið nema í mjög stuttan tíma að einungis einn læknir væri starfandi á FHR og yrði því að bæta læknamönnun hið snarasta með einhveijum ráðum. Samningur hafði verið við Fæð- ingardeild Landspítalans um að og sína strax í byijun hjúskapar. Miklir erfiðleikar eru oft þessu sam- fara. Þeir, sem byija að leggja niður fyrir sér tölulega, hvernig hægt verði að ljúka byggingu, fá ekki dæmið til að ganga upp, er því stofn- að til framkvæmdanna af fullkomnu fyrirhyggjuleysi. Margt býr að fyrstu gerð, og verður því að telja, að veganestið, sem þjóðfélagið býr þessu fólki, sé ekki hollt, það treyst- ir á áframhaldandi dýrtíð, því reynd- in hefur orðið sú mörg undanfarin ár, að skuldirnar verða viðráðanlegri í dýrtíðarflóðinu, sparnaður er því ekki lengur dyggð, heldur hrein vit- leysa. Þessu hafa sparifjáreigendur fundið manna mest fyrir. Ýmsar ytri aðstæður hafa skapað þessa þróun að verulegu leyti, en röng vinnulöggjöf hefur einnig átt hér mikinn hlut að máli. Vonandi er þó að skapast skilningur fyrir breyttum hugsunarhætti hjá verkalýðsforys- tunni, en á meðan litlir þjóðfélags- hópar geta sett ríkisvaldinu afar- kosti, hljóta blikur að vera á lofti. Pólitísk sjónarmið og þjóðlegur hugsunarháttur fer sjaldnast saman, þess vegna verður að skapast hér þjóðleg reisn, sem á þó ekki að vera þess valdandi, að við höfnum sam- starfi við erlendar þjóðir, heldur lærum af þeim. Einar Benediktsson segir í alda- mótakvæði sínu: „að hér er ei stoð að stafkarlsins auð, nei, stórfé, hér dugar ei minna. Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds, að græða upp landið frá hafi til fjalls." Kemur hér fram það sjónarmið, sem íslensk- ur iðnrekstur á að byggjast á, að- stoð og fjármögnun iðnaðarins, sem við ráðum ekki við, frá erlendum aðilum, en fastmótaður íslenskur hugsunarháttur hjá þeim, sem at- vinnufyrirtækjunum stjórna. Stað- reynd er, að þar sem íslenskir og erlendir aðilar hafa unnið saman, hefur víða tekist vel til, og í ljós hefur komið, að íslendingar hafa getað tileinkað sér kunnáttu útlend- inga, fært hana í stílinn og fljótt getað kennt ungu kynslóðinni. Þegar tillit er tekið til að þróuhin hjá okk- ur á iðnaðarsviðinu er aðeins nok- kurra áratuga gömul, verður að telj- ast að vel hafi til tekist. Höfundur er tæknifræðingur. kvæmdastjóra eftir og lagði til að Fæðingarheimilinu yrði lokað þegar í stað um óákveðinn tíma. í Ijósi þeirra upplýsinga sem lágu fyrir kusu starfsmannaráðsfulltrúar í stjórn SSR að sitja hjá við atkvæða- greiðslu um tillöguna. í bókun okkar um májið kom m.a. fram eftirfar- andi: „Á fundinum hafa komið fram ósamhljóða og andstæðar staðhæf- ingar, sem við getum ekki tekið af- stöðu til fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir um málið.“ Að mínu mati hefði eðlileg af- greiðsla stjórnar SSR vegna vanda FHR verið að vinna að því að leysa úr læknaskorti hið snarasta með ein- hveijum ráðum. Hefði þá verið nær- tækast að ná samningum að nýju við Fæðingardeild Landspítalans, a.m.k. þar til framtíðarlausn fengist á læknamönnun FHR. Faglegan ágreining sem hjúkr- unarframkvæmdastjóri gat um að væri til staðar, tel ég réttast að leysa með því að viðkomandi aðilar leysi sameiginlega úr ágreiningsmál- um sínum og finni viðunandi lausn. Lokun deildar leysir engan vanda. Málefnaleg umræða er af hinu góða en því miður hef ég á tilfinning- unni að „pólitísku" moldviðri hafi verið þyrlað upp um málefni FHR og þjónar það hvorki hagsmunum heimilisins né hagsmunum fæðandi kvenna og barna þeirra. Að endingu vil ég taka undir ósk yfiriæknis FHR og fleiri aðila að FHR megi fá að starfa í friði. Ég vona að viðunandi lausn finnist á vanda heimilisins þannig að það verði starfrækt áfram við bættan aðbúnað og betri húsakost til heilla fyrir fæðandi konur og börn þeirra. Höfundur er formaður starfsmannaráðs Borgarspítalans og stjórnarmaður ístjórn Sjúkrastofnana Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.