Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 23

Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MI^VIKUDAGUR 30. MAI 1990 23 Evjameim telja sig liafa orð- ið afskipta í úthlutunum Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjum. ÚTGERÐARMENN og sjómenn í Eyjum telja sig hafa orðið afskipta í úthlutunum aflamiðlunar á leyfum til útflutnings á ferskum fiski, að sögn Guðjóns Rögnvaldssonar, útgerðarmanns í Eyjum. Guðjón sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöld að úthlutanir á útflutningsleyfum hefðu dregist svo saman síðan aflamiðlun tók við úthlutununum að ef fara ætti eftir þeim yrði að leggja stærstum hluta Eyjaflotans. „Við höfum fengið út- hlutað um sex tonnum á skip viku- lega, til útfiutnings, en áður fluttum við út þijá gáma, sem eru um 45 tonn, vikulega," sagði Guðjón. Hann sagði að útgerðarmenn hefðu ekki getað sætt sig við þessa skerðingu því þá væru bátarnir hreinlega stopp í dag. „Við erum búnir að vera í þessum útflutningi frá árinu 1979 og höfum yfirleitt landað um 30% af aflanum hér. Við viljum halda þessu áfram því ef við gerum það ekki þá er grund- völlur útgerðarinnar brostinn. Við rekum sjálfir fiskvinnslu og höfum lagt upp í hana þann fisk sem við höfum haft við að vinna en við getum ekki landað öllum aflanum hér heima á því lága verði sem fyr- ir hann fæst hér. Okkur finnst það líka mjög órétt- látt að frystiskip, sem vinna allan sinn afla úti á sjó, og selja hann síðan beint út án þess að það skapi nokkra vinnu í landi, skuli alveg sleppa við skerðingar. Þeir geta flutt allan sinn afla beint út án tak- markana og fá svipað verð fyrir þá vöru og við erum að fá fyrir ferska fiskinn okkar á erlendum mörkuð- um,“ sagði Guðjón. Hann sagði að ef landa ætti öllum aflanum heima myndi það kippa öllum rekstrargrundvelli undan út- gerðinni og menn hefðu því orðið að flytja meira út en leyfi hefðu verið gefin fyrir til þess að halda bátunum gangandi. Hann sagðist vilja gefa útflutninginn fijálsan og taldi að menn gætu eins vel stýrt því sjálfir hvað þeir flyttu mikið út til þes að halda verðinu þokkalegu. „Við höfum áður rekið okkur á það að flytja of mikið út og reynum því að forðast það. Það komu vissulega lélegar sölur en á heildina litið var verðið ekki lakara en það er eftir að farið var að stýra þessu á þann hátt sem nú er gert. Við teljum að aflamiðlunin hafi brugðist. Fiskverð á erlendum mörkuðum er ekkert hærra en áður var og ekkert meira kemur af fiski á markað hér, þann- ig að erfitt er að sjá tilganginn með þessari vitleysu. Við Eyjamenn vorum fyrstir til að flytja ferskan fisk á erlenda markaði í gámum. Við liggjum vel við siglingaleið milli íslands og Englands og erum búnir að vera í þessu í langan tíma. Þetta hefur gengið vel og hefur hreinlega bjarg- að útgerðinni hér. Við teljum okkur hafa áunnið okkur nokkur réttindi í þessum útflutningi og getum illa sætt okkur við að klippt sé á þetta og fótunum þannig kippt undan okkur,“ sagði Guðjón Rögnvaldsson að lokum. Þýðir ekki að veiða fískinn ef við losnum ekki við hann „Gámavinir hafa verið að fá leyfi til að flytja út 24 til 38 tonn á viku, fyrir 33 skip, og það sjá allir að það getur ekki gengið," sagði Gísli Valur Einarsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Björgu VE, er hann kom til hafnar í Eyjum um kvöldmatar- leytið í gær. Gísli var einn þeirra skipstjóra sem var á miðunum í gær þegar tekin var ákvörðun um að hífa troll- ið inn fyrir og halda í land. „Það er ekkert annað að gera en að koma sér í land. Það þýðir ekkert að vera að veiða fiskinn ef ekki er hægt að losna við hann. Við höfum leyfi til að flytja út eitt tonn þessa viku og til hvers á þá að vera að veiða meira. Bátarnir sem stöðvarnar eiga liggja við bryggju fullir af afla og geta ekki losnað við hann því það hefst ekki við að vinna þann afla sem í stöðvamar berst. Þar að auki er það verð sem stöðvarnar borga fyrir fískinn það lágt að út- gerðin getur ekki gengið ef selja á aflann á því verði,“ sagði Gísli Val- ur. Hann sagði að ástandið hefði versnað til muna eftir að aflamiðl- unin tók til starfa og sagði það sína skoðun að eina leiðin í þessu væri að gefa útflutninginn frjálsan. „Eg stóð í þeirri trú ■ að aflamiðlunin myndi taka tillit til þess verðs sem bátarnir væru að fá fyrir aflann erlendis og þá myndu þeir sem ávallt næðu besta verðinu, vegna góðrar vöru, njóta góðs af, en reyndin hefur ekki verið sú. Það hefur ekkert tillit verið tekið til þess og þeir sem hafa verið að fá lágt meðalverð hafa jafnvel fengið að flytja meira út en hinir,“ sagði Gísli. „Það er svo annað mál, en rétt að það komi fram, að ef aflanum er landað hér heima þá fæst hann kannski borgaður og kannski ekki og stundum líða mánuðir áður en gert er upp. Úti er þetta allt borgað um leið svo það er ekki hægt að líkja þessu saman. Þetta kerfi sem nú er komið á er hrein og klár óstjórn og ef fram heldur sem horf- ir munu sjálfstæðir útgerðarmenn fljótlega fara á hausinn. Við verðum að fá að flytja aflann út til að fá hæsta mögulega verð fyrir hann svo við getum rekið útgerðina okkar. Þegar ég réðist í kaup á þessum bát gerði ég ráð fyrir að fá að senda alit að 80% aflans út á markað. Þannig setti ég dæmið upp og sótti um lán og gerði greiösluáætlanir með hliðsjón af því. Þessu hefur nú öllu verið kollvarpað og ef ekki verður breyting gerð á þessu og útflutningur gefinn frjáls þá sé ég ekki hvernig ég á að geta rekið þetta og svo er um flesta aðra sjálf- stæða útgerðarmenn,“ sagði Gísli Valur að lokum. Hætta þessari vitleysu og gefa útflutning frjálsan „Það er ekki hægt að vinna eftir þessu kerfi. Það á að hætta þessari vitleysu strax og gefa útflutningin fijálsan, það er það eina sem getur gengið til lengdar," sagði Snorri Jónsson hjá Gámavinum í Eyjum. Snorri sagði að ekki hefði verið annað fyrir Eyjabátana að gera en að sigla til hafnar. Nánast engin leyfi fengjust til útflutnings og því ekki annað að gera fyrir bátana en að koma sér í land því lítið þýddi að veiða fiskinn ef ekki væri hægt að losna við hann á sæmilegu verði. Hann tók sem dæmi að Björgin hefði nú komið að landi með sjö kör sem væri fjögurra vikna út- flutningsskammtur fyrir bátinn. En hvað segir Snorri við þeim ásökunum að hafa flutt út umfram þau leyfi sem Gámavinum voru gefin til útflutnigs? „Hvað áttum við að gera? Var betra að láta fisk- inn úldna hér á bryggjunni en að koma honum í gott verð úti. Það getur ekki verið rökrétt að gera það. Þetta kerfi er vitlaust og það er ekki hægt að vinna eftir þvi. Eina leiðin er að gefa þetta frjálst og þó að verðið myndi eflaust falla fyrst eftir að útflutninngurinn yrði gefinn fijáls þá myndi það fljótt jafna sig og menn myndu stjórna þessu sjálfir eins og verðið leyfði hveiju sinni,“ sagði Snorri. „Við Eyjamenn höfum verið stór- ir í þessum útflutningi enda braut- ryðjendur og liggjum vel við sigl- ingaleið til Englands. Hlutur okkar er þó alltaf að minnka því kerfið er alltaf að þrengja að okkur og skera okkar hlut niður til þess að koma honum á aðra staði á landinu. Slíkt getur ekki gengið. Við höfum byggt okkar útgerð upp í kringum þetta og það má ekki láta eitthvert vitlaust kerfi kippa fótunum undan okkur hér,“ sagði Snorri Jónsson að lokum. Grímur Þýðir ekki að setja reglur um út- flutning ef ekki á að fara eftir þeim - segir Kristján Ragnarsson, formaður LIU „Þetta eru málefíii þessarar sljórnar sem við settum yfir Aflamiðl- un og hún hefur tekið þá ákvörðun að tilkynna um þessa hluti. Ég held að ég blandi mér ekki í þetta á þessu stigi máls, þó þetta snerti auðvitað mina umbjóðendur," sagði Krtistján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, aðspurður um útflutning á ísfisk umfram heimildir frá Aflamiðlun. Aðspurður um gagnrýni á stjórn utanríkisráðuneytisins á þessum málum á sínum tíma og hvort stjórnunin væri betri nú, sagði Kristján. „Breytingin sem er orðin er að nú eru birtar bæði umsóknir og leyfisveitingar. Það var ekki gert áður. Það var ekki heldur gerð- ur neinn samanburður á því hvað var flutt út og hvað leyfi var veitt fyrir. Það er gert nú og þess vegna kemur þetta í Ijós. Framkvæmdin er því betri og sýnir hvað er að gerast. Það þýðir auðvitað ekki að setja einhveijar reglur um útflutn- ing, ef menn ætla ekki að fara eft- ir þeim. Það er meginatriðið. Svo má lengi deila um hvort það sé heimilað að fiytja nóg út eða ekki,“ sagði Kristján ennfremur. Hann sagði að Aflamiðlun væri engin valdastofnun sem gæti séð til þess að heimildir væru ekki brotnar. Það hefði alltaf verið vitað að til þess þyrfti tilstyrk opinberra aðila, ef um brot yrði að ræða. LÍÚ hefði getað stýrt fisksölum skipa í áratugi og menn hefðu beygt sig undir forræði þess. Þeir hefðu hins vegar alltaf haft áhyggjur af því að gámaútflytjendur væru það margir og breytilegur hópur að það myndi ekki ganga eftir með sama hætti gagnvart þeim. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Flokkurinn hefiir í kosningum unn ið sig út úr erfiðleikunum frá 1987 „VIÐ ERUM að vinna mjög verulega á þegar á heildina er litið og það sem skiptir mestu máli er að flokkurinn hefur í kosningum unnið sig út úr þeim erfiðleikum sem hann lenti í 1987. Nú þurfum við ekki að .styðjast við vísbendingar skoðanakannana, heldur höfum við fengið dóm kjósenda þar um og það er hinn mikli sigur fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í þessum kosningum, auk þessa glæsilega sigurs í Reykjavík," sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann var spurður livernig hann meti útkomu Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnakosning- unum í Ijósi þess að í kaupstöðum suðvestanlands, utan Reykjavíkur, fékk flokkurinn ekki sama fylgi og 1982 og staða hans er ekki sterk á Norðurlandi utan Ólafsfjarðar og með tilliti til þess, að þessar niður- stöður fást þrátt fyrir óvinsældir ríkisstjórnarinnar og kjaraskerðingu undanfarinna missera. „1982 fáum við einhvetja bestu kosningu sem um getur og við förum í heildina núna fram úr þeirri niður- stöðu sem þá var,“ sagði Þorsteinn. „En ef Reykjavík er frátalin þá koma kaupstaðir á suðvesturhorninu út með heldur lægra hlutfall en var 1982, en mjög verulega fylgisaukn- ingu frá 1986, úr 36% í rúm 42%. Þó voru úrslitin 1986 þokkaleg, með- alúrslit í sveitarstjórnakosningum, þannig að hér er um mjög góðan árangur að ræða þegar er hoi-ft á hinar raunverulegu staðreyndir. Það má kannski helst segja að í Norður- landi vestra sé útkoman slök, miðað við síðustu kosningar. Á Norðurlandi eystra vinnum við verulega á í Ólafsfirði, við höldum nokkum veginn okkar á Dalvík, en þá er þess að gæta að við síðustu kosningar voram við þar með sam- eiginlegt framboð með Alþýðu- flokknum, þannig að í ljósi þess að við erum núna einir bera úrslitin þar vott um sterkari stöðu en fyrr, og við styrkjum okkur á Húsavík. A móti kemur að það er lítils háttar afturför á Akureyri." Þorsteinn var spurður hvort hann teldi vera hægt að draga einhveija sérstaka ályktun af því, að Sjálfstæð- isflokkurinn jók hvað mest fylgi sitt á höfuðborgarsvæðinu, en Fram- sóknarflokkurinn vann á norðan- og austanlands. „Nei, það er ekki hægt að draga af þessu neina ályktun," sagði hann. „Við höfum líka dæmi um það hér inni á miðju höfuðborgar- svæðinu, að við náum ekki verulegri sókn, til að mynda í Hafnarfirði. Við vinnum að vísu á, en í engu sam- ræmi við það sem við vinnum annars staðar hér á höfuðborgarsvæðinu, þannig að undantekningarnar eru Iíka hér í þéttbýlinu og við erum að vinna mjög verulega á víðast hvar úti á landi, en þar höfum við undan- tekningar með alveg sama hætti og hér á höfuðborgarsvæðinu. Á Húsavík eru bæði Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn að vinna á, en það sem kannski er nú athyglisverðast er það, að Fram- sóknarflokkurinn hefur smám saman verið að tapa fylgi. Hann var lengst af með 15% og upp í 19% fylgi í sveitarstjórnakosningum yfir landið allt, en er núna með milli 12% og 13% og hefur smám saman verið að færa sig niður í þessa tölu á síðast- liðnum tíu árum. Fyrir tíu, fimmtán árum var Framsóknarflokkurinn með 23% til 25% fylgi tii Alþingis, núna er hann með 17% til 19%. Með öðrum orðum, það er þróun niður á við í heilan áratug fyrir Framsóknarflokk- inn, en á sama tíma sýna þessi kosn- ingaúrslit, að þrátt fyrir eitt verulegt áfall í kosningum eins og varð 1987, þá vinnur Sjálfstæðisflokkurinn sig upp í næstu sveitarstjórnakosning- um, hefur náð því að sampinast og að gera betur en að ná meðaltals- fylgi í kosningum. Þetta sýnir að styrkleikaþróunin er okkur í vil en Framsóknarflokknum í óhag ef verið er að bera þessa tvo flokka saman." Þorsteinn var spurður hvort niður- stöður þessara kosninga gefi sjálf- stæðismönnum'tilefni til bjartsýni í þingkosningum, þegar þær verða. „Já, alveg ótvírætt," sagði hann. „Hitt er svo annað mál, og Sjálstæð- isflokkurinn hefur auðvitað verið að horfa á, að það er gjá á milli fólks í dreifbýli og þéttbýli. Ég hef verið að benda á að við búum við tvö hag- kerfi í landinu, þar sem þéttbýlisfólk- ið býr í fijálsu hagkerfi, en atvinnu- vegir landsbyggðarinnar meira og minna við miðstýringu með reglu- gerðum og sjóðum. Mín skoðun er sú að þetta hafi lamað landsbyggðina og gert það að verkum að hún er allt of háð miðstýringarvaldi, en Framsóknarflokkurinn hefur alið á tortryggninni og viljað í raun og veru viðhalda gjánni, vegna þess að hann nærist á hatri út í þéttbýlið og hann vill ekki brúa gjána. En í heild- ina litið held ég að þau viðhorf séu á undanhaldi, þó að Framsóknar- flokkurinn hafi nokkurn veginn hald- ið velli í þessum kosningum,“ sagði , Þorsteinn Pálsson. Honda 90 Civic Shuttle 4WD 116 hestöfi Verð fró 1180 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIRALLA. (H) HONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.