Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 25

Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990 25 Bílun í kælibúnaði elsta kjamorkuvers Finna Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. VATNSLEIÐSLA í kælibúnaði elsta kjarnorkuvers Finna, sem nefn- ist Lovisa I, brast skömmu fyrir hádeg'i að staðartíma á mánudag. Kjarnorkuverið er um 100 km austur af Helsinki. Er leiðslan rofnaði rann sjóðheitt vatnið inn í hverflarými kjarnorku- versins. Vatnið og gufan sem slapp út úr kælikerfmu voru ekki geisla- virk enda er kælibúnaður versins margfaldur þannig að vatnið komst ekki í snertingu við kjarnaofnana. Að sögn talsmanna geislavarna ríkisins var aldrei nein hætta á því að geislun kæmist út í umhverfið eða að starfsmenn kjarnorkuversins yrðu fyrir henni. Þegar vatnsæðin brast fór viðvörunarkerfi kjarn- orkuversins í gang og var vinnslan þegar stöðvuð. Talsmennirnir sögðu óhappið engu að síður það alvarleg- asta sem orðið hefur í fmnskum kjarnorkuverum. Eftirlit allt á að vera þar mjög strangt og sýru- skemmdir af því tagi, sem ollu því að vatnsleiðslan brast, eiga að vera óhugsandi. ■ JÓHANNESARBORG - Dómstóll í Jóhannesarborg í Suður- Afríku dæmdi á fimmtudag helsta lífvörð Winnie Mandela, eiginkonu blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela, sekan um morð á 14 ára gömlum unglingi. Morðið vakti mikla athygli er það komst í hámæli í jan- úar í fyrra. Lík hins myrta fannst illa útleikið í skurði í blökkumanna- hverfinu Soweto í Jóhannesarborg. Lífvörðurinn var einnig sakfelldur fyrir morðtilraun, fjögur mannrán og fimm grófar líkamsárásir. Réttar- höldin stóðu í þijár vikur og sökuðu nokkur vitni Winnie Mandela um að hafa átt þátt í því að ræna fjórum ungmennum, sem haldið var föngn- um á heimili hennar. Hún hefði meðal annars barið þau með svipu og leyft öðrum að misþyrma þeim. Það þykir mikil mildi að enginn starfsmaður skuli hafa slasast þeg- ar sjóðheitt vatnið spýttist út úr leiðslunni. Nokkrir starfsmenn voru staddir þar nærri og þar að auki Belgía: Á mánudag í síðustu viku lögðu kennararnir niður vinnu og héldu þúsundum saman í kröfugöngur í Brussel og í borgum Vallóníu. Kennurunum hefur verið boðin tveggja prósenta launahækkun en þeir hafa hafnað henni og krafist sömu hækkunar og flæmskumæl- andi kennarar fengu fyrir skömmu en þá var samið við félög þeirra um sex prósenta hækkun launa. Til þess að ítreka kröfur sínar lögðu kennararnir á ný niður vinnu á mánudag og er áætlað að rúmlega, 60 þúsund manns hafi tekið þátt í aðgerðunum auk þess sem fjöldi nemenda fylkti liði lærifeðrum sínum til stuðnings. Kennarar kvarta einnig undan skorti á kennslutækjum og skóla- bókum og að sögn talsmanna þeirra eru þess dæmi að krít og skólatöfl- var hópur skólabarna í kynnisferð í kjarnorkuverinu. I Finnlandi eru fjögur kjarnorku- ver starfrækt. Tvö þeirra eru af sænskri gerð en hin tvö eru sovésk. Það voru Sovétmenn sem smíðuðu Lovísu I en það mun ekki vera sömu gerðar og kjarnorkuverið fræga í Tsjernobyl. ur vanti í kennslustofur. Fullyrt er að viðhaldi skóla sé mjög ábótavant og víða blasi við að ekki séu til peningar ti) að kynda skólahúsnæði næsta vetur. Byijunarlaun framhaldsskóla- kennara fyrir skatta í Belgíu sam- svara 71 þúsund krónum íslenskum. Unglingaskólakennarar fá sem svarar 61 þúsund krónum og kenn- arar í neðstu bekkjum grunnskólans jafnvirði 56 þúsund króna í mánað- arlaun. Ekki hefur verið samið um heildarlaunahækkanir við kennara í Belgíu í tæplega 18 ár eða frá árinu 1972. Talsmaður skólamála í borgarstjórninni í Brussel sagði að kennararnir væru iangþreyttir á lágum launum og þeirri lítijsvirð- ingu sem fælist í starfsaðstöðu margra þeirra. Frönskumælandi kennarar í verkfalli Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FÉLÖG frönskumælandi kennara í Brussel og Valloníu, franska hluta Belgíu, boðuðu til skyndiverkfalls á mánudag til að leggja áherslu á kröfúr um hærri laun og betri starfsaðstöðu. Byrjunarlaun kennara í félögunum eru á bilinu 56 til 71 þúsund krónur. Samkvæmt fúllyrð- ingum kennaranna eru skólahús víða að hruni komin auk þess sem sjálfsögð kennslutæki s.s. krít og töflur vantar víða. HAGNYIT HASKOLANAM ÍKERFISFRÆÐI Innritun í kerfisfræðinám á haustönn 1990 Tölvuháskóla Verzl- unarskóla íslands fer fram á skrifstofu skólans til 31. maí. Eft- ir þann tíma verður tekið við umsóknum eftir því sem pláss j leyfir. Markmið námsins er að útskrifa kerfisfræðinga, sem geta unn- ið við öll stig hugbúnaðargerðar, skipulagt og séð um tölvuvæð-1 ingu hjá fyrirtækjum og annast kennslu og þjálfun starfsfólks. Hægt er að hefja nám í september og janúar. Stúdentar af I hagfræðibraut ljúka námi á þremur önnum en aðrir geta þurft f að sækja tíma í fornámi allt að einni önn til viðbótar. Kennt er eftir hádegi, en nemendur sem vilja halda áfram að i vinna hluta úr degi jafnframt námi, þurfa að ræða við kennslu-1 stjóra um möguleika á því. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar: Fyrsta önn: Vélamál Forritun í Pascal Kerfisgreining og hönnun Stýrikerfi Forritahönnun Verkefni Önnur önn: Gluggakerfi Gagnaskipan Fjölnotendaumhverfi Gagnasafnsfræði Verkefni á 2. önn Þriðja önn: Hugbúnaðargerð Fyrirlestrar um valin efni Forritunarmál Lokaverkefni Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunarskól- ans, Ofanleiti 1. Nánari upplýsingar veitir kennslu- stjóri á skrifstofu skólans og í síma 688400. TVI TÖLVUHASKÓU VÍ Nýtí símanúmer Frá og með 1. júni 1990 er símanúmer skiptiborðs Pósts og síma 63 60 00 og myndsendisnúmer 63 60 09. Nánari upplýsingar eru á blaðsíðum 338 og 339 í símaskránni. PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporitt COTTFÓLIUSlA 5500-157

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.