Morgunblaðið - 30.05.1990, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.05.1990, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990 27 PnfiipiMnMp Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Vandi Gorbatsjovs Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, er lagður af stað til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna. Þeir hittast nú við einstakar aðstæður. Aldrei frá lyktum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur nokkur leiðtogi Sovét- ríkjanna staðið jafn höllum fæti og Gorbatsjov um þessar mundir. George Bush hefur látið orð falla á þann veg, að hinn sov- éski viðmælandi hans hafi stjórnartaumana í Sovétríkj: unum í öruggri hendi sinni. I þessum orðum Bandaríkjafor- seta er holur hljómur. Gorbatsjov hefur gjörsam- lega mistekist í glímunni við sovéska efnahagsvandann. Hann hefur nú boðað róttækar aðgerðir, sem felast méðal annars í því að stórhækka verð á matvælum. Biðraðir eftir þeim hafa lengst jafnt og þétt í Moskvu og annars staðar í Sovétríkjunum á þeim fimm árum, sem Gorbatsjov hefur verið völd. Raðirnar hafa að vísu styst undanfarið af þeirri einföldu ástæðu, að fólk skipar sér ekki í þær til að bíða eftir engu. Skorturinn er víða orðinn svo mikill að ekkert er lengur á boðstólum. Þegar síðan tilkynnt var um verðhækkanirnar á dögunum reis mikil andmælaalda og getur hún auðveldlega breyst í hættulegan brotsjó. Gorbatsjov hefur engin úr- ræði sem duga til þess að hefta sjálfstæðisbaráttu einstakra sovéskra lýðvelda sem vilja losna undan miðstjórn her- ranna í Kreml. Eystrasaltsrík- in þijú hafa til dæmis samein- ast í barátturini fyrir sjálf- stæði, þótt þau hafi valið ólík- ar leiðir að markmiðinu. Hark- an sem Sovétmenn beita í Lit- háen þrengir enn að lífskjörum fólksins þar en megnar ekki að bijóta sjálfstæðisviljann á bak aftur. Þróunin til sjálf- stæðis sem hafin er í Eystra- saltsríkjunum verður ekki stöðvuð, hvorki með þvingun- um né valdi. Hið eina sem Gorbatsjov getur gert er að reyna að hægja á henni. Haldi hann völdum áfram verður hann áhorfandi í bestu sætum að upplausn sovéska nýlendu- veldisins. Gorbatsjov nýtur meiri vin- sælda erlendis en í Sovétríkj- unum. Hann hefur aldrei feng- ið neitt umboð frá almenn- ingi. Hann hófst til æðstu metorða undir handaijaðri Júrís Andropovs, þáverandi yfirmanns KGB. Þegar Gorb- atsjov lét kjósa sig forseta veltu menn vöngum yfir því, hvers vegna hann notaði ekki tækifærið og Ieitaði eftir um- boði hjá þjóðinni í almennum kosningum. Hann valdi hinn kostinn að láta sovéska þingið kjósa sig. Boris Jeltsín sem Gorbatsjov bolaði úr stjórn- málaráðinu, æðstu valdastofn- un landsins, og öðrum pólitísk- um áhrifastöðum, hefur síðan tekið þátt í almennum kosn- ingum, þar sem hann sigraði. Að þessu leyti stendur Jeltsín nær fólkinu í landinu en Gorb- atsjov og Jeltsín hefur ein- dregið snúist gegn Gorbatsjov og gagnrýnir hann harðlega. í gær var Jeltsín kjörinn for- seti þings rússneska lýðveldis- ins, langstærsta og öflugasta lýðveldisins innan Sovétríkj- anna. Þar með stendur Gorb- atsjov frammi fyrir sterkum pólitískum andstæðingi, sem ætlar að nota völd sín og stærð og áhrif rússneska lýðveldisins til að þjarma að Gorbatsjov. Löngum hefur verið sagt, að ekkert nema borgarastyij- öld gæti orðið afsprengi hinn- ar gífurlegu spennu sem ríkir innan Sovétríkjanna. Fjörbrot kommúnismans eru jafnframt endalok hins sovéska ríkis eins og við þekkjum það. Þegar lit- ið er á þrengingar Kremlveija má það hins vegar aldrei gleymast, að sovésk stjórnvöld ráða yfir gífurlega öflugum kjarnorkusprengjum og tækj- um til að flytja þær um heim allan. Takist þeim Bush og Gorbatsjov að setja kjarnorku- vopnunum einhveijar skyn- samlegar skorður og stuðla að stöðugleika á þessum óvissu tímum yrði fundi þeirra fagnað um heim allan. Ef fundurinn þjónar ekki öðrum tilgangi en að sýna að Gorb- atsjov fari enn með óskoruð völd í Sovétríkjunum, byggist hann á fölskum forsendum og þjónar ekki brýnustu hags- munum. Evrópubankinn: Ný flölþjóðleg fj ámiálastofiiun Endurreisn og umbreyting á hagskipulagi í Mið- og A-Evrópu eftirJón Sigurðsson í gær var undirrituð í París stofn- skrá Evrópubankans til endurreisnar efnahags og lýðræðis í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu. Stofnun Evrópu- bankans er táknræn fyrir þær miklu breytingar sem nú eiga sér stað í þessum ríkjum. Breytingar eru bæði örari og meiri en nokkurn hefði órað fyrir aðeins fyrir nokkrum mánuð- um. Þjóðirnar varpa af sér oki kommúnisma og miðstýringar. Frelsisvindar feykja burt þrúgandi andrúmslofti einangrunar og of- stjórnar kommúnismans. Austur- og Vestur-Þýskaland standa á þrö- skuldi sameiningar og fyrsta skrefið yfir hann verður stigið 2. júlí næst- komandi þegar peningabandalag ríkjanna gengur í gildi. Berlínarmúr- inn og járntjaldið heyra nú sögunni tii og verða framvegis í minnum höfð til marks um ógæfuspor í sögu Evrópu. Þjóðir Mið- og Austur-Evrópu hafa goidið það dýru verði að treysta á hagskipulag sem byggðist á mið- stýrðum áætlunarbúskap. Kommún- isminn drap framtak einstaklinga í dróma og gat alls ekki tryggt al- menningi svipuð iífskjör og þjóðir Vestur-Evrópu hafa náð. Um leið og þjóðir Mið- og Austur-Evrópu taka upp fjölflokkalýðræði í stað ein- ræðis komnpúnismans freista þær þess að breyta hagskipulagi sínu á þann hátt að leysa markaðsöflin úr læðingi og virkja þau til að auka hagsæld. I stað efnahagslegrar ein- angrunar stefna þessar þjóðir nú að því að verða hluti af hinu alþjóðlega hagkerfi og efla utanríkisviðskipti. Ríkin sem nú hverfa frá kommún- isma verða að ganga leiðina á enda til markaðsbúskapar að vestrænni fyrirmynd. Tilraunir þeirra til að finna leiðir á milli miðstýringar kommúnismans og markaðsbúskap- ar, einkum í Póllandi og Ungveijal- andi, hafa ekki borið árangur. í báð- um þessum ríkjum gera framsýnir forystumenn sér grein fyrir því að einungis grundvallarbreytingar á hagskipulaginu geta fært þjóðunum þá velsæld sem væntingar almenn- ings standa til. Byrjunarörðugleikar Þessi umbreyting mun ekki ganga þrautalaust fyrir sig. Engar leiðbein- ingar eru til um það hvernig best er að gerbreyta hagskipulagi á skömmum tíma. Þó virðist Ijóst að afnám ríkiseinokunar á framleiðslu- þáttum og fijáls verðmyndun á grundvelli markaðslögmála er lykil- atriði í þessum breytingum. Hætt er við að umbreytingunni fylgi aukin verðbólga og atvinnuleysi fyrst í stað á meðan þjóðfélagið lagar sig að þeirri breytingu að búa ekki lengur við verðstýringu og stórkostlega nið- urgreitt verð á lífsnauðsynjum, mat- vöru og húsnæði. Þá er ljóst að endurreisnin og umbreytingin munu kreíjast mikilla fjármuna. Verksmiðjur eru úreltar, samgöngumannvirki léleg og önnur þjónusta sem hið opinbera lætur vanalega af hendi, s.s. vatn, raf- magn og fjarskipti, og er í rauninni forsenda þess að einkaframtak fái notið sín, er víða tiltölulega vanþró- uð. Þá hefur komið í ljós að umhverf- isspjöll og mengun af ýmsum toga eru mun alvarlegri í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu en nokkurn óraði fyrir og br'yn þörf er á meiriháttar hreinsunaraðgerðum og umhverfis- vörnum. Fjárfestingarbanki fyrir ríki Mið- og Austur-Evrópu Þegar er ijóst að alþjóðastofnanir eins og Alþjóðabankinn, Alþjóða lánastofnunin og Evrópubandalagið og stofnanir þess, einkum Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB), munu gegna mikilvægu hlutverki í því end- urreisnarstarfi sem framundan er í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu og ýmist lána þessum þjóðum fé, leggja fé í atvinnurekstur eða veita þeim tæknilega aðstoð. Þá eru mörg einkafyrirtæki á Vesturlöndum reiðubúin að íjárfesta í atvinnu- rekstri í þessum löndum enda fram- leiðslukostnaður lægri þar en á Vest- urlöndum, auk þess sem þessi ríki munu verða mikilvægur neytenda- markaður í framtíðinni eftir því sem lífskjör batna. Engu að síður þótti vestrænum ríkjum ástæða til að setja á laggir sérstaka íjármálastofnun til að greiða fyrir breytingunum í þessum ríkjum og í gær var undirrituð í París stofnskrá fyrir Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu („Europ- ean Bank for Reconstruction and Development“) sem mun hafa höfuð- stöðvar í London. Þetta var söguleg stund þar sem þetta er í fyrsta sinn síðan 1945, þegar Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn voru stofnaðir, að vestræn ríki og ríki Austur-Evrópu standa að stofnun sameiginlegrar íjármálastofnunar. Bankanum svipar að nokkru leyti til annarra fjölþjóðlegra þróunar- banka, s.s. Þróunarbanka Afríku, Þróunarbanka Asíu, Ameríska þró- unarbankans og að sjálfsögðu Al- þjóðabankans, en öðrum þræði er j hann annars eðlis því honum er beinlínis ætlað að styðja lýðræðis- Jón Signrðsson „Endurreisnar- og þró- unarbanka Evrópu er ætlað að greiða fyrir þeim stórkostlegu og langþráðu breytingum sem eru að verða í ríkjum Mið- og Austur- Evrópu og hann á eflaust eftir að gegna þar veigamiklu hlut- verki. Islendingum ber sem velmegandi lýð- ræðisþjóð að styðja stofhun bankans líkt og önnur iðnvædd lýðræð- isríki gera.“ þróunina í ríkjum Mið- og Austur- Evrópu. Frakkar áttu lrumkvæðið Francois Mitterrand, Frakklands- forseti, varpaði fyrstur fram þeirri hugmynd að Evrópubandalagið stofnaði þróunarbanka fyrir ríki Austur-Evrópu í október sl. þegar Frakkar voru í forsæti í leiðtogaráði Evrópubandalagsins. Hugmyndinni var vel tekið og hún var samþykkt af leiðtogunum á fundi í Strassborg hinn 9. desember sl. Upphaflega var hugmyndin sú að Evrópubandalagið og stofnanir á vegum þess, að sjálf- sögðu auk ríkja Mið- og Austur-Evr- ópu, stæðu ein að bankanum en fljót- lega var horfið frá því og ríkjum utan bandalagsins boðin þátttaka. Stofnendur bankans eru 42: 24 að- ildarríki OECD, ásamt Egyptalandi, ísrael, Kýpur, Liechtenstein, Möltu, Marokkó, Mexíkó og Suður-Kóreu og 8 ríki Mið- og Austur-Evrópu (A-Þýskaland, Búlgaría, Júgóslavía, Pólland, Rúmenía, Sovétríkin, Tékkóslóvakía og Ungveijaland), auk tveggja stofnana Evrópubanda- lagsins, Efnahagsbandalags Evrópu og Evrópska Ijái'festingarbankans. Hlutverk bankans Hlutverk bankans er pólitískara en hlutverk annarra ijölþjóðlegra lánastofnana. Þannig er beinlínis sagt í stofnskránni að honum sé ætlað að aðstoða við þróun yfir í markaðshagkerfi og stuðla að efl- ingu einkaframtaks í þeim ríkjum Mið- og Austur-Evrópu sem hafa ákveðið að taka upp Ijölflokkalýð- ræði og markaðsbúskap. Á undir- búningsfundum fyrir stofnun bank- ans, sem hófust í janúar sl., stóð lengi styrr um aðgang Sovétríkjanna að úármagni frá bankanum þar sem fulltrúar nokkurra stofnenda bank- ans, einkum Bandaríkjanna, töldu vafasamt að þessi skilyrði væru upp- fyllt þar í landi auk þess sem Sov- étríkin væru það stór að þau gætu auðveldlega gleypt allt ijármagn bankans. Samkomulag náðist um að á næstu þremur árum myndi fyrir- greiðsla bankans í Sovétríkjunum takmarkast við þá ijárhæð sem Sov- étríkin hefðu greitt til bankans í formi stofníjárframlags á hveijum tíma. Það eru í reynd mikil tíðindi að tekist hefur á aðeins fjórum mán- uðum að ná samkomulagi um stofn- skrá Evrópubankans. Aldrei fyrr hefur tekist að gera alþjóðasamning um jafn mikilvægt málefni á jafn- skömmum tíma. Frakkar eiga mik- inn heiður skilinn fyrir forystu sína í málinu, ekki síst Jacques Attali, sem nú hefur verið ákveðið að verði fyrsti bankastjórinn. í starfi bankans verður höfuð- áhersla lögð á það að efla starfsemi einkaaðila í ríkjum Mið- og Austur- Evrópu en honum er þó heimilt að veita lán til aðgerða, hvort sem þær eru á vegum einkaaðila eða opin- berra aðila, sem eru til þess fallnar að markaðshagkerfið geti starfað eðlilega. í þessu sambandi má nefna framkvæmdir á sviði samgöngu- mannvirkja, veitu- og ijarskipta- kerfa. Þá er bankanum ætlað að veita ijárhagslegan stuðning við verkefni á sviði umhverfismála. Starfsemi bankans Bankinn mun bæði lána til og leggja hlutafé í einkafyrirtæki og ríkisfyrirtæki, sem verið er að einka- væða til að greiða fyrir þeirri breyt- ingu eða til að stuðla að þátttöku erlendra aðila í slíkum fyrirtækjum. Þá er honum einnig heimilt að ábyrgjast hlutaijárútboð eða lántök- ur fyrirtækja. Heildaraðstoð bank- ans við opinber fyrirtæki á hveiju tveggja ára tímabili er takmörkuð við 40% af samanlagðri íjárhags- legri aðstoð bankans og sama hám- ark gildir um aðstoð hans við opin- ber fyrirtæki í hveiju landi en í þeim útreikningum er hins vegar miðað við fimm ára tímabil. Það er mikil- vægt í þessu sambandi að lán, ábyrgðir eða eiginíjárframlag til ríkisfyrirtækja sem verið er að einkavæða og lán til opinberra lána- stofnana sem endurláná til einkafyr- irtækja verða ekki talin með ijár- hagslegri fyrirgreiðslu við opinbera aðila. Ljóst er að bankinn getur ot'ðið mikilvæg uppspretta fjármagns og annarrar fyrirgreiðslu fyrir sam- starfsverkefni, sérstaklega jarðhita- verkefni, á milli íslenskra aðila og fénu er 0,1%, eða 10 milljónir ECU (um 740 m.kr.). Stofnendur bankans greiða 30% af hlut sínum á næstu fimm árum og skuldbinda sig til að greiða afganginn ef bankinn þarf á. auknu fé að halda. ísland þarf því að greiða um 220 m.kr. til bankans á næstu fimm árum, eða um 44 m.kr. á ári. Bankaráð skipað einum fulltrúa frá hveijum af stofnendum bankans fer með æðsta vald í málefnum hans. Bankastjórn skipuð 23 mönnum fer með daglega stjórn mála fyrir hönd bankaráðsins. Aðildarríki Evrópu- bandalagsins og stofnanir þess skipa 11 fulltrúa í bankastjórnina, EFTA- ríkin, Kýpur, Malta og Israel skipa 4 fulltrúa, ríki Mið- og Austur-Evr- ópu skipa 4 fulltrúa og loks ríki utan Evrópu 4 fulltrúa. Samkomulag hef- ur tekist á milli íslendinga og Svía um að þessar þjóðir standi saman að kjöri fulltrúa í bankastjórn. Framkvæmdastjórn bankans vei'ður í höndum eins bankastjóra og nýlega náðist samkomulag um að ráða Frakkann Jacques Attali, núverandi ráðgjafa Mitterrands, Frakklandsforseta, til þess starfs, eins og áður sagði. Auk bankastjóra verður stjórn bankans í höndum eins eða fleiri aðstoðarbankastjóra. Lokaorð Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu er ætlað að greiða fyrir þeim stórkostlegu og langþráðu breyting- um sem eru að verða í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu og hann á eflaust eftir að gegna þar veigamiklu hlut- verki. íslendingum ber sem velmeg- aðila í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu og stuðlað þannig að útflutningi á íslensku hugviti og verkþekkingu. í þessu sambandi má til dæmis nefna samstarf sem tekist hefur á milli Virkis-Orkint og ungverskra aðila um jarðhitaverkefni í Ungveijalandi og áform þessara aðila um sameigin- lega „landvinninga" í Mið- og Austur-Evrópu. En bankinn verður einnig annað og meira en uppspretta íjái'magns. Hann verður mikilvægur nýr vett- vangur fyrir skoðanaskipti og miðl- un þekkingar frá vestrænum sér- fræðingum til starfsbræðra í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu um ýmis atriði á sviði efnahagsmála, íjármála og stjórnunar. Á þessum sviðum standa síðarnefndu ríkin Vesturlönd- um langt að baki. Ein forsenda þess að umbreytingin yfir í markaðsbú- skap heppnist eins og vonir standa til er að þjóðirnar öðlist þekkingu á því hvernig best er að nýta sér þá kosti sem valddreifing og markaðs- búskapur bjóða umfram miðstýrðan áætlunarbúskap kommúnismans. Stærð bankans, hlutur íslands og stjórnskipulag Stofnfé hins nýja banka nemur um 10 milljörðum ECU eða um 740 milljörðum kr. Hlutur Bandaríkjanna er stærstur, 10%, en síðan koma Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan og Vestur-Þýskaland með rúmlega 8,5% hvert ríki. Til samans leggja' aðildarríki Evrópubandalagsins, Efnahagsbandalag Evrópu og Evr- ópski ijárfestingarbankinn fram 51% af stofnfénu. Hlutur íslands í stofn- andi lýðræðisþjóð að styðja stofnun bankans líkt og önnur iðnvædd lýð- ræðissríki gera. Um leið og Evrópu- bankinn nýi kemur ríkjum Mið- og Austur-Evrópu til góða lýkur hann upp dyrum fyrir íslensk fyrirtæki og sérfræðinga til að starfa á al- þjóðavettvarigi og vinna að verkefn- um í samvinnu við erlenda aðila með stuðningi bankans. Það bjarmar af nýjum degi í Evr- ópu. HöHwdur er iðnaðar- og viðskipíaráðherra. Gerður Gunnarsdóttir, fiðluleik- ari, varð í fyrsta sæti í Postbank- Sweelinck-keppninni í Amster- dam. Islenskur fiðluleikari í fyrsta sæti ÍSLENSK stúlka, Gerður Gunn- arsdóttir, sem stundar framhalds- nám í fiðluleik við Sweelinck Cons- ervatorium í Amsterdam, varð í fyrsta sæti í svonefndri Postbank- Sweelinck-keppni í fiðluleik sem fram fór í Amsterdam á tímabilinu 24. apríl til 3. maí sl. Að keppni þessari standa tónlistar- háskólinn Sweelinck Conservatorium og Postbank, einn stærsti banki í Hollandi. Tilgangur keppninnar er að hvetja unga tónlistarmenn til dáða. Fer keppnin fram annað hvert ár og er hún helguð einu hljóðfæri hveiju sinni. Að þessu sinni var keppt í fiðluleik. Þátttakendur urðu annað- hvort að vera innritaðir í tónlistarhá- skóla í Hollandi eða hafa lokið prófi þar í landi á síðustu tveimur árum. Aldurshámark var 30 ár. Þrettán fiðluleikarar frá ýmsum löndum tóku þátt í keppninni. Um- ferðir voru þijár og kepptu 6 þátttak- enda til úrslita í síðustu lotu sem fram fór 3. maí sl. Varð Gerður þar hlutskörpust sem fyrr segir. Pólsk stúlka varð önnur í röðinni. Auk peningaverðlauna koma sigurvegar- arnir fram á tónleikum í Amsterdam. í haust mun Gerður leika einleik með sinfóníuhljómsvéit Sweelinck Cons- ervatorium á tónleikum í stóra saln- um í Concertgebouw-tónleikahúsinu í Amsterdam. Þórður Harðarson yfírlæknir: Hjartasjúkdómar á undanhaldi á Vest- urlöndum en aukast í Austur-Evrópu Hér skortir flármagn, ekki þekkingu eða búnað HJARTASJÚKDÓMAR hafa verið á undanhaldi hérlendis síðasta áratug. Kransæðastífla var fyrst greind hér árið 1938, en slíkum til- fellum ijölgaði smám saman næstu árin úr örfáum ár hvert í nálægt þúsund á ári kringum 1970. Sú tala tók að skríða niður á við seint á áttunda áratugnum. Almennt eru hjartasjúkdómar í svipuðum far- vegi á Vesturlöndum, en hrjá hins vegar æ fleiri Austur-Evrópu- menn. Morgunblaðið ræddi við Þórð Harðarson, prófessor og yfir- lækni á lyflæknisdeild Landspítalans, um skýringar á þessari þróun, rannsóknir og núverandi horf hjartalækninga hér á landi. Tilefnið er fjársöfnun Landssambands hjartasjúklinga sem fram fer dagana 31. maí - 2. júní. Samtökin hafa að sögn Þórðar gerbreytt tækjamál- um á hjartadeildum stærstu spítalanna. „Kransæðasjúkdómar eru mjög algengir í Norðyestur-Evrópu, Norður-Ameríku og Ástralíu,“ segir Þórður. „Tíðastir eru þeir í Skot- landi, írlandi og Finnlandi. Island er um miðbik Norðurlanda, en við getum huggað okkur með því að tilfellum fer fækkandi. Hér er við- búnaður mjög góður. Mörg undan- farin ár hafa fleiri íslendingar gengist undir hjartaaðgerðir og þræðingar heldur en aðfar Evrópu- þjóðir, miðað við fólksfjölda. Raun- ar eru Bandaríkjamenn duglegastir við þessar aðgerðir. En ástæður þess hve margir Islendingar fá svona meðferð eru einkum þær að hér eru fleiri vel menntaðir hjarta- sérfræðingar en gengur og gerist meðal Evrópuþjóða og hér segja lög að Tryggingastofnun greiði þá læknishjálp erlendis sem ekki er unnt að veita í landinu. Það hefur lengi verið mikið áhugamál okkar sem störfum að þessum málum, að allar hjartaað- gerðir á íslendingum verði fram- kvæmdar hér á landi. En heldur hefur gengið hægt að fá þetta fram. Enn þarf hluti hjartasjúklinga að fara til Bretlands^ í uppskurði. í fyrra gengust 200 Islendingar und- ir hjartaaðgerðir og næstum 70 þeirra þurfti að senda utan þegar flóði út af biðlistum. Ástæða þessa er sú að það vantar ijármagn. Tæki og kunnátta er fyrir hendi í landinu. Af þeim 200 milljónum sem vant- aði á fjárlög til að halda rekstri Ríkisspítalanna óbreyttum fengust um 170 greiddar, en tæknifijóvgan- ir og hjartaaðgerðir urðu útundan. Við teljum að það sem á vantaði hefði nægttil að halda öllum hjarta- aðgerðum í landinu. Það felst eng- inn sparnaður í því að senda sjúkl- inga utan, reikninga af þeim sökum þarf að greiða jafn óðum. Aukið álag á skurðstofur Útvíkkanir á kransæðum geta linað þrautir sjúklinga, en gera þessi mál enn erfiðari. Þótt aðeins þurfi að víkka eina æð eins og þeg- ar best lætur bíður skurðstofa tilbú- in á meðan. Þar eru læknar og hjúkrunarfólk í viðbragðsstöðu ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Þannig auka útvíkkanir álagið sem fyrir er á skurðstofum vegna hjarta- aðgerða. Þröngar kransæðar hafa verið víkkaðar hér í tvö ár og nú er brugðið á þetta ráð tvisvar til þrisvar í viku.“ Þórður segir mikilvægt að fólk dragi ekki að leita læknis ef það finnur til óþæginda fyrir bijósti. Oft megi komast hjá skurðaðgerð með skjótum viðbrögðum. „Við höf- um síðan 1984 beitt aðferð til að leysa upp tappa í kransæð. Hún felst einfaldlega í að sprauta til- Heildartíðni tilfella Tíðni nýrra tilfella Dánartíðni Dánartíðni, nýgengni og tíðni tilfella af kransæðastíflu pr. 100 þús. karla. Aldursstaðlaðar tölur með 95% vikmörkum. Þórður Harðarson yfirlæknir. teknu efni í slagæð og er yfirleitt það fyrsta sem reynt er þegar sjúkl- ingur kemur inn á spítala með hjartaverk. Úti í heimi er sums staðar farið að nota mjög spennandi aðferðir til að íjarlægja fyrirstöður í kransæð- um. Leysitækni, fræsikerfi og há- þrýstiskol eru orð sem gætu gefið dálitla hugmynd um þijár leiðir sem menn eru nýfarnir að varðá:“ Þórður segir hjartadeildir stærstu sjúkrahúsanna hér á landi vel tækjum búnar. „Þetta er raun- verulega einkasamtökum að þakka, ef hjartaþræðingartæki á Landspít- ala er undanskilið. Landssamtök hjartasjúklinga, sem fara í fjársöfn- un um mánaðamótin, hafa ger- breytt tækjamálum á stóru sjúkra- húsunum þremur í Reykjavík. Og samtökin byggðu endurhæfingar- stöð hjartasjúklinga, sem tók til starfa við Háaleytisbraut fyrir ári. Nú stefna landssamtökin að því að koma upp deildum úti um land og það er býsna gott mál. Samtökin voru stofnuð fyrir sjö árum og mér er sagt að í þeim séu nú um 1600 manns. Banamein Jóns Vídalín Hjartasjúkdómar urðu ekki út- breiddir fyrr en á síðustu áratugum. Þó hafa þeir alltaf verið til. Sterkar líkur eru til að mynda á að Jón Vídalín hafi dáið úr kransæðastíflu. Forveri minn í embætti, prófessor Sigurður Samúelsson, leitaði að ein- kennum hjartasjúkdóma hjá per- sónum í fornsögunum og fann á nokkrum stöðum. Þetta eru þó fát- íðir sjúkdómar hérlendis fram á þessa öld, í sjúkraskrám Landspítal- ans frá fjórða áratugnum finnast ekki helstu einkenni þeirra nema í örfáum tilfellum. Svo fer skriðan af stað á fimmta áratugnum og virðist ná fullum þunga fyrir tíu, fimmtán árum. í raun og veru getum við ekki skýrt hvernig á því stendur að kransæðastífla fer úr sárafáum til- fellum á ári upp í þúsund og svo niður aftur. Þó sjáum við að þetta er hluti þróunar í Vestur-Evrópu og vitum af þremur aðaláhættu- þáttum kransæðasjúkdóma: Reykingum, mikilli blóðfitu og háum blóðþrýstingi. Staðfest hefur verið að þessi atriði auka líkur á kransæðasjúkdómum, en önnur byggja á veikum grunni. Ekki er ýkja langt síðan mikið var rætt um svokallaðar A og B týpur, þau fræði virðast nú vera hrunin og ekki leng- ur talið óhollara að vera A mann- gerð. Á Islandi eru nokkrar rannsóknir varðandi hjartasjúkdóma í gangi. Prófessor Jóhann Axejsson stýrir samanburði á Vestur-íslendihgum og íslendingum búsettum hér heima. Þar ytra eru kransæðasjúk- dómar tíðari, en áhættuþættirnir frekari hér. Þetta gildir ekki síst um Austurland þar sem kólesteról í börnum hefur reynst óvenju hátt. En spurningin er hvað verndar okk- ur eða heijar á Vestur-íslending- ana. Til greina kemur að ómettuðu fitusýrurnar í feitum fiski hafi nokkra vigt til varnar þessum sjúk- dómum. Sigmundur Guðbjarnarson háskólarektor hefur rannsakað slíkar fitusýrur í mörg ár. Og nýleg- ar enskar og hollenskar rannsóknir sýna að fiskát gefur lengri lífsvon. Það sein þarf að kanna Það sem vantar er að fá stóran hóp af fólki sem sýnt hefur merki um æðakölkun eða hjartasjúkdóma og skipta honum í tvennt, svo hægt sé að bera saman þá sem borða venjulegan mat og álíka marga sem borða mikinn fisk. Ég hef í huga nálægt 3.000 manns í 3-4 ár eða minni hóp í lengri tíma. Svona rann- sókn er enn á umræðustigi. En þar sem það er á mörkunum að ísland ráði við rannsókn sem þessa, ein- faldlega vegna of fárra sjúklinga, höfum við rætt þetta dálítið við hjartalækna í Noregi. Hugmyndin er þá að þriðjungur sjúklinga sem þátt taka í rannsókninni séu íslend- ingar og hinir Norðmenn. Þegar talað er um íslenskar rann- sóknir á þessu sviði má ekki gleyma miklu starfi Hjartaverndar, sem staðið hefur síðan 1963 og gefið af sér hagnýtar niðurstöður ekki síður en fræðilegar. Fleiri rann- sóknir er vert að nefna: Við höfum verið að kortleggja erfðamynstur sjúklinga með þykknun í hjarta- vöðva og haft þar samvinnu við sérfræðinga í Harvard-háskóla. Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir á Borgarspítala, og læknar í London leita að erfðavísuni sem ráða því að blóðfita verður há i fólki. Guð- mundur Þorgeirsson læknir kannar innra boðkerfi æðaþelsfruma, þar sem nú er álitið að þær eigi þátt í æðakölkun. Leikmenn spyija gjarna um hag- nýtt gildi rannsókna í læknisfræði. Það minnir mig á grein sem Julius nokkur Comroe skrifaði nýlega í tímaritið Science. Þar tekur hann saman riokkrar þýðingarmestu nýj- ungar í teknisfræði undanfarinna áratuga. í ljós kemur að í langflest- um tilvikum stafa þær frá rann- sóknum sem sprottið hafa eins ög aukaafurð grundvallarrannsókna sem ekki virðast hagnýtar í sjálfu sér. Ég efast ekki um að helstu vonir til að vinna á kransæðasjúk- dómum felist í grunnrannóknum og bættu líferni."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.