Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 31

Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 31 Um heimilislækn- ingar í Reykjavík eftir Hauk S. Magnússon Heimilislækningar í Reykjavík hafa lengst af verið stundaðar af sjálfstætt starfandi heimilislækn- um. Þeir hafa lækningastofúr sínar gjarnan nálægt miðbænum, þeim gamla eða nýja. Skjólstæðingar þeirra, sjúklingarnir, eru hins vegar dreifðir um alla borg, þ.e. frá Graf- arvogi og Breiðholti í austri og að Seltjarnarnesi í vestri. Heilsuvernd- inni (eftirlit með verðandi mæðrum og ungbörnum) og heimahjúkmn sinntu læknar og annað starfsfólk Heilsuverndarstöðvar Reykj avíkur. Er þessu raunar svo háttað enn að verulegu leyti. — Þetta fyrirkomu- lag hefur svo sem líklega boðið upp á þolanlega þjónustu en þótt gallað. Þannig er oft um langan veg að leita læknis fyrir marga og jafn- framt oft um langan veg og tíma- frekt fyrir lækninn að vitja sjúkl- inga sinna í heimahús. Ennfremur þarf fólk, sem býr við þetta kerfi, að leita á marga staði vegna sjúk- dóma sinna og heilsuverndar. Hjúk- runarfræðingar í heimahjúkrun kvarta um að oft sé erfitt og taf- samt að ná sambandi við heimilis- lækna utan heilsugæslustöðva þeg- ar ráðgast þarf við þá. — Vaxandi hluti heimilislækninga hér í borg hefur færst yfir á hendur sérfræð- inga, einkum hin síðari ár. Árið 1973 voru samþykkt ný lög um heilbrigðisþjónustu, þar sem gert er ráð fyrir, að frumheilsu- gæslan (almennar lækningar, heilsuvernd o.s.frv.) fari fram á heilsugæslustöðvum. í dag, 17 árum síðar, hefur þetta fyrirkomu- lag fyrir löngu sannað kosti sína, einnig í Reykjavík enda þótt aðeins þriðjungur Reykvíkinga njóti þjón- ustunnar á þeim fimm heilsugæslu- stöðvum, sem komið hefur verið á fót samkvæmt lögunum. Kostir heilsugæslustöðva eru m.a. þeir að fólk fær alhliða læknisþjónustu á einum stað, oftast í nágrenni við heimili sitt, sem sparar bæði fé og fyrirhöfn þegar leita þarf læknis. Vitjanir lækna í heimahús verða auðveldari og fljótlegri sem þýðir að læknirinn getur vitjað mun fleiri sjúklinga ef á þarf að halda. Starf hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun verður markvissara þar sem þeir hafa nána samvinnu við lækni sjúkl- ings. Ýmsir hafa ennfremur bent á, að betur sé að lækningum staðið faglega séð m.a. vegna betri að- stöðu, aðstoðar og meiri faglegrar örvunar. Frá upphafi hefur verið töluverð andstaða gegn heilsugæslustöðvum hér í Reykjavík. Andstaða borgar- yfirvalda hefur birst í tómlæti og tregðu við að framfylgja lögunum frá 1973 og heilbrigðisyfirvöld (heilbrigðisráðuneytið) hafa lengst af sýnt málinu helst til lítinn áhuga. En við þetta bætist andstaða starfandi sérfræðinga í Reykjavík svo og ýmissa sjálfstætt starfandi heimilislækna og jafnvel Læknafé- lags Reykjavíkur. Ástæður fyrir þessari andstöðu eða tómlæti yfir- valda virðast vera þær, að þeim hefur vaxið í augum kostnaðurinn, einkum stofnkostnaður. Er þá ekki verið að horfa á þann sparnað, sem góð þjónusta heilsugæslustöðva þýðir á öðrum sviðum, s.s. lækkun kostnaðar við sérfræðiþjónustu og minnkandi þörf fyrri sjúkrahús- rými. Önnur ástæða fyrir andstöðu við heilsugæslustöðvar gæti verið sú, að þegar fyrir setningu laga um heilsugæslustöðvar var heilsu- verndin, þ.e. eftirlitið með verðandi mæðrum og ungbarnaeftirlit, í all- góðu horfi (Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg með sínum útibúum). — Andstaða lækna gæti flokkast und- ir „gæslu eigin hagsmuna“. Vafasamar forsendur I áróðrinum gegn heilsugæslu- stöðvunum er vitnað til hins „gífur- lega kostnaðar" við rekstur þeirra. Ma vísa til greinar Árna Sigfússon- ar í Morgunblaðinu 25. janúar sl. Þar telur hann sig sýna fram á að þjónusta heilsugæslustöðva sé dýr- ari en þjónusta sérfræðinga. Fer hann þar næsta gáleysislega með tölur og framsetningin er villandi. Nú er það svo að samanburður á kostnaði við lækningar í heilsugæsl- ustöð, hjá sjálfstætt starfandi heim- ilislæknum og sérfræðingum er flókið reikningsdæmi og erfitt er að afla nauðsynlegra gagna. Ég hef af þessum ástæðum valið að styðj- ast við tölur Árna Sigfússonar í téðri Morgunblaðsgrein hans svo og tölur í grein Ólafs F. Magnússon- ar læknis í Morgunblaðinu 3. febrú- ar sl. Ennfremur styðst ég við upp- lýsingar um leigukostnað verslun- arhúsnæðis við Laugaveg og heilsu- gæslustöðvanna við Asparfell og í Árbæ. Árni velur að bera saman kostn- að hins opinbera af þessum lækn- ingum, en gætir þess ekki að „duttl- ungar“ stjórnvalda ráða sjúklinga- gjaldi hverju sinni. Bera skal saman sambærilega hluti, þ.e. heildar- kostnað við komu sjúklings til sér- fræðings eða heimilislæknis á heilsugæslustöð. 1) Samkvæmt Árna Sigfússyni er kostnaður hjá sérfræðingi árið 1989 1.530 krónur fyrir hveija komu. Auk þess greiðir sjúklingurinn 597 krónur (meðaltal ársins). Samtals eru þetta 2.127 krónur. 2) Kostnaður hjá heimilislækni árið 1988 er samkvæmt sömu heim- ild 1.960 krónur fyrir hverja komu, en við bætist sjúklingagjald kr. 158 (meðaltal ársins). Samtals eru þetta krónur 2.118. En fulltrúinn í Heil- brigðisráði, Ámi Sigfússon, fær þessar tölur út með ámælisverðum útreikningum. Sá sem hér stýrir penna starfar á Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis og þekkir þar til. Samkvæmt tölum Árna er húsnæðiskostnaður þar 8,6 milljónir árið 1988, eða um 45% af rekstrarkostnaði. Getur þetta stað- ist? Svarið er nei. Heilsugæslustöð Hlíðarsvæðis er 404 fermetrar að stærð og er þá húsnæðiskostnaður samkvæmt niðurstöðum Árna 1.774 krónur fyrir hvern fermetra á mánuði. Mánaðarleiga á verslun- arhúsnæði við Laugaveg eða í Múla- hverfí er nú á bilinu 344 til 426 krónur fyrir hvern fermetra. Húsa- leiga í Heilsugæslustöðvunum við Asparfell og í Árbæ er nú 400 til 450 krónur fyrir hvern fermetra á mánuði. Séu þessar tölur lagðar til gmndvallar (kr. 450/m2) verður húsnæðiskostnaður Heilsugæslu- stöðvar Hlíðasvæðis 181.00 á mán- uði, eða kr. 2.181.600 á ári. Að vísu bætist hér við ræsting, raf- magn og hiti auk afskrifta af hús- búnaði. Heilsugæslustöð Hlíða- svæðis er hins vegar ætluð þremur læknum en aðeins tveir starfa þar Haukur S. Magnússon „Eins og málum er nú háttað í Reykjavík sýn- ist skynsamlegast að fjölga heilsugæslu- stöðvum svo að þorri Reykvíkinga eigi kost á að njóta þjónustu þeirra.“ og gerir þetta samanburð Árna óhagstæðari en ella fyrir heilsu- gæslustöðvar þar sem nýting hús- næðis er um það bil 75%. — Hús- næðiskostnaður ' stöðvanna við Asparfell og í Árbæ er þá aðeins um fjórðungur til þriðjungur þess sem Árni gefur sér. Þess verður einnig að geta, að í kostnaðarsamanburði Árna Sigfús- sonar er ekki tekið tillit til þess, að u.þ.b. 2 klst. fara daglega í símt- öl og ýmis viðvik. fyrir sjúklinga. Þar sem heimahjúkmn er einnig höfð með í þessum samanburði má nefna að hún er býsna kostnaðar- söm og gildir þá einu hvort hún er rekin frá Heilsuverndarstöð Reykja- víkur eða heilsugæslustöð. Þriðj- ungur af virkum vinnudegi hjúk- mnarfræðings getur farið í að sinna aðeins einum sjúklingi. Að þessu sögðu sést, að samanburður Árna á heildarkostnaði við komu sjúkl- ings til sérfræðings annars vegar og til heimilislæknis á heilsugæslu- stöð hinsvegar er óraunhæfur. 1) Húsnæðiskostnaður er allt of hátt reiknaður. 2) Ekki er tekið tillit til vinnu lækna á heilsugæslustöð við annað en móttöku sjúklinga og vitjanir (um 2 klst. daglega). 3) Ámi ber saman kostnað hins opinbera af hveijum samskiptum, Undraverð hæverska fréttamanns eftir Þorgeir Þorgeirsson Laugardaginn 19. maí síðastlið- inn birtist undraverð frétt á nokkuð áberandi stað í Morgunblaðinu. Fyrirsögnin var höfð fjórdálkur og hljóðaði svo: „Ákæran stendur ódæmd, segir Bragi Steinarsson um dóm meirihluta hæstaréttar í máli gegn Halli Magnússyni“. Það er verið að segja frá niðurstöðu Hæst- aréttar í máli ríkisvaldsins gegn Halli Magnússyni blaðamanni, en rétturinn hafði ógilt málið og sent það til Braga saksóknara aftur vegna rangs málatilbúnaðar af hans hendi. Ekki man ég til þess að hafa áður heyrt nefndan „dóm meirihluta Ilæstaréttar" einsog „dómur minni- hluta réttarins" væri honum jafn- gildur, enda málvenjan sú að kalla niðurstöðu meirihluta réttarins dóm en minnihlutaálitið sérackvæði. Bragi Steinarsson ríkissaksókn- ari veit líka vel að sératkvæði er ekki dómur. Þó segir hann við DV þennan sama dag: „Minnihluti Hæstaréttar kvað upp efnisdóm." Meðan 108. grein hegningarlag- anna er enn í gildi leiði ég engar getur að hvötunum á bakvið þessa skipulögðu ruglandi. Vitna bara orðrétt í Morgunblaðsfréttina þar- sem stendur: „Að ósk setts ríkissak- sóknara birtist sératkvæði minni- hluta Hæstaréttar í máli ákæru- valdsins gegn Halli Magnússyni í heild hér á eftir.“ Og síðan er þetta sératkvæði birt í heild. En dómurínn sjálfur, sem vitaskuld er tímamótaáfangi hvað varðar réttarstöðu blaðamanna- stéttarinnar er hinsvegar látinn óbirtur. Ekki vil ég hafa neinar getgátur um þessa hæversku blaðamannsins við ákæruvaidið, en furðanleg er hún. Annars var þessi grein skrifuð til að óska Hæstarétti innilega til hamingju með dóminn í máli Halls Magnússonar og þjóðinni allri til lukku með Hæstarétt sinn. Þessi dómur réttarins bindur enda á fyrir- komulag sem lengi var hér á haft: að saksóknaraembættið var nokk- urskonar þjónustustofnun fyrir op- inbera starfsmenn sem orðið höfðu fyrir gagnrýni. Þeir gátu pantað ákæru hjá saksóknaranum og síðan lét sakadómur málið ganga einsog vel smurða vél án þess ákærandinn þyi-fti einusinni að rökstyðja mál Þorgeir Þorgeirsson „Saksóknaraembættið var nokkurskonar þjón- ustustofnun fyrir opin- bera starfsmenn sem orðið höfðu fyrir gagn- * • IL rým. sitt, en Hæstiréttur var til skamms tíma einsog hverönnur staðfesting- arskrifstofa fyrir þessar aðgerðir ríkisvaldsins til varnar starfsmönn- um sínum hvenær sem þeir höfðu orðið fyrir gagnrýni á skiljanlegu mannamáli. En nú hefur rétturinn semsé ris- ið uppá afturfæturna og bundið enda á þetta tímabil málfrelsishaf- tanna því héðanífrá þurfa saksókn- arar að rökstyðja ákærur sínar fyr- ir sakadómi. Og þá getur hinn ákærði fengið að veija sig, sem áður var ógerningur. Hitt er svo enn annað mál hvort yfírleitt verður stætt á því að mál- sækja blaðamenn og rithöfunda á grundvelli 108. greinar hegningar- laganna eftir þann úrskurð sem Mannréttindanefnd Evrópu kvað upp í kærumáli nr. 13778/1988 þann 14. mars síðastliðinn. En það kemur í ljós þegar Bragi Steinars- son, settur ríkissaksóknari, lætur verða af því að leggja upp í aðra dómstólagöngu með kærumál séra Þóris Stephensens. Fróðlegt verður að fylgjast með því. Höfundur er rithöfundur. en.ekki heildarkostnað. Ástæðan til að þetta er rakið er sú, að Árni Sigfússon ætlast greini- lega til að niðurstöður hans verði hafðar til hliðsjónar við ákvarðana- töku um heilbrigðisþjónustu í höf- uðborginni. Mun raunhæfari sam- anburð virðist mér vera að fínna í grein Ólafs F. Magnússonar læknis, sem áður er vitnað til. Ætla verður að kostnaður hans sem sjálfstætt starfandi heimilislæknis sé í reynd svipaður og lækna í heilsugæslustöð þar sem húsnæði, búnaður og að- stoð er með líku sniði. Samkvæmt niðurstöðum Ólafs kostar hver koma sjúklings sjúkratryggingarn- ar 830 krónur árið 1988, en við bætistgjald sjúklings kr. 158 (með- altal 1988), eða samtals 988 krón- ur. Eins og áður segir er kostnaður hjá sérfræðingi á árinu 1989 kr. 2.127 eða meira en tvöfalt meiri en hjá heimilislækni. Heimilislæknum er það meira virði en íburðarmikið húsnæði, að hafa heilsugæslustöð vel búna tækj- um og gott og ánægt starfsfólk. Ekkert mælir gegn því að reka heilsugæslustöðvar í sæmilegu leiguhúsnæði í stað þess að byggja rándýr hús yfir þær. Endurreisn heimilislækninga Almennar lækningar voru í mik- illi lægð víða um lönd á 6. og 7. áratugnum. Ástæðurnar voru margar en benda má á vaxandi sérhæfingu lækna. Lengst mun þró- unin hafa gengið í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Smám saman varð mönnum ijóst, að betur færi á því, að einhver einn læknir hefði heildar- sýn yfír heilsufarsleg vandamál fólks, þekkti það og aðstæður þess og til hans gæti það snúið sér þeg- ar sjúkdómar steðja að. Heimilis- lækningar hófust til vegs á ný vest- an hafs, í Kanada og Bandaríkjun- um og síðar í Evrópu, meðal ann- ars á Norðurlöndum. Smám saman þróaðist viss hugmyndafræði. Helstu þættir hennar eru að heilsu- gæsluþjónusta sé svæðisbundin þannig að heilsugæslustöðvar og heimilislæknar séu í nálægð skjól- stæðinganna. Þjónustan sé aðgeng- ileg og persónuleg og fólk geti haft sinn eigin lækni og skipt um og fengið sér annan ef því býður svo við að horfa. Þjónustan sé samfelld, þannig að sami læknir sinni sjúkl- ingum frá ári til árs. Hún á að vera alhliða, en að sjálfsögðu vísar heimilislæknir sjúklingum sínum til sérfræðings eða leggur þá inn á sjúkrahús þegar tilefni er til. Einhvern veginn hefur sú mein- loka gripið um sig að heimilislækn- ingar framkvæmdar á heilsugæslu- stöðvum þýði „miðstýringu, ófrelsi og kúgun“. Þetta er fjarri sanni. Það er ekki ætlunin að kúga neinn til þess að leita á heilsugæslustöðv- ar. Hugmyndin er fremur sú, að allir eigi greiðan aðgang að slíkri læknastöð þar sem tekið er á málum á heildrænan hátt. Menn ættu að geta valið um nokkra lækna, að minnsta kosti hér í þéttbýlinu. Reynslan hefur verið sú að oftast hefur verið um örfáa lækna að velja hjá Sjúkrasamlagi Reykjavík- ur. Fæstir ætlast til þess í dag að hverfaskipting sé ströng, íbúi á Seltjarnarnesi getur sótt þjónustu heimilislæknis upp í Breiðholt ef honum svo sýnist. Eins og málum er nú háttað í Reykjavík sýnist skynsamlegast að ijölga heilsugæslustöðvum svo að þorri Reykvíkinga eigi kost á að njóta þjónustu þeirra. Éngu að síður er rétt að gera ráð fyrir því, að nokkur hluti íbúanna sæki þjónustu til sjálfstætt starfandi heimilis- lækna og heilsuvemd á Heilsu- verndarstöðina. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú, að nokk- ur hópur starfandi heimilislækna í Reykjavík mun ekki kæra sig um að sinna heilsuvernd. Uppbygging og rekstur heilsugæslustöðvanna gæti verið á vegum ríkisins eða ein- staklinga eftir atvikum. Ekki er ólíklegt að einkarekstur á heilsu- gæslustöðvum gæti orðið ódýrari kostur fyrir samfélagið en sá opin- beri. Höfundur er heimilislæknir í , Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.