Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 34

Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 Evrópubandalagið og íslenskir launamenn eftir Birgi Björn Sigurjónsson Þrátt fyrir mikil skrif um Evr- ópubandalagið og viðræður EFTA-ríkja við EB hefur næsta lítið verið fjallað um það hvers konar stofnun Evrópubandalagið er. í þessari grein ætla ég að lýsa EB og fjalla um þátttöku íslands í áformum um efnahagssamruna Evrópu (EES) frá sjónarhóli lýð- ræðis og íslenskra launamanna. 1. Evrópubandalagið (EB) Upphaf Evrópubandalagsins er að finna í hagsmunasamtökum kola- og stálfyrirtækja. Kola- og stálfyrirtækin mynduðu fyrst ásamt sex þjóðríkjum Kola- og stál- samsteypuna, ESCS. Með Rómar- sáttmálanum var síðan myndað eins konar sambandsríki eða víðtækt viðskipta- og hagsmuna- bandalag sex þjóðríkja sem byggði á lítt takmarkaðri frjálshyggju og markaðsbúskap en einnig sáttmála um öflugt styrkjakerfi til vissra atvinnugreina oglandsvæða. Hags- munir launafólks voru að sönnu ekki hvatning að stofnun Evrópu- bandalagsins og hafa alla tíð mátt sín lítils í þróun þess. 2. Markmið Evrópubandalagsins Markmiðin með stofnun EB og þróun þess eru í mínum huga skýr: 1. Að gera mörg þjóðríki að ein- um hindrunarlausum heimamark- aði fyrir evrópsk stórfyrirtæki. 2. Að reisa tollamúr og veita evrópskri framleiðslu fríðindi í sam- keppni við Japana og aðra erfiða keppinauta evrópskra stórfyrir- tækja. 3. Að setja evrópsk lög og koma á fót yfirþjóðlegum stofnunum til að takmarka möguleika stjórn- málamanna, þjóðþinga og launa- manna í aðildarríkjum sem kunna að vilja auka hlut launafólks í ein- stöku aðildarríki á kostnað olboga- rýmis fjármagns og peningavalds. . 4. Að skapa með heildstæðum samningum við önnur ríki markað fyrir iðnvarning EB-ríkja gegn að- eftir Þorvald Gunnarsson Einu sinni var Steingrímur verk- fræðingur Hermannsson forstjóri Rannsóknarráðs ríkisins. Reiknað hefur verið út að á þeim árum hafi fé til rannsókna í landinu aukist. Það er þegar stjórnunar- kostnaður við hið nýja Rannsóknar- ráð er reiknaður inn í. Ekki jókst fé til hefðbundinna rannsókna að raungildi. Illar tungur herma að kostnaðarsamar rann- sóknir hafi beinst að því að láta gangi að mikilvægum hráefnum og auðlindum. Hlutverk Evrópubandalagsins felst einkum í hagsmunagæslu af þessu tagi. 3. Lýðræðið innan Evrópubandalagsins Markmið og eðli Evrópubanda- lagsins hefur að sjálfsögðu áhrif á lýðræðið innan stofnana EB og í aðildarríkjunum. Aðildarríkin hafa skuldbundið sig til að koma á „fríðindunum fjórum", þ.e. óheftum markaði vöruviðskipta, óheftum fjármagnsmarkaði, ótakmarkaðri fjármálaþjónustu og óheftum bú- setu- og atvinnuréttindum. Þessar skuldbindingar eru þess eðlis að frá þeim geta aðildarríkin ekki breytt með lýðræðislegum ákvörðunum á þjóðþingum eða með þjóðarat- kvæðagreiðslum. Með svonefndum „einingarlögum“ og reglum EB eru sífellt fleiri ákvarðanir fluttar frá þjóðþingum aðildarríkjanna til Brussel. Ákvarðanir ríkisstjórna eða þjóðþinga aðildarríkjanna sem stríða gegn EB-lögunum eru ólög- legar. EB-dómstóllinn, sem fer með yfirþjóðlegt dómsvald, sér um að öll aðildarríkin haldi þessi evrópsku lög. Lög Evrópubandalagsins eru ekki borin undir atkvæði almenn- ings í aðildarríkjunum. Tillögur um þau eru bornar upp af fram- kvæmdastjóm EB til samþykktar í ráðherraráði EB. Hægt er að setja evrópsk lög án samþykkis allra ráðherranna; — án samþykkis allra aðildarríkjanna. Slík lög hafa þó ótvírætt lagagildi í öllum aðild- arríkjum EB. Flestar ákvarðanir, t.d. um notk- un og dreifingu fiskveiðikvóta, eru þó ekki einu sinni bornar undir ráðherraráðið heldur heyra undir framkvæmdastjórnina í Brussel. Framkvæmdastjórnin, valdamesta stofnun EB, er ekki lýðræðisleg stofnun. Aðildarríkin skipta á milli sín tilteknum fjölda framkvæmda- stjóra en hver þeirra er starfsmað- ur EB og eiðsvarinn að halda sátt- mála þess og lög ofar hagsmunum einstakra þjóðríkja. Margir halda að Evrópuþingið forstjórajeppann ganga á gulrótum og grænum baunum. Hér skulu ekki eitar ólar við slíkar sögusagnir heldur minnst rannsókna sem for- stjórinn sjálfur tók virkan þátt í. Rannsóknirnar beindust að því að finna út að hagkvæmt væri að reisa kjúklingaverksmiðju á íslandi sem framleiddi kjúklinga í dósum til útflutnings. Þetta voru erfiðar rannsóknir því á íslandi var hvorki framleitt fóður handa kjúklingum né dósir eða neitt annað sem til framleiðslunnar þurfti. Því þyrfti að flytja öll aðföng til landsins um langan veg og síðan sé valdastofnun sem tryggi ákveðið lágmarkslýðræði. T.d. var að skilja á íslenska utanríkisáðherranum að það væri Evrópuþingið sem tefði viðræður EB og EFTA. Sannleikur- inn er sá að Evrópuþingið, sem er eina stofnun EB sem almenningur kýs til í beinum kosningum, er aðeins ráðgefandi þing líkt og þing Lúðvíks XIV. hér áður fyrr. Fram- kvæmdastjórn og ráðherraráði ber að kynna þinginu helstu mál sem þeir hafa til umfjöllunar en þingið ræður engu um framgang mála nema þegar um aðildarumsókn eða milliríkjasamning er að ræða. Evrópubandalagið er yfirþjóðleg stofnun um hagsmuni evrópskra stórfyrirtækja, sem starfar ekki eftir almennum leikreglum lýðræð- is. 4. Staða stéttarfélaga innan EB Frá sjónarhóli íslenskra launa- manna skiptir miklu hver staða stéttarfélaga í aðildarríkjum EB er. Stéttarfélög eru að sönnu ekki bönnuð en staða þeirra er afar veik í samanburði við það sem þekkist á Norðurlöndum. Staða og réttindi almennra launamanna eru spegil- mynd þessara aðstæðna (hvað svo sem líður meðaltölum um þjóðar- tekjur á mann). Átæða þess að stéttarfélög innan EB eru veik eru margar. (1) Lög í aðildarríkum EB kveða ekki á um skyldu Iaunamanna að vera í stéttarfélagi. Hið gagnstæða er fremur regla og algengt að launagreiðendur krefjist þess að starfsmenn séu utan stéttarfélaga, ella fái þeir ekki eða missi atvinnu. (2) Fjármagnsaðilar bélta áróð- urstækjum fjölmiðla miskunnar- laust til að ófrægja stéttarfélög og forystumenn þeirra í því skyni að draga úr mætti samtaka launa- fólks. (3) Landslög í aðildarríkjum tryggja yfirleitt ekki samningsrétt stéttarfélaga. Víða í aðildarríkjum EB gengur stéttarfélögum illa að fá samningsrétt sinn viðurkenndan af vikomandi launagreiðendum. (4) Verkfallsréttur er í sumum EB-löndum ekki bundinn við stétt- „Með því að leggja á fóðurbætisskatt og út- hluta svo úr sjóðunum eftir hendinni, mátti setja óþæga framleið- endur á hausinn.“ framleiðsluna út aftur, en hvert vissi enginn. Steingrímur geystist um landið á jeppanum til að fínna heppilegan stað fyrir verksmiðjuna, og reisti land úr landi við þessar rannsóknir. ísraelar voru svo greið- viknir að vilja selja okkur eitt svona gróðafyrirtæki og allt sem með þyrfti, sagði í fréttum útvarpsins. Búnaðarþing samþykkti ályktun um að hér bæri að reisa kjúklinga- verksmiðju. Ekki er mér ljóst á hveiju fram- kvæmdir strönduðu. Ef til vill hefur Steingrímur náð svo langt í rann- sóknum sínum að hann hafí fundið aðra leið heppilegri. Þess verður að gæta að tilgangurinn var aldrei að reka gróðafyrirtæki, heldur var markmiðið að setja á hausinn stóru eggja- og kjúklingabúin sem buðu neytendum svo ódýra matvöru að Birgir Björn Sigurjónsson „Það tók aldir fyrir ís- lendinga að ná stjórn landsins í sínar hendur. Það væri fólska að fórna sjálfstæði á ný vegna léttvægra tíma- bundinna tollaíviln- ana.“ arfélag heldur sérhvern einstakl- ing. Þetta þýðir að hver og einn — en ekki stéttarfélag — ákveður hvort hann fylgi ákvörðun stéttar- félags um aðgerðir. Við slíka ákvörðun njóta launamenn í jöfnum skömmtum ráðgjafar og þvingunar vinnuveitanda. (5) í sumum EB-ríkjum getur vinnumálaráðherra úrskurðað að öll samtök launafólks verði að lúta kjarasamningi sem ein samtök hafa gert, enda þó sá samningur sé hin versta lágkúra og viðkomandi sam- tök ætli ekki félagsmönnum sínum að þurfa lúta honum. (6) Mörg stéttarfélög og stéttar- félagasambönd innan EB eru frem- þeir fúlsuðu við því sem Framsókn- armaddaman hafði að bjóða. Milliliðakerfið í landbúnaðinum óttaðist um sinn hag. Ljóst er að Steingrímur fann öruggari leið. Með því að leggja á fóðurbætisskatt og úthluta svo úr sjóðunum eftir hend- inni, mátti setja óþæga framleið- endur á hausinn. Með framleiðslu- stýringu var síðan tryggt að neyt- endum byðust ekki þessar vörur langt undir verði annarra landbún- aðarvara. Nú hefur markinu verið náð. Verðið er fjórfalt það sem gerist í nágrannalöndum. Steingrímur náði markinu ekki sem forstjóri Kjúklingabús ríkisins, heldur sem forsætisráðherra þjóðarbúsins. Því skrifa ég þetta að Steingrímur sjálf- ur er gleyminn en þetta er svo furðulegt ævintýri að það verður að komast á spjöld sögunnar. Steingrímur Hermannsson er vin- sælasti stjórnmálamaður landsins. í ævintýri H.C. Andersens varð ein fjöður að fimm hænum sem reittu sig til dauða af sjúklegri ást á han- anum. En það voru bara gróusög- ur. Eru raunverulegar reyttar hæn- ur í þessu ævintýri, og hveijar eru þær? Þetta verður hver og einn að hugleiða og svara fyrir sjálfan sig, en ævintýrið heldur áfram að ger- ast. Höfundur er sérfrseðingi/r við Reiknistofnun Háskólans. ur reist á grunni trúarbragða, tungumála eða landshluta en sem baráttusamtök launamanna. Inn- byrðis sundurleitni þessara stéttar- félaga hefur verið gróðaöflum í EB-ríkjunum síungt gleðiefni. Þessi atriði sem ég hef talið upp hafa í reynd drepið niður mestalla almenna virkni í stéttarfélögum EB-ríkjanna og haft þau áhrif að stéttarfélagsleg sjónarmið mega sín lítils í ákvarðanatöku í þjóðríkj- um og stofnunum EB. Það var ein af ástæðum þess að EB var stofnað og margir „fulltrúar atvinnulífsins" kröfðust „fimmtu fríðindanna“ að stéttarfélög væru bönnuð. Þrátt fyrir þessa veiku stöðu evrópsku launasamtakanna, sem víða virkja innan við 20% af vinnu- afli, axla þau æ meiri ábyrgð með þátttöku sinni í efnahags- og fé- lagsmálanefnd EB. Fyrir þessa nefnd vinnuveitenda og stéttarfé- laga ber að leggja öll stórmál EB en álit nefndarinnar breytir þó engu um framgang mála. En þátttakan í „klúbbum“ vinnuveitenda fjarlæg- ir forystu stéttarfélaganna frá fé- lagsmönnum sínum og hefur ruglað launamenn jafnt innan sem utan EB í greiningu á hagsmunum sínum. Framtíðarvandamál stéttarfé- laga innan EB eru einnig mörg. Ástand vinnuverndar og hollustu á vinnustöðum í iðnaði eru víða íjarri því sem þekkist á Norðurlöndum. Á sviði samningsmála mæta þau nú illa skipulögð, með litla virkni og innbyrðis sundurleit, alþjóðleg- um samtökum vinnuveitenda. Nið- urstöður EB-dómstólsins um að samningar stéttarfélags í einu landi bindi ekki starfskjör launamanna í ljölþjóðlegum fyrirtækjum i því landi eftir 1992 gefur vísbendingu um nýja vídd í þessum efnum í framtíðinni. Ég ætla þó ekki að rekja fleiri dæmi um þetta hér. 5. Félagsmálahliðin á EB Til þess að skilja. „félagslega hlið“ EB verður maður að muna hver er uppruni og tilgangur EB. Félagsmála var ekki mikið getið í stofnsáttmála EB. Hagsmunir launamanna voru ekki til umræðu. í einum af undirköflum stofnsátt- málans má finna stutta almenna kafla um „félagsmálastefnu“, „fé- lagsleg atriði" og um Félagsmála- sjóðinn (ESF), sem á seinni árum hefur verið efldur talsvert. Annar undirkafli er einskonar hugleiðing um nauðsynlegan efnahagslegan og félagslegan samruna aðild- arríkjanna. Það er fyrst með tilkomu áform- anna um „innri markað EB“ að skriður komst á umræðuna um hlutskipti launafólks á landsvæðum þar sem hagræðingarátakið og gjaldþrot smáfyrirtækja myndu leiða til stórfellds atvinnuleysis. í skýrslunni um innri markað EB var því að vísu haldið fram að hag- kvæmnisátakið myndi leiða til auk- innar eftirspurnar eftir starfs- mönnum en fáir trúðu að það gæti orðið fyrr en miklu síðar. Þess vegna var farið að ræða um „fé- lagslega hlið hins innri markaðar“. Hjá EB liggja drög að sameigin- legri Félagsmálayfirlýsingu sem kveður á um atriði eins og lág- markslaun, rétt til að vera í stéttar- félagi og rétt launafólks til endur- menntunar. Þessi drög hafa enn ekki verið staðfest af ráðherraráði EB, þrátt fyrir að aðildarríkin séu sammála um að þessi yfirlýsing myndi í engu auka núverandi rétt launafólks í aðildarríkjunum, svo varfærin eru viðmiðin. Það er í samræmi við stefnu EB að ábyrgð- in á (starfs)kjörum launafólks sé alfarið á herðum samningsaðila á vinnumarkaði. Um þetta hefur Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, sagt eftir- farandi: Sleppum þessu meðfélags- lega hlið innrí markaðaríns. Kost- urínn við innrí markað er einmitt sá að hann veikir stéttarfélögin og lækkar öii viðmið á vinnumarkaðn- um. Látum markaðinn sjá um rétt- lætið. Framkvæmdastjórnin hefur lagt fram félagsmálaáætlanir (1974, 1984 og 1989), þar sem m.a. hefur Fimleikanámskeið hjá Gerplu Fimleikadeild Gerplu býður í júní upp á þriggja vikna námskeið í fimleikum fyrir börn frá sex ára aldri. Námskeið þessi, sem henta bæði drengjum og stúlk- um, verða haldin í glæsilegri æfingaaðstöðu Gerplu á Skemmuvegi 6 í Kópavogi og undir stjórn reyndra þjálfara. Æfingar verða tvo tíma á dag, fjóra daga í viku og hefjast þriðjudaginn 5. júní. Upplýsingar og innritun í síma 74925 eftir kl. 12 virka daga. t taERPlftJ Kjúklingarannsókmr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.