Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 35

Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990 35 verið reynt að draga úr hinu mikla atvinnuleysi, einkum meðal ungs fólks. Þrátt fyrir þær eru tugir milljóna atvinnulausir í EB. 6. Viðræður EFTA-ríkjanna og EB Markmið viðræðna EFTA og EB hafa verið þau að freista þess að standa að sameiginlegum vöru- markaði án viðskiptatálma, koma á sameiginlegum hindrunarlausum fjármagnsmarkaði og einum mark- aði fjármálaþjónustu. Sömuleiðis er stefnt að því að fella niður hindr- anir varðandi búsetuskilyrði og réttindi til atvinnurekstrar (þ.e. „fríðindin fjögur“). EFTA-ríkin og EB hafa engu að síður komið til þessara viðræðna á mismunandi forsendum með gjör- ólíka hagsmuni að leiðarljósi. Tilgangur EB með þessum við- ræðum hlýtur að hafa verið sá að freista þess að stækka heimamark- að evrópsku stórfyrirtækjanna. Ég hygg þó að margir ráðamenn stór- fyrirtækjanna í EB séu ósáttir við þá hugmynd að fá EFTA-iðnvarn- ing í beina samkeppni á markaði EES. Ef til vill má skýra það bak- slag sem komið er í viðræðurnar með því að þessi fyrirtæki vilji hela- ur hafa EFTA utan tollamúra en innan. Hagsmunir flestra EFTA-ríkj- anna, að íslandi undanskildu, í þessum viðræðum eru hagsmunir iðnríkja sem eru að leita að stærri markaði með efnuðum kaupendum. Stórfýrirtæki innan EFTA telja sig einfaldlega ekki í samkeppnisstöðu á markaði neytenda í EB. EFTA- ríkin vilja bæta þessa stöðu. 7. Kröfúr EB í viðræðum við EFTA-ríkin í viðræðum embættismanna hafa EFTA-ríkin fallist á að „fríðindin fjögur“ og „aquis com- munautaire" (EB-réttur) skuli gilda sem forsendur viðræðna EFTA og EB og ekki verði vikið frá þessum reglum nema tímabundið sam- kvæmt sérstökum samningi eða þegar grundvallarhagsmunir eru í húfi. Af þessu er ljóst að ísland verður að gera víðtæka sérsamning við EB-ríkin um undanþágur frá „fríðindunum fjórum" og EB-rétti til að tryggja grundvallarhagsmuni landsins. Island getur því varla tek- ið lengi þátt í almennum viðræðum EFTA-ríkjanna og EB án þess að vekja athygli allra aðila á sérstöðu landsins og nauðsyn tvíhliða við- ræðna. EB hefur krafist þess að EFTA- ríkin setji á stofn yfírþjóðlegar stofnanir. Einkum er krafist að settur verði EFTA-dómstóll. Og nú krefst Evrópubandalagið þess opin- skátt að EFTA-ríkin falli fyrirfram frá öllum sérkröfum og gangi að öllum meginskilmálum EB. Aðeins þá komi til greina að framkvæmda- stjórn EB fái umboð til samninga- viðræðna við EFTA. 8. Staða íslands í viðræðum EFTAogEB Staða íslands í þessum viðræð- um hlýtur hins vegar að mótast af þeirri staðreynd að íslendingar ráða yfir dýrmætum fiskimiðum og möguleikum til hagkvæmrar orku- framleiðslu. íslendingar búa þannig yfir afurðum sem EB-ríkin vantar, helst sem hreint hráefni eða sem hálfunnar afurðir fyrir iðnaðinn. Auk þess hefur ísland hingað til reynst drjúgur markaður fyrir iðn- vaming EB-landanna. - ísland ætti því að vera fýsilegur samstarfsaðili fyrir EB-ríkin gagnstætt öðrum EFTA-ríkjum. Ef íslendingar ganga inn í áform um evrópskan efnahagssamruna, eða gerast aðildarríki EB, myndi ísland fá hlutverk hráefnissalans og það myndi leiða til vaxandi ein- hæfni atvinnulífs. ísland yrði jaðar- svæði í enn ríkari mæli en nú er. Hagkvæmni og hagfræðilega skyn- samleg verkaskipting innan evr- ópsks efnahagssvæðis kann að mæla með slíkri sérhæfingu. Og opinn fjármagnsmarkaður myndi færa fiskveiðiréttindin og fiskveið- arnar í tímans rás til þess horfs sem ríkti þegar erlend stórútgerð- arfyrirtæki sópuðu miðin en íslend- ingar veiddu á handfærum við fjö- ruborðið. Þessi þróun gæti raunar átt sér stað án þátttöku í samruna Evrópu ef íslensk yfirráð eru ekki tryggð yfir náttúruauðlindunum. Þátttaka íslands í áformum um samruna Evrópu myndi leiða til stórminnkandi atvinnu í landinu eins og spáð er almennt um EB og einkum um jaðarsvæði þess. En hlutverk landsins sem hráefna- framleiðandi myndi auka sveiflu- bundna mannaflaþörf. Aðild íslend- inga að sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði myndi annars vegar opna erlendu láglaunafólki leið úr tugmilljóna atvinnuleysi á megin- landinu í íslenska jaðarbyggð þar sem oft myndast tímabundin þörf fyrir mikinn fjölda ófaglærðs fólks. Én í EB-ríkjunum er einnig viss skortur á sérhæfðu vinnuafii. Einn sameiginlegur vinnumarkaður gæti greitt götu margra sérmenntaðra Islendinga úr íslensku atvinnuleysi á vit vel launaðra starfa í EB þar sem sérhæfni þeirra nyti sín. Heild- aráhrifin á íslenskum vinnumark- aði yrðu þau að inn í landið flyttist á þennan hátt evrópskt atvinnu- leysi og launamisrétti af áður óþekktri stærðargráðu. 9. Er til íslensk leið? íslensk leið byggist á því að við mætum því hagræðingarátaki sem nú á sér stað í Evrópu og um allan heim með samsvarandi átaki í íslensku efnahagskerfi. En slíkt átak á íslandi verður að taka fullt mið af félagslegum jöfnuði og vel- ferð allra landsmanna. íslensk leið grundvallast á því að við byggjum upp öflug og sterk íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa getu til að veiða og hagnýta sjávaraflann þannig að hann skili sem mestu í þjóðarbúið og hafa burði til að markaðssetja fullunnar sjávarafurðir á erlendum mörkuð- um. Við verðum bæði „að taka til heima hjá okkur“ og byggja okkur upp sem fullgildir aðilar í heims- versluninni. Islensk leið byggir líka á því að við vindum ofan af erlendri skulda- söfnun og finnum greiðendur á þeirri opinberu þjónustu sem sam- félagið á að standa fýrir. Greiðslu- frestir og skuldasöfnun skapa að- eins verðbólgu og draga úr jafn- vægi í þjóðarbúskapnum. Islensk leið utan evrópsks sam- runa byggist á getu okkar til að skapa dýrmætar afurðir á verði sem stenst samkeppni. Ef þetta tekst er lykilatriði málsins það að hvorki í bráð né lengd vill EB- markaðurinn vera án íslenskra af- urða. En við eigum þá einnig marga aðra valkosti og viðsemjendur. Til allra þessara kosta þarf að líta og forðast „djarfar" skyndiákvarðanir. Það tók aldir fyrir íslendinga að ná stjórn landsins í sínar hendur. Það væri fólska að fórna sjálfstæði á ný vegna léttvægra tímabundinna tollaívilnana. Og það væri afglöp að framselja dómsvald úr landinu og taka upp ólýðræðisleg stjómun- arform Evrópubandalagsins. Hlut- skipti launamanna innan EB er ekki eftirsóknarvert, stéttarfélög þeirra eru veikburða og kjör al- menns launafólks og réttarstaða endurspeglast af þessari staðreynd. Ég greiði atkvæði með lýðræðis- legu og sjálfstæðu íslandi þar sem félagslegur jöfnuður er hafður að leiðarljósi. Höfundur er hagfræðingvr og framkvæmdnstjóri BHMR. Tiutcuicis Heílsuvörur nútímafólks SUMAKTIIBOÐ A ÖRBYLGJUOFNUM mmmsmamk. <7 <S> GoldStor ER-3520 D örbylgjuofnar eru 12 ltr., 450 W, með 2 styrkstill. og 30 mín. klukku. Hvítir eða brúnir. H: 243 x B: 430 x D:300 mm. Verð: 20.-960;- Sumarverð: 17.900,- kr. eða 15.990, ‘ stgr. GoldStcir ER4375 D örbylgjuofnar eru 17 Itr., 500 W, með 5 styrkstill. og 30 mín. klukku. Hvítir eða brúnir. H: 275 x B: 487 x D:326 mm. Verð: 24270;- Sumarverð: 19.900,- kr. eða 18.990,- stgr. GoldStar ER-5054 D örbylgjuofnar eru 20 lítra, 530 W, með 7 styrkstillingum og 30 mín. klukku. Fást hvítir eða drapplitir. H: 324 x B: 495 x D: 353 mm. Verð: 28H40;- Sumarverð: 22.083,- kr. eða 19.990, ■ stgr. GoldStar ER-535 MD örbylgjuofnar eru 20 lítra, 530 W, með 10 styrkstillingum og 99 mín. tölvuklukku. Fást hvítir eða drapplitír. H: 243 x B: 430 x D: 300 mm. Verð: 322007- Sumarverð: 23.758,- kr. eða 21.990, " stgr. GoldStar ER-654 MD örbylgjuofnar eru 28 lítra, 650 W, með 10 styrkstillingum og 99 mín. tölvuklukku. Fást hvítir eða brúnir. H:326 x B: 544 x D: 377 mm. Verð: 38.-6207- Sumarverð: 29.640,- kr. eða 27.890, " stgr. GoldStar ER-9350 D örbylgjuofnar eru 25 lítra, 650 W, með 7 styrkstill., 60 mín. klukku og grilli, til að brúna og baka matinn. Fást hvítir eða brúnir. H: 362 x B: 546 x D: 437 mm. Verð: .58.-160,- Sumarverð: 50.958,- kr. eða 47.960,- stgr. Ath. Takmarkaö magn! r- hhhi MS4 ■LBMMSJMO WSBOBKMI Samkort greiöslukjör til alit aö 12 mán. SKIPHOLT119 SÍMI 29800 Eftirtaldir umboftsabilar selja Goldstar-örbylgjuofna: Kl’. Bqrgfiröingti, Borqum Verslunin i-ell, Grundarf. Blomsþyivt'Uii, HpUisstintli Stmuihur hl., ísuliröi V'crslunln l legri, Sauðúrkr. Nyjti filmuhusiö, Akurtíyri Rutlíuþuust, Akureyri Kf. I'inqeyinga, Iiusuvík Sel, Mývutssyeit Stúdíó Ketluvík, Ktíluvík BÖkúbúðín Urö, Ruufurhöfn Rufni.versl. Sv. G., Egilssl, Stnlbuöin hf., Seybislirbi Tónspil, Neskuuþstuö Versl. Mvummur Hofi' Vöruhús K.Á., Seifössi Mtisfell sf., Hellu kt. Skqftlellmgu, Vjk Kjurtii sf., Vestm.eyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.