Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 38

Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 Forsaga að stofnun Lands- samtaka heímavinnandi fólks Konur hafa löngum tekið til hendinni bæði til sjávar og sveita, en atvinnuhættir okkar hafa breyst seinni árin í þá veru að þrýsta kon- um út í atvinnulífið. Konur gera og réttilega kröfur til að hafa sömu möguleika og karlar í atvinnulífinu. Oft er það brýn nauðsyn, en einn- ig auknar lífsgæðakröfur, sem gera -'það óhjákvæmilegt að heimili hafi tvær fyrirvinnur. Þannig hefur upp- eldi og fræðsla barna og unglinga, sem til skamms tíma fór að megin- hluta fram innan veggja heimilis- ins, færst yfir á ýmiss konar stofn- anir og skóla. Ekki eiga þó allar konur þess kost að vinna utan heimilis þó margar kjósi það öðru fremur — þá eru aðrar konur sem vilja ekk- ert fremur en að geta unnið heima. Þessi starfsvettvangur er þjóðfé- lagslega þýðingarmeiri en flestir aðrir. Það þjóðfélagslega óréttlæti að meta störf innan veggja heimilis minna en önnur, eins og gert er á ýmsurti sviðum, þarfnast skjótrar ^ieiðréttingar. Bandalag kvenna í Reykjavík sá að við svo búið mátti ekki standa og á aðalfundi þess í febrúar 1983 var borin upp tillaga að stofnun nefndar til að vinna að hagsmuna- málum heimavinnandi húsmæðra, og ári síðar var hagsmunanefndin síðan kosin. Bandalaginu þykir þess vegna eðlilegt að koma á framfæri ýmsum staðreyndum um stöðu þessara mála í dag, — hvað hefur verið gert í málum þessa hóps og •^hvers má vænta? Akveðið var strax í byrjun að halda ráðstefnu um hagsmuna- og réttindamál heimavinnandi hús- mæðra og var hún haldin á Hótel Sögu 3. nóvember 1983. Voru þar teknir fyrir málaflokkar eins og réttur heimavinnandi til sjúkradag- peninga og fæðingarorlofs, eigna- og erfðaréttur í óvígðri sambúð, ennfremur skattamál og staða hús- móðurinnar. Ályktun var send frá ráðstefnunni til Alþingis um „að skatta- og tryggingalöggjöfin verði endurskoðuð á þann veg, að heima- vinnandi húsmæður og heimilum þeirra verði ekki mismunað miðað CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Frá stofnfundi Landssamtaka heimavinnandi fólks. við aðra skattþegna og trygginga- bótaþega . . .“ Má með sanni segja að þessi ráð- stefna vekti verðskuldaða athygli og heimavinnandi fólk tii vitundar um réttindi sín og félagslega stöðu. Á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík árið eftir og æ síðan hefur verið ályktað um málefni heimavinnandi fólks og þær álykt- anir sendar hlutaðeigandi. Augljóst er að aðgerðir þær, sem Hagsmunanefndin hefur unnið að í formi fræðslufunda, ráðstefnu- halds, auk hinna fjölmörgu sam- þykkta sem aðalfundur BKR hefur gert í þessu máli, hafi opnað augu margra þ. á m. stjórnmálamanna fyrir því hróplega ranglæti, sem heimavinnandi fólk hefur búið við í tryggin^a- og skattamálum. Á þessum árum hafa t.d. komið fram þingsályktunartillögur og frumvörp til laga um réttarstöðu heimavinnandi fólks, — að meta heimilisstörf til starfsreynslu, — um lífeyrisréttindi húsmæðra og heima- vinnandi fólks, — og einnig að gert verði mat á heimilisstörfum, þ.e. að Þjóðhagsstofnun geri úttekt á verðmætagildi heimilisstarfa með tilliti til þjóðartekna. En það er ein- mitt aðalvandamálið í sambandi við heimavinnuna, að þar er ekki greitt í beinhörðum peningum fyrir unnin störf, — en flestar bætur almanna- trygginga eru miðaðar við tekju- missi. Arið 1985 fékk Jóhanna Sig- urðardóttir núverandi félagsmála- ráðherra því síðan framgengt að sjúkradagpeningar til handa heima- vinnandi húsmæðrum hækkuðu um helming eða til jafns við hálfs dags vinnandi húsmóður og sama upp- hæð greidd með heimavinnandi og útivinnandi. í desember 1988 skipaði Jóhanna svo starfshóp til að gera úttekt á réttarstöðu heimavinnandi fólks. Átti hann að kanna hvernig félags- „Þegar staðgreiðslu- kerfi skatta komst á var formönnum þingflokk- anna sent bréf með spurningu um réttmæti þess að heimavinnandi skuli aðeins fá að nýta sér 80% af sínum per- sónuafslætti.“ legum réttindum og mati á heimilis- störfum er háttað samanborið við önnur störf í þjóðfélaginu og gera síðan tillögur um úrbætur í féiags- legum réttindum þeirra, sem þessi störf vinna. Starfshópinn skipuðu þáverandi aðstoðarmaður félags- málaráðherra, Rannveig Guð- mundsdóttir hagfræðingur Þjóð- hagsstofnunar, Sigurður Árm. Snævarr og formaður Hagsmuna- nefndarinnar, Helga Guðmunds- dóttir. Starfshópurinn hefur nú lok- ið störfum og er það von okkar að í framhaldi af störfum hans nái eitt- hvað af hinum ýmsu réttlætismál- um til handa heimavinnandi fólki fram að ganga. Fulltrúar Hagsmunanefndar hafa komið fram í útvarpi, sjón- varpi og dagblöðum þar sem starf- semi og markmið hennar hafa verið rædd og kynnt. Nefndin skrifaði aiþingismönnum bréf með áskorun- um og þeim ályktunum, sem sam- þykktar hafa verið á fundum BKR og þegar staðgreiðslukerfi skatta komst á var formönnum þingflokk- anna sent bréf með spurningu um réttmæti þess að heimavinnandi skuli aðeins fá að nýta sér 80% af sínum persónuafslætti meðan allir aðrir þjóðfélagsþegnar fá 100% persónuafslátt. Þetta telur nefndin gróflegt misrétti. í Kvennasmiðjunni 24. okt. 1985 var nefndin með bás ásamt Hús- mæðrafélagi Reykjavíkur. Var dreift plakötum og bæklingum. í bæklingnum segir m.a.: „Það misrétti hefur viðgengist í nokkur ár að þar sem fyrirvinna heimilisins er ein er skattabyrðin mun þyngri en þar sem hjón vinna sameiginlega fyrir samsvarandi tekjum. Einnig er mismunur á tryggingabótum mikill. Teljum við að með þessu sé verið að refsa þeim húsmæðrum sem vilja vinna á sínu heimili og annast börn sín, aldraða foreldra eða aðra sem umönnunar þurfa við. Yrðu þessi mál leiðrétt gætu fleiri húsmæður sem nú sjá sig tilneyddar vegna fjárhags- ástæðna að vinna utan heimilis, átt þess kost að vera heimavinnandi. Sá hornsteinn þjóðfélagsins, sem við hátíðleg tækifæri er talað um að heimilin séu, standa ekki undir nafni, þegar þau eru aðeins svefn- staður vegna gífurlegs vinnuálags fjölskyldunnar. Ef þjóðfélagið á að vera gott verða heimilin að vera traust." „Hvar stöndum við? Hvað viljum við?“ — var yfirskrift ráðstefnu BKR á Hótel Loftleiðum í jan. 1989 en á aðalfundi Bandalagsins 1988 var samþykkt að beita sér fyrir stofnun landssamtaka heimavinn- andi fólks og að 1-2 félagar úr BKR yrðu í stjórn samtakanna en að öðru leyti yrðu þau ekki á vegum Bandalags kvenna í Reykjavík. Til ráðstefnunnar var sérstaklega boðið Ingunni Birkeland, formanni norska húsmæðrasambandsins, sem eru mjög sterk og virk lands- samtök í Noregi. Margir mjög góð- ir fyrirlesarar fæddu hin ýmsu hagsmunamál þessa hóps. I lok ráðstefnunnar var svo kosin 7 manna undirbúningsnefnd að stofn- fundi landssambanda heimavinn- andi fólks, þar af 2 konur úr Hags- Spumingar til biskups fanganna, og hlustað á sögu þeirra? eftir Sigurð Þór Guðjónsson Vegna alþjóðlegrar bænaviku fyrir föngum dagana 29. aprfl til 6. maí 1990 vil ég beina nokkrum spurningum til yðar sem æðsta höfðingja íslenskrar kristni. Það er víst að í fangelsum okkar finnst engin kapella þar sem fangar geta dregið sig í hlé og iðkað bæna- og trúarlíf. 1. Er það ekki Þjóðkirkjunnar að beita áhrifum sínum til þess að sVo megi verða? 2. Hafið þér, herra biskup, gengið í fangeísin, kynnt- yður aðbúnað Öllum sem til þekkja ber saman um að atlæti fanga sé ekki mönn- um bjóðandi. Þannig er t.d. um ein- angrunarfangelsið í Síðumúla, Hegningarhúsið á Skólavörðustíg og að nokkru leyti Litla-Hraun. Samanber frásögn fangaprests í DV 4. maí og ummæli Guðrúnar Agnarsdóttur alþingismanns í við- tali á Bylgjunni nýlega. Hins vegar er ástandið talið föngum bjóðandi því það hefur verið látið dankast nokkurn veginn óbreytt í marga áratugi. Og dómurunum sem dæma þá til refsingar í umboði samfé- lagsins er auðvitað eins vel um „Það er viðurkennd staðreynd að fangar séu einu þegnar samfé- lagsins er njóta ekki sérhæfðrar geðlæknis- þjónustu þó brýna nauðsyn beri til.“ þetta kunnugt og öðrum. 3. Teljið þér, herra biskup, að það sé kristilegt athæfi að þeir, sem lögbrot fremja séu dæmdir af samfélaginu til aðbúnaðar, sem vitað er að bæði er heilsuspill- munanefndinni, þær Dóra Guð- mundsdóttir og Ragnheiður Ólafs- dóttir, sem nú hefur verið kosin formaður Landssamtaka heima- vinnandi fólks. Ráðstefna þessi þótti um margt merkileg og vakti eftirtekt fjöl- miðla, ekki hvað síst erindi Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, um laun til handa heimavinnandi fólki. Og sem frekari dæmi um það má geta þess að a.m.k. sjö blaðagreinar birt- ust næsta hálfa mánuðinn á eftir er tóku til hinna ýmsu málefna er vörðuðu heimavinnandi fólk. Einnig sat fréttamaður frá Ríkisútvarpinu ráðstefnuna og helgaði hana heilan þátt, „Á döfinni", og blaðamaður frá „Veru“ einnig og birtust þar viðtöl við ráðstefnugesti og hugleið- ingar um þessi mál og í „19. júní“ var tekið til umfjöllunar hvort launa ætti heimavinnandi fólk og formað- ur Hagsmunanefndarinnar fenginn til að tjá sig um það. Og í beinu framhaldi af ráðstefnunni bar Sól- veig Pétursdóttir, varaþingmaður, fram frumvarp til laga á Alþingi um að millifærsla persónuafsláttar verði að fullu millifæranleg milli hjóna. Af framantöldu má sjá að Hagsmunanefnd heimavinnandi húsmæðra innan Bandalags kvenna ,í Reykjavík hefur á sl. sex árum verið nokkuð iðin við að halda þess- um málum vakandi og benda á hversu heimavinnandi fólki er mis- munað á marga vegu í skatta- og tryggingamálum, miðað við aðrar stéttir í þjóðfélaginu. Með stofnun Landssamtaka heimavinnandi fólks trúum við að ná megi árangri til leiðréttingar þannig að fleirum gefist kostur á að geta valið hvort þeir verði heimavinnandi eða stundi vinnu utan heimilis. Og vonum við að allt áhugafólk um bætt kjör þeirra sem helga sig búi og börnum/öldruðum geti sameinað krafta sína í þessum hagsmunasamtökum, hvort sem þeir eru heimavinnandi eða útivinn- andi. Bandalagi kvenna í Reykjavík þykir heiður að því að hafa átt svo stóran þátt sem raun ber vitni í umræðunni um réttindi og stöðu hinnar heimavinnandi húsmóður á íslandi. Og þá ekki síður að eiga frumkvæðið að stofnun landssam- taka heimavinnandi fólks. Bandalag kvenna í Reykjavík er samband 28 félaga, s.s. kirkju- og safnaðarfélaga, líknarfélaga, póli- tískra félaga, stéttarfélaga o.fl. Innan Bandalagsins starfa fjöl- margar nefndir hinna ólíkustu mál- aflokka. Allar þessar nefndir hafa í rúm 70 ár unnið að hinum merkile- gustu og þörfustu málum. Saga Bandalagsins sýnir þann árangur sem svo mörgum er kunnur. Árang- ur af starfsemi Hagsmunanefndar heimavinnandi húsmæðra innan BKR er aðeins einn af mörgum og glöggt dæmi um hvað hægt er að gera með áhuga og sameiginlegu átaki. Helga Guðmundsdóttir formaður Hagsmunan. heimavinnandi hús- mæðra innan BKR, Kristín Guðmundsdóttir, formaður Bandalags kvenna í Reykjavík. andi og niðurlægjandi? Það er viðurkennd staðreynd að fangar séu einu þegnar samfélags- ins er njóta ekki sérhæfðrar geð- læknisþjónustu þó brýna nauðsyn beri til. Það virðist brot á fyrstu grein laga um heilbrigðisþjónustu nr. 59 1983. 4. Hyggst kirkjan verja rétt fanga ef sannað verður að lög séu brot- in á þeim eða önnur mannrétt- indi? 5. Mun kirkjan fordæma þá sem ábyrgir væru fyrir slíkum brot- um? Eg vona, herra Ólafur Skúlason biskup, að þér gerið þjóðinni grein fyrir afstöðu kirkjunnar til þessara mikilvægu málefna fanga. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.