Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 40

Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990 Mæðgrir kvaddar: Guðríður Sigurðardóttir Hrefiia Biynjólfsdóttir Fædd 23. nóvember 1894 Dáin 22. febrúar 1990 Fædd 30. mars 1924 Dáin 18. maí 1990 Föstudagskvöldið 18. maí lést amma mín, Hrefna Brynjólfsdóttir. Hún varð að lokum eftir eins árs baráttu við erfiðan sjúkdóm að láta í minni pokann. Hún hafði ásamt afa, Gísla Ólafs- syni, búið í Skeiðarvogi 147 í Reykjavík. síðastliðin 39 ár þar til fyrir um mánuði að þau fluttu í nýja íbúð á Frostafold 1. Það lýsir best skapgerð ömmu og jákvæðni að hún lét ekki bága heilsu og vitn- eskju um að orrustan við hinn erfiða sjúkdóm gat farið á hvorn veginn sem var aftra sér við að byggja upp nýtt heimili, sem hún reyndar fékk aðeins notið í tæpan mánuð. Við erum mörg af barnabörnum ömmu sem bjuggum okkar fyrstu æviár í Skeiðarvoginum í nábýli við hana. Á þeim tíma sem undirritaður bjó í Skeiðarvoginum vorum við þijú bamabömin sem bjuggum þar auk þess sem yngsta barn ömmu var á svipuðum aldri. Óhjákvæmilega fylgir því mikill gauragangur og læti þegar svona margir krakkar á svipuðum aldri koma saman, en það er mín trú að hún hafi viljað hafa líflegt í kringum sig eins og marka mátti á miklum gestagangi á heim- ili þeirra hjóna. Eftir að flutt var svo frá Skeiðarvoginum var alltaf jafn spennandi að koma í heimsókn þang- að. Það var gaman að tala við ömmu, þó svo að maður væri nú ekki alltaf sammála henni, því hún hafði mjög fastmótaðar skoðanir á flestum mál- um og var ekki feimin við að láta fólk heyra þær. Nú hefur amma yfirgefið þetta tilverustig, en það sem mest er um vert er að hún virtist taka dauðanum með sínu jákvæða hugarfari, vitandi fyrir vfst að í fyllingu tímans kemur hún til með að sameinast fjölskyldu sinni á ný. Drottinn varðveiti ömmu mína. Brynjólfúr Smárason í dag kveðjum við Hrefnu Brynj- ólfsdóttur, sem lést að kvöldi 18. maí, sl., hún hafði þá átt við veik- indi að stríða í rúmt ár. Aðeins eru 3 mánuðir síðan móðir hennar, Guðríður Sigurðardóttir, lést í hárri elli. Síðustu ár ævinar bjó Guðríður á heimili Hrefnu dóttur sinnar, og Gísla Ólafssonar manns hennar. Guðríður og maður hennar Brynjólf- ur Brynjólfsson höfðu áður búið í eigin íbúð í sama húsi. Brynjólfur lést árið 1976. Guðríður var fædd á bænum Bakka í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu, en ólst upp á Brúará í Bjamarfirði. Búskap sinn hófu þau Guðríður og Brynjólfur á Hólmavík um 1924. Þar fæddist Hrefna þeirra einkabam. Hrefna og Gísli gengu í hjónaband árið 1945 og stofnuðu heimili sitt í Reykjavík. Guðríður og Brynjólfur fluttust þá suður, og voru í nábýli við þau alla tíð eftir það. Guðríður hafði létta lund og var góður og skemmtilegur nágranni. Þrátt fyrir háan aldur var Guðríður vel em fram á síðustu daga. Hún fylgdist vel með og minnið var óbrigðult. Til marks um það má nefna að ekki einungis mundi hún afmælisdaga allra afkomenda sinna, heldur líka okkar í næsta húsi. Kynni okkar af þeim mæðgum og fjölskyldu þeirra hófust fyrir 37 ámm er við fluttumst í ný hús hlið við hlið við Skeiðarvoginn. Tengdust þessar fjölskyldur traustum vináttu- böndum, sem haldist hafa æ síðan og aldrei borið skugga á. Stórir bamahópar vora í báðum húsum og bömin velkomin í hvort húsið sem var. Ekki var minni samgangur þeirra fullorðnu og ótaldar þær ferð- ir sem skotist var yfir til nágrann- anna í kaffi. Minninff: Valgarður J. Vilmund arson, Seyðisfírði Fæddur 11. janúar 1973 Dáinn 19. maí 1990 Ég veit þú fékkst engu, vinur ráðið um það, en vissulega hafði það komið sér betur, að lát þetta hefði ekki komið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var það um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (T.G.) Okkur langar í fáum orðum að minnast kærs vinar og skólabróður, Valgarðs Jóns Vilmundarsonar, sem lést 19. maí sl. Fregnin um lát hans kom sem þruma úr heiðskíru lofti. Á litlum stað eins og á Seyðisfirði lamast allt þegar einhver í blóma lífsins deyr. Fólk er einfaldlega ekki tilbúið til að trúa því að Valgarður sé horf- inn að eilífu. Hann Valli sem alltaf var fullur af lífi. Allt sem hann gerði fórst honum vel úr hendi. Hann og Þór bróðir hans áttu orðið litla trillu og höfðu gert út í nokkur sumur. En nú er hann því miður róinn á önnur mið. Honum gekk vel í skóla og hafði lokið fyrsta ári í framhalds- skóla. Hann var ávallt fremstur í flokki í þeim íþróttum sem hann stundaði. Maður sér hann fyrir sér þar sem hann stökk hátt á annan metra upp í loftið fyrir framan víta- teiginn og með bros á vör eftir að hann skoraði mark sem honum ein- um var lagið. Hann virtist eiga allt lífið fyrir þakka honum allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum með honum en þær hefðu átt að verða miklu fleiri. Elsku Jóna, Villi, Þór, Olga Kol- brún, vinir og vandamenn, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð og megi Guð vera styrkur ykkar í þess- ari miklu sorg. Ámý, Heiða, Elfa Hlín, Jóhanna, Hlín og Helga. í gær, þriðjudaginn 29. maí, var jarðsettur frá Seyðisfjarðarkirkju Valgarður Jón Vilmundarson sem lést 19. maí sl. Fjölskyldu mína lang- ar að minnast hans í örfáum orðum um leið og við þökkum honum sam- fylgdina þennan allt of skamma tíma. Þessi glæsilegi piltur og fjölskylda hans hafa verið nágrannar okkar síðastliðin 6 ár. Lengra er þó síðan hann vakti athygli mína fyrst, því allstaðar bar hann af fyrir prúð- mennsku, dugnað og gjörvileika. Sex ára gamall kom hann allæs í skóla og vel undirbúinn úr foreldrahúsum, enda hef ég síðar kynnst þeirri miklu umhyggju sem foreldrar hans um- ve§a bömin sín. Valgarður átti því láni að fagna að alast upp á heimili þar sem gömlu gildin eru í heiðri höfð. Fjölskyldan er tekin fram yfír allt annað og vinnur samhent við sín störf. Þannig tóku Valgarður og Þór bróðir hans snemma þátt í trilluút- gerðinni með foreldrum sínum og lærðu öll handbrögð þar að lútandi hvort sem var við beitningu eða róðra. Þeir bræður og Olga Kolbrún systir þeirra hafa alist upp í nánari snertmgu við natturuna en gengur -----' t um nútímáböm. Við erum Hrefna var sterkur persónuleiki og sannur vinur. Hún hafði ákveðn- ar skoðanir á mönnum og málefnum, og kom oft með hnyttnar og skemmtilegar athugasemdir. Lífsstarf Hrefnu var á heimilinu og bar það merki þess að þar var dugnaðar- og myndarkona á ferð. Hrefna og Gísli eignuðust sex börn, þau era Bryndís, Olafur, Guðríður, Kolbrún, Sigmar og Kristín. Þau lögðu mikla rækt við að þeim famað- ist vel í lífinu. Velferð bamanna og fjölskyldna þeirra létu þær mæðgur sig miklu varða. Rétt um 3 vikum áður en Hrefna lést, höfðu þau hjón ásamt Kristínu, yngstu dótturinni, flutt í nýja íbúð við Frostafold. Sýndi Hrefna þá ótrúlegu eljusemi þrátt fyrir sín miklu veikindi. Þangað hafði hún flutt með sér þann mynd- arskap sem ætíð hefur einkennt heimili þeirra, en fékk notið skemur en ætlað var. Nu þegar við með þessum fáu orðum minnumst Guðríðar og Hrefnu, viljum við votta fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. En minnug þess að dauðinn er aðeins þáttaskil, væntum við end- urfunda í nýjum heimkynnum. Ella, Jónas, börn og tengdabörn í dag er til moldar borin elsku amma, langamma, Hrefna Brynj- ólfsdóttir, en hún lést 18. maí sl. Langar okkur til að kveðja hana ákaflega þakklát fyrir að dóttir okk- ar skuli hafa fengið að njóta af svívakandi umhyggju Jónu fyrir börnunum og þeim fróðleik sem Villi er óþreytandi að miðla þeim. Hvort sem um er að ræða örnefni, blóma- og plöntuheiti eða annað varðandi náttúruna í kringum okkur, allt er börnunum sagt á þann hátt að þau muna það og fá áhuga á því. Þetta er sannarlega óvenjulegt en jafn- framt ómetanlegt á okkar tímum. Það hlýtur að vera gott og dýrmætt veganesti hvort sem er í þessum heimi eða öðram að hafa alist upp á slíku heimili. Valgarður var góður piltur sem krakkamir f götunni litu upp til og dáðu, enda gaf hann sig oft að þeim, lék við þau og kankaðist, og öll vildu þau heilsa honum þegar hann átti leið framhjá. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þessum góða dreng og munum varðveita minninguna um hann um ókomna tíð. Guð blessi og styrki vini okkar í Botnahlíð 5 og aðra aðstandendur í þessari miklu sorg. Jóhanna og fjölskyldan íáiÉlkÆ Botnahlíð 8. með nokkram fátæklegum orðum. Alltaf voram við velkomin á heim- ili ömmu og afa á Skeiðó en þær vora ekki ófáar stundirnar sem við áttum þar, en ég kom þar oft við eftir vinnu í kaffi eða þá að ég var að stússa í bílum í skúmum og fannst mér húsið á Skeiðó vera mitt annað heimili. Amma á Skeiðó, eins og hún var alltaf kölluð, lifði og hrærðist í því að hugsa um fjölskyldu sína, að all- ir hefðu það nú gott og væru ánægð- ir með lífið og tilverana. Alltaf vildi hún vera með í ráðum, t.d. þegar við vorum að kaupa bíl eða íbúð og var alltaf gott að hafa ráð ömmu bak við eyrað. Amma hafði síðastliðin ár hjúkrað langömmu, móður sinni, á heimili þeirra á Skeiðó, en langamma lést í Borgarspítalanum í febrúar sl. 95 ára að aldri. Það er svo margt sem kemur upp í hugann um hana ömmu, en það er bara svo erfitt að koma því á blað, enda myndi það sjálfsagt taka margar sfður. Viljum við því að lok- um votta elsku afa, bömunum og barnabömunum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur á þessari sorgarstundu. Gísli Harðarson, Helena og Andri Þór. Amma á Skeiðó, Hrefna Brynj- ólfsdóttir, er farin frá okkur. Mig langar til að skrifa nokkrar línur um þessa yndislegu konu sem alla tíð hefur verið homsteinn fjöl- skyldunnar. Frá því ég fyrst man eftir mér var alltaf líf og fjör á Skeið- arvoginum hjá afa og ömmu. Fullt hús af fólki. Þar vora allir sannar- lega velkomnir. Á leið heim frá vinnu eða skóla kom fjölskyldan við í kleinu og kaffi og ósjaldan tók kleinulyktin á móti manni úti á götu. Ámma hafði ákveðnar skoðanir á öllum hlutum og var óspör við að láta þær í ljós. Yfir kaffinu var rökrætt, hlegið og jafnvel karpað. Amma var svo réttsýn, raunsæ, hreinskilin og heilsteyptur persónu- leiki. Það þýddi aldrei fyrir mig að reyna að fela eitthvað fyrir henni. Hún sá alltaf í gegnum mann. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atvik frá unglingsárum mínum. Ég var byijuð að fikta við að reykja. Ómmu var auðvitað farið að gruna það. Einn dag sem oftar kem ég í heim- sókn. Amma tekur af mér frakkann og heimtar að fá að strauja hann. Ég reyndi eftir fremsta megni að fá hana ofan af þessu upjjátæki en hún tók það ekki í mál. Hun bytjar síðan að strauja og fylgdist vel með mér á meðan. Að lokum dró hún síga- rettugakkann upp úr frakkavasan- um. Ég varð að játa mig sigraða. Við amma vorum að rifja þetta upp fyrir stuttu og hlógum mikið. Svona er ömmu rétt lýst. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Það var svo gott að koma til hennar og ræða öll mín hjartans mál, fá stuðning hennar og ráðleggingar. I dag þakka ég Guði fyrir að hafa fengið að kynnast henni og mun ég varðveita minningu hennar alla ævi. Elsku afi, það er erfiður tími fram- undan hjá þér og okkur öllum. Við verðum að vera sterk eins og hún alltaf var. Við vitum að hún er í góðum höndum. Að lokum læt ég fylgja sálm sem amma söng alltaf fyrir okkur krakk- ana þegar hún svæfði okkur í gamla daga. Ó, faðir gjör mig lítið ljós um lífs mins stutta skeið, til hjálpar hveijum hal og drós, sem hefur villst af leið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót, og kvíðalaust við kalt og hlýtt, er kyrrt á sinni rót. (Edwards - Sb 1945 - M. Joch.) Magga Á tæplega þremur mánuðum hafa látist mæðgur, sem mig langar að minnast með miklu þakklæti. Guðríður tilheyrði aldamótakynslóð- inni, sem óðum er að hverfa af sjón- arsviðinu, eftir að hafa fært okkur inn í það velferðarþjóðfélag, sem við nú lifum í. Guðríður var mjög skýr kona og til marks um það sat hún yfir bókalestri til síðasta dags, og ef einhvern vantaði að vita um af- mælisdag einhvers í fjölskyldunni, þá var svarið að finna hjá henni. Hún missti mann sinn Brynjólf Brynjólfsson 1976 og áttu þau eina dóttur, Hrefnu Brynjólfsdóttur, sem jörðuð verður í dag. Þær mæðgur vora mjög samrýndar og bjuggu saman eins lengi og hægt var í orðs- ins fyllstu merkingu, lengst af í Skeiðarvogi 147. Þær mæðgur lifðu fyrir fjölskylduna og voru ákveðið sameiningartákn fjölskyldunnar allr- ar. í sínum miklu veikindum stóð Hrefna sig eins og hetja og herti frekar upp aðra. heldur en að bera upp sína líðan. NÚ eru ákveðin kafla- skipti í fjölskyldum afkomenda þeirra mæðgna og verður þvi minn- ingin um þær, sem að ég veit að er sterk, að sameina okkur. Eftirlifandi tengdaföður mínum Gísla Ólafssyni sendi ég mlnar inni- legustu samúðarkveðjur með guðs- blessun. Smári Sæmundsson Minning: Guðrún Eiríksdóttir Fædd 22. ágúst 1900 Dáin 21. maí 1990 Guðrún Eiríksdóttir heiðursfélagi okkar í Thorvaldsensfélaginu er látin á nítugasta aldursári. Hún varð heið- ursfélagi á 100 ára afmæli þess, 19. nóvember 1975. Eiginmaður Guð- rúnar var Egill Daníelsson, fulltrúi hér í bæ, en hann lézt fyrir aldur fram 2. marz 1973. Þau eignuðust tvö börn, Sigurð og Guðrúnu. Alltaf man ég hve góðu ég átti að mæta sem nýliði í félaginu þar sem Guðrún var og gat ég margt af henni lært. Hún var mjög starf- söm félagskona og sönn félags- prýði. Var í stjórn félagsins í nokkur ár og átti mikið starf í bamauppeld- issjóði þess. Thorvaldsensfélagið var hennar hjartans mál eins og dóttir hennar sagði, enda vann hún því meðan heilsan leyfði. Síðustu ár sín átti hún skjöl á heimili dóttur sinnar Guðrúnar og manns hennar Bjöms Björnssonar. Við: Thorvaldsenskonur heiðrum minningu látinnar félagskonu og biðjum fjölskyldu hennar alls vel- famaðar. Evelyn Þóra Hobbs I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.