Morgunblaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 t Móðir okkar, SIGURJÓNA SOFFÍA SIGURJÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 13.30. Hulda Ragna Magnúsdóttir, systur og tengdabörn. t Systir okkar, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR MAILLET, Albany, New York, andaðist 25. maí. Magnea Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Kjartan Sigurðsson. t Ástkær sambýlismaður minn, faðir, sonur og afi, ÓLI MATTHÍAS EINARSSON, Unufelli 36, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 25. maí. Elín Á. Jónsdóttir, Dagbjört Guðrún Sigvaldadóttir, Einar Matthfason, t Sonur minn og bróðir okkar, SVEINBJÖRN ÁRNI PÉTURSSON, Stangarholti 9, Reykjavík, lést 27. maí Ragnheiður Erla Sveinbjörnsdóttir, Jakob Þór Pétursson, Viðar Pétursson, Lilja Pétursdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, Akurgerði 19, Akranesi, sem andaðist á sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 27. maí, verð- ur jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 1. júní kl. 15.00. Ásdfs Ólafsdóttir, Marsibel Sigurðardóttir, Viðar Magnússon, Ólafía Sigurðardóttir, Elmar Þórðarson, Þórdis Sigurðardóttir og barnabörn. t Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, HERMANN GÍSLASON, Skúlaskeiði 16, Hafnafirði, verður jarðsunginn frá Frikirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 1. júní kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Gísli Hermansson, Guðrún Hanna Scheving, Guðfinna Hermannsdóttir, Jón Þ. Brynjólfsson, Dagbjört Guðnadóttir, Ægir Hafsteinsson, Anna Hauksdóttir, Brynja Gunnarsdóttir, Bragi Antonsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN HJÁLMARSSON fyrrverandi bóndi, Ljósalandi, Skagafirði, siðar húsvörður Menntaskólans við Hamrahlíð, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. María Benediktsdóttir, Sigurgeir Jens Jóhannson, Friður Sigurðardóttir, Jóhann Pétur Jóhannsson, Snorri Jóhannsson, Stefanía Sigfúsdóttir, Ingimar Jóhannsson, Kristín Helgadóttir, Frosti Fífill Jóhannsson, Steinunn Jónsdóttir, Jökull Smári Jóhannsson, Guðný Sveinsdóttir, Hjálmar Rúnar Jóhannsson, Eria Stefándóttir, Benedikt Emil Jóhannsson, Valgerður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Auður Kristinsdótt- ir hjúkrunarkona Þann 20. þessa mánaðar, árla morguns, lést systir mín, Auður Kristinsdóttir, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir margra ára bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Það var allt að því helg stund á gjörgæslunni þennan morgun með- an líf systur minnar fjaraði smátt og smátt úr. Freygerður, ein af dætrum hennar, og ég fengum að vera hjá henni síðustu stundirnar ásamt starfsfólki gjörgæslunnar sem sýndi mikla fæmi í sínu fagi auk einstakrar virðingar gagnvart helsjúkum líkama systur minnar. Hafi þau þökk fyrir. Ennfremur vil ég þakka starfsfólki krabbameins- deildar Landspítalans, sem hlynnti að henni af einstakri alúð, en þar dvaldi hún meira og minna hin síðustu ár. Við systumar vorum ekki sérlega samrýndar sem böm, enda langt á milli okkar og við ólíkar að upp- lagi. En eftir að við náðum þroska fullorðinsáranna urðum við hinar bestu vinkonur og deildum gleði okkar, sorgum og hamingju. Auður var fædd 5. júlí 1932, fýrsta barn foreldra sinna, Helgu Jónsdóttur, sem lést 1964 og Kristins Vil- hjálmssonar, sem lifir dóttur sína. Hún lauk námi frá Kvennaskólan- um í Reykjavík 1951 og hóf þá strax nám í hjúkrun við HSÍ og lauk þaðan prófi 1956. Hún starfaði við hjúkmn á Akur- eyri og í Reykjavík um nokkurra ára skeið, þar til hún giftist eftirlif- andi manni sínum, Guðmundi Sig- urðssyni, 15. ágúst 1959. Auður og Guðmundur eignuðust sex böm, Sigrúnu, sem nú er gift kon'a og tveggja barna móðir, bú- sett í Noregi, Sigurð, kvæntur og tveggja barna faðir, búsettur á Eyrarbakka, Freygerði gift og tveggja barna móðir, búsett í Kópa- vogi, Indriða, búsettan í Reykjavik og telpumar tvær, Sif 19 ára og Nönnu 11 ára, sem enn em í for- eldrahúsum. Einstakt var að fýlgj- ast með hversu systir mín lifði fyr- ir mann sinn og böm. Allir kraftar hennar fóru í að vinna heimilinu og koma bömunum til manns. Það tókst líka vel því að öll em þau hin mannvænlegustu, nýtir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Bamabömin komu sem ljósgeisl- ar inn í líf hennar þegar sjúkdómur- inn hafði sett mark sitt á hana. Auður systir mín var aldrei neitt veik að hennar mati og gerði bara Valdimar Guðmunds- son - Kveðjuorð Fæddur 18. nóvember 1913 Dáinn 19. maí 1990 Aldraður sjómaður kveður þessa jarðvist. Foreldrar hans bjuggu á Þingeyri við Dýrafjörð og þar leit hann fyrst dagsins ljós. Þá voru erfiðir tímar í litlum sjávarplássum, bömin byrjuðu því strax að taka til hendinni og vinnan varð þeim leikur. Valdimar sagðist ekki hafa verið orðinn hár í loftinu þegar hann var farinn að hjálpa til við fiskinn og annað, þegar bátar komu úr róðri. Þó taldi hann að alvöru sjómennska hefði ekkí byijað hjá sér fyrr en upp úr fermingu. Reyndar var hann farinn að stunda sjóróðra á fískibát- um löngu fyrr. Síðar fór hann á línu. Valdimar hafði lengi hugsað um það, að til þess að komast áfram eins og það er kallað þá yrði hann að læra, hann settist því á skóla- bekk og tók próf úr Sjómannaskól- anum 1940. Upp úr því komst hann á togara og þó að það væri nú ekki talið neitt sældarbrauð eins og vökulögin höfðu verið. Þá var þetta hans áhugamál. Á þessum tíma braust styijöldin út um alla heims- byggðina og tundurduflahætturnar voru hvað mestar á hafinu í kring- um Island og við Englandsstrendur. í hartnær 60 ár sigldi hann um höfin og veiddi fisk handa okkur landkröbbunum og til útflutnings fyrir íslensku þjóðina. Það er svo óendanlega margt sem við eigum sjómannastéttinni að þakka. 19. ágúst 1946 gekk Valdimar að eiga Jóhönnu Eyjólfsdóttur ætt- aða úr Vestmannaeyjum. Hún var fædd 3. október 1915. Þau eignuð- ust 3 mannvænleg böm, Valdimar, Eyjólf og Helgu. Valdimar og Jó- hanna áttu yndislegt heimili, sem þau bjuggu bömum sínum. Jóhanna andaðist fyrir aldur fram 9. desem- ber 1984. Eftir það reyndi Valdimar að halda heimilinu í sama horfi og tókst það furðu vel með aðstoð bama sinna og fjölskyldna þeirra. Valdimar var mikill bókamaður og las góðar bækur, hann var einnig mikið snyrtimenni og sund iðkaði hann alla tíð í landlegum, honum fannst dagurinn ekki héfjast fyrr en hann væri búinn að dýfa sér í laugina. Lengst af var hann á togar- anum Hjörleifí frá Reykjavík, þegar honum var lagt, þá kom Valdimar t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR ÞORVALDSSON, Hjarðarholti 5, Akranesi, sem lést 23. maí sl., verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtu- daginn 31. maí kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Jóhanna Sigurðardóttir, Þorvaldur Ólafsson, Laufey Sigurðardóttir, Guðlaug Ólafsdóttir, Sigurvin Sigurjónsson, Ólafía Olafsdóttir, Karvel Karvelsson, Lilja Ólafsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR frá Kúfhóli. Börn, tengdabörn og barnabörn. grín að því að þegar hún þurfti að ganga frá Leifsgötunni upp á Landspítala þá skipti máli hvernig vindáttin var. Mótvindur og hún þurfti bfl, meðvindur, eða bara logn og þá komst hún að sjálfsdáðum. Þetta lýsir best kjarki hennar og viljakrafti að lifa þar til öll börnin væru komin vel á legg. Ekki tókst það nú alveg, en langt komst hún. Mig langar til að þakka henni samveruna á lífsleiðinni og það gera bræður okkar Einar og Bessi og faðir okkar einnig. Um leið vil ég votta Guðmundi, öllum börnun- um, tengdabörnum og barnabörn- um mína dýpstu samúð. Margrét Kristinsdóttir einnig í land. Það má segja að hann stóð á meðan stætt var. Þá var hann farinn að heilsu og var að mestu Jeyti á sjúkrastofnunum eftir það. Á síðari árum ræddum við Valdimar oft um lífið og tilveruna. Það var alltaf svo bjart í kringum hann, sá sem er búinn að vera 60 ár á sjó, hann á svo margt ósagt og það er hægt að spyija hann svo margs. Genginn er góður drengur. Inni- legar samúðarkveðjur flytjum við hjónin öllum er næst honum standa. Hulda Pétursdóttir, Útkoti. Minningar- og aftnælis- greinar Það eru eindregin tilmæli ritstjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama ein- stakling. Vilji höfundur vitna í áður birt ljóð eða sálma verða i ekki tekin meira en tvö erindi. Frumort Ijóð eða kveðja í bundnu máli eru ekki birt. Ef mikill fjöldi greina berst blað- inu um sama einstakling mega höfundar og aðstandendur eiga von á því að greinar verði látn- ar bíða fram á næsta dag eða næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.