Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 43

Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990 43 Gunnhildur Tryggva- dóttir - Kveðjuorð Fædd 22. maí 1913 Dáin 20. apríl 1990 Laugardaginn 28. apríl sl. var fóstra mín Gunnhildur Tryggva- dóttir kvödd hinstu kveðju ogjarð- sett frá Dalvíkurkírkju. Við hjónin ætluðum svo sannarlega að kveðja þessa heiðurskonu en urðum að láta í minni pokann fyrir íslenka veður- farinu. Gunnhildur fæddist 22. maí 1913 á Rútstöðum í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Ágústína Gunn- arsdóttir ljósmóðir og Tryggvi Jóns- son bóndi og bjuggu þau lengst af á Svertingsstöðum í Eyjafirði. Ekki rek ég æviferil Gunnhildar hér, ' heldur eru þetta fátækleg þakkarórð til hennar. Þegar faðir minn Jón Björnsson hóf sambúð með Gunnhildi, fyldi ég honum frá fyrra hjónabandi. Var ég þá tveggja ára gamall. Hjá þeim ólst ég upp til fjórtán ára aldurs, svo segja má að Gunnhildur hafi verið mér sú móðir sem ég hafði eitthvað af að segja og fyrir umhyggju hennar verð ég ævinlega þakklátur. Gunn- hildur var sérstaklega traust mann- eskja, kennske ekki allra vinur en því tryggari þeim sem hún kynntist og lítilmagnann studdi hún og tók hans málstað ef þurfti. Minnisstæð- ur er mér sá vani hennar fyrir jól og aðrar stóhátíðir að senda vissum einstæðingum á Dalvík einhvern glaðning, kökur og annað góðgæti. Það kom oft í minn hlut að fara með þessar sendingar og þakkar- brosi þessa fólks gleymi ég ekki. Sérstök regla var á heimilishald- inu hjá Gunnhildi og þrátt fyrir stóra fjölskyldu og mikinn umgang var þar alltaf hver hlutur á sínum stað. Mikil vinna hlýtur að hafa legið þar að baki og vinnustundirn- ar örugglega fleiri en átta tímar á dag. Blómarækt var henni mjög hugleikin og báru blómin þess merki að um þau fóru hendur af kost- gæfni og lipurð. Þekking hennar á mönnum og málefnum, ásamt óvenjulega góðu minni, var brunnur sem sótt var í ef umræður voru í gangi. Hún mundi nöfnin og atburðina, bara að spyija. En nú er skarð fyrir skildi á Stórhólsvegi 6. Þar var ætíð veitt af rausn og nutum við hjónin og börnin okkar þess ríku- lega í næsta árvissum ferðum okkar til Dalvíkur. Þakkir og hlýjar hugs- anir okkar fylgja Gunnhildi Tryggvadóttur á hennar nýju veg- ferð. Blessunar og velfarnaðar bið ég föður mínum, systkynum og af- komendum þeirra og megi þessi stofn verða svo mannvænlegur áfram sem hingað til. Allt sem birta og ljós kemst í snertingu við endurkastar myndum út í óravídd alheimsins. Þessar myndir glatast ekki og kannske eru þær nær okkur en við hyggjum. Æviferill allra manna lýtur sömu lögmálum. Hann er skráður í þessa stóru bók, bók sem hefur ekkert upphaf og engan endi, óskiljanlegt hugtak okkur mönnum. Ævimyndin hennar fóstru minnar finnst mér virðuleg og fal- leg- Hjálmar Orn Jónsson Leifíir Halldórs son — Minning Fæddur 18. október 1918 Dáinn 22. apríl 1990 Þegar ég minnist vinar míns og samheija til margra ára, Leifs Hall- dórssonar, sækja margar minningar að. Þær renna fram eins og myndir á filmu. Atvikin rifjast upp og taka á sig myndir. Ymislegt löngu gleymt kemur fram og allt fellur í sama farveg. Minningarnar eru all- ar á einn veg. Þar er Leifur fyrir mér sem hinn fullkomni félagsmála- maður. Þeir sem þekktu Leif ein- ungis úr íjarlægð, eiga eflaust erf- itt með að skapa sér þá mynd af honum. Ekki hélt hann margar ræðurnar. Ekki tók hann til máls undir hveijum lið fundanna og þrýsti fram skoðunum sínum með fjálgleik mælskumannsins. Hann var hins vegar ætíð nálægur. Alltaf tilbúinn til að takast á við verkefn- in, án tillits til þess hvort þau væru skemmtileg eða ekki. Verkin varð að vinna. Hann hafði ákveðnar skoðanir, mótaðar af hugsjónum og reynslu áranna. Það mátti líkja honum sem félagsmálamanni við innsiglingarvitann. Það er svo sjálf- sagt að h ann sé til staðar og kasti fram geislum sínum sæfarendum til leiðbeiningar, að allir taka tilvist hans sem sjálfsögðum hlut, þar til slökknar á honum. Leifur kom víða við í félagsmál- um. Leiðir okkar lágu saman í starfi á vegum bindindissamtak- anna. Hjá Bindindisfélagi öku- manna, í Góðtemplarahreyfingunni, í_ Reglu Musterisriddra og hjá Ábyrgð hf. Alls staðar var hann hinn trausti félagi, sem hafði já- kvæð áhrif á umhverfi sitt. í öllum þessum félögum valdist hann til forystustarfa. Menn mátu hann fyr- ir sakir mannkosta hans. Hann þurfti ekki að hafa hátt til þess að vinna sér hylli. Þrátt fyrir töluverðan aldursmun myndaðist góður vinskapur með okkur Leifi. Við sátum margan fundinn saman og ég varð einnig þeirrar ánægju aðnjótandi að ferð- ast með honum erlendis. Einlægari og hreinni manni hef ég ekki kynnst. Ætíð í jafnvægi, jákvæður og hlýr. Ég vil þakka honum fyrir það sem hann lagði af mörkum í þágu þeirra félaga er við áttum samleið í. Ég veit hve mikils allir _ mátu hann. Við Sólveig sendum Árnýju og fjölskyldu hennar okkar bestu kveðjur og vitum að minningin um góðan dreng mun gera söknuðinn léttbærari. Sveinn H. Skúlason Minning: * GuðnýS. Oskars- dóttir - Kveðjuorð Fátækleg verða hin hinstu orð er eigi fá lýst þeirri hryggð er sló okkur hjónin er við fréttum af frá- falli hinnar yndislegu vinkonu okk- ar, Guðnýjar.Sesselju Óskarsdóttur. Sissa er horfin, og með brottför hennar myndast óbrúandi bil for- tíðar og framtíðar. Tómarúm í stað lífsfyllingar, gleði og glaðværðar. Félagshyggja og gestrisni voru Sissu í blóð borin, nutum við hjónin oft góðs af hlýhug Sissu og um- hyggju. Alltaf var notalegt að koma á Egilsgötuna og heyra Sissu grípa í píanóið, oft við söng Baldurs, en þau hjón voru bæði mjög hneigð að íslenskri og sígildri tónlist. . Sissa var glæsileg.kona. Ég.man er ég heyrði það fyrst að Sissa myndi eiga tvífara í bandarísku leikkonunni Veronicu Lake, að mér varð að orði: „Ójá, sú bandaríska má sannarlega vera stolt af saman- burðinum." Sissa ferðaðist ekki víða um, nema I hugheimum, en þar var hún víðförul. Þó skrapp hún til Sviss með Baldri fyrir nokkrum árum, og veit ég að hún hefur búið lengi að því sem þar bar fyrir augu. Nú er Sissa farin hinstu förina. Minningin lifir þó um mæta konu. En hvað getum við sagt við vin okkar, Baldur, eftirlifandi systur Sissu og aðra nána ættingja og vini? Við samhryggjumst ykkur. Megi minningin um Sissu veita ykkur líkn í hinni dýpstu sorg. Helga og Richardt Ryel t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL PÁLSSON fv. leigubifreiðarstjóri, iðufelli 6, Reykjavík, sem andaðist þann 23. maí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 31, maí kl. 15.00. Hilde Pálsson, Guðriður Pálsdóttir, Kristbjörn Þorkelsson, Halldór Pálsson, Hjörleifur Pálsson, Páll S. Pálsson, Fanney Ingvaldsdóttir, Reynir Pálsson, Marie La Cour Hansen, Einar Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, AUÐUR KRISTINSDÓTTIR, Leifsgötu 13, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, miðvikudaginn 30. maí, kl. 13.30. Guðmundur Sigurðsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Freygerður Guðmundsdóttir, Indriði Guðmundsson, Sif Guðmundsdóttir, Guðný Nanna Guðmundsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, ÞÓRÓLFS BALDVINS HILMARSSONAR, Árnesi. Áslaug Anna Jónsdóttir, Hilmar Hermóðsson, Hermóður Jón Hilmarsson, Árni Pétur Hilmarsson, Ester Ósk Hilmarsdóttir. t Innilegar þakir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför litla drengsins okkar, HARTMANNS HERMANNSSONAR, Háteigi, Akureyri. Sólveig Bragadóttir og fjölskylda, Hermann Traustason og fjölskylda. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför KRISTJÁNS SIGMARS INGÓLFSSONAR, Einibergi 19, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Ingólfsson. Vortilboð á BV-handtjðkkum Góður afsláttur í maí á meðan birgðir endast. Lyftigeta: 800 kg. Lyftihæð:80 cm. Hentugt hjálpartæki við allskonar störf. Sparið bakið, stillið vinnuhæðina. Kj Eigum ávallt fyrirliggjandi hinavelþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BlLDSHÖFÐA 16 S/MI672444 TELEFAX672580

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.