Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 48

Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 Mrnrnm * Ast er... \tf-0 V-7 .. . að leyfa honum að klæðast gamla, góða jakk- anum. TM Reg. U.S. Pat Off.— all rights resarved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate Ég held að þetta sé eitthvað óeðlilegt, Iæknir. Með morgxinkaffínu Hitapokinn hans bangsa er orðinn kaldur ... HÖGNI HREKKVlSI Getur maður skrifað sannleikann um Lúter? - fyrri grein. Til Velvakanda Getur maður skrifað sannleikann um Lúther án þess að fylla vissa aðdáendur hans heift? Eg tel, að prófessor Einar Sigurbjörnsson sýni, að það sé ómögulegt. Þess vegna ræð ég þeim, sem vilja að- eins heyra og lesa lof um Lúther, að lesa greinar mínar í Lesbók Mbl., sem ég skrifaði í tengslum við 500 ára afmæli hans. Sá, sem óttast ekki að verða svolítið hneykslaður á Lúther, getur lesið áfram. Ég skrifaði: „Ástæða til að neita frjálsum vilja, a.m.k. fyrir sáluhjálp, var, eins og allir vita, hjá Lúther, einnig (ég skrifaði ,,einnig“) og að ég held fyrst og fremst sálarleg, eins þótt vér viljum ekki tala með sálfræðingum um geðklofa." Tala sálfræðingar og aðrir um sálræn og heilsufarsleg vandamál Lúthers? Það er kannski nóg að nefna nokkra þeirra: Paul Reiter, Erikson, Hausrath, Berkhan, Cramer, Eb- stein, Hellbach, Helm Sherlin, Ai- bert Mock. Próf. Mock er bæði sál- fræðingur og guðfræðingur og skrifaði bókina „Abschied (Burtför) frá Lúther“. Hann segir, að ágrein- ingur um veikindi Lúthers sé jafn- gamall rannsóknum á Lúther. Mock talar um augljós sjúkleikaeinkenni frá sjónarmiði sjúkdómafræðinnar. J. Pacquier skrifar í Dictionnairede la Théologie Catholique (DTC, 30 bindi) bls. 1169: „Lúther er mjög flókið tilfelli sjúkdómafræðinnar." Hver eru viðbrögð aðdáenda Lúth- ers? Hann gerir sem maður nokk- ur, sem var að veija kommún- ismann og sagði: „Berlínarmúrinn er ekki til.“ Lúthers-aðdáandinn myndi segja, að um engan sjúkdóm hafi verið að ræða, ellegar telja við- komandi sálfræðinga haga sér eins og sálfræðingar hafa gert í komm- únistaríkjunum, þar sem þeir hafa lýst andófsmenn sjúka samkvæmt pöntun frá valdhöfunum. En er það vísindalegt eða rétt að halda þessu fram um álit sérfræðinga á Lúther? Þessi grein má ekki vera of löng. Þess vegna sleppi ég líkamlegum sjúkdómseinkennum Lúthers. Um þau má lesa í „Abschied Luthers" eftir próf. Mock, bls. 62-74. Um tengsl þessa við guðfræði Lúthers talar hann á bls. 74-108. Þessi tengsl viðurkennir einnig Heiko A. Obermann, sem reynir að útleggja „paranoia reformatica" á jákvæðan hátt. DTC segir bls. 1152: „Er guð- fræði Lúthers ekki alfarið byggð á hans persónulegu reynslu?“ Hinn lærði, franski sérfræðingur vísar hér án efa til sálrænna vandamála Lúthers. Enginn prestur, enginn skriftafaðir gat læknað hann frá ótta við, að hann væri útvalinn til eilífrar refsingar. Síðar á ævinni játaði Lúther, að Staupitz hefði bjargað honum, en þó gat þessi skriftafaðir ekki læknað Lúther, þegar hann sagði: „Hvers vegna að pína þig svona með útvalningu þinni? Snú augum þínum til sára Jesú Krists og blóðsins, sem hann úthellti fyrir þig.“ En Lúther fékk þó enga lækningu. Kvíðafull spurn- ing, eins og allir vita, hélt áfram að angra hann: „Hvemig finn ég líknsaman Guð?“ Það var sjúkdóm- ur Luthers, að hann gat aðeins trú- að sjálfum sér. Þrái hans gerði hann óhæfan til að trúa öðrum og gjörði hann móttækilegan til að gerast „páfi Wittenbergs", eins og hann varð fljótt kallaður. Til að skilja Lúther sem umbóta- mann eða öllu heldur sem byltingar- mann er líka nauðsynlegt að vita, að hann gat verið ótrúlega ýkju- gjarn í orðum. Þegar hann prédik- aði sáluhjálp án verka, kallaði hann reglubræður sína, sem lögðu meira upp úr verkunum, „eitraða högg- orma, svikara, ragmenni, morð- ingja, þjófa, ónytjunga, harðstjóra, djöfla í hold og bein“ (W.A. II, 52; IV, 675-683). Hann var stoltur af því að vera kröftugri en allir aðrir í orðum sínum. Vinir Lúthers köll- uðu hann „Doktor Hýperbólikus". Sr. J. Habets Er ekki pláss fyrir Veturliða? Til Velvakanda. Ég sá það í blöðum fyrir skömmu að Kjarvalsstaðir hefðu nú ekki lengur rúm fyrir sýningar okkar ágæta listamanns Veturliða Gunn- arssonar. Ég get ekki trúað þessu og sérstaklega þegar þess er gætt að Kjarvalsstaðir voru í upphafi hugsaðir að þar gæti blómgast hin besta list og í anda Kjarvals. Á ég að trúa því að nú eigi að útiloka þennan ágæta listamann frá því að sýna þar. Nei, því trúi ég ekki fyrr en ég sé það svart á hvítu, og vona að hinir góðu stjórn- endur þessarar stofnunar hafi gott sýningarpláss fyrir Veturliða. Ég met hann mikils eins og þjóðin gerir. Árni Helgason Þessir hringdu . . Eflum S.V.R. G.S. hringdi: „Eins og kunnugt er hefur bíl- um fjölgað mikið hin síðari ár og á það ekki hvað síst við um Reykjavík. Einkabíllinn er flestum nauðsyn enda hefur samgöngu- kerfið hér innan borgar ekki verið þróað eins mikið og víða erlendis. Við höfum engar lestir aðeins strætisvagna. Neðanjarðarlestir yrðu mjög dýr kostur og áreiðan- íega yrði ódýrara að bæta strætis- vagnaþjónustuna. Með því að fjölga leiðum og Ijölga vögnum á einstökum leiðum mætti bæta þessa þjónustu. Þetta yrði með tímanum til að draga úr hinum mikla umferðaþunga sem er hér í borginni. Þetta yrði hagkvæm lausn fyrir alla því það er mjög dýrt að reka alla þessa einkabíla." Kettlingar Fjórir fallegir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 656128. Tveir 11 vikna kettlingar, högni og læða, fást gefins. Upplýsingar í síma 37788. Radarvari Radarvara var stolið úr bíl að- faranótt sunnudags við Leiru- bakka 28. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 74625. Víkveiji skrifar Glöggur vinur Víkvepja sem tók af lífi og sál þátt í kosn inga baráttunni lýsti þeirri eindregnu skoðun sinni á kosninganóttina, þegar tölur tóku að berast, að Ólíná Þorvarðardóttir hefði glutrað niður þriðja manni Nýs vettvangs í sjón- varpsumræðunum kvöldið fyrir kjördag. Víkveiji dregur þetta ekki í efa miðað við þau neikvæðu við- brögð sem framganga Ólínu vakti á þessari mikilvægu lokastundu baráttunnar. Þótti mörgum að hin- um sjónvarpsvana frambjóðanda brygðist þarna bogalistin í þeim miðli, sem Ólína hefði þó átt að hafa best á valdi sínu eftir störf sem fréttamaður og gestgjafi í umræðu- þáttum. xxx Víkveiji minnist þess í sömu andrá, að ýmsir telja að sams konar sjónvarpsþáttur fyrir hinar örlagaríku kosningar 1978, þegar sjálfstæðismenn töpuðu meirihluta sínum í Reykjavík, hafi verið stærsta pólitíska stund Guðrúnar Helgadóttur, núverandi forseta sameinaðs þings. Þá fékk Ijsti Guð- rúnar, G-listi Alþýðubandalagsins, fimm menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur. Sá listi má nú muna sinn fífil fegri með aðeins einn mann eftir kosningarnar á laugar- dag, þótt þessi eini fulltrúi flokks- ins, Siguijón Pétursson, þyki hafa staðið sig ágætlega í sjónvarpsum- ræðum á lokastigum baráttunnar. xxx Viðurkenningarorð andstæðinga um keppinauta sína og vin- samlegur málflutningur vekur sem betur fer athygli. Áshildur Jóns- dóttir, frambjóðandi Flokks manns- ins, hefur tileinkað sér að koma fram með jákvæðum hætti í sjón- varpsþáttum og hlotið hrós fyrir, þótt það skili sér ekki í kjörkössun- um. Neikvæður áróður Nýs vett- vangs féll hins vegar í grýtta jörð, sérstaklega neikvæðar auglýsingar hans um sjálfstæðismenn. Þegar Sigrún Magnúsdóttir, Framsóknarflokki, gladdist yfir því á kosninganóttina, að hún hefði ekki dottið út úr borgarstjórn, spurði ungur vinur Víkveija, hvort það væri ekki bara gott fyrir sjálf- stæðismenn að hún hefði náð kjöri. Þegar Víkveiji kváði, kom skýring- in: Nú, hún lýsti yfir stuðningi við ráðhúsið í sjónvarpsumræðunum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.