Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 52

Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 52
Kringlan 5 Sími 692500 SJQVADiinALMENNAR Engum líkur MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Kona réðst að manni jneð hnífi KONA veittist að manni með hnífí í húsi við Snorrabraut um kl. 21 í gærkvöld. Hann bar hönd fyrir sig og slasaðist því minna en á horfðist. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var margt manna samankomið í húsinu er konan reyndi að stinga manninn og brutust út slagsmal í kjölfarið. Þrír voru fluttir á slysa- deild með minniháttar meiðsl. Fimm voru handteknir, en grunur leikur á fíkniefnaneyslu. Krisiján Evrópu- meistari með Teka KRISTJÁN Arason og sam- herjar i spænska liðinu Teka tryggðu sér Evrópubikar- meistaratitilinn í handknatt- leik í gærkvöldi, er þeir unnu sænska liðið Drott 23:18 í seinni leik liðanna, sem fram fór á Spáni. Kristján átti mjög góðan leik, en að öðrum ólöstuðum var Mats Olsson, markvörður Teka og heimsmeistaraliðs Svía, mað- ur leiksins. Kristján er fyrsti íslendingurinn, sem verður Evr- ópumeistari í flokkaíþrótt. Nánar bls. 51 Morgunblaðið/Sigurgeir Eyjabátar, sem voru á veiðum nærri eyjunum, koma að landi í gær. Um tíu Eyjabátum var haldið til hafinar og héldu áhafiiir þeirra fúnd til að mótmæfa skerðingu á útflutningi físks í gámum. Um 10 Eyjabátum siglt í land til að mótmæla skerðingu útflutningsheimilda: Útflutningskvóta á hvem bát í stað aflamiðlunar aði hefði versnað til muna eftir að aflamiðlunin tók til starfa. Hann sagði að ekkert tillit hefði verið tekið til þeirra sem best verð hefðu fengið fyrir aflann vegna góðrar vöru. „Þeir sem hafa verið að fá lágt meðalverð hafa jafnvel fengið að flytja meira út en hinir, sagði Gísli. Guðjón Rögnvaldsson útgerð- armaður í Eyjum sagði að útflutn- ingsleyfi hefðu dregist svo saman til Vestmanneyinga eftir að afla- miðlunin tók til starfa að leggja yrði stórum hluta Eyjaflotans ef fara ætti eftir þeim. Sigurbjörn Svavarsson stjórnar- formaður aflamiðlunar sagði að leyfi til þeirra sem hefðu farið fram úr heimildum til útflutnings hefðu verið skert um 20% þessa viku. „Þeir hafa tekið sér það leyfi að fara fram úr og hafa okkar úthlut- anir að engu. Af 50 útflytjendum eru þetta einu aðilarnir sem gera þetta og ég er hræddur um að margir hinna vildu sjá miklu harð- ari aðgerðir,“ sagði Sigurbjörn. Ilann sagði aðspurður um gagnrýni Eyjamanna á samdrátt í úthlutun- um að aflamiðlun hefði ekki upplýs- ingar um hversu miklu var úthlutað meðan úthlutuninni var stjórnað úr utanríkisráðuneytinu. _ Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði að framkvæmd úthlutun- ar heimilda til sölu erlendis væri betri nú en áður. Meðan utanríkis- ráðuneytið hefði úthlutað þessum heimildúm hefði ekki verið fylgst með hvort úthlutunum bæri saman við sölur. Sjá nánar bls. 22 og 23. Minni birgðir af frystum físki en í áratugi: ’Erfitt að sinna viðskiptasam- böndum á æskilegan hátt Til loka aprílmánaðar í fyrra var þorskaflinn um 161 þúsund tonn, en á sama tíma í ár var hann um 135 þúsund tonn og munurinn því um 26 þúsund tonn. Samkvæmt mpplýsingum SH voru fyrstu fjóra mánuði þessa árs flutt út um 22 þúsund tonn af óunnurri þorski, þ.e. ísaður og flattur fiskur, á móti um 15 þúsund tonnum í fyrra. Er út- flutningur á óunnum þorski því um 7 þúsund tonnum meiri í ár en í fyrra. Samtals hefur því um 33 þúsund tonnum minna komið til vinnslu innanlands í ár en í fyrra. - Framleiðsla SHaf-þorskifrá ára- mótum er nú um 11 þúsund tonn á móti 12 þúsund tonnum í fyrra og einnig hefur orðið birgðaminnk- un þar sem í ár hafa verið flutt út 13 þúsund tonn á móti 11.500 tonn- um í fyrra og heildarbirgðir SH af þorski eru því einungis um 1.500 tonn. Algengt er að birgðir fyrir- tækisins séu 5-6 þúsund tonn af þorski. Heildarframleiðsla SH frá áramótum nemur nú um 31.500 tonnum, en var liðlega 40 þúsund tonn á sama tímabili í fyrra þannig að samdrátturinn er rúmlega 20% og munar þar mestu í framleiðslu á grálúðu og loðnuafurðum. . Útflutningur. SH -á frystum-fiski frá áramótum fram að síðustu helgi var 39 þúsund tonn, en á sama tímabili í fyrra var útflutningurinn 44 þúsund tonn. Heildarbirgðir hjá húsum SH eru nú um 8 þúsund tonn og hafa ekki verið minni í áratugi, en um áramót voru þær um 16 þúsund tonn. Á fundi stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í gær var rætt um þann vandá sem mikill sam- dráttur skapar framleiðendum í tekjutapi og sölukerfinu í heild við að viðhalda eðlilegri markaðsstarf- semi. - segir Friðrik Pálsson forstjóri SH ÞAÐ sem af er þessu ári hefur mun minna verið flutt út af frystum fiski en á sama tíma í fyrra. Þá eru birgðir af frystum fiski í landinu minni núna en í áratugi samkvæmt upplýsingum frá Sölumiðstöð ■Miraðfrystihúsanna. „Við erum að komast í mjög óþægilega stöðu á mörkuðum okkar og eigum orðið erfitt með að sinna viðskiptasam- böndum okkar á æskilegan hátt,“ sagði Friðrik Pálsson forstjóri SH í samtali við Mlorgunblaðið í gær. Kristján Arason - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra SKIPSTJÓRAR á um tíu Vest- mannaeyjabátum sem voru að veiðum í nágrenni eyjanna héldu bátum sínum til hafnar síðdegis í gær til þess að mótmæla skert- um heimildum þeirra til útflutn- ings á óunnum fiski í gámum. Um 150 sjómenn og útflytjendur á gámafisk: ræddu málin á fúndi í Vestmannaeyjum seint í gær- kvöldi og var tónninn í fundar- mönnum sá að gefa eigi útflutn- ing á ísfiski frjálsan. Sjómennirn- ir ætluðu til veiða á ný í nótt að fúndinum loknum og komu þau viðhorf fram á fúndinum að landa fiskinum í gáma á fostudag og láta reyna á hvort útflutningur yrði stöðvaður. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir það skoðun sína að afnema eigi aflamiðlunina. I staðinn geti hver kvótaleyfishafi ráðstafað ákveðnum hundraðshluta af afla sínum til útflutnings og það leyfi gæti gengið kaupum og sölum á markaði. Gísli Valur Einarsson skipstjóri og útgerðarmaður á Bjögu VE sagði í gær að ástandið á þessum mark-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.