Morgunblaðið - 06.06.1990, Síða 3

Morgunblaðið - 06.06.1990, Síða 3
C 3 MORGUNBLAÐIÐ IÞROmtt MIÐVKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD íslandsmeistaram- ir einir á botninum SKAGAMENN unnu afar mikil- vægan sigurgegn íslands- meisturum KA hér á Akranesi á laugardag. Fyrir þennan leik voru bæði liðin stigalaus á botni deildarinnar. Með sigri sínum komust Skagamenn loks á blað, en norðanmenn sitja enn stigalausir á botni deildar- innar. Leikur liðanna var frekar slakur, einkenndist af miðjuþófi, eink- um í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni. Bæði lið eiga örugglega eftir að gera braga- Sigþór bót á leik sínu, er Eiríksson líða tekur á mót og skrifar vorbragurinn fer af þeim. Skagamenn hófu leikinn af miklum krafti og Haraldur Ingólfsson og Sigursteinn Gíslason áttu skot og skalla sem fóru naumlega framhjá á upp- hafsmínútunum eftir vel útfærðar sóknir. Eftir þessa fjörlegu byijun Skagamanna komst KA meira inn í leikinn og náði forystu á 33. mínútu. Þá kom stungusendingjnn fyrir vörn Skagamanna og Árni Hermannsson komst á auðan sjó, lék á Gísla Sigurðsson, markvörð, sem kom út á móti, og skoraði auðveldlega í autt markið. í dauflegum fyrri hluta síðari hálfleiks fengu liðin sitt marktæki- færið hvort. Fyrst bjargaði Gísli, markvörður Skagamanna, glæsi- legu skoti frá Ormari Örlygssyni, með því að slá knöttinn yfir þverslá, og hinumegin rétt missti Karl Þórð- arson af knettinum fyrir opnu marki eftir góða fyrirgjöf Haraldar Ing- ólfssonar. En á 67. mínútu tókst Skagasmönnum að jafna leikinn. Þá tók hinn stórefnilegi Arnar Gunnlaugsson homspymu, knöttur- inn skrúfaðist inn að marki KA og virtist vera kominn inn fyrir marklínuna, þegar vamarmanni tókst að hreinsa frá. En Bjarki Pétursson var mættur á réttan stað, skallaði knöttinn rakleiðis í netið aftur og skoraði þar með fyrsta mark Skagamanna eftir 247 mínútna baráttu. Við þetta mark efldust Skaga- menn mjög og sjálfstraustið jókst og gerðu þeir harða hríð að marki KA. Það kom því ekki á óvart, þeg- ar þeir skoruðu sigurmarkið á 76. mínútu. Maðurinn á bak við það mark vár bakvörðurinn Heimir Guð- mundsson. Braust hann af miklu harðfylgi inn í vítateig KA og sendi síðan knöttinn á Arnar Gunnlaugs- son, sem afgreiddi hann viðstöðu- laust í netið. KA-menn voru reyndar aðeins hársbreidd frá því að jafna leikinn örfáum mínútum fyrir leikslok, þeg- ar Bjarni Jónsson skallaði naumlega framhjá fjærstöng eftir hornspyrnu Ormars. Heimir Guðmundsson var besti maður Skagamanna í leiknum auk þess sem Karl Þórðarson átti góða spretti. Endurkoma Guðbjörns Tryggvasonar í vörn Skagamanna gerði hana mun öruggari en í fyrri leikjum. Hjá KA var fyrirliðinn Erlingur Kristjánsson mjög traustur og Heimir Guðjónsson var mjög dug- legur á miðjunni og barðist vel. Allt of stór sigur FH Stjarnan sterkari aðilinn ef eitthvað var, en tapaði þó 1:5 í Hafnarfirði! „ÉG er auðvitað mjög ánægður með sigurinn, sem er að vísu fullstór því Stjörnumenn voru mjög óheppnir," sagði Viðar Halldórsson, annar þjálfari FH eftir stórsigur á Stjörnunni á laugardag. „Við komumst bet- ur inn í leikinn er líða tók á og strákarnir útfærðu sóknirnar mjög vel,“ bætti hann við. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Það kann að hljóma undarlega að segja að Stjarnan hafi veric) sterkari aðilinn, ef eitthvað var, þegar haft er í huga að FH vann 5:1, en það er engu að síður satt. Garð- bæingar léku ágæt- lega lengst af og virtust heldur sprækari en heimamenn. Þeir sköp- uðu sér ágætis marktækifæri í þrígang á fyrstu mínútum leiksins áður en þeir skoruðu fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Árni Sveinsson átti þá góða send- ingu inn fyrir vöm FH og þar kom Sveinbjörn Hákonarson. Hann hefði getað reynt skot sjálfur en kaus að renna boltanum fyrir markið á félaga sinn sem var í betra færi. Bjöm Jónsson, fyrirliði FH, fékk knöttinn í sig og af honum fór bolt- inn í netið. Markakóngur deildarinnar frá því í fyrra, Hörður Magnússon, jafnaði fyrir heimamenn á 23. mínútu og var þetta fyrsta mark hans í ár. Eftir hornspyrnu frá vinstri barst knötturinn til Harðar sem stóð á markteigshorninu hægra megin. Hann skaut viðstöðulausu þrumuskoti efst í markhornið vinstra megin, algjöriega óvetjandi fyrir Sigurð markvörð Stjörnunnar. Garðbæingar vom mun ákveðn- ari í fyrri hálfleik, en nýliðunum gekk erfiðlega að koma knettinum í netið og var Þorsteinn markvörður sá þröskuldur sem þeir náðu ekki að yfirstíga. Pálmi Jónsson kom FH yfir á 58. mínútu. Ólafur Kristjánsson átti gott skot úr miðjum teig sem Sig- urður varði. Hann hélt ekki knettin- um og Þórhallur átti gott skot, en Sigurður varði aftur. Pálmi fylgdi vel eflir og skoraði úr þröngu færi. Tíu mínútum síðar skoraði Ólafur Morgunblaðið/RAX Ólafur Kristjánsson gerir þriðja mark FH á sérlega glæsilegan hátt. Varnarmenn Stjörnunnar koma engum vömum við. sérlega glæsilegt mark. Hann fékk knöttinn rétt innan vítateigs eftir hornspyrnu og skoraði með glæsi- legri og fastri bakfallsspyrnu. Pálmi skoraði síðan annað mark sitt, og fjórða mark FH, á 80. mínútu eftir að hafa fengið góða sendingu frá Andra inn fyrir vörn Stjömunnar. Hörður gerði síðasta mark leiksins, og annað mark sitt, er tvær mínútur voru eftir. FH-ingar fengu sex góð færi í leiknum og skoruðu fimm sinnum. Stjömumenn fengu jafn mörg færi en þeim tókst aðeins að skora eitt mark. Framlínumenn þeirra vom greinilega ekki eins vel upplagðir og sóknarmenn FH. Þorsteinn Bjarnason var án efa besti maður FH. Hann varði oft vel auk þess sem hann greip vel inn í leikinn. Hörður og Pálmi unnu vel frammi og uppskáru ríkulega. Björn átti einnig góðan dag í vöminni. Aðrir leikmenn léku ágætlega en gerðu sig seka um mikil mistök þess á milli. Hjá Stjömunni var Birgir Sigfús- son traustur í vörninni, Ragnar Gíslason barðist vel á miðjunni og þeir Sveinbjörn Hákonarson og Ing- ólfur Ingólfsson áttu góðan dag. Árni Sveinsson lék einnig vel, sér- staklega framan af leiknum. ■ Staðan / B6 KARFA / NBA Bill Laimbeer fyrirliði Detroit. „Jordan besturen viðmeð liðið“ - sagði Laimbeer, fyr- irliði Detroit, eftir sigur- inn gegn Chicago „JORDAN er örugglega bestur, en við erum með besta liðið,“ sagði Bill Laimbeer, fyrirliði Detroit, eftir 93:74 sigur gegn Chicago í sjöunda leik liðanna í undanúrslitum NBA-deildar- innar. Detroit sigraði í fjórum af sjö leikjum og mætir Port- land í keppni um meistaratitil- inn. Frá Gunnari Vatgeirssynii Bandaríkjunum H eimamenn gerðu nánast út um leikinn í öðram leikhluta. Þá skoruðu þeir úr 14 af 17 skotum og nýttu m.a. fimm hraðaupphlaup í röð, skoruðu 31 stig gegn 14 og vom yfir í hálfleik, 48:33. Michael Jordan, sem var ávallt með tvo eða þtjá menn á sér, var stiga- hæstur í leiknum með 31 stig og í sérflokki. Að auki átti hann stoð- sendingar í öllum körfum samhetja sinna nema sex. Hann var með um 50% skotnýtingu, en nýting félaga hans var samtals um 24%. „Ég er sáttur við framgang liðsins í vetur, en ef það á að eiga möguleika á meistaratitlinum, er ljóst að það þarf að styrkja hópinn,“ sagði snill- ingurinn. Heimamenn unnu verðskuldaðan sigur og vörnin gaf hvergi eftir frekar en fyrr. Isiah Thomas var bestur í jöfnu liði, skoraði 21 stig og átti 11 stoðsendingar, en fimm leikmenn skoruðu 10 stigeða fleiri. Detroit, sem hefur titil að vetja, leikur til úrslita þriðja árið í röð. Fréttamenn eru almennt á því að Portland eigi lítið í meistarana að gera, en þess ber að geta að Detro- it hefur ekki sigrað í síðustu 20 leikjum í Portland. Fyrstu tveir leik- irnir fara fram í Detroid, síðan þrír, ef með þarf, í Portland og loks tveir, ef með þarf, í Detroit. Fyrsti leikurinn var í nótt. TENNIS NIKE-DUNLOP-MÓTIÐ í tennis fer fram viö Kópavogs- skólann dagana 13. til I6.júní. Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndarleik. Skráning fyrir 10. júní. Upplýsingar og skráning á mótið f simum 40219 Guðríður, 45389 Ásdis og 623945 Einar. TÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.