Morgunblaðið - 06.06.1990, Page 4

Morgunblaðið - 06.06.1990, Page 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990 + MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990 C 6 HEIMSMEISTARAKEPPNÍN l KNATTSPYRNU Beint í sjónvarpinu Leikirnir í HM fara fram 8. júní til 8. júlí 1990 kl. 15, 16, 18 eða 19 að íslenskum tíma. Feitletruðu leikirnir á listanum hér að neðan í riðlakeppninni verða sýndir í beinni útsendingu Sjónvarpsins, nema leikirnir tveir, sem merktir eru með svörtum punkti. Þeir verða ekki sýndir beint eins og ráða má af útsendingartímanum — heldur er upptaka frá þeim sýnd að kvöldi leikdags. Sjónvarpið sýnir alla leiki beint eftir að riðlakeppninni líkur. Riðlakeppnin Föstudagur 8. júní, Opnunarhátíð..................kl. 15.10 Föstudagur 8. júní, Argentína-Kamerún.........................kl. 16 Laugardagur 9.júní, Sovétríkin-Rúmenía.................kl. 15 Laugardagur 9. júní, Ítalía-Austurríki.................kl. 19 Laugardagur 9. júní, Sameinuðu ar. furstadæmin-Kólumbía ......kl. 19 Sunnudagur 10. júní, Bandaríkin-Tékkóslóvakía.................kl. 15 Sunnudagur 10. júní, Brasilía-Svíþjóð.........................kl. 19 Sunnudagur 10. júní, V-Þýskaland-Júgóslavía...........kl. 19 Mánudagur ll.júní, Kosta Ríka-Skotland........................kl. 15 Mánudagur 11. júní, England-írland.....................kl. 19 Þriðjudagur 12. júní, Belgía-Suður-Kórea...............kl. 15 Þriðjudagur 12. júní, Holland-Egyptaland...............kl. 19 Miðvikudagur 13. júní, Uruguay-Spánn...................kl. 15 Miðvikudagur 13.júní, Argentína-Sovétríkin.............kl. 19 Fimmtudagur 14. júní, Júgóslavía-Kólumbía..............kl. 15 Fimmtudagur 14. júní, Italía-Bandaríkin.........:..........kl. 19 Fimmtudagur 14. júní, Kamerún-Rúmenía......................kl. 19 Föstudagur 15. júní, Austurríki-Tékkóslóvakía........kl. 15 Föstudagur 15. júní, V-Þýskaland-Sameinuðu ar. furstadæmin .kl. 19 Laugardagur 16. júní, Brasilía-Kosta Ríka............kl. 15 Laugardagur 16. júní, Svíþjóð'-Skotland......:.............kl. 19 Laugardagur 16. júní, England-Holland................kl. 19 Sunnudagur 17. júní, Írland-Egyptaland.....................kl. 15 Sunnudagur 17. júní, Belgía-Uruguay..................kl. 19 Sunnudagur 17. júní, Suður-Kórea-Spánn...............kl. 19 •Mánudagur 18. júní, Argentína-Rúmenía............kl. 22.10 Mánudagur 18. júní, Kamerún-Sovétríkin..............kl. 19 Þriðjudagur 19.júní, Vestur-Þýskaland-Kólumbía......kl. 15 Þriðjudagur 19. júní, Júgóslavía-Sameinuðu ar. furstadæmin.kl. 15 • Þriðjudagur 19. júní, Ítalía-Tékkóslóvakía......kl. 23.10 Þriðjudagur 19. júní, Austurríki-Bandaríkin.........kl. 19 Miðvikudagur 20.júní, Brasilía-Skotland.............kl. 19 Miðvikudagur 20. júní, Svíþjóð-Kosta Ríka...........kl. 19 Fimmtudagur 21.júní, Belgía-Spánn...................kl. 15 Fimmtudagur21.júní, Suður-Kórea-Uruguay........... kl. 15 Fimmtudagur 21. júní, England-Egyptaland............kl. 19 Fimmtudagur 21. júní, Írland-Holland................kl. 19 16liðaúrslit Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara áfram í 16 liða úrslit og fjögur þeirra sex, sem ná bestum árangri í þriðja sæti riðlanna. Napólí Laugardagur 23.júní, 1. riðli B-3. riðli A/C/D.......kl. 15 Barí Laugardagur 23. júní, 2. riðli A-2. riðli C..........kl. 19 Tórínó Sunnudagur 24. júní, 1. riðli C-3. riðli A/B/F.......kl. 15 Mílanó Sunnudagur 24.júní, 1. riðli D-3. riðli B/E/F......:..kl. 19 Genúa Mánudagur 25.júní, 2. riðli F-2. riðli B.............kl. 15 Róm Mánudagur 25. júní, 1. riðli A-3. riðli C/D/E........kl. 19 Veróna Þriðjudagur 26.júní, l.riðli E-2. riðli D..................kl. 15 Bologna Þriðjudagur 26.júní, 1. riðliF-2. riðli E............kl. 19 8 liða úrslit Laugardagur 30. júní Flórens, Sigurvegari C1-A3/B3/F3 — Sigurvegari E1-D2.......kl. 15 Laugardagur 30. júní Róm, Sigurvegari F2-B2 — Sigurvegari Al- C3/D3/E3..........kl. 19 Sunnudagur 1. júlí Mílanó, Sigurvegari A2-C2 — Sigurvegari D1-B3/E3/F3.,....kl. 15 Sunnudagur 1. júlí Napólí, Sigurvegari B1-A3/C3/D3 — Sigurvegari F1-E2..kl. 19 Undanúrslit Þriðjudagur 3. júlí í Napólí Sigurvegari í Flórens — Sigurvegari í Róm..................kl. 18 Miðvikudagur 4. júlí í Tórínó Sigurvegari í Napólí — Sigurvegari í Mílanó................kl. 18 Leikur um 3. sætið Laugardagur 7. júlí í Barí Taplið í Napólí — Taplið í Tórínó..........................kl. 18 Úrslitaleikur Sunnudagur 8. júlí í Róm Sigurvegari í Napólí — Sigurvegari í Tórínó................kl. 18 Tékkinn eldri en Shilton...? PETER Shilton markvörður enska landsliðsins, verður elsti leikmaður HM-keppninnar að þessu sinni. Hann er fertugur og ef vel gengur setur hann met með því að leika 120. landsleik sinn. Samkvæmt lista frá FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu, var Tékkinn Peter Paluch þó elstur eða 392 ára! Augljóslega prentvilla, sem síðar var leiðrétt og er hann aðeins 32 ára. Bandaríkjamaðurinn Chris Henderson er yngstur; 19 ára. ■ ALLIR 90.000 áhorfendurnir á opnunarleik HM fá blómvönd við innganginn og eiga að veifa honum við opnunarhátíðina. Þar verða einn- ig fluttir kaflar úr tveimur óperum Verdis og þegar þær ná hámarki eiga áhorfendur að mynda blómabreiðu. Mo Johnston er klár í slaginn með Skotum. ■ SKOSKIR knattspyrnu- áhugamenn fengu góðar fréttir á mánudag, en þá kom í ljós að sókn- arleikmaðurinn Mo Johnston hafði staðist læknisskoðun fyrir átökin á Italíu. Johnston, sem er lykilleik- maður skoska landsliðsins, reif magavöðva í síðustu viku og voru læknar svartsýnir á að hann næði bata nógu snemma. Góð hvíld um helgina gerði kraftaverk og Johnston er því tilbúinn í slaginn. ■ DÓMARAR á Ítalíu hafa feng- ið ströng fyrirmæli frá FIFA um að taka hart á grófum brotum í keppninni. „Þeir vita hvaða brot verðskulda rauða spjaldið og við höfum sagt þeim að þeir eigi á hættu að vera sendir heim ef þeir framfylgja því ekki,“ sagði Bletter. Hann sagðist ekki eiga von á að þetta leiddi af sér að rauðu spjöld- unum yrði veifað um of. „Fyrir- mæli okkar til dómaranna eru skýr og forráðamenn liðanna hafa líka fengið viðvaranir“. ■ LEO Beenhakker, þjálfari hol- lenska landsliðsins, var ánægður með sína menn. „Með svona leik á Ítalíu verðum við örugglega með í baráttunni um efsta sætið,“ sagði Beenhakker. Þetta var fyrsti sigur Hollendinga síðan þeir tryggðu sér þátttökurétt í úrslitunum. ■ VESTUR þýski varnarleik- máðurinn Jiirgen Kohler, hlaut hnémeiðsli á æfingu landsliðsins síðastliðinn mánudag. Eftir því sem talsmaður vestur-þýska landsliðsins segir er líklegt að Kohler missi af fyrsta leik Þjóðverja gegn Jú- góslövum á sunnudag. ■ MIKIL viðbúnaður verður meðal lögreglu í Cagliari á Sard- iníu, þar sem Englendingar og Hollendingar leika, en viðbúið er að stuðningsmenn þessara liða verði til vandræða. Sérstakar varúðar- ráðstafanir verða viðhafðar og til dæmis hefur verið ákveðið að á öll- um Ieikjum Englands muni 2000 miðum vera haldið eftir til þess að hægt verði að halda stuðnings- mönnum Englands frá andstæð- ingunum á áhorfendapöllunum. ■ FYRSTU þrír óeirðaseggirn- ir hafa þegar verið handteknir á Sardiníu fyrir skemmdarverk og þjófnað. Þremenningarnir sem eru enskir, verða að láta sér lynda að fylgjast með framgangi keppninnar úr fangelsi a.m.k. framan af, því þeir voru dæmdir í tuttugu daga fangelsi auk peningarsektar. Það er þó óvíst hvor knattspyrnuáhugi eingöngu orsaki veru mannanna á Italíu því enginn þeirra hafði útveg- að sér miða á leiki. Litlar breytingar hjá Evrópumeisturunum Nánast sama lið og í EM ef marka má númerin. Maradona á undan- þágu hjá Argentínu FYRIR helgina rann út frestur sem þátttökuþjóðirnar höfðu til að til- kynna 22 manna hóp sinn fyrir heimsmeistarakeppnina sem hefst á föstudaginn. Hver leik- maður fær fast númer sem hann heldur út alla keppnina og má ráða í líkleg lið með þvf að fara yfir númerin. Hollendingar urðu Evrópumeistarar fyrir tveimur árum og ef marka má númerin gera þeir litlar breytingar á liði sínu. Tíu af ellefu leikmönnum liðsins sem léku úrslitaleikinn í EM, eru í peysum með númerum frá einum uppí ellefu. Einn leikmann vantar, Arn- old Muhren, en hann er hættur. Núm- er hans fær Richard Witschge frá Ajax og það hafði reyndar verið talið líklegt að hann kæmi í liðið. Ruud Gullit, sem margir efuðust um að yrði með, er númer tíu og verður því með sam- kvæmt þessu. Carios Bilardo, þjálfari heimsmeist- ara Argentínu, notar hinsvegar stafróf- ið. Einn leikmaður fær þó undanþágu, Diego Maradona, er er í peysu númer tíu og markverðirnir fá að halda núm- erum sínum. Azeglio Vicini, þjálfari ítala, hefur þann hátt á láta varnarmenn fá lágu númerin en framherja þau háu. Gianluca Vialli er t.a.m. númer 21. Sebastiao Lazaroni, þjálfari Brasilíu- manna, gefur vísbendingar með núm- eraveli sínu. Samkvæmt því verður Romario helsti framheiji hans, númer 11, og Careca, númer 9. Bebeto, sem barist hefur um sæti við Romario, verð- ur samkvæmt þessu ekki í byijunarlið- inu, en hann fær peysu númer 16. Þessar vangaveltur duga ekki á lið Belga. Samkvæmt þeim verður Philippe Albert í markinu, í peysu núm- er eitt, en hann hefur hingað til verið talinn einn sterkasti varnarmaður Belga. Belgarnir nota stafrófið á alla leikmenn sína og Albert verður eini útileikmaðurinn sem klæðist peysu með markmannsnúmerinu. IMuddpottar og marmari Landslið Sameinuðu arabísku fur- stadæmanna þykir ekki líklegt til mikilla afreka á Ítalíu þar sem það mætir Vestur-Þýskalandi, Júgóslavíu og Kólumbíu í riðlakeppninni. Knatt- spyrnusamband arabísku furstadæ- manna er aðeins 19 ára gamalt og skráðir knattspyrnuiðkendur rúmlega þijú þúsund. Þess má geta að á Is- landi eru um 19 þúsund skráðir iðkend- ur. Þjálfari landsliðsins, Carlos Alberto Pereira, er svartsýnn fyrir hönd liðsins og segir sex marka tap fyrir Vestur- Þjóðveijum ekki vera ólíklegt. „Við höfum ekkert í þessar þjóðir að gera. Við það bætist að undirbúningur liðs- ins hefur verið mjög slakur og leik- menn liðsins eru veikburða eftir lang- varandi föstu af trúarástæðum,“ sagði Pereira við komuna til Ítalíu. Hið unga knattspyrnusamband arabísku furstadæmanna gerir þó hlut- ina með reisn. Leikmenn liðsins dvelja í Imola á meðan á keppninni stendur og þar hefur undanfarna daga verið unnið hörðum höndum við að undirbúa herbergin fyrir komu kappanna. Nudd- pottum hefur verið komið fyrir í hveiju herbergi og þau öll lögð marmara. Allt umstangið er til þess að fá leik- menn til þess að líða eins og heima hjá sér. Ruud Gullit leikur fyrsta leik Hollendinga ef marka má númerið á peysu hans. Alexej Míkhaítsjenkó leikur ekki með Sovét- Sovétmenn verða án lykilmanna: Mikhaíltsjenkó og Bdanov hvorugur með SOVÉTMENN mæta til leiks í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu án teggja lykii- manna. Igor Belanov, sem leik- ur með Gladbach í Vestur- Þýskalandi, gefur ekki kost á sér og Alexej Míkhaítsjenkó, sem var af mörgum talinn besti leikmaður liðsins í Evrópu- keppninni, meiddist ílandsleik gegn ísrael fyrir skömmu. Valeríj Lobanovskíj, þjálfari sov- éska landsliðsins, er einnig þjálfari Dynamo Kiev og hefur val- ið tíu leikmenn úr eigin liði. Hann hefur rendar verið gagnrýndur fyr- ir að velja leikmenn sem fengið hafa litla sem enga reynslu með landsliðinu. Meðal nýliða eru Valeríj Broshin og Sergej Fokín, en þeir leika báðir með CSKA Moskva sem nýlega vann sér sæti í 1. deild. Að auki eru tveir lítt þekktir leikmenn hjá Schalke 04; Vladímír Ljúti og Alex- ander Borodjúk. Sálarheill Skota og heims- niMQtiiralrMiniiin í IrnattQnwrii i KÖNNUN á innlögnum á geð- sjúkrahús í Edinborg, höfuðborg Skotlands, hefur leitt í Ijós, að þeim fækkar mjög verulega meðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stendur yfir, sam- kvæmt f rétt brezka sunnudags- blaðsins The Observer. Skotar eiga nú lið í fimmta sinn í lokakeppni heimsmeistara- keppninnar í röð. Skozka landsliðið hefur aldrei komiz.t upp úr riðla- keppninni og hefur lengi haft þann hæfi- leika að sigra sterk lið, þegar engu máli skipti, en tapa fyrir FráGuðmundi Heiöari Frjmannssyni íSkotlandi veikum liðum, þegar mikið lá við. Þar að auki hafa markverðir liðsins lengi verið mistækir og varnarmenn átt til að skora sjálfsmörk á ólíkle- gustu stundum. Það kemur því nokkuð á óvart, að þessi frammistaða leiði til þess, að Skotar þurfi síður inn á geðdeildir en á öðrum tímum. En þetta er niður- staða á könnun tveggja geðlækna í Edinborg. Þeir könnuðu innlagnir á geð- sjúkrahús borgarinnar fyrir, um og eftir lokakeppni heimsmeistara- keppninnar 1974, 1978, 1982 og 1986. Tölurnar úr þeirri könnun voru síðan bomar saman við tölur frá sama tima árs þau ár, sem ekki var heims- meistarakeppni. Niðurstaðan var sú, að innlögnum tók að fjölga síðustu átta vikur fyrir keppnina, en á meðan á keppninni stóð og í átta vikur eftir hana dró marktækt úr þeim miðað við önnur ár. Læknarnir athuguðu innlagnir á geðklofa sjúklingum, þunglyndum, drykkjusjúklingum og þeim, sem höfðu reynt að sálga sér. Læknarnir segja eftirvæntinguna, áður en keppnin byijar, vera aðal- skýringuna á auknum innlögnum vik- urnar þann tíma. En þegar ófarirnar hefjast í keppninni verki það eins og segir í málshættinum, að sælt sé sam- eiginlegt skipbrot. Það sé til að mynda vel þekkt í styijöldum, að sjálfsmorðum fækki þá verulega. Tii samanburðar má geta þess, að í lokakeppni heimsmeistarakeppninn- ar árið 1974, sem lialdin var í Vest- ur-Þýzkalandi, kom í þós, að hjartaá- föll vestur-þýzkra áhorfenda jukust verulega og blóðþrýstingur hækkaði, en vestur-þýzka landsliðið var líka að vinna keppnina. Allt bendir til, að sálarheill Skota sé vel borgið þetta sumarið. í síðustu átta leikjum skozka landsliðsins hefur liðið tapað fjórum leikjum og fengið á sig 13 mörk og 5 af þeim hafa verið sjálfsmörk. ■ RUUD GuIIit, fyrirliði hol- lensku Evrópumeistaranna, sýndi á sunnudag að hann er á góðri leið með að ná fyrri styrk eftir langvar- andi hnémeiðsli. Hollendingar léku þá gegn Júgóslavíu og sigruðu sannfærandi 2:0 með Gullit sem besta mann. Gullit lagði upp fyrra markið sem félagi hans hjá AC Milan, Frank Rijkaard skoraði. Síðari markið gerði þriðji Milan- leikniaðurinn, Marco van Basten. ■ ÞAÐ eru sex lið sem væntan- lega mæta til leiks á Ítalíu með talsvert aðrar væntingar en önnur lið. Þessi sex lið eru þau sem hvorki koma frá Evrópu né Suður- Ameríku, þ.e. Suður Kórea, Kam- erún, Kosta Ríka, Egyptaland, Sameinuðu arabísku fúrstadæm- in og Bandaríkin. Draumur þess- ara liða er að vinna einn leik, en þau kvíða niðurlægjandi úrslitum. ■ KNATTSPYRNUMENN verða ekki þeir einu í góðu líkam- legu formi á Italíu næsta mánuð- inn. Væntanlegir dómarar í keppn- inni gengust í mars undir strangt próf til að kanna líkamlegt ástand þeirra. 23 dómarar af 36 stóðust ekki prófið og fengu annað tæki- færi síðastliðinn mánudag. Þá kom- ust allir í gegn, enda hafði þeim verið hótað því að verða sendir heim ef þeir féllu öðru sinni. „Þetta er atvinnumannaíþrótt og það h§fur neikvæð áhrif að sjá alvöru íþrótta- menn leika á vellinum á meðan dómararnir hlaupa um með ístru,“ sagði Sepp Blatter, ritari alþjóða knattspyrnusambandsins. KNATTSPYRNA / NOREGUR Stórleikur Ólafs BRANN vann Viking, 2:1, í norsku 1. deildinni í knatt- spyrnu í Stavanger um helgina. Þetta var þriðji sigur Brann á keppnistímabilinu og án efa besti leikur liðsins til þessa. Óiafur Þórðarson átti stórleik fyrir Brann. Viking var efst í norsku deild- inni fyrir þennan leik og bjugg- ust flestir við að Brann væri þeim auðveld bráð, ekki hvað síst vegna þess að Brann liðinu hefur gengið illa að undanförnu. En nú var komið að Brann að sýna hvað í liðinu býr. Að undanskildum fyrstu tíu mínútum leiksins er Viking átti nokkur góð marktækifæri voru það liðsmenn Brann sem réðu ferðinni. Fyrri hálfleikur var skemmtileg- ur á að horfa, en það var ekki fyrr en 17 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik sem Einar Roth skoraði Eriingur lóhannsson skrifar frá Noregi fyrir Brann. Fimmtán mínútum síðar bætti Pólvetjinn Filipczak öðru marki við fyrir Brann. Viking náði að minnka muninn er átta mínútur voru til leiksloka, en það hafði lítð að segja því Brann var nær því að bæta við mörkum en Viking að jafna. Miðvallarleikmenn Brann, Atle Torvanger og Ólafur Þórðarson voru bestu leikmenn vallarins. Þeir réðu lögum og lofum á miðjunni og áttu fjölmargar sendingar, hveija annarri betri fram til sóknar- manna Brann. Það er enginn vafi á því að það lið sem hefur slíkum mönnum á að skipa hefur alla burði til að ná langt. Næsti leikur Brann er gegn Moss, sem vann fyrsta leik sinn um helgina gegn Kongsvingar. Að loknum sjö umferðum er Tromsö og Molde efst með 14 stig, Viking kernur næst með 13, Rosenborg er með 12 og Brann í fimmta sæti með 11 stig. HANDBOLTI / SPANN Barcelona meist- arí þriðja árið í röð Alfreð gerði alls 184 mörk og var þriðji markahæsti leikmaðurSpánar BARCELONA varð um helgina spænskur meistari í handknatt- leik þriðja árið í röð. Barcelona sigraði San Antonio, 35:13, í síðustu umferð á laugardaginn. Teka, lið Kristjáns Arasonar, hafnði í öðru sæti, einu stigi á eftir Barcelona. Atli Hilmarsson skrifarfrá Spáni Kristján Arason og Cabanas lék ekki með Teka er liðið sigraði Naranco, 26:31,- á útivelli. Villaldea var markahæstur í liði Teka með 10 mörk, Melo kom næstur með 7 mörk. Alfreð Gíslason var markahæstur með sex mörk í liði Bidasoa er lið hans sigraði Cuenca 26:21 á heimavelli. Alfreð skoraði alls 184 mörk í deildinni og varð í þriðja sæti yfir markahæstu leik- menn. Daninn, Kim Jacobsen frá Cuenca, var markahæstur annað árið í röð, gerði alls 220 mörk. Rúmeninn, Stinga, varð í öðru sæti með 191 mark. Granollers átti ekki í erfiðleikum með Alicante á útivelli, sigraði faám FOLK ■ SOVETMAÐURINN LIov, sem lék með San Antonio í spænska handboltanum, mun að öllum líkindum leika með Caja Madrid næsta vet- ur. Llov kom til San Antonio í febrúar og stóð sig mjög vel og var ávallt marka- hæsti leikmaður liðsins, gerði 11 mörk í síðustu umferð. ■ KIM Jacobsen, danski hand- knattleiksmaðurinn sem lék með Cuenca og var markahæsti leik- maður spænsku deildarinnar, hefur ákveðið að leika í Danmörku næsta vetur. ■ VLADENOVIC, júgóslavneski leikmaðurinn hjá vestur-þýska lið- inu Lemgo, hefur ákveðið að leika með San Antonio næsta vetur. Hann lék með Teka á Spáni áður en haim fór til Vestur-Þýskalands í fyrra. Atli Hiimarsson skrifarfrá Spáni 21:32. Geir Sveinsson gerði þijú mörk og Atli Hilmarsson 2. Önnur úrslit: A.tletico Madrid — Arrate....38:18 Caja Mardrid — Palautordera .36:23 Malaga — Michelin............23:26 Pontevedra — Valencia........22:28 Lokastaðan: Barcelona 52, Teka 51, Atletico Mardrid 46, Granollers 44, Valencia 41, Bidasoa 40, Caja Mardrid 40, Arrate 27, San An- tonio 26, Michelin 22, Alicante 20, Pontevedra 18, Naranco 16, Malaga 15, Cuenca 15, Palautordera 5. » Bikarkeppnin hefst 15. júní í Pontevedra ogverður leikin á þrem- ur dögum. I fyrstu umferð leika Barcelona og Arrate, Teka og Caja Madrid, Atletico Madrid og Bidasoa og loks Granollers og Valencia. Kynningarfund- uráíþróttum kvenna á morgun Á morgun, fimmtudag, efnir ÍSÍ til kynningarfundar í íþróttamið- stöðinni í Laugardal, þar sem fjalla^ verður um íþróttir kvenna frá ýms- um sjónarhornum. Greint verður frá norrænum kvennafundi, sem haldinn var hér- lendis á sl. vetri og í framhaldi af því, frá námskeiði sem efnt verður til í Svíþjóð 23. til 26. ágúst fyrir þjálfara í afreksíþróttum kvenna. Norræni menningarmálasjóðurinn veitir ijárstuðning tii þátttöku í námskeiðinu. Tvær konur segja frá reynslu sinni af störfum í stjórnum sérsam- banda, kynnt verður kvennahlaup í Garðabæ 30. júní nk. og sýnt stutt myndband frá samskonar hlaupi í Finnnlandi. Loks verður kosin nefnd til að gera tillögur til framkvæmda- stjórnar ÍSÍ um stefnumótun í kvennaíþróttum, er leggist fyrir íþróttaþing ÍSÍ á komandi hausti. Sérsamböndum og 'héraðssam- böndum ÍSÍ hefur verið boðið íjð senda fulltrúa til fundarins annað kvöld, sem hefst kl. 18.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.