Morgunblaðið - 12.06.1990, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.06.1990, Qupperneq 3
MORGUNBIAÐID IÞROTTIR l’lílDtlUJiÁUUR 12. JÚNÍ 1990 B 3 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Tvær þýskar bullur í fangelsi í eitt ár TVÆR þýskar knattspyrnu- bullur, sem voru handteknar í Mflanó á sunnudag fyrir að ráðast á lögreglumann voru í gær dæmdar í eins árs fang- elsi og báðum var gert að greiða um 45 þúsund krónur í sekt. 14 bullur eiga ákærur yfir höfði sér vegna skrflsláta. 43 þýskum bullum að auki var vfsað úr landi. Mikil ólæti brutust út í Mílanó og við Gardavatn fyrir og eftir leik Þjóðvetja og Júgóslava. Um 1.000 ölvaðar þýskar bullur brutu búðarglugga, frömdu skemmdarverk á járn- brautastöðvum og slógust við lög- reglu og júgóslavneska stuðnings- menn. Atta Þjóðveijar og 18 lög- reglumenn slösuðust. Vestur-þýski sendiherrann í Mílanó harmaði atburðina og bað viðkomandi afsökunar. „Þetta varpar ekki aðeins skugga á keppnina heldur skemmir fyrir miklum meirihluta Þjóðverja, sem hafa hegðað sér vel í Mílanó,“ sagði hann. Franz Beckenbauer, þjálfari þýska landsliðsins, fordæmdi öll skrílslæti, en sagði að þeir sem ættu í hlut væru ekki fulltrúar Þjóðveija. Lothar Mattheus, fyrir- liði þýska liðsins, tók í sama streng. „Þetta er skammarlegt. Þessi fífl gera ekkert annað en að bijóta niður það sem ítalir hafa gert til að gera keppnina að þeirri hátíð, sem hún á að vera. En þetta eru ekki knattspyrnu- áhugamenn,“ sagði fyrirliðinn. Guðmundur Steinsson er markahæstur í 1. deildinni. Hefur gert fimm mörk í fjórum leikjum. 5. umferðin í kvöld: „Reynum að halda okkar striki“ - segirGuðmundurSteinsson um Framliðið, sem mætir KR EFSTU liðin 11. deild, Fram og KR, leika í íslandsmótinu á KR-velli í kvöld, en allir leikir í 5. umferð mótsins hefjast klukkan 20. „Við reynum að halda okkar striki og aðalatriðið er auðvitað að sigra. Við höfum harma að hefna síðan í úrslitum Reykjavíkur- mótsins og höfum ekki áhuga á að tapa tveimur leikjum f röð gegn sama liði,“ sagði Guðmundur Steinsson, markahæsti mað- ur mótsins, aðspurður um viðureign Reykjavíkurliðanna. aði Þór og sennilegt að ÍA færi með sigur af hólmi gegn Stjörn- unni, en erfitt væri að spá um úrslit í leik KA og Víkings á Akureyri. „Þetta verður mikill baráttuleik- ur. Víkingar geta gert góða hluti og gefa ekkert eftir. íslandsmeist- arar KA hafa tapað fjórum útileikj- um, en nú er að duga eða drepast. Þeir hljóta að leggja allt’í sölurnar, því ef þeir fá ekki þijú stig, verða þeir vægast sagt í mjög slæmri stöðu.“ G uðmundur sagði að Framliðið hefði haft góðan meðbyr „og ég vona að velgengin haldi áfram, en það getur allt gerst gegn KR.“ Miðheijinn sagðist einnig eiga von á hörkuleik milli Vals og ÍBV að Hlíðarenda. „Valsmenn eru ineð seiglulið oggóðan mannskap. Sama má segja um Eyjamenn. Þeir hafa sýnt í síðustu leikjum að þeir eru til alls vísir og ég hallast að jafn- tefli.“ Guðmundur taldi víst að FH sigr- HANDKNATTLEIKUR Haukar mæta sterkir til leiks Tékkinn Rudolv Havlik þjálfar HK Liðum í 1. deild karla í hand- knattleik verður fjölgað úr tíu í tólf næsta keppnistímabil, eins og fram kemur annars staðar í blað- inu. Liðin fjögur sem keppa um viðbótarsætin mega nota nýja leik- menn í þá keppni sem fram fer fyrri hluta ágústmánaðar. Það er því ljóst að staða Hauka er sterk, en þeir hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi keppnistímabil. Steinar Birgisson og Snorri Leifs- son eru á leið til Hauka frá Nor- egi, Siguijón Sigurðsson hefur skipt yfir í Hauka frá Val og þá hefur félagið fengið til sín tékkneskan leikmann Petr Baumruk. HK hefur ráðið tékkneskan þjálf- ara Rudolf Havlik, en hann þálfaði reyndar liðið fyrir nokkrum árum. Líkur eru á að sonur hans leiki með HK, en það hefur ekki fengist stað- fest. Kópavogsliðið fær einnig góð- an liðsstyrk í Magnúsi Stefánssyni, markverði, sem leikið hefur í Nor- egi að undanförnu, en snýr nú til baka í sitt gamla félag. 99 ■ SÆNSKU landsliðsmennirnir njóta meira fijálsræðis en félagar þeirra í öðrum liðum. Svíarnir mega vera úti til kl. 23 á kvöldin, •■■■■■I meðan leikmenn Brynja annarra landsliða Tómer verða að vera komn- s,krífrfrr ir inn á hótel um kvöldmatarleyti. ■ KLÆÐNAÐR sænsku lands- liðsmannanna hefur vakið athygli ítala-. Þeir þykja best klæddu leik- mennirnir, en búningar þeirra utan vallar eru ljósbrún jakkaföt úr léttri ullar- og silkiblöndu. Það var hinn lítt brosmildi þjálfari Nordin sem valdi fötin og reyndar einnig bún- inginn sem Svíarnir leika í. ■ EITULYFJASALIfrá Perú að nafni Barreto Morales var hand- tekinn í Mílanó á fímmtudaginn. Hann hefur verið eftirlýstur af Int- erpol í fimm ár, en stóðst ekki freistinguna að skríða úr felum og koma til Italíu til að fylgjast með HM ’90. Morales hefur um árabil annast sölu á kókaíni frá Suður- Ameríku til Evrópu í félagi við bróður sinn, Lorenzo, sem nú situr í fangelsi með 20 ára dóm eftir að hann var handtekinn í London með 30 kíló af kókaíni. Engin eiturlyf fundust í fórum Morales en í jakkavasa hans fundust nokkrir miðar á leikina sem leiknir verða í Mílanó. Honum verður leyft að fylgjast með leikjum HM ’90 í sjón- varpi San Vittore-fangelsisins þar sem hann er í varðhaldi. Brasilíumenn sýndu kunna takta Svíar léku vel, en Brasilíumenn enn betur, sýndu kunna takta og unnu 2:0 í fyrsta leiknum í C-riðli. „Ég er auðvitað ánægður með að hafa fengið bæði stigin," sagði Sebastiao Lazaroni, þjálfari Brasilíu. „Reyndar held ég að allir séu sannfærðir um að sigurinn var verðskuldað- ur. Liðsheild Svía var sterk og ég vil ekki ljæla neinum einum sérstak- lega, en Brolin var erfiður." „Við fórum of seint í gang, hefðum átt að vera ákveðnari í fyrri hálf- leik,“ sagði Olle Nordin, landsliðsþjálfari Svía. „En Brasilíumenn eru með mjög gott lið og það verður erfítt að sigra þá. Leikurinn í Tórínó á sunnudag var prúðmannlegur, en Mozer, Dunga og Branco hjá Brasilíu fengu gult spjaid. ■ Úrslit og allir markaskorarar I HM / B6 Fyrsti sigur Kolumbiu i úrslitum HM Gífurlegur fögnuður braust út- í Kólumbíu eftir 2:0 sigurinn gegn Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum. Þetta var fyrsti sigur Kólumbíu í úrslitakeppni HM. Lið þaðan var áður með { Chile 1962, en tapaði þá tveimur leikjum og gerði eitt jafntefli. Virgilio Barco, forseti landsins, var himinlifandi, sagði að sigurinn sýndi styrk liðsins og væri ávísun á glæsta sigra í framtíðinni. Hann talaði við Rene Higuita, markvörð, í síma í beinni útvarpssendingu og þakkaði honum fyiir að halda hreinu, Forsetinn óskaði marka- skorurunum sérstaklega til ham- ingju og sendi liðinu heillaóskir. „Það ríkir mikil gleði í Kólumbíu," sagði forsetinn. Reuter Carlos Valderrama, besti maður Kólumbiu, á flugi í leiknum gegn Sam- einuðu arabísku furstadæmunum. Essa Meer braut á honum. DOMARAHORNIÐ Dómaramir að róast Dómararnir í heimsmeistara- keppninni hafa greinilega róast mikið eftir fyrsta leikinnj er Argentína og Kamerún léku. 1 honum viríist dómgæslan ætla að fara í þann farveg að dæmt yrði á allt og refsað stíft. Hinn frá- bæri Vautrot frá Frakklandi lenti þama f því að taka fyrirmælin sem sett voru fyrir keppnina of bók- staflega. Dómararnir hafa mjög líklega komið saman eftir fyrsta leikinn og rætt málin. Mér sýnist nokkuð ljóst að forráðamenn FIFA hafa séð áð sér; slakað á klónni án þess að gera það opinbert. Eftir fyrsta leikinn hafa þeir séð hversu gríðarleg pressa yrði á dómurun- um fyrst hægt væri að slá þennan frábæra og reynslumikla dómara út af laginu. Það var að mínu mati alrangt af FIFA að tilkynna það opin- berlega hve dómaramir yrðu und- ir miklum þrýstingi í keppninni. Það hefur aldrei verið gert opin- berlega áður. Dómararnir hafa alltaf verið teknir á „skólabekk" fyrir mótin, linan verið lögð en ekki frá því greint opinberlega. En þá hafa dómararnir fengið Eið leggja sitthvað til málanna, hlust- að hefur verið á þeirra rök. En því er ekki að heilsa nú. FIFA gaf bara fyrirmælin. Hvað aðra hluti varðar þá höf- um við séð að mannlegi þátturinn er tilheyrandi knattspyrnuleik. Dómari sem leikmenn gera mis- tök. Það sáum við i leik Sovétríkj- anna og Rúmeníu. þegar dómar- inn dæmdi vítaspyrnu án þess að ráðfæra sig við línuvörð, en so- véski leikmaðurinn tók knöttinn greinilega með hendinni fyrir utan teiginn. Átvikið á sunnudag var algjör endurtekning á því þegar Daninn Ilenning Lund dæmdi vítí þegar brot var framið vel fyrir utan teig. Þá eins og nú voru það mistök hjá domara að ráðfæra sig ekki við línuvörð. Með dómarakvedju, Guðmundur Haraldsson KNATTSPYRNA / 1.DEILD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.