Alþýðublaðið - 10.01.1959, Side 4
RIÐ 1958 hefur verið við
burðai’íkt
ísl. efna-
'hagsmálum. Með setningu
laga um Útflutningssjóð í
maí voru gerðar miklar breyt-
ingar á því kerfi útflutnings-
uppbóta, sem íslendingar
hafa búið við um nokkurra
ára skeið. Var uppbótarkerf-
ið allt gert einfaldara og
dregið úr misræmi í verðlagi
'bæði innfluttrá og útfluttra
vara, og má segja, að með
þassu hafi verið stigið mikil-
yægt skref í átt til leiðrétt-
ingar á gengisskráningunni og
samræmingar á verðlagi inn-
an lands og utan. Ástæðurnar
fyrir því, að ekki var farið
nærri eins langt og æskilegt
hefði verið og komið á einu
gengi á öll viðskipti við um-
heiminn, voru fyrst og fremst
þær, að óttazt var, að í kjöl-
far gengislækkunar hlytu að
.sigla örar víxlhækkanir kaup
gjalds og verðlags.
Reynsla undanfarinna mán
aða sýnir ótvíræít, að þessi.
ótti var ekki ástæðulaus.
'Þrátt fyrir það, að Útflutn-
ingssjóðslögin voru mjög snið
in eftir því sjónarmiði, að
komið yrði í veg fyrir miklar
hækkanir framfærslukostnað-
ar og launa, hefur þó svo far-
ið, að verðlag og kaupgjald
hefur hækkað örar síðustu
sex mánuði heldur en nokkru
sinni á jafnskömmum tíma
síðan 1950, og eiga grunn-
kaupshækkanir verulegan
þáít í þeirri þróun. Ef ekkert
er að gert, er' útlit fvrir, að
þessi verðhækkunaralda rísi
'enn hærra á árinu 195.9.
- Jóhannes Nordal hagfræðing ur:
Á VEGAMOTUM
w
Við því er varla að búast,
að reynsla undanfarinna mán-
aða hafi aukið bjartsýni
manna á. að hægt verði að
koma á jafnvaégi í efnahags-
málum á næstunni. Enn á ný
standa íslendingar á vega-
mótum. Vafalaust virðist
•mörgum freistandi að snúa
aftur af þeirri braut, sem
reynt var að marka með efna
'hagsaðgerðunum í vor, og
taka á ný upp flókið kerfi
uppbóta og niðurgreiðslna.
Með þessu kynni að vera hægt
að dylja fyrir mönnum áhrif
þeirra ráðstafana, sem gerð-
ar yrðu, en hins, vegar hljóta
áhrifin ætíð að koma fljót-
lega í Ijós. í lélegri nýtingu
fi.arnleiðsluþátta þjóðarbús-
ins og auknu jafnvægisleysi
á öllúm sviðum. Þessi leið
hefur verið svo þrautreynd
Þetta er frá borginni Gyantse
í Tíbet- Hún er þriðja stærsta
borg landsins, nokkru norðan
\ ið Hinialaja. í fjöllunum í
ikringum hana eiga að vera
rnargij. einsetumenn, er búa
klæðlitlir í hellum.
undanfarin ár, að menn ættu
ekki að láta blekkjast af
þeirri von, að hún leysi þau
vandamál, sem við er að etja.
Með því að fara hana, mundu
íslendingar einangra hagkerfi
sitt enn frekar en orðið er
frá umheiminum og hætta að
njóta nema að litlu leyti
þeirra ávaxta, sem frjáls ut-
anríkisviðskipti hafa upp á
að bjóða. Það er því vonandi,
að menn láti reynslu undan-
farinna mánaða sér að kenn-
ingu verða og reyni að gera
sér sem gleggsta grein fyrir
því, hvað hefur valdið, að svo
hefur farið sem raun ber
vitni. Frekari ráðstafanir í
gengismálum eru gagnsláus-
ar liema jafnframt takist að
rnafka sterka stefnu varðandi
aðrar greinar efnahagsmál-
anna.
Augljósustu orsakir þess,
að verðhækkanir undanfarna
mánuði hafa orðið svo mikl-
ar, . eru annars vegar víxl-
hækkanir kaupgjalds og verð-
lags fyrir atbeina vísitölu-
kerfisins, en hins vegar hæklc
anir á grunnkaupi, sem orðið
hafa á tímabilinu. Jafnvel
þótt þessar grunnkaupshækk-
anir hefðu ekki átt sér stað,
var óumflýianlegt, að áhrif
vísitölukerfisins hefðu fyrr
eða síðar leitt til þess, að verð
lag hefði hækkað svo mikið,
að auka þyrfti útflutnings-
uppbætur enn á ný. í raun-
inni er óhætt að segja, að það
vérðmvnd unarkerfi, sem nú
er hér á landi, þar sern allt
kaupgjald og mikill hluti inn-
lends verðlags miðast b.eint
við ..vísitölu, hlýtur fljótlega
að gera að engu allar tilraun-
ir til þess að leiðrétta það mis
ræmi á milli verðlags. innan
lands og utan, sem hefur ver-
ið eitt meginvandamál í ís-
lenzkum efnahagsmálum að
minnsta kosti síðan 1955.
Margt bendir til þess, að
allur þorri almennings sé far-
inn að skilja þessa hlið vand-
ans. Hitt væri þó hættulegur
misskilningur, ef menn kæm-
ust á þá skoðun, að afnárn
vísitöluuppbóta á laun eða
kaupbinding sé allra meina
bót. Jafnvel æskilegar aðgerð
í þessa átt mundu fljótlega
reynast að litlu haldi, ef ekki
væru samtímis gerðar öflug-
ar ráðstafanir í þyí skyni að
vinna bug á iafnvægisleysinu
milli' framboðs og eftirspurn-
ar í þjóðfélaginu í heild. Á
meðan umframeftirspurn er
ríkjandi, hlýtur að verða sí-
felld tilhneiging til verðhækk
ana og greiðsluhalla gagn-.
vart útlöndum. Á meðan ekki
er höggvið að rótum verð-
bólgunnar, hljóta allar aðrar
aðgerðir . fyrr eða ■ síðar að
reynast árangurslitlar.
Vísitölukerfið sjálft er í
rauninni afleiðing, en ekki
orsök verðbólgunnar. Það er
tilraun til þess af hálfu laun-
þega og framleiðenda að
tryogí3' að verðhækkanir
verði ekki til þess að rýra af-
komu þeirra. Það er því lítil
von til þess að takast megi að
draga verulega úr áhrifum
þessa kerfis til lengdar, hvað
þá að afnema það, nema jafn-
framt sé komið á jafnvægi
milli framboðs og eftirspurn-
ar, svo að tilhneiging til verð-
hækkana ur þeirri átt verði
úr sögunni.
4.
.Er snjómaðurinn björn, eða munkur ?
SAMKVÆMT nýlegum
■ fregnum er komin frarn ný
skýring á hinum þrálátu sögu
; sögnum' um 'snjómþnninn
*. .fræga í Himalaja. Hann á sam
I ’kvæmt þeim ekki að vera sér-
stök ,,þjóð“, ekki apategund
. eða frumstæð tegund manna,
br einangrazt hefði í háfjöil-
unum, heldur munkar eða ein
: .setumenn, er reika naktir um
l ierangur og jökulheima fjall-
' anna. Þessir munkar eða lam-
ar ættu þá eftir því að hafa
iileinkað þá list sem þar eystra
er kölluð ,,tumo“ og er fólgin
í því að kunna ráð til að fram-
leiða svo mikinn líkamshita,
að þeir þoli útrvist í frosti og'
illviðrum. Kváðu þeir stunda
slíka list, er setzt hafa að í
hellum upp til fjalla.
Algengustu sögurnar, er
snerta snjómanninn eða jeti,
eins og hann heitir á máli
Tíbeta, eru um tröllaukin
spor í snjónum uppi í fjöll-
unum, tíðum óskaplega harð-
spora með svo löngu millibili,
að útilckað sé, að þar hafi ver-
iö mennskur maður á ferð. —
Yfirleitt hefur sögum þessum,
sem öðru um snjómanninn,
verið tekið varlega, en í leið-
angri sínum 1951 rakst Shipt-
on,' hinn kunni fjallagarpur,
er kannaði leiðir upp á sunn-
anvert Everest, á nokkur jeta-
spor. Hann mældi þau og
myndaði, og nú var engum
blöðum um það að fletta, að
slík spor voru til í hjarninu,
hvernig, sem þau væru til-
komin.
Framhald á 9, síða.
5.
jafnvægis hefur þráfaldlega
verið bent. Engu að síður er
ástæða til að endurtaka þær
enn vegna þess, að á þessu
sviði hefur einmitt legið meg-
inveikleiki flestra aðgerða í
efnahagsmálum hér á landi
En það eru fleiri rök fyrir
því, að eitt meginatriði í var-
anlegri lausn efnahagsmál-
anna hljóti að vera að koma
á jafnvægi milli framboðs og
eftirspurnar.
í fyrsta lagi er það forsenda
þess, að hægt sé að koma á
frjálsari viðskiptum við um-
heiminn og draga úr eða af-
nema þau ströngu höft, sem
nú eru á innflutningi. Aukið
viðskiptafrelsi mundi svo aft-
ur leiða til hagkvæmari verka
skiptingar milli íslands og
annarra landa, en jafnframt
skapá íslenzkum atvinnuveg-
um aðhald um verð og gæði
framleiðsluvara sinna.
í öðru lagi er jafnvægi
framboðs og eftirspurnar inn-
an lands nauðsynlegt, til þess
að eðlileg verðmyndun á
markaði og frjáls samkeppni
á milli 'framleiðenda geti átt
sér stað. Aðeins á þennan hátt
er hægt að tryggja, að neyt-
endur njóti ávaxta aukinna
framlei.ðsluafkasta í hag-
stæ.ðara verðlagi og vöruvali.
Loks verða íslendingar að
hafa það í huga, að jafnvægi
í efnahagsmálum er frumskil-
yrði þess, að þeir geti orðið
þátttakendur í frjálsari við-
skiptum vestrænna þjóða. Á
undanförnum árum hafa þeir
dregízt ískyggilega aftur úr í
þeirri þróun, og er hætt við,
að samkeppnisaðstaða þeirra
á frjálsum mörkuðum erlend-
is fari síversnandi, ef ekki
tekst ’að ráða bót á þessu, áð-
ur en langt líður.
Á þessar og aðrar röksemd-
ir fyrir nauðsyn efnahagslegs
Dr. Jóhannes Nordal.
undanfarin ár. Að vísu hefur
orsökin ekki nema að nokkru
leyti verið skortur á almenn-
um skilningi á mikilvægi
þessara mála, heldur miklit
fremur hitt, að aðgerðir til
þess að draga úr umframeft-
irspurn í þjóðfélaginu hljóta
ætíð að vera sársaukafullar í
bili og eru því stjórnmálalega
erfiðar í framkvæmd.
Ef draga á úr eftirspurn
éins og nauðsyn krefur, verð-
ur það ekki gert nema með
mjög róttækri endurskoðun
allrar stefnunnar í efnahags-
málum. Sérstaklega þarf að
taka fjárfestingarmálin til
rækilegrar endurskoðunar,
bæði til að draga úr heild-
arfjárfestingunni og til að
beina - fjármagni að þeirri
fjárfestingu, sem líkleg er til/
að skila þjóðarbúinu mestum
hagnaði. í öðru lagi verður
varla hjá því komizt að end-
urskoða þær ívilnanir, sem
ýmsum stéttum og byggðar-
lögum hafa verið veittar, svo
sem með tryggingu á verð-
lagi afurða og forréttindum
varðandi lántökur og opin-
bera aðstoð. Slík séraðstaða
verður þjóðarbúinu þeim
mun dýrari sem lengra líður,
þar sem hún dregur fjármagn
og vinnuafl frá hinum afkasta
meiri atvinnuvegum og yfir í
þá, sem minna gefa í aðra
hönd.
Það hlýtur að sjálfsögðu
ætíð að verða stjórnmálalegt
en ekki fræðilegt vandamál,
hversu dreifa skuli byrðum
hvers konar efnabagsráðstaf-
ana á þjóðina. Frá hagfræði-
legu sjónarmiði skiptir það
hins vegar meginmáli, að slík
ar aðgerðir, eins og aðrar
efnahagslegar ákvarðanir,
miðist við það öllu öðru frem
ur að efla þá framleiðslu þjóð
arbúsins, sem hagkvæmust
er, en að hamla gegn því, að
fjármagn og vinnuafl leiti til
þeirra framleiðslugreina, þar
sem afköst eru rýrust. Sé
þessari meginstefnu fylgt,
mætti vænta þess, að ekki liði
á löngu áður en sú kjararýrn-
Framhald ó 9- síðu.
$ 10. jan. 1959
Alþýðublaðið