Alþýðublaðið - 10.01.1959, Síða 11

Alþýðublaðið - 10.01.1959, Síða 11
FiugvéBaraars Flugfélag íslands. MilliLandaflug: Millilanda- flugvélin Gullfaxi fer til Os- lóar, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 8.30 í dag. Væntanleg aftur til Reykja- víkur kl. 16.10 á morgun. Mii li landaflugvélin Hrímfaxi er væntanleg til Reykjavíkur kl. 16.35 í dag frá Kaup- mannahöfn og Glasgow. Inn- anlandsflug: f dag er áætlað að fljúga tií Akureyrar, Blönduóss, Egilsstaða, ísa- fjarðar, Sauðárkróks og Vest- mannaeyja. Á morgun er á- ætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. SkgpÍEis Ríkisskip. Ilekla er í Reykjavík. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. tlerðubreið fór frá Reykja- vík í gærkvöldi austur um land til Þórishafnar. Skjald- breið er á Vestfjörðum á suð urleið. Þyrill er á Vestfjörð- um. SkaftfellingiUr fór frá Reykjavík í gær til Vest- mannaeyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell fór í gær frá Gdynia áleiðis til Reykjavík- ur. Arnarfell er í Gdynia. JökuLfell fer í dag.frá Gufu- nesi til Sauðárkróks, Skaga- strandar og Blönduóss. Dísar- | fell er á Akranesi. Litlafell | Losar á Norðurlandshöfnum. | Helgafell fór 6. þ. m. frá Ba- | tum áleiðis tii Reykjavíkur. | Hamrafeii fór 4. þ. m. frá Ba- | tum áleiðis . til Reykjavíkur. 1 Finnlith er á Bakkafirði. Eimskip. Dettifoss fór frá Reykjavík | 8/1 til New York. Fjallfoss | fór frá Vestmannáeyjum 6/1 | til Hirtshals og Hamborgar. | Goðafoss köm til Rostock 7/1, fer þaðan til Hamborg- I ar og Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Leith í gær til Thors- havn og Reykjavíkur. Lagar- foss kom til Antwerpen 8/1, fer þaðan í dag til Rotterdam og Reykjavíkur. Reykjafoss kom til Hamborgar 8/1, fer þaðan til Hull og Reykjavík- ur. Selfoiss fór frá Hamborg 7/1 tii Reykjavíkur. Trölla- foss fór frá New York 6/1 til Reykjavíkur. Tungufoss fer frá Reykjávík í kvöld til ísa- fjarðar, Sauðárkróks, Siglu- fjarðar, Akureyrar og Húsa- víkur. ÚTVARPIÐ í dag: 12.50 Óskalög sjúklinga. 14 í- þróttafræðsla. 14.15 Laug- ardagslögin. 16.30 Miðdeg- isfónninn. 17.15 Skákþátt- ur. 18 Tómstundaþáttur barna og unglinga. 18.30 Útvarpssaga barnanna: ,,í landinu, þar sem^ 'enginn tími er til.“ 18.55 í kvöld- rökkrinu, tónleikar af plöt- um. 20.20 Tónleikar. 20.50 Leikrit: „Afríkudrottning- in“ eftir C. S. Forrester og J. K. Cross. Þýðandi: Ragn- ar Jóhannesson. Leikstjóri: Rúrik Haraldsson. 22.10 Danslög (plötur). Framhald af 1. síðu. kommúnistaríkin, þrátt fyrir það, að kommúnistar sýna se ofan í æ fyrirlitningu sína á al- þjóðlegum skuldbindingum, sem þeir hafa tekizt á herðar. KAIRO: Vopnahlésnefnd SÞ hefur nú til athgunar loftorust- una, sem háð var milli egypzkra og ísraielskra þota yfir Negev í gær Frásögnumi aðila ber mik- ið á milli. inn í herbergið_ sem baðaðist í sólsk ni. Og svo heitt var inni, að lítt var þolandi; hún svipaðist um og kom auga á- liljur í blómavasa. Ilmurinn af þeim fyllir berberg.ð, sagði hún lágt og fagnandi. Og þær eru svo fallegar. Her bergið er líka . . . Og allt í einu kastaði hún sér í fang honum, læsti fingr- unum í arma hans. en líkami hennar titraði og skalf. — Þú verður að fyrirgefa, sagði hún_ en þetta er mér ekki fyrst og fremst herbergi. Það var ekki aðeins ást, sem réði þessu ósjálfræði hennar, heldur og ótti. Ekki við hann fyrst og fremst, h'eld ur leyndardóma lífsins, og hún hafði grátið einmitt fyr- ir það, að hún vildi vinna bug á þessum ótta sínum_ svo fögnuður hennar og hrifning mætti verða allsráðandi. Hann vafði hana önnum, eins og hann vildi verja hana og styrkja, en vissi. ekki hvað segja skyldi. Hann kyssti hana, og hún lá í örmum hans enn um hríð og loks tókst henni að slaka á. Hún opn- aði augun, leit á hann og brosti. Sleppti tökunum og fór að ganga um í herberginu. Loks lagðist hún á knén við gluggann, horfði út og mælti glaðlega: Veitztu að héðan má sjá niður til strandar.nn- ar, niður í flæðarmálið, þar sem við vorum 1 nótt . . . -— Sérðu ekki Ijósmyndar- ann, Sem hafði út úr okkur peninga í gær? — Við verðum að muna að ná í myndirnar. Hann sagði að þær yrðu tilbúnar í dag. — Við skulum gera það,- — en vitanlega hafa þær mis- heppnast. Hann hafði verið að bjástra við eitthvað í krókunum hjá borðinu, og allt í einu heyrð- ist smellur, eins og þegar tappa er svipt úr stút. — Hvað er nú þett,a, spurði hún. — Chianti, svaraði hann, og hún horfði á, þegar hann fyllti glösin. -— Blóm og vín, hvíslaö; hún hrifin. Svo lögðust þau bæði á kné við gluggann, hlið við hlið, og settu glösin á sill una. Þetta er dásamlega gott vín, sagði hún, þegar glösin voru tæmd; heldurðu að ég verði ölvuð . . . -—Nei, svaraði hann. Þetta er mjög létt vín. Hún reis enn á fætur og tók að ganga um herbergið. Hvað er í þessum pappastokk, vinur minn, spurði hún. — Öll mín jarðneska eign, svaraði hann. Hún leit spyrjandi á hann. — Með öðrum orðum — á- höld til að skafa óæskilegan hárvöxt af virðulegri ásjónu minni. — Má ég skoða þau og setja þau saman? — Vitanlega, ef þig langar til, — en ég hefði aldrei getað ímyndað mér að slík áhöld karla hefðu svo heillandi á- hrif á konur . . . — Það er aðeins vegna þess, að þú átt þau. Hún bar'stokkinn að hand- lauginni, tók rakstarahóldin og setti þau á hillua. Tann- burstann hans lét húú í glasi Þú notar ekki skeggh ■ f, varð henni að orði. — Ég gerði það fyr' - hálfri öld síðan. Áður en v ■ icnn ingin kom til sögunar og olli gerbreytingu á þessu sviði. Það er ein slík vél, sen þú ert að handfjatla. — Já, gerðu bara gys að mér, svaraði hún og hló. Hún gekk um herbergið og mjaðm ir hennar sveifluðust mjúk- iega og eggjandi, en hann sat aðeins kyrr og naut þess að virða hana fyrir sér. því hann hugði hana ekki reiðubúna -enn. Taldi sig ósjálfrátt mundu verða þess áskynja, er það yrði. En þetta varð allt að gerast hægt og rólega, hafði hún sagt, þau yrðu að treina sér hverja stund. Og nú spurði hún hvort hún mætti setja vasann með blómunum í á borðið. — Þú mátt gera allt, sem þig lystir. — Þau ljóma meir í sól- skininu, ef þau standa þar, mæiti hún ástúðlega og laut CAESAR SMITH s minja um þessa fyrstu fundi okkar, en ég hef aldrei kynnst neinum, sem ég unni á svip- aðan hátt og þér, og ég vil ekki missa af neinu. Hann snart hönd hennar. Þú þarft ekki heldur að segja mér allar hugsanir þín ar, sagði hann. — Það er vegna þess að þetta er í fyrsta skiptið, sem við erum lein saman innan okkar eigin veggja, sagði hún. Og við þekkjum hvort annað eiginlega ekki neitt. Það ligg- ur við sjálft, að ég sé feimin við þig. Það hef ég þó ekki verið áður. Að svo mæltu lauk hún úr glasinu, setti það frá sér, varð litið á hann og sá þrána í augum hans. Hún Nr. 30 stað, spurði hún og kveikti sér x vindlingi. — Ég hef verið að brjóta heilann um þetta með Ric- hard, svarað hann eftir langa þögn. — Jæja, svo þú ert enn að hugsa um hann. — Já, og því fer fjarrí, að mér hafi enn tekist að finna nokkra sennilega skýringu á þessu framferði hans. — En þér finnst okkur koma þetta við? — Hann hefur verið vinur minn í mörg ár, og ég vildi gjarna geta hjálpað honum, ef með þyrfti. Hún brosti. Ég er ekki viss um að hann sé hjálparþurfi, sagði hún. Ég hef að minnsta kosti sjaldan séð hann svo glaðan og ánægðan. Ró hsnnai’ gerði honum gramt í geði. Hann vissi það ósköp vel að hún hafði lög að mæla. Það leit ekki út-fyr ir að RichUrd væri hjálpar- þurfi. En það var ef til vill það einkennilegasta af þessu öllu saman. Richard var nefnilega yfirleitt ekk; glað- vær maður, og hann var aldr lei í félagsskap við ungar stúlk HITA BYLGJA að þeim. Hvaða nafn berum við hér, spurði hún. Eruð við hjón, eða hvað? — Ég minntist ekkert á það. Sagði aðeins, að við yrðum hér tvö, og við mundum flytja hingað seinnihluta dagsins. Henni varð litið á hann, og hún sá að hann beit á jaxl- inn og herpti varirnar. Þér er á móti skapi að Við látum, sem við séum gift, varð henni að orði. — Já. Hún reyndi að vera eins glaðvær í róm og henni var unnt. Það gerir ekki neinn mun, vinur minn. Það var ekki þess vegna, að ég spurði, — ég vildi bara komast hjá því að tala af mér, ef til kæmi. Án þess að nokkra þörf bæri til, sagði hann, og virt- ist þó eiga erfitt með að koma orðum að því: Ég vil umfram allt, að þetta verði eins fullkomið og það getur frekast orðið. Þú vilt að allt gerist hægt og rólega, — ég vil að það verði fullkomið. Hún gekk til hans, þar sem hann sat, snart hann, tók báð um höndum undir höku hon- um og neyddi hann til að horfa í augu sér. — Það verð- ur það líka, vinur minn, mælt; hún lágt. Ég skil þig ofurvel. Augnatillit hans var ekki hvasst og hart lengur; hún hikaði við eitt andartak, svo mælti hún allhátt og kæru- leysislega; þú ert húsráðand inn, — mig vantar vín í glas- ið . . . Hann reis á fætur. Skenkti í glös þeirra beggja. Vínið strieymdi úr stútnum eins og lítil, kát lind, fölrauð í sól- skininu. — Richard, varð Jane að orði; þessa flösku skulum við gej'ma á meðan við l’.fum bæði. —> Ef þú vilt, svaraði hann. Hún drakk vænan teig. Nú langar mig mest tilj/að sjá myndirnar, sem maðurinn tók af okkur í gær, sagði hún. — Þú verður e.nungis fyr- ir vonbrigðum. .— Það má vel vera, að þær verði ekki sem Vsrstar. Og mig langar til að við eigum þær og'geymum þær. Þú verð- ur að fyrirgefa, þótt mig langi til að eignast eitthvað til lagði lófann hægt og mjúk- lega á læri hans, leins og hún vildi gefa honum loforð, Ertu orðinn óþolinmóður, spurði hún. Ég er það sjálf, en ég ótt ast svo, að því, sem ég þrái heitast, verði lokið áður en ég hef fengið tóm til að njóta þess. Og hún bætti við í hálf- um hljóðum. Þess vegna vil ég helzt bíða . . . bíða . . . — Þá gerum við það. Og nú förum við og lítum á mynd- • irnar. Þrettándi kaíli. Hafið var blýgrátt og bár- an lág og þung, himinninn mistraður svo ekki sá glöggt til sólar. Loftið var þungt og molluleg. Fólkið lá hreyfing arlaust á sandinum; nennti ekki lengur að taka sér fram um neitt. Óveðrið var ekki skollið yfir, en það leyndi sér ekki að það var í aðsigi og það var eins og umhverfið stæði á öndinni. HVergi Var ský að sjá, enginn vindblær fanst; það var ekkert nema mistrið, molluhitinn og logn- ið. Klara hafði sofnað, og nú var svipur hennar óræðari en nokkru sinni fyrr. Bill gat hins vegar aldrei leynt áhyggj um sínum eða heilabrotum. Hann var þögull, hrukkaði ennið, hlieypti brúnum og horfðj á haf út. — Hvenær leggjum við af ur, — fyrr en nú. — Hvað í ósköpunum er Charlotta, spurði hann. — Því miður er ég ekki skyggn, svaraði kona hans. — En hvað líður þá hinu fræga, kvenlega hugboði? Þú hlýtur að finna á þér, ef eitthvað er öðruvísi en það ætti að vera . . . Hún brosti enn. Hún brosti ævinlega þegar hann varð æst ur í skapi, því þá varð hann alltaf hrukkóttur í framan eins og gamall apaköttur, — og engu að síður unni hún horium. Ef þú hefur í raun- inni eins þungar áhyggjur af þessu og þú lætur, ságði hún, þá skaltu umfram allt reyna að komast að því sanna { mál inu sem fyrst svo þér verði hughægra. Þú verður að heim sækjaþáu. — Ég er ekki viss um að okkur, vterðj þar vel tekið, ef marka má hvað hann sagði í símanum. — Okkur. Þú ferð einn. Mér kemur þetta ekki við. Og það verður auðvéldara fyrir þig einan að finna eitthvert tyllierindi þér til afsökunar, ef Charlotta reynist heima og allt í íági, — þrátt fyrir ailt. — En lekki get ég farið, svona . . . — Þú átt ekki nema um tvennt að velja, — að íara og verða sáttur við sjáifan þig, eða fara ekki, og verða - Baðið er tilbúið, Dísa. Alþýðublaðið — 10. jan. 1959 11

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.