Morgunblaðið - 27.07.1990, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990
C 7
Steypibaö f stað kerbaðs. Með því að fara í steypibað í stað
kerbaðs er hægt að spara um 100 lítra vatns hverju sinni. Árlega er því hægt að
spara álitlegar fjárhæðir sem annars færu í hitaveitukostnað.
SUbUÞVoTTQfL
( Si/BVirAT)?
—
Suðuþvottur óþarfur. Oftast nægir að þvo þvottinn í 60 gráðu heitu
vatni. Með því má spara rafmagn og komast hjá of mikilli froðumyndun.
Slá í stað þess að eitra. Skordýraeitur er skaðlegt mönnum. Ef
notkun flugnaeiturs er óhjákvæmilegt verður að gæta þess að lofta vel út á eftir.
Snúrur í stað þurrkara. Rafmagnsnotkun fyrir fimm kíló af hálfþurr-
um þvotti þurrkuðum í vél, er hin sama og fyrir þvott sem þveginn er á suðu í þvottavél.
Glerílát f stað blikkdósa. Árlega lenda blikkdósir í tugþúsundatali
4]F^>
(E>©0
á sorphaugum þrátt fyrir nýtilkomna endurvinnslu þeirra. Glerílát má hins vegar
nota aftur og aftur.
Net, töskur og körfur í stað plastpoka. Þaðþarfiao
lítra af olíu til að framleiða 3 þúsund plastpoka. Með sama magni af hráolíu mætti
t.d. hita upp 4ra herbergja íbúð í sjö daga í frostlausu veðri. í sumum verslunum
fara allt að 2 til 3 þúsund plastpokar yfir búðarborðið daglega.
ingu til að fá ýstru þar sem þeir
hafa virkari alpha viðtaka í fitunni
á kviðnum og er ástæðan sögð
vera kyntengd. Þegar alpha viðtaki
er örvaður, kemur það í veg fyrir
að fitan losnar og getur fruman
orðið feitari en áður. Þegar aftur
á móti beta viðtaki verður fyrir
örvun, myndast ífrumunni efna-
hvati (lipasi) sem brýtur niðurfit-
una. Alpha og beta virkni er að
öðru leyti sögð vera svipuð hjá
báðum kynjum.
Leibel segir að ef til væri aðferð
við að losna við hæfilega mikið fitu-
magn af kviðnum til að viðhalda
góðri heilsu, þá væri ekki um neitt
vandamál að ræða, en aðferðir
liggja ekki á lausu.
Niðurstöður þykja ekki bjartar
fyrir þá sem vilja losna við „keppi"
hér og „keppi" þar. Það kom í Ijós
við rannsóknir á 18 konum, sem
fóru í megrun með hjálp matar-
kúrs, að líkamshlutföllin breyttust
ekki á meðan þessir alpha og beta
viðtakar juku virkni sína ífitufrum-
unum. Hlutföll breyttust ekki við
10% þyngdarmissi, aðalbreytingar
sem komu fram á störfum viðtak-
anna voru þó aðallega á líkams-
svæðum við læri og kvið. Vísinda-
menn hafa enga skýringu fundið á
því hversvegna þessir mikilvægu
hormóna viðtakar virðast lítil áhrif
hafa á líkamsvöxtinn.
M. Þorv.
Asperín og hjartasjúkdomar
Aundanförnum árum hefur
mikið verið rætt og ritað
um áhrifamátt asperíns
eða magnyls til að draga úr hjarta-
sjúkdómum. Hér eru síðustu frétt-
ir.
Heilbrigðir karlar 50 ára og eldri
eru sagðir geta dregið um helming
úr áhættu á sínu fyrsta hjartaáfalli
með því að taka inn asperín annan
hvern dag, segir í skýrslu sem birt
var í „Physician’a study". Niður-
staðan er ekki í samræmi við eldri
niðurstöður um að asperín inntaka
komi ungum körlum á sama hátt
til góða.
Rannsóknarhópur Harvard
læknaskólans og Brighams og
Women’s sjúkrahússins í Boston
komust að þeirrifmiðurstöðu að
læknar sem tóku inn 325 gr af
asperíni annan hvarn dag, gátu
dregið úr áhættu á hjartaáfaíli um
sem svarar 44% miðað við viðmið-
unarhóp sem tók inn óvirkt efni.
Rannsókninni var hætt áður en
vísindamenn gátu ákveðið hvort
asperinmeðhöndlun nái að draga
úr fjölda dauðsfalla af völdum
hjartaáfalla.
Einn meðlimur rannsóknarhóps-
ins, Julie E. Burling, sagði að trú-
lega hefði þurft að halda þessum
rannsóknum áfram til ársins 2000
til að geta ákveðið hvort asperínið
geti í raun bjargað mannslífum.
Hún. hefur bent á, að þó að í
rannsókninni, sem stóð yfir í 6 ár,
hafi verið fleiri en 22 þúsund lækn-
ar á aldrinum 40-80 ára, þar a
meðal 9.000 karlar á milli fertugs
og fimmtugs, þá væri hópurinn
samt of fámennur til að hægt sé
að sýna fram á svo óyggjandi sé,
að asperín g0ti komið í veg fyrir
eða dregið úr hættu á hjartaáfalli
hjá körlum innan við fimmtugt.
Burling segir að þrátt fyrir niður-
stoður rannsóknanna á læknunum
þá ættu læknar að takmarka fyrir-
byggjandi asperínmeðhöndlun við
karla yfir fertugt þar sem hætta
gæti verið á hjartaáfalli.
Fram kom að minna hafi verið
um hjartaáföll hjá þeim sem tóku
asperínið eða 139 en viðmiðunar-
hópnum sem tók óvirkt efni eða
239. Áhrif asperíns við að draga
úr hjartaáföllum eru sögð geta
haft víðtækari þýðingu en sem
svarar prósentuhlutfallinu. En
44% fækkun er sögð samsvara
því að hjartaáföllum megi fækka
um fjögurá hverja 1.000 íbúa á ári.
Aukaverkanir eru þættir, sem
taka verður tillit til, og geta komið
fram í aukningu á blæðingum og
magasóri. Marc Cohen, sem einn-
ig er höfundur að asperínskýrsl-
unni, segir að þessa þætti verði
að vega og meta þar sem ekki sé
réttlætanlegt að láta 20.000
manns taka áhættu á magasári til
að auka lífsmöguleika fjögurra
manna. Hann er hlynntur þvi að
asperínmeðferðin verði notuð þeg-
ar um er að ræða fólk í áhættu-
hópi.
Julie L. Burling hefur látið uppi
að hennar rannsóknarhópur hafi
ákveðið að framkvæma svipaða
asperinrannsókn á konum - að
þessu sinni á 44.000 hjúkrunar-
fræðingum!
M. Þorv.