Morgunblaðið - 04.08.1990, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚÍ?T 1990
RÆTT V I Ð ÁSKEL MÁSSON TONSKÁLD
til undirmeðvit-
undarinnar. Tón-
list er mynd af því
sem við ekki
sjáum. Því er um-
fjöllunarefnið í
tónlist oftast til-
óperu í smíðum
fínningalegs eðl-
is.“
Ekki ætlar
Áskeli Másson þó
að sitja stöðugt
við að semja á
næstunni. Á Norr-
þar svona fram úr. Hún var 11-12
ára gömul þegar hún missti heym-
ina, sem hlýtur að hafa verið fyrir
hljóðfæraleikara eins og að ganga
inn í blindgötu. Það sem er erfíð-
ast að skilja er að hún leikur jöfn-
um höndum með hljómsveitum og
einleik og ómögulegt að merkja
að hún heyrir ekki. Á diskinum
flytur hún bæði fræg verk og lög
sem allir þekkja. Hún er alveg
ákveðin í því að vinna slagverkinu
sess í Bretlandi. Mitt verk hefur
hún þegar flutt mjög víða. Og hún
hefur í hyggju að fiytja önnur og
stærri verk eftir mig í framhaldi
af þessu,“ segir Áskell. Hann
kvaðst ekkert hafa vitað um þetta
fyrr en Evelyn skrifaði honum til
íslands og spurði um fleiri verk.
Áttu þau í nokkrum bréfaskriftum
áður en hann fór utan. Eftir tón-
leikana ræddu þau þetta verk og
önnur.
En hvaða stóra sinfóníska verk
er þetta sem Áskell er nú að vinna
að? „Ég hefi stöðugt verið að
vinna að því síðan í mars. Þetta
er heljarstór sinfónskur þríleikur.
Verkið er skrifað fyrir 100 manna
hljómsveit. Því er skipt í þijá
þætti, sem bera heiti höfuðskepna
og er umfjöllunarefni þeirra marg-
þætt. Þættimir heita Hyr, sem
þýðir eldur, Rá, sem er jarðar-
kenning og Hvel þar sem fjallað
er um upphiminslega hluti. Eg er
að ljúka fyrsta þættinum, sem er
um helmingur verksins." Þegar
Áskell er spurður hvar þetta verk
verði flutt, kveðst hann hafa sýnt
það hljómsveitarstjóranum Petri
Sakari, sem tók því vel og taldi
hugsanlegan möguleika á að Sin-
fóníuhljómsveitin gæti flutt það í
lok starfsársins 1991-1992. En
Sinfóníuhljómsveitin frumflutti
básúnukonsert hans undir stjóm
Sakaris í fyrra. „Til þess að flytja
þetta verk þarf fjölda aukahljóð-
færaleikara og aukahljóðfæri, sem
þeir hafa ekki. Maður verður bara
að sjá til,“ sagði Áskell.
Þegar þessum stóra þríleik er
lokið hefur Áskell hugsað sér að
ljúka við óperuna, sem hann segir
að sé mjög langt komin. Vonast
til að geta lokið henni á næsta
ári. Þessa ópem er hann að semja
út frá bókinni Klakahöllin eftir
norska rithöfundinn Taije Wesaas.
„Ég las verkið og heillaðist af
því. Allt í einu rann upp fyrir mér
að bókin væri tilvalin í ópem. Ég
fór því til ekkju rithöfundarins,
skáldkonunnar Halldisar Moren,
sem þá var 82ja ára gömul en
samt eldhress á leið til Afríku.
Hún gaf mér skriflegt leyfi til
þess að nota textann. Síðan hefí
ég unnið að þessu verki í ígripum,
en hefí orðið að taka að mér önn-
ur verkefni á milli til lífsviðurvær-
is. Mest hefí ég unnið að ópemnni
undanfarin þijú ár. Hannes Pét-
ursson þýddi Klakahöllina á ís-
lensku og við unnum saman text-
ann að óperanni. Hún er í þremur
þáttum og átta atriðum. Ég er
búinn með tvo fyrstu þættina, en
sá þriðji er stystur, aðeins tvö at-
riði. Svo þetta er langt komið.
Maður veit aldrei nákvæmlega
hvernig verkin raðast," segir
Það bar til tíðinda sunnudaginn 20. maí
í vor að Evelyn Glennie flutti verkið Prim
eftir Áskel Másson á tveimur stöðum í
London sama daginn, í Royal Festival
Hall sem hluta af hinum þekktu „Music
for Life“-tónleikum og einnig á tónleikum
í Wigmore Hall.
Þetta verk er fyrir ásláttarhljóðfæri, sem
er sérgrein þessarar dáðu, heyrnarlausu
tónlistarkonu. Tónskáldið Áskell Másson
var staddur í London, þar sem hann var
í mánuð að vinna að geysistóru
sinfónísku verki, sem hann er með í
smíðum. Þegar við fórum eftir heimkomu
hans að leita frétta af þessu, kom í ljós
að hjá honum er margt á döfinni. M.a.
ópera í smíðum, verk fyrir sjónvarp,
pantað verk fyrir óbó og sembal fyrir
tónleika í London o. fl.
Hann hafði verið að vinna við
tónsmíðar, eins og hann er vanur, frá því
snemma um morguninn og fram yfir
hádegið þegar hann gaf sér tíma til þess
að ræða við blaðamann Mbl. Fyrst var
hann spurður um tónleikana í London.
Morgunblaðið/KGA
Áskell Másson tónskáld með stóru sinfóníuna, þríleikinn sem hann er að
vinna að.
ara, „The Clarinet“. í þessu hefti
þessa alþjóðlega blaðs er m.a.
umsögn um tvo hljómdiska, en á
öðmm eru eingöngu verk eftir
Áskel Másson. Þar er Einar Jó-
hannesson klarinettleikari í aðal
hlutverki við flutning verkanna.
Hann leikur m.a. Trío eftir Áskel.
Eftir kynningu á tveimur verkum
Áskels, honum sjálfum og Einari
segir m.a. um verkið Trío: „Þetta
er mjög áhugavert verk, sem gæti
auðveldlega orðið hluti af sígildri
efnisskrá klarinettleikara. Þessi
hljóðfæraskipan hentar klarinett-
inu mjög vel — hin óvenjulega
samsetning með fíðlu og víólu
veitir möguleika á að setja klari-
nettið bæði í einleiks og kammer-
hlutverk." Um klarinettkonsertinn
á diskinum segir m.a.: „Þetta er
frekar erfítt verk í flutningi. Skipt-
ingar frá „nútímalegri“ tónsetn-
ingu yfír í hefðbundnari, næstum
impressionískan stíl em tíðar.
Hljómsveitin er mjög vel nýtt í
samsetningu hljóðfæra og vefn-
aði.“ Er í blaðinu borið lof bæði á
verk tónskáldsins og flutning Ein-
ars Jóhannessonar á því.
Þennan klarinettkonsert ætlar
Einar Jóhannesson að flytja með
Sinfóníuhljómsveitinni í Dublin 7.
september næstkomandi og verður
honum sjónvarpað beint. Og leikur
hann síðan aftur í Jönköbing 16.
desember. „Á næsta ári er ég að
vonast til að geta samið fyrir Ein-
ar stórt einleiksverk, sem ég hefi
gert drög að. Það á að heita
Drama. Og eins og nafnið bendir
til er þetta leikrit í tónum, þar sem
klarinettið leikur öll hlutverkin,"
útskýrir Áskell. „Ég ætla þó ekki
að fara að segja sögu. Ég set upp
persónur, sem hittast og hlutir
gerast þegar ólíkar persónur mæt-
ast. Tónlistin
höfðar svo mikið
Evelyn Glennie, heyrnarlausi hljóðfæraleikarinn
frægi, sem nýlega flutti ásláttarverk Áskels
Mássonar í Royai Festival Hall.
Áskell. „Ég er semsagt hálfnaður
með þríleikinn. Og ætla eftir það
að semja verk fyrir óbó og semb-
al, sem búið er að panta hjá mér
og á að flytja í Purcell Room í
London í janúar á næsta ári. Það
getur orðið viss hvíld frá þessum
stóm verkum, áður en ég tek til
við ópemna aftur. Sama verður
með samstarfsverkefni fyrir sjón-
varp, sem er í deiglunni."
Þegar spurt er nánar út í það,
segir Áskell að hann, Thor Vil-
hjálmsson rithöfundur og Örn Þor-
steinsson myndlistarmaður séu að
vinna saman verkefni fyrir Sjón-
varpið. Þetta verk er einhvers kon-
ar ljóð á kvikmyndavísu (poéme
cinematographique), þar sem tón-
list er fullvirkur þáttur heildarinn-
ar. _
Á borðinu fyrir framan okkur
liggur helsta fagblað klarinettleik-
ænum músíkdög-
um í Helsinki
19.-24. október í
haust verður flutt
sonata eftir hann
og ætlar höfund-
urinn að vera þar
viðstaddur. „Ti-
mothy Ferchen
leikur þetta verk,
sem er samið fyrir
gríðarmikið slag-
verk. Leikið á nær
70 hljóðfæri. Svið-
ið er fullt af hljóð-
færam og Ferchen
verður með fjóra
segla í gangi allan
tímann,“ útskýrir
hann sposkur,
þegar hann sér
undranarsvipinn á blaðamanni.
Þetta sama verk verður líka flutt
af sænskum slagverksleikara, sem
heitir Roger Carlsson, í Gautaborg
í október. Hann er þegar búinn
að leika verkið inn á geisladisk.
Og sami maður mun fmmflytja
marimbukonsert Áskels Mássonar
í Gautaborg í ágúst á næsta ári.
Þennan Marimbukonsert hefur
Evelyn Glennie líka mikinn hug á
að flytja, en hún hefur sérhæft
sig á marimbu.
„Ég næ engan veginn að vinna
jafn hratt úr hugmyndunum og
þær koma til mín“, sagði Áskell
Másson að lokum, þegar haft var
á orði við hann að hann sæti sýni-
lega ekki auðum höndum.„Nú
þegar á ég skissur og efnivið í
ýmis verkefni sem tæki mig lík-
lega um áratug að vinna úr.“
Viðtal: Elín Pálmadóttir
Það kemur í ljós að Prim
er frekar óvenjulegt
verk, samið fyrir eina
trommu. Eitt af örf-
áum verkum af þeirri
gerð sem samið er fyr-
ir ein leikstónleika.
Þetta verk Áskels er víða kennt
sem lokaverkefni til einleikara-
prófs í tónlistarskólum, m.a. í kon-
unglegu skólunum í Danmörku og
Svíþjóð. Það var samið sérstaklega
1984 fyrir danska slagverksleikar-
, ann Gert Mortensen, sem bað
Áskel um það og flutti það
skömmu seinna á miklu tónleika-
ferðalagi um Norðurlönd. Fram-
flutti það í Berwald-höllinni í
Stokkhólmi og var því útvarpað
beint_ til hinna landanna. Sjálfur
gat Áskell því hlustað á það þar
sem hann var staddur í Jónshúsi
í Kaupmannahöfn, að vinna að
ópem sinni Klakahöllinni. Síðan
hefur Gert Mortensen flutt það
víða og aðrir líka. Og nú mun
Evelyn Glennie halda áfram að
flytja það.
Evelyn Glennie er mjög vinsæl
og dáð í Bretlandi. Hún er ekki
nema 24ra ára gömul, en samt
var nýlega gefin út ævisaga henn-
ar „Good Vibrations", svo og ný-
kominn út hljómdiskur með flutn-
ingi hennar á ýmsum verkum.
Sagði Áskell Másson að plakat
með henni væri að sjá um alla
London. „En það er ástæða fyrir
ævisögu þessarar ungu konu. Eve-
lyn Glennie er heymarlaus. Og
alveg furðulegt að hún skuli geta
leikið á hljóðfæri, hvað þá skarað
Með sinfóníu og