Morgunblaðið - 15.08.1990, Page 1
40 SIÐUR B/
STOFNAÐ 1913
182. tbl. 78. árg.
MIÐVIKUDAGUR 15. AGUST 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
*
Israel:
Hrifning vegna boð-
skapar Iraksforseta
veldur áhyggjum
Jerúsalem. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaöamanni Morgunblaðsins.
GASGRIMUÆÐIÐ sem var hér í
Israel fyrstu dagana eftir að
hersveitir Saddams Husseins Ir-
aksforseta réðust inn í Kúvæt
virðist í rénun og nú eru grímur
ekki fáanlegar nema sérstakt
leyfi sé veitt. Almenn skelfing
greip um sig vegna hugsanlegrar
efnavopnaárásar íraka en ísr-
aelsk stjórnvöld virðast ekki
síður hafa áhyggjur af þeirri
hrifningu sem boðskapur Sadd-
ams hefur vakið í röðum ísra-
elskra araba.
Einn yfirmanna blaðamanna-
miðstöðvarinnar hér í Jerúsalem
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gærmorgun að þessa dagana stæði
stjórnvöldum ólíkt meiri ógn af því
að ísraelskir arabar virtust fylkja
sér um hugmyndir Saddams íraks-
forseta. „Það var blásið upp í fjöl-
miðlum að allir væru að ærast af
hræðslu við hugsanlega efnavopna-
árás en við erum alvarlega hugs-
andi vegna þess að ísraelsku ara-
barnir, sem hafa haft hægt um sig
frá því uppreisn Palestínumanna
hófst, virðast nú gleypa hráar hug-
myndir Saddams um „lausn Pal-
estínuvandans,“ sagði hann og var
einkar áhyggjufullur. I ræðu sem
íraksforseti flutti á sunnudag sagð-
ist hann m.a. vera tilbúinn til að
semja um hernám Kúvæts gegn því
að Israelar kölluðu her sinn heim
af landsvæðum Palestínumanna.
Boðað hefur verið til verkfalls í
arabískum byggðum á Vesturbakk-
anum i dag, miðvikudag, og það
sem er sérstætt við það er að efnt
er til þess til að ítreka stuðning við
íraksforseta en ekki er verið að
mótmæla almennt hernámi ísraela.
í gær voru írösk flögg hengd á
veggi í Nazaret þar sem meirihluti
arabanna er kristinn og víða mátti
sjá myndir af Saddam Hussein.
Israelskir hermenn fjarlægðu þetta
en almenningi finnst greinilega
sjálfsagt að lýsa yfir stuðningi við
hugmyndir íraka.
Mustafa Abden teppasölumaður
sagði að flestum fyndist það í sjálfu
sér rangt að eitt arabaríki réðist á
annað. „En Flóa-arabar hafa aldrei
sýnt skilning á málefnum Palestínu-
manna svo að þetta er eiginlega
bara gott á þá.“ Einmitt þessi
beiskja í garð Kúvæta og annarra
ríkja við Persaflóa er mjög áber-
andi hvort sem er hér í Israel eða
í Jórdaníu.
Reuter
Kúvæsk stúlka fagnar því að vera komin til Jórdaníu eftir langa ferð frá hersetnu heimalandi sínu
gegnuin írak.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna:
Ágreiningur um réttmæti
flotaaðgerða við Persaflóa
Hussein Jórdaníukonungur hafði viðdvöl í Keflavík á leið til Bandaríkjanna
Washinjrton. Reuter.
BOÐAÐ var til fundar fastafulltrúa Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
í gær til að ræða ágreining um hvað viðskiptabann ráðsins gagnvart
Irak feli í sér. Bæði er deilt um umfang bannsins og þær aðferðir sem
leyfilegar eru til að framfylgja því. Bandaríkjamenn og Bretar virðast
staðráðnir í að framfylgja banninu með hervaldi ef þörf krefur. Breska
dagblaðið The Daily Telegraph hefur hins vegar eftir heimildum hjá
Sameinuðu þjóðunum að fulltrúar Sovétríkjanna, Frakklands. Kanada
og Malaysíu hafi gagnrýnt beitingu hervalds á lokuðum fundi Öryggis-
ráðsins í fyrradag. Þeir telji að flotanum sem nú er stefnt til Persa-
flóa og Rauðahafs sé ætlað að fylgjast með viðskiptabanninu fremur
en koma á hafnbanni. Hussein Jórdaníukonungur hélt í gær til Banda-
ríkjanna til viðræðna við George Bush Bandaríkjaforseta. I gærkvöldi
millilenti flugvél konungsins á Keflavíkurflugvelli.
Brésk og bandarísk stjórnvöld
hafa lýst því yfir að þau áskilji sér
rétt til að fara um borð í hvert skip
sem grunað er um að bijóta gegn
viðskiptabanninu. William Wal-
degrave, aðstoðarutanríkisráðherra
Bretlands, segir að þessi ákvörðun
hafi verið tekin eftir að útlagastjórn
Kúvæts fór fram á það við Breta að
þeir framfylgdu viðskiptabanninu
gagnvart írak. Þar með sé kominn
lagalegur grundvöllur fyrir flotaað-
gerðunum í krafti réttar Kúvæts til
sjálfsvarnar. Bretar og Bandaríkja-
menn varast að lýsa aðgerðum flota
sinna sem hafnbanni því það er
stríðsaðgerð samkvæmt alþjóðalög-
um.
í yfirlýsingu franska utanríkis-
ráðuneytisins er gefið til kynna að
Bretar og Bandaríkjamenn hafi farið
út fyrir ramma samþykktar
Öryggisráðsins með því að fyrirskipa
Stríðið í Líberíu:
Leiðtogi klofningshóps upp-
reisnarmanna sagður hafa fallið
Freetown, Abitöan. Reuter.
UPPREISNARMENN í Líberíu undir stjórn Charles Taylors sögð-
ust í gær hafa fellt Prince Yormie Johnson, leiðtoga annars upp-
reisnarhóps, í gærmorgun. Þetta hefur ekki verið staðfest og reynd-
ar hringdi maður í breska útvarpið BBC í gær, sagðist heita Prince
Johnson og vera öldungis bráðlifandi.
Johnson stjórnaði klofningshópi
á meðal uppreisnarmannanna, sem
stefndi að því að steypa Samuel
Doe, forseta landsins, og koma í
veg fyrir að Charles Taylor, sem
hóf uppreisnina fyrir átta mánuð-
um, hrifsaði til sín völdin. Talsmað-
ur Taylors sagði að Johnson hefði
fallið eftir árás úr launsátri á
Bushrodey, norðan við höfuðborg
landsins, Monróvíu. Johnson hefði
verið á flótta úr borginni þar sem
hann hefði misst flesta af fylgis-
mönnum sínum í bardögum við
stjórnarherinn. „Dauði Johnsons
merkir að við getum nú barist að
nýju við Doe og erlendar hersveitir
hans,“ sagði talsmaðurinn og bætti
við að hermenn frá Gíneu berðust
fyrir forsetann.
Meira en hundrað útlendingar
voru fluttir með bandarískum þyrl-
um frá landinu til nágrannaríkisins
Sierra Leone. Þeir sögðu að ógnar-
öld ríkti á því litla svæði sem stjórn-
arherinn hefði enn á valdi sínu í
miðborg Monróvíu. Hermenn hefðu
gengið um rænandi og ruplandi og
drepið óbreytta borgara að ástæðu-
lausu. Lík 600 flóttamanna, sem
drepnir voru í lúterskri kirkju,
lægju enn óhreyfð í kirkjunni.
Hermenn Does ráða yfir litlu
svæði umhverfis forsetahöllina í
Monróvíu. Fylgismenn Johnsons
hafa haft úthverfi <í norðurhluta
borgarinnar á sínu valdi en afgang-
urinn af landinu er að mestu á
valdi uppreisnarmanna Taylors.
Nokkrir flóttamannanna í Sierra
Leone sögðu næsta öruggt að upp-
reisnarmenn Taylors myndu beij-
Prince Johnson - lífs eða lið-
inn?
ast við herlið Vestur-Afríkuríkja,
sem fara á inn í landið á næstu
dögum til að stilla þar til friðar.
Sveitunum er ætlað að koma á
bráðabirgðastjórn án aðildar leið-
toga hinna stríðandi fylkinga.
herskipum sínum að stöðva skip sem
flytja varning til og frá írak. Frönsk
stjórnvöld hafa lagt áherslu á lausn
deilunnar í Miðausturlöndum með
hjálp samningaviðræðna. Einnig er
talið að Frakkar vilji láta arabaríki
um að leysa málið. Frönsk stjórnvöld
hafa sent stjórnarerindreka til 24
arabaríkja og óháðra ríkja til að út-
skýra stefnu sína.
Að sögn bandarískra embættis-
manna hafa Sovétrpenn stungið upp
á því að hermálanefnd Sameinuðu
þjóðanna verði falin umsjón með
hernaðaraðgerðum ýmissa ríkja
gagnvart írak. Nefndin' hefur það
hlutverk samkvæmt sáttmála Sam-
einuðu þjóðanna að veita Öryggisráð-
inu hernaðarlega ráðgjöf en lítið hef-
ur farið fyrir starfi hennar. Ef af
verður þá eiga sæti í nefndinni for-
setar hermálaráða þeirra fimm ríkja
sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráð-
inu. Fréttaskýrendur segja að þótt.
Sovétmenn og Bandaríkjamenn hafi
sýnt einstaka samstöðu í þessu máli
þá hafi hinir fyrrnefndu haft nokkrar
áhyggjur af hernaðaruppbyggingu
Bandaríkjamanna í Saudi-Arabíu og
nágrenni og viljað að Sameinuðu
þjóðirnar hefðu yfirumsjón með að-
gerðum.
Hussein Jórdaníukonungur hittir
Bush Bandaríkjaforseta að máli á
morgun á sumardvalarstað forsetans
í Maine-ríki. Bandarískir embættis-
menn segja að Hussein ætli að leggja
fram tillögur um hvernig koma megi
í veg fyrir sríð við Persaflóa. Jórd-
aníukonungur fór til Bagdad og hitti
Saddam Hussein, forseta íraks, á
mánudagskvöld. Breska útvarpið
BBC segir að konungur hafi bréf
meðferðis til Bush frá íraksforseta
þar sem meðal annars sé rætt um
tilslakanir varðandi Vesturlandabúa
í írak og Kúvæt.
Sjá fréttir á bls. 17.