Morgunblaðið - 15.08.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 15.08.1990, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990 Morgunblaðið/Rúnar Þór Nokkrir ráðstefnugesta ásamt utanríkisráðherra. Á myndinni eru talið frá vinstri þeir Gunnar Gunnarsson, lektor við Háskóla Islands, Charles E. Cobb, sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, Barry Blechman frá Henry L. Stimson Center, Marshall Brement, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, Jóhann Einvarðsson, formaður utanríkismáianefndar Alþingis, Jón Baldvin Hannibals- son, utanrikisráðherra, Johan Jörgen Holst, fyrrum varnarmálaráðherra Noregs, James Goodby, fyrrum samningamaður Banda- ríkjanna í Stokkhólmi. Ráðstefna um takmörkun vígbúnaðar á Norðurhöfum sett á Akureyri: Gæti opnað möguleika á auknu öryggi á N orður-Atlantshafi - sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra við setninguna RÁÐSTEFNA um takmörkun vígbúnaðar og traustvekjandi að- gerðir á Norðurhöfum, sem haldin er af Alþjóðastofnun Háskóla Islands í samvinnu við við bandarísku stofnunina Henry L. Stimp- son Center, var sett á Akureyri í gærkvöldi. I ræðu sem Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hélt við setninguna sagði hann að ekki væri hægt að líta svo á að Atlantshafsbanda- lagið væri nú veikt hernaðarlega eða stjórnmálalega. Það gæti því leyft sér að skoða afvopnun á höfunum og traustvekjandi aðgerðir með opnum hug. Taldi hann bandalagið eiga að skoða hvort þessi mál gætu ekki eftir allt saman opnað möguleika á að auka öryggi á Norður-Atlantshafi og þá samtímis öryggi Evr- ópu. Utanríkisráðherra sagði við Morgunblaðið að þessi ráðstefna væri haldin að frurnkvæði og með stuðningi utanríkisráðuneytisins en það væri ekki oft sem Islend- ingar tækju frumkvæðið að slíkum hlutum. Það væri þó í þessu tilviki rökrétt þar sem íslensk stjórnvöld hefðu gerst merkisberar þessa málflutnings. Spurningin sem þyrfti að spyija þegar þessi mál væru rædd væri hvort tryggja mætti betur öryggi siglingaleiða en nú væri gert með samningum um takmörkun á vopnabúnaði, þá sérstaklega til- teknum gerðum kjarnavopna, og ýmsum samningum um traust- vekjandi aðgerðir, s.s. gagn- kvæma upplýsingaskyldu um flotaæfingar. Sagðist Jón Baldvin telja að með slíkum aðgerðum fengist bætt öryggi. Það væri m.a. niðurstaða heræfínga að ef andstæðingarnir beittu skamm- drægum kjamavopnum yrði nið- urstaðan verri heldur en ef þessar tegundir vopna hefðu verið fjar- iægðar. Ráðherra sagði íslensk stjórn- völd gera sér grein fyrir að mikil andstaða væri við þetta hjá hinum rótgrónu flotaveldum. Sú and- staða hefði aftur á móti að hans mati fyrst og fremst byggst á þvi að þetta væri ekki enn tímabært að ræða. Spurningin væri bara hvenær það yrði tímabært. Gunnar Gunnarsson, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Is- lands, sagði bakgrunn ráðstefn- unnar vera að vígbúnaður á höf- unum væri eina tegund vígbúnað- ar sem enn hefði ekki verið tekin inní samningaviðræðu austurs og vesturs eða væri í þann mund að gera það. Umræða um þessi mál hefði farið fram í nokkur ár og hefði hann sótt flestar þær ráð- stefnur sem um þær fjölluðu. Eft- ir að hann hefði kynnst málinu þannig sagði Gunnar að honum hefði orðið æ ljósara hversu við- kvæmt þetta mál væri og umdeilt innan Atlantshafsbandalagsins en einnig að án þátttöku þess væri ekki við árangri að búast. Hann hefði því talið nauðsynlegt að það fæm fram óformlegar umræður um þetta mál. Hefði utanríkisráð- herra síðan hvatt til að haldin yrði hér ráðstefna þar sem það yrði gert. Gunnar sagði að svo virtist sem umræður á þeim ráðstefnum sem hefðu verið haldnar væru komnar í hring. Þyrfti að taka ítarlega á nokkrum þáttum og yrði það gert undir sérstökum dagskrárliðum á þessari ráðstefnu. Þátttakendur á ráðstefnunni eru frá flestum ríkjum Atlants- hafsbandalagsins og eru þeir alls 34 að tölu. Loðnuveiðar: F æreyingar fá 10.000 tonna kvóta hjá EB vegna veiða í færeysku lögsögunni Atlantsál: Akvörðun um álver fyrir septemberlok Þokast í átt til sam- komulags um orku- verð og skattgreiðslur Á FUNDI viðræðunefndar At- lantsáls-hópsins í gær með full- trúum þeirra -staða, sem til greina þykja koma fyrir nýtt ál- ver, kom fram að stefnt er að því af hálfu hinna erlendu aðila að taka ákvörðun um það bæði hvort álver skuli rísa á landinu og hvar fyrir lok september. Atlantsálsmenn funduðu með fulltrúum hvers staðar fyrir sig um þjónustu, sem nýtt álver myndi þurfa, svo sem vegagerð, hafnar- gerð og vatnsveitu, og um fast- eignagjöld. Fyrir skömmu hittust í Amster- dam viðræðunefndir Atlantsáls og islenzku ríkisstjórnarinnar ásamt aðalforstjórum álfyrirtækjanna þriggja, sem mynda Atlantsálshóp- inn. Jón Sigurðsson . iðnaðarráð- herra sótti einnig hluta fundarins. Að sögn iðnaðarráðherra þokaðist þar vel í átt til samkomulags um orkuverð til nýja álversins og skatt- greiðslur þess. Bíll valt þegar dekk sprakk TVENNT slasaðist í umferðar- slysi í Helgafellssveit í gær. Öku- maður Mazda-bíls af Suðurnesj- um viðbeinsbrotnaði og farþegi skarst á höfði þegar billinn fór út af veginum og valt fjórar velt- ur. Talið er að óhappið hafi orð- ið þegar hvellsprakk á öðru framhjóli bílsins. Bíllinn stórskemmdist en fólkið fékk að fara af sjúkrahúsi að lok- inni aðhlynningu. Það var í öryggis- beltum og er talið að að hafi ráðið miklu um að ekki fór verr. Rætt um að ríkið leigi hluta SS-hússins ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segir að komið hafi til tals að ríkið leigi hluta af nýju húsi Sláturfélags Suður- lands undir rikisstofnanir. Fram til þessa hafa verið uppi hug- myndir um að ríkið keypti húsið. „Það hefur verið rætt um að stofnanir á vegum ríkisins, sem eru í húsnæði sem hentar þeim ekki, gætu flutt inn í hluta af þessu húsi, sem hentaði þeim betur fyrir sams konar verð. En það myndi ekki hafa í för með sér viðbótar útgjöld fyrir ríkið,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Ráðherra vildi ekki tilgreina um hvaða ríkisstofnanir væri rætt. Undanfarið hefur meðal annars verið nefnt að Myndlistar- og hand- íðaskólinn og aðrir listaskólar, eða þá Þjóðminjasafnið, gætu nýtt stór- hýsi SS í Laugarnesi. FÆREYINGAR fá 10 þúsund tonna Ioðnukvóta hjá Evrópu- bandalaginu á þessari vertíð vegna veiða Evrópubandalags- skipa í færeyskri lögsögu og þurfa því ekki að greiða beint fyrir kvótann, að sögn Ditlevs Eldevig hjá loðnuverksmiðjunni Havsbrun í Fuglafirði í Færeyj- um. Evrópubandalagið fær 40 þúsund tonn af 66 þúsund tonna loðnukvóta Grænlendinga á þess- ari vertíð en bandalagið kaupir af Grænlendingum 140 þúsund tonn af loðnu, þorski, karfa, grá- lúðu og fleiri tegundum á ári fyrir 500 miHjónir danskra króna, eða um 5 milljarða íslenskra króna. Ditlev Eldevig sagði að Færey- ingar hefðu keypt 13 þúsund tonna loðnukvóta af Grænlendingum fyrir 7,2 danska aura kílóið, sem er sama einingarverð og þeir greiddu Græn- lendingum fyrir loðnukvóta á síðustu vertíð. Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík greiðir Grænlend- ingum einnig 7,2 danska aura fyrir kílóið af 6.500 tonna loðnukvóta, sem fyrirtækið kaupir af Grænlend- ingum á þessari vertíð. Ditlev sagði að Havsbrun greiddi nú 48 danska aura fyrir kílóið (4.560 íslenskar krónur fyrir tonn- ið) af loðnu upp úr sjó en á síðustu vertíð hefði verksmiðjan greitt 47 danska aura fyrir kílóið. Islenskar verksmiðjur greiddu hins vegar frá 3.300 upp í rúmar 4 þúsund krónur fyrir loðnutonnið á síðustu vertíð. Erlend loðnuskip eru búin að veiða um 24 þúsund tonn af loðnu í íslensku lögsögunni, þar af hafa norsk skip veitt 22.480 tonn en færeysk 1.580 tonn, að sögn Land- helgisgæslunnar. Loðnukvóti Norð- manna er 66 þúsund tonn en þeir hafa einnig keypt 6.500 tonna kvóta af Grænlendingum. Eitt norskt loðnuskip var á miðunum við Langanes á mánudag en ekkert færeyskt. Hólmaborg SU, skip Hraðfrystihúss Eskifjarðar, fór á loðnumiðin á fimmtudag en kom aftur til heimahafnar á sunnudag án þess að hafa bleytt nótina. Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg SU, sagði að feikna- góðar loðnutorfur hefðu verið 90-100 sjómílur út af Langanesi, að sögn erlendu skipstjóranna. Loðnan hefði hins vegar dreift sér áður en Hólmaborgin kom á miðin. Ástæðan hefði verið mikill sjávar- hiti á þessum slóðum en yfirborðs- hitinn hefði verið um 7 gráður á Celsíus. Þorsteinn sagði að loðnan við Langanesið hefði verið 14% feit, sem væri frekar lélegt miðað við árstíma. „Við ætlum að bíða og sjá til hvernig erlendu loðnuskipunum gengur. Það borgar sig ekki fyrir okkur að eyða um 700 þúsund krón- um á viku í olíu til að beija á nokkr- um tonnum af loðnu. Norskt leitar- skip fór vestur á Halamið en fann þar enga loðnu í veiðanlegu ástandi. Auk þess hafa Færeyingar leitað að loðnu frá Grænlandi norður fyr- ir Jan Mayen en enga fundið í veið- anlegu ástandi fyrir utan þessa við Langanesið," sagði Þorsteinn. Austurstræti verður áfram göngugata BORGARRÁÐ Reykjavíkur tók fyrir erindi frá umhverfismála- ráði um opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð á fundi sínum í gær. Umhverfismálaráð hafði fellt tillögu þar að lútandi og breytti borgarráð ekki þeirri niðurstöðu. Samtökin „Gamli miðbærinn“ Reykjavíkur í síðustu viku og var sendu borgaryfirvöldum bréf í vor, þar sem óskað var eftir því að bílaumferð yrði leyfð í Austur- stræti milli Lækjargötu og Póst- hússtrætis. Tiilaga um þetta var lögð fram á fundi í umhverfismálaráði hún felld með þremur atkvæðum gegn tveimur. Borgarráð tók á fundi sínum í gær fyrir erindi frá umhverfismálaráði þar sem þessi niðurstaða var kynnt og breytti borgarráð ekki þeirri ákvörðun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.