Morgunblaðið - 15.08.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.08.1990, Qupperneq 4
4 % MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990 Morgunblaðið/Einar Falur Fremst sést heillegusta hleðslan, sem fundizt hefur í rústunum hingað til, líkast til frá byrjun klaustur- halds í Viðey. Átta manns vinna nú að uppgreftrinum. Fundinn ofn frá því fyr- irtíma Viðeyjarklausturs LEIFAR af ofni frá því fyrir stofnun Viðeyjarklausturs árið 1226 og heilleg steinhleðsla frá upphafi klausturhalds í eynni eru á meðal þess, sem fundizt hefur við uppgröftinn norðan við Við- eyjarstofu á síðustu vikum. Margrét Hallgrímsdóttir, forn- leifafræðingur og borgarminja- vörður, segir að fullsannað sé að byggð hafi verið í eynni áður en þar kom klaustur. VEÐURHORFUR í DAG, 1B. ÁGÚST YFIRLIT í GÆR: Fyrir norðnorðaustart land er 994 mb. lægð sem þokast norðaustur. Á norðanveröu Grænlandshafi er smá lægð sem þokast austur. SPÁ: Hæg suö-austan eða breytileg átt og skúrir á Suðaustur- og Austuriandi en norðaustan gola eða kaldi í öðrum landshlutum. Súld eða skúrir við norðurströndina en léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti viðast á bilinu 7-11 stig norðanlands en 11-16 stig sunnan til á landinu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðanátt, skýjað og skúrír eða súld norðanlands en léttskýjað sunnanlands og vestan. Svalt norðanlands en 10-16 stiga hiti syðra. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur [T Þrumuveður H VEÐUR VlBA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veöur Akureyri 9 suld Reykjavik 12 skúr Bergen 14 skúr Helsinkl 22 téttskýjað Kaupmannahöfn 24 þokumóða Narssarssuaq 9 skýjað Nuuk 8 þoka Ósló 18 skýjað Stokkhóimur 22 þokumóða Þórshöfn 12 skýjað Algarve vantar Amsterdam 23 léttskýjað Barcetona 28 léttskýjað Berlfn 27 skýjað Chicago 12 téttskýjað Feneyjar léttskýjað Frankfurt 19 þrumuveður Qlasgow 18 úrkomaígr. Hsmborg 24 skýjað la8 Palmas 24 skýjað London 22 skýjað LosAngeles 19 aiskýjað Utxemborg 20 skýjað Madríd 31 iéttskýjað Malaga 29 mlstur Mallorca 32 léttskýjað Montreal 16 rigning NewYork 22 léttskýjað Orlando vantar P8rfs 28 léttskýjað RÓm 28 hélfskýjað Vin 30 skýjað Washington 22 skúr Wlnnipeg 12 léttskýjað Margrét Hallgrímsdóttir bendir á móöskulag frá 10. eða 11. öld, úr ofni sem verið hefur eldri en sá sem sést hægra megin á myndinni og staðið dýpra. Hér sést í „bakið“ á ofninum, en rústir hússins sem hann hefur hitað upp eru órannsakaðar inn af honum. Á myndinni sést glöggt hversu djúpt fornleifafræðingarnir hafa grafið á fjórum sumrum rannsókna í Viðey - með múrskeiðum. Að sögn Margrétar er staðfest að stóri miðaldaskálinn, sem unnið er við að grafa upp, var minnkaður er leið á miðaldir, og kemur það heim og saman við kenningar um þróun húsagerðar á íslandi. Híbýlin hafa verið minnkuð vegna skorts á timbri og kólnandi veðurfars, til þess að auðveldara væri að hita þau upp. Hleðslan, sem er nýfundin, er mjög heilleg og er hún elzta hleðsl- an, sem fundin er úr skálanum, líklega frá byrjun 13. aldar. Frá svipuðum tíma er eldstæði sem nýlega var grafið upp, en í því fund- ust brot úr stórri klébergsgrýtu. Pottar voru tálgaðir úr klébergi þar sem það er mjúkt og meðfærilegt og leiðir vel hita. Slíkir gripir hafa líkast til verið fluttir inn frá Nor- egi. Margrét segir að grýtan, sem fannst í eldstæðinu, sé líklega sú stærsta, sem fundizt hafi hér á landi. Ofninn sem nýlega kom í ljós er nyrzt í uppgreftrinum og virðist að sögn Margrétar tilheyra húsi, sem staðið hefur norðan svæðisins, sem hingað til hefur verið grafið í, og er ófundið. Ofninn hefur líkast til hitað upp einhvers konar baðstofu eða jarðhýsi, og í honum hefur ver- ið brenndur mór, sem sést af rauðri móösku í jarðveginum. Þá hefur fundizt torfhleðsla, sem kom gröfurum nokkuð á óvart að sögn Margrétar, þar sem hún virð- ist ekki hluti af stóra miðaldaskál- anum. Af öskulögum í torfinu má merkja að það hafi verið skorið um 1000, en ekki er ljóst hvers konar mannvirki hleðslan hefur tilheyrt. Margrét segir að gjóskulög séu skýr í jarðveginum í Viðey og hjálpi fornleifafræðingum mikið við ald- ursgreiningu rústanna. Breiðholtsvagnar í beinu sambandi við íjarskipti lögreglu Á FUNDI stjórnenda SVR og lögreglunnar í Reykjavík í gær var, að sögn Sveins Andra Sveinssonar sljórnarformanns SVR, ákveðið að strætisvagnar í síðustu ferðum um Breiðholtshverfi föstudags- og laugardagskvöld verði fyrst um sinn í beinu sambandi við fjar- skiptamiðstöð lögreglunnar. Jafnframt munu eftirlitsbílar lögreglunnar í Breiðholtshverfi haga ferðum sínum á þeim tíma með þeim hætti að skjótt verði unnt að bregðast við beiðni um aðstoð frá strætisvögnum. Að sögn Sveins Andra verður jafnframt unnið að því að finna varanlegar lausnir sem aukið geti öryggi vagnstjóra en ekki verður ráðist í sérstakar fjárfestingar vegna þess komi ekki til sérstakur stuðningur borgarráðs. Lögreglan hefur nú yfirheyrt þau ungmenni sem kærð voru að fyrir hafa veist að strætisvagna- stjóra sem ók leið 12 frá endastöð í Eddufelli að lokinni síðustu ferð aðfaranótt síðastliðins sunnudags og veitt honum áverka. Að sögn lögreglu er búist við að fleiri vitni verði yfirheyrð. Talsvert mun bera á milli frásagna strætisvagnastjór- ans og hinna kærðu um aðdrag- anda málsins. Ungmennin sem um ræðir eru ekki búsett í Breiðholts- hverfi. Þau munu hafa sótt tónleika Rykkrokks við Fellaskóla og vildu að vagnstjórinn, sem lokið hafði síðustu ferð í Fellahverfi og var á leið að geymslustæði strætisvagna við Kirkjusand, æki þeim til síns heima í önnur borgarhverfi. Bruggaði landa í Breiðholti RANNSÓKNADEILD lögregl- unnar í Reykjavík lagði í fyrra- dag hald á bruggtæki í íbúð í Breiðholti. íbúi þar hefur gengist við að hafa notað tækin til að eima landa sem hann hafi síðan selt, Á staðnum fannst aðeins lítilsháttar landi og í tækjunum var eitthvað af óeimuð- um legi. Brotist var inn í kirkju BROTIST var inn í Seltjarnarnesskirkju aðfaranótt sunnudagsins. Farið var inn í kirkjuna og hurð fyrir dyrum að skrifstofu prests var brotin upp en aðrar skemmdir ekki unnar og engra verðmæta er saknað, að sögn Kristínar Friðbjarnardóttur, formanns sóknar- nefndar. Að sögn Kristínar var greinilegt á ferð náð til helgimuna kirkjunnar að farið hafði verið víða um kirkj- né annarra verðmæta. .„Enda er una en hvorki hafði sá sem þar var ekkert að hafa þarna,“ sagði hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.