Morgunblaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990 7 Sumarlokanir á öldrunardeildum: Sjúklingar sendir heim þó þeir þurfí mikla umönnun „FJÖLSKYLDUR hafa þurft að breyta sumaráætlunum sínum með það fyrir augum að vera hjá öldruðum ættingjum sínum,“ sagði Sigurbjörg Siggeirsdóttir, yfirmaður öldrunarþjónustu- deildar félagsmálastofnunar í samtali við Morgunblaðið. í sam- talinu kom meðal annars fram að um 60 rúmum hefur verið lokað á öldrunardeildum sjúkra- húsanna og sjúklingar, sem margir hverjir þurfa á mikilli umönnun að haida, hafa verið sendir heim. Sigurbjörg sagði að ástandið væri mun alvarlegra í ár en í fyrra. Þá var öldrunar- deildum einnig lokað í sparnað- arskyni. „Við erum að gera alls kyns ráð- stafanir til að koma til móts við þessa einstaklinga sem sendir hafa verið heim og búa margir við mikið óöryggi," sagði Sigurbjörg. „Við erum í nánu sambandi við heima- hjúkrunina og höfum aukið heim- sendingarþjónustu á mat um 50% prósent. Annars hefur hér greini- íega farið yfir strikið. Heimaþjón- ustan getur ekki séð um að aðstoða fólk sem þarf á sólarhrings viðveru starfsmanns að halda. Þegar um slík tilfelli er að ræða er aðstoðin orðin spurning um stofnanaþjón- ustu.“ Sigurbjörg sagði að heimilisþjón- ustan hefði átt gott samstarf við ættingja hinna öldruðu. „Geysilega margir hafa lagt mikið af mörkum í þjónustu við aldraða ættingja sína,“ sagði Sigurbjörg. „Á móti hljóta þeir mikla ábyrgð og mikla bindingu. Umönnun sjúklinganna Alvarlega veikt fólk á göngiim sjúkrahúsa Alvarlega veikir sjúklingar liggja nú á göngum sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að deildum hefur verið lokað og sjúkrahúsin silja uppi með langlegusjúklinga sem ekki eiga í ann- an stað að venda. Þetta kom meðal annars fram í samtali við Þórð Harðarson á lyfjadeild Landspítalans. Þórður sagði að mikið álag á spítulunum gerði það að verkum að útskrifa yrði fólk sem ekki væri fært um að sjá um sig sjálft. Hann sagði að álagið ykist stöðugt og töluvert væri um að ættingjar gamals fólks, sem út- skrifað hefur verið af öldrunardeildum vegna lokana, gæfist upp við að sinna því heima. „Skýringin á ástandinu er í raun tvíþætt,“ sagði Þórður. „í fyrsta lagi þurfum við að sinna jafn mörgum sjúklingum og áður á færri deildum og í öðru lagi þurf- um við að taka á móti fólki af öldrunardeildum sem hefði að öðr- um kosti komið inn á langlegu- deildir eða hjúkrunardeildir. Ástandið er óþolandi enda höfum við þurft að útskrifa fólk'heim sem ekki er fært um að vera heima. Heimahjúkrun, heimilishjálp og ættingjar gera sitt til að aðstoða sjúklingana en álagið eykst og fólk gefst upp við að sinna farlama skyldmennum sínum. Við erum með fólk með hjartabilun, krans- æðastíflu, lungnabólgu og fleiri sjúkdóma á göngunum af því okk- ur finnst það skárra en að senda fólkið heim. Aftur á móti segir það sig sjálft að hávaði, umgangur og trekkur á göngunum gera veiku fólki ekki gott.“ Þórður sagði misjafnt hve margir sjúklingar væru á göngun-' um enda færi það eftir því hvaða spítali sinnti bráðavaktinni. Hann lagði áherslu á að fagleg sjónar- mið réðu of litlu um sparnað á sjúkrahúsunum. Réttara væri að ráðgast meira við heilbrigðisyfir- völd og sjúkrahússtjórnir í því efni. verður sífellt erfiðari og oft endar þetta með því að einstaklingarnir hreinlega kikna undan þessu.“ „Ég veit dæmi um það,“ sagði Sigurbjörg, „að einstaklingur í þjónustuíbúð veiktist um nótt en var snúið við á neyðarvaktinni. Ástandið er orðið svoleiðis að gamla fólkið fær varla þjónustu sem hinn almenni borgari á rétt á,“ sagði Sigurbjörg meðal annars. Þá minnt- ist hún á samdrátt í hvíldarinnlögn- um fyrir aldraða einstaklinga þar sem þeir hafa notið umönnunar á sjúkrastofum um nokkurra vikna skeið á meðan aðstandendur hafa fengið sumarleyfi og hvíld frá oft erfiðu og vandasömu starfi. Bárbel Ingólfsson, félagsfræð- ingur á öldrunardeildinni í Hátúni, tók í sama streng og Sigurbjörg og sagði að oft lenti það á 12 til 13 ára unglingum að hugsa um aldraða ættingja sína. Sjúklingar í rúmum sínum á gangi hjartadeildar Landspítalans í gærmorgun. Morgunblaðið/Einar Falur & íA í Reiðhöllinni 8. september PARÍSARFERÐ FYRIR TVO Dregið verður úr miðanúmerum allra sem kaupa miða á Risarokkið, laugardaginn 8. september. Miðana þarf aðeins að kaupa fyrir sunnudaginn 26. ágúst. 1 .»21» weréfawns 3.-7. verélaun: 8.-50. verólaun: Fjögurra daga ferð á Kvöldverður fyrir tvo á Litlar og stórar plötur Monsters of Rock hljóm- veitingastaðnum og geisladiskarmeð leikana ÍParis3. sept. L.A. Café, Whitesnake og Whitesnake verður þar aðalhljómsveitin. Einnig leika þar Aerosmith, Poison og Vixen. Laugavegi 45. JLjái') C A F E — Quireboys. Athugið! Aðeins verður dregið úr miðum á laugardagsrisarokkið. Kaupið miða í síðasta lagi 25. •• FORSALA AÐGONGUMIÐA Reykjavík: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96, Stein- ar, Austurstræti, Álfabakka 14, Glæsibæ, Laugavegi 24, Rauðarárstíg 16 og Eiðistorgi, Mynd- bandaleigur Steina, Plötubúðin Laugavegi 20. Hafnarfjörður: Steinar, Strandgötu 37. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. ísafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfé- lag Skagflrðinga. Akureyri: KEA. HúsavíkrBókaverslun Þórarins Stefánssonar. Neskaupstaður: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval. Einnig er hægt að panta miða i síma 91 -667 556. Gíróseðinn verður sendur og er hann hefur verið greiddur verða miðarnir sendir um hæl. Munið að greiða strax. Flugleiðir veita 35% afslátt af verði flugferða gegn framvísun aðgöngumiða að risarokktónleikunum. Beint þotuflug til Akureyrar nóttina FLUGLEIDIR ATHUGID Enn eru nokkrir miðar eftir á tónleika Whitesnake og Quireboys í Reiðhöllinni föstudaginn 7. september. VISA* EUROCARD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.