Morgunblaðið - 15.08.1990, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990
13
Ódýr og raunhæf byggðasteftia
eftir Halldór Jónsson
Staðarval 200 þúsund tonna
álvers er mikilvægasta ákvörðun,
sem íslensk stjórnvöld hafa staðið
frammi fyrir lengi, og sú afdri-
faríkasta að því er varðar byggða-
þróun á íslandi. Það er flestum
ljóst, að verði álverið byggt á Suð-
vesturlandi mun það auka búferla-
flutninga til höfuðborgarsvæðisins
umfram þann straum sem nú er.
Verði það reist í Eyjafirði, styrkir
það þann byggðakjarna mjög
verulega og snýr vöm landsbyggð-
arinnar í sókn.
Staðsetning álvers^ hefur mikil
efnahagsleg áhrif á Islandi, hvar
sem það kemur. Það hefur hins
vegar mun jafnari áhrif á atvinnu-
uppbyggingu á landinu, ef það er
staðsett utan Suðvesturlands. Ef
verksmiðjan rís á Keilisnesi, verða
öll margfeldisáhrif hennar á höf-
uðborgarsvæðinu. Atvinnuupp-
bygging verður aðeins bundin við
það svæði. Rísi verksmiðjan í Eyja-
firði, munu um 640 manns vinna
í iðjuverinu sjálfu; að níunda
hundrað afleidd störf verða til á
Eyjafjarðarsvæðinu, en að líkind-
um munu á fimmta hundrað störf
skapast annars staðar á landinu,
einkum á höfuðborgarsvæðinu.
Hér stendur því valið milli atvinnu-
uppbyggingar, sem takmarkast
við höfuðborgarsvæðið, og fólks-
flótta frá landsbyggðinni annars
vegar og jafnrar uppbyggingar og
raunhæfrar byggðastefnu hins
vegar. Það ætti því ekki að vefjast
fyrir stjórnvöldum að velja milli
þessara kosta.
Það hafa margir, ekki síst þeir
sem búa á Suðurnesjum, miklar
áhyggjur af því, að álver í Eyja-
firði spilli góðu landbúnaðarhér-
aði. Eru menn - búnir að gleyma
darraðardansinum, sem varð út
af járnblendiverksmiðjunni á
Grundartanga? Þar létu margir
hátt, sem nú láta lítið fara fyrir
sér.
í umræðum um álver er það
áberandi að þeir, sem mestar
áhyggjur hafa, móta skoðanir
sínar á áliðnaði og næra tor-
tryggni sína á fortíðinni. Til að
varpa ljósi á þá öru þróun í meng-
unarvörnum áliðnaðar, sem átt
hefur sér stað síðastliðin 30 ár,
má geta þess að norskur áliðnaður
sleppti út úr verksmiðjum sínum
að meðaltali 5,4 kg af flúor á
hvert tonn, sem framleitt var af
álið árið 1960. Á árinu 1988 var
þetta meðaltal komið niður í 1,05
kg á hvert tonn. Hér er að sjálf-
sögðu um meðaltal að ræða. Það
þýðir að inni í myndinni eru göm-
ul álver, sem hækka meðaltalið
verulega. Nýjustu álverin eru því
vel undir 1 kg markinu, og þau
fyrirtæki sem nú er verið að ræða
við, ráða yfir tækni, sem gerir
þeim kleift að minnka flúormagnið
niður í 0,3-0,4 kg á hvert áltonn.
í þeim viðmiðunum, sem NILU
notaði fyrir dreifingarspá í Eyja-
firði, er reiknað með 1 kg af flúor
á hvert tonn af áli. Má sjá af þessu
að öryggismörkin eru mjög rúm
og raunveruleikinn er langt innan
þeirra.
Það er rétt að geta þess einnig
að nú er verið að semja um 200
þúsund tonna álver. Stækkunar-
möguleikar álversins eru einkum
fólgnir i því að á lóð þeirri, sem
undir álverið er ætluð, verður rými
fyrir helmingi stærri verksmiðju.
Ef til stækkunar kemur, þarf hins
vegar að sækja um starfsleyfi fyr-
ir slíka verksmiðju. Leyfið yrði að
sjálfsögðu háð því að umhverfis-
áhrif 400 þúsund tonna álvers
yrðu ásættanleg. Þá yrði tekið til-
lit til þeirrar reynslu, sem fengist
hefði af rekstri og umhverfisáhrif-
um 200 þúsund tonna álvers.
Það er mikils vert að íbúar Eyja-
fjarðar geri sér vel grein fyrir því
hve mikið er í húfi fyrir þá í þessu
máli og standi saman um það. Það
er einnig mikils vert, vegna þess
hve málið hefur mikil áhrif á
byggðaþróun á landinu, að stjórn-
völd leggi sig fram um að veita
eins glöggar upplýsingar um um-
hverfisáhrif og mögulegt er. Þá
er ekki aðeins átt við dreifing-
arspá, heldur einnig um áhrif 200
þúsund tonna álvers á gróður og
dýralíf í næsta nágreni við verk-
smiðjuna. Því lengur sem dregst
að veita þessar upplýsingar, því
hættara er við að tortryggni skap-
ist innan héraðs.
Héraðsráð Eyjafjarðar, sem
undirritaður er formaður fyrir,
mun leggja sig í líma við að veita
allar þær upplýsingar um málið,
sem því er unnt, til þess að af-
staða héraðsbúa til þessa mikil-
væga framfaramáls megi verða
byggð á eins raunhæfu mati og
hugsast getur.
Höfundur er bæjarstjóri á
Akureyri og formaður héraðsráðs
Eyjafjarðar.
Halldór Jónsson
„Það er mikils vert að
íbúar Eyjafjarðar geri
sér vel grein fyrir því
hve mikið er í húfi fyr-
ir þá.“
I iÝMI! Q
15%-20%
atsláttur
FJALLAHJOL SLATTUVELAR
stgr.
10 gíra-Krl6.99íP
T3.593
12 gíra-Kr. 18i5G0a5*
1 4.797stgr
18 gíra-Kr.
ítíJjMi
(052)-Kr.
14.161
w
O.iohnson & Kaaberhf
SÍMI: 91 -24000
...ekki bara kaffi
Þú svalar lestrarþörf dagsins
GAP
G.Á. Pétursson hf
Nútíðinni Faxafeni 14,
sími 68 55 80
(P420)-Kr. 36.8#'
29.479stg,
E“
Raðgreiðslur
Enginn útborgun, greiðist á 4-6 mánuðum.