Morgunblaðið - 15.08.1990, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990
Sri Lanka:
Fjöldamorð framin í bæj-
um múslíma og Tamíla
Eravur. Reuter.
Uppreisnarmenn úr röðum Tamíla hafa myrt 187 múslima, þar á
konur og börn, á grimmdarlegan hátt i þremur þorpum á Sri Lanka
frá því um helgina. Ráðist var á þorp Tamíla í gær, líklega til að
hefna fjöldamorðanna, og biðu 85 manns bana í árásinni.
„Um fimmtán menn, vopnaðir
byssum, réðust inn í húsið okkar
og skipuðu okkur að fara út. Síðan
hófu þeir skothríðina. Eg datt á
milli líkanna og beið þar til þeir
fóru. Það var blóð út um allt,“ sagði
fimmtán ára unglingur sem komst
lífs af. Öll fjölskylda hans, foreldrar
og fjögur systkini, þar á meðal fimm
mánaða systir, var drepin.
Bretland:
Vatnsskortur kann að
leiða til verðhækkunar
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
kvæmt mæli. Það hefur leitt til
þess, að vatnsnotkun hefur minnk-
að um 15-20%. En garðeigendur á
eyjunni eru ekki hrifnir af þessari
nýjung og kostnaðinum við að koma
í veg fyrir, að garðar skrælni.
18 milljónum Breta er nú bann-
að að sprauta vatni úr garðslöng-
um. Þurrkurinn í sumar kann að
leiða til hækkunar á vatnsverði.
Veður hefur lengi haldist hlýtt á
Bretlandi nú í sumar og hefur orðið
hlýjast 37 gráður. Úrkoma hefur
verið lítil. Breskar vatnsveitur, en
hlutabréf í þeim voru seld á almenn-
um markaði á síðasta ári, hafa því
orðið að grípa til þess ráðs að banna
fólki að sprauta úr garðslöngum í
mörgum héruðum í Englandi.
Ástandið er verst í Kent, en þar
hefur verið bannað að sprauta úr
garðslöngum síðan í byrjun maí.
Nú er einnig búið að banna að vökva
almenningsgarða og golfvelli og að
þrífa langferðabíla með vatni.
Þetta er í fjórða sinn síðan 1976,
að orðið hefur að grípa til víðtækra
bannaðgerða til að koma í veg fyr-
ir þrot á vatni. Breskar vatnsveitur
eru að leita nýrra leiða til að afla
sér vatns, en þær hafa gert ráð
fyrir langvarandi þurrkum á 50 ára
fresti í áætlunum sínum.
Talsmenn breskra vatnsveitna
segja, að þörf sé á aukinni fjárfest-
ingu vegna nýrrar vatnsöfiunar, ef
þurrkinum linnir ekki. Það þýði
hærra verð á vatni til neytenda.
Tilraun hefur staðið yfir á eyj-
unni Wight með að selja vatn sam-
13 ára drengur sagði með tárin
í augunum að foreldrar hans og
fjórtán systkini hefðu verið myrt.
Um þijátíu manns voru drepin í
þorpinu Saddam Hussein, sem nefnt
var eftir forseta íraks fyrir nokkr-
um árum. í því eru hundrað hús,
moska og félagsmiðstöð sem hann
gaf þorpsbúum. „Þeir komu úr öll-
um áttum, við gátum ekki komist
undan,“ sagði kennari. „Ef dyrum
var lokað brutu þeir hurðina. Þeir
drápu jafnvel móður sem var að
gefa barni sínu brjóst," bætti hann
við. Þorpsbúarnir sögðust vera
óvopnaðir og varnarlausir gagnvart
árásarmönnunum.
Hartnær 400 múslimar hafa ver-
ið drepnir í landinu á undanförnum
þrettán dögum. Tígrarnir beijast
fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla í norð-
ur- og austurhluta landsins.
Hópur manna fór inn í þorp
Tamíla í gær og réðst á íbúa þess
með hnífum. 85 biðu bana í árás-
inni og um hundrað særðust. Einn-
ig var kveikt í nokkrum húsum.
■
Reuter
Elio Erriquez flaug til Genfar í gær með sérstakri flugvél Alþjóða
Rauða krossins. Hér er hann ásamt móður sinni við komuna til
Genfar og veifar hópi fólks sem tók fagnandi á móti honum.
Svissneskum gísl-
um sleppt í Líbanon
Beirút. Reuter.
PALESTÍNSKIR mannræningj-
ar tilkynntu á gær að þeir myndu
láta lausan Elio Erriquez, sviss-
neskan starfsmann Alþjóða
rauða krossins, eftir að hafa haft
hann í haldi í 10 mánuði. Erriqu-
V estur-Þýskaland:
Kanna hvort austur-þýskum
flóttamanni var byrlað eitur
Braunschweig. Reuter.
LÍK Lutz Eigendorfs, austur-þýsks knattspyrnumanns, sem flýði frá
Austur-Þýskalandi, verður hugsanlega grafið upp til að ákvarða hvort
útsendarar kommúnistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi hafi byrlað
honum eitur. Hann fórst í bílslysi fyrir sjö árum. Talsmenn saksókn-
ara í Braunschweig í Vestur-Þýskalandi skýrðu frá þessu i gær.
ERLENT
Skýrslur um að morðsveitir hafí
drepið fjölda mikilsmetinna flótta-
manna á Vesturlöndum á síðustu
10 árum eru nú kannaðar í Vestur-
Þýskalandi. Talsmaður saksóknara
í Braunschweig sagði að réttarrann-
sóknarmenn væru að rannsaka
hvort hægt væri að finna eiturleifar
í líki Eigendorfs, sjö árum eftir
dauða hans. Ef það reynist mögu-
legt þá verður líkið grafið upp.
Vestur-þýska tímaritið Bunte
greindi frá því í þessari viku að
þótt Eigendorf hafi farist í bílslysi
þá hafi útsendarar austur-þýsku
öryggislögreglunnar, STASI, eitrað
fyrir honum. í tímaritinu sagði að
útsendarar STASI hefðu myrt fjöl-
marga flóttamenn samkvæmt skip-
unum frá Eric Mielke, fyrrverandi
öryggismálaráðherra Austur-
Þýskalands. Sumum hefði verið
byrlað eitur og sjálfsmorð og bílslys
hefðu verið sviðsett til að koma
öðrum fyrir kattarnef.
Talsmaður vestur-þýska inn-
anríkisráðuneytisins, Roland Bac-
hmeier, sagði á blaðamannafundi
að vestur-þýsku ríkisstjórninni
hefðu borist leynilegar upplýsingar
þessa efnis og þeim hefði verið kom-
ið til réttra yfirvalda til frekari rann-
sóknar.
Reuter
Havel heimsækir Nicaragua
Violeta Chamorro, forseti Nicaragua, heilsar Vaclav Havel, forseta
Tékkóslóvakíu, er hann kom í eins dags heimsókn til Managua í gær.
Á milli þeirra er sendiherra Tékkóslóvakíu í Nicaragua, Zdenek Dlesk.
Refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku:
Nelson Mandela ljær
máls á tilslökunum
Jóhannesarborg. Reuter.
NELSON Mandela, leiðtogi
Afríska þjóðarráðsins (ANC),
helstu hreyfingar blökkumanna í
Suður-Afríku, sagði í sjónvarps-
viðtali á sunnudagskvöld að svo
gæti farið að hreyfingin féllist á
tilslakanir varðandi afnám efna-
hagslegra refsiaðge rða gegn
Suður-Afríku.
Mandela sagði að hreyfingin
gæti ef til vill sætt sig við viljayfir-
lýsingu frá F.W. de Klerk, forseta
landsins, um að sett yrði stjórnar-
skrá sem tryggði jafnrétti kynþátta,
í stað þess að bíða eftir því að hún
tæki gildi. Slík stefnubreyting gæti
aðeins orðið ef trúnaðartraust skap-
aðist á milli ANC og stjómvalda
þegar formlegar viðræður um af-
nám lögbundins kynþáttaaðskilnað-
ar hefjast.
Refsiaðgerðimar hafa verið
helsta tromp ANC í viðræðunum
við stjóm hvíta minnihlutans. í fyrri
viku ákvað hreyfíngin að falla frá
baráttu með vopnum. Sú ákvörðun
■ SÓFÍA - Dobri Djúrov,
varnarmálaráðherra Búlgaríu, hef-
ur látið að því liggja að Búlgarir
gætu haft áhuga á að ganga í Atl-
antshafsbandalagið (NATO) að
sögn dagblaðsins Otetsjestven
Front í gær. Aðspurður um það
hvort Búlgaría, sem er í Varsjár-
bandalaginu, myndi nokkurn tíma
ganga í NATO, sagði Djúrov að
slökun í samskiptum þjóða Vestur-
ez var fluttur til Damaskus og
afhentur sendiherra Sviss í Sýr-
Iandi 19 klukkustundum eftir að
tilkynningin barst. Skæruliða-
samtökin Byltingarhópur Pal-
estinumanna slepptu Emanuel
Christen, svissneskum starfs-
bróður Erriquez, úr haldi sl.
miðvikudag, en þeir voru hand-
teknir samtímis.
Tilkynning um lausn Erriquez
barst dagblaðinu An-Nahar í
Vestur-Beirút snemma á mánu-
dagsmorgun. „Til að fylgja eftir
frumkvæðinu um að binda endi á
svissneska gíslamálið tilkynnir
Byltingarhópur Palestínumanna
lausn annars svissneska gíslsins,
Elio Erriquez," sagði í tilkynning-
unni.
Dagblað í Beirút tilkynnti í gær
að fjögurra manna belgísk fjöl-
skylda, sem Byltingarhópur Pa-
lestínumanna hefur haft í haldi
síðan í nóvember 1987, yrði sleppt
innan sólarhrings ef gengið yrði að
kröfum þeirra um að láta lausan
palestínskan hryðjuverkamann,
sem verið hefur í fangelsi í Belgíu
fýrir að sprengjutilræði við gyð-
ingaböm fyrir 10 árum. Eitt barn
dó í tilræðinu. Talsmaður Byltingar-
hóps Palestínumanna í Líbanon,
Walid Khaled, sagðist ekki vita til
þess að láta ætti Belgana lausa en
fréttamenn fíeuters-fréttastofunn-
ar segjast hafa heimildir stjórnarer-
indreka í Belgíu fyrir því að um*
ræddur Palestínumaður, Nasses
Said, yrði látinn laus úr fangelsi.
Fyrir utan Erriquez er 13 Vestur-
landabúa saknað í Líbanon. Þeir eru
taldir vera í gíslingu hjá öfgahópum
hliðhollum íran.
Nelseon Mandela
ruddi úr vegi síðustu hindruninni
iyrir formlegum viðræðum. Mand-
ela sagði að ANC hefði nú myndað
nokkurs konar bandalag með
stjórninni um viðræðurnar en öll
stjórnmálaöfl landsins myndu síðan
taka þátt i þeim.
og Austur-Evrópu gæti gefíð tilefni
til þess. Hann bætti því við að hann
teldi að auðveldara yrði að ákvarða
hernaðarlega stöðu Búlgaríu í
framtíðinni eftir viðræður milli
Austur- og Vestur-Evrópuþjóða í
Vín um fækkun vopna. Hann minnt-
ist þó ekkert á áætlanir Búlgara
um að ganga úr Varsjárbandalag-
Grænland:
Prestar fást
ekki til starfa
Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
GRÆNLENDINGAR eiga sífellt
erfiðara með að iðka trúarlíf sitt
þar sem skortur á prestum virð-
ist landlægur. Nú eru átta stöður
lausar til umsóknar á Grænlandi
og flest bendir til þess að vígðum
mönnum eigi eftir að fækka þar
enn frekar á næstunni.
Á Grænlandi eru nú starfandi
26 prestar en engar umsóknir hafa
borist um átta stöður sem auglýstar
'nafa verið lausar. Ef fram fer sem
horfir verða 12 brauð ósetin árið
1992 og ekki bætir úr skák að
ungir Grænlendingar sýna guð-
fræðinámi engan áhuga. Formaður
prestafélagsins, Magnus Larsen
prófastur, sagði í viðtali við græn-
lenska útvarpið að þetta ófremdar-
ástand mætti rekja til skipulagning-
ar guðfræðinámsins. Það væri of
fræðilegt og of mikil áhersla væri
lögð á hinar heimspekilegu hliðar
kristinnar trúar.