Morgunblaðið - 15.08.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990
17
STRIÐSASTAND VIÐ PERSAFLOA
írakar hóta hefndum
verði hafnbanni komið á
Washington, Varsjá, Dubai, Lundúnum, Róm,
MÁLGAGN ríkisstjórnar Saddams
Husseins íraksforseta, Al-
Joumbouriya., lýsti yfir því í gær
að sérhverri tilraun vestrænna
ríkja til að koma hafnbanni á írak
yrði hefnt grimmilega. Bretar
hófu í gær að hafa afskipti af ferð-
um skipa á Persaflóa og í fréttum
bandarísku sjónvarpsstöðarinnar
NBC á mánudagskvöld sagði að
herskip Bandaríkjamanna myndu
hugsanlega á næstu tveimur sólar-
hringum þurfa að stöðva íraskt
skip, sem hefði vopn og skotfæri
innanborðs.
í málgagni írösku ríkisstjórnarinn-
ar sagði að herliðs Bandaríkjamanna
í Saudi-Arabíu biði „ekkert annað
en dauðinn" reyndu bandarísk her-
skip að hindra birgðaflutninga sjó-
leiðina til íraks og olíuútflutning
landsmanna. Bandaríkjamenn kveð-
ast vera reiðubúnir að beita hervaldi
til að tryggja að viðskiptabann það
sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti gagnvart írökum haldi.
Bretar hafa einnig lýst yfir því að
skip verði stöðvuð reynist þau hafa
ólöglegan varning innanborðs. I gær
höfðu Bretar í fyrsta skipti radíósam-
band við olíuskip sem var á siglingu
skammt undan Dubai og var áhöfnin
látin gera grein fyrir ferðum skipsins
og farmi þess. Skipið reyndist vera
á leið til hafnar eftir að hafa farið
í klössun.
. Reuter, The Daily Telegraph.
HERSVEITIR TIL VARNAR SAUDI-ARÖBUM
Bandaríkin Saudi- Arabía Frakkland Bretland Ástralia Kanada Marokko Egyptaland Sovét- rfkln
iii 50.000 65.700 3.500 1.000 3.500 3.000
4 1
-JUUr 40 8 6 6 3 2+ 2
450* 180 29 36 í
fæst ekki gefið upp 20 42 í
fæst ekki gefið upp 550
fæst ekki gefið upp 450 f1 ^ 4 >- -Jj
N
ný*«**- ’. ■*-’ í «
...» . , i
% .. „ *•- fe
* Meira en 300 á flugmóðurskipum auk a.m.k. 100 F-1
og 48 F-16-orrustuþotna og A-10-árásarþotna. í
Incirlik í Tyrklandi eru F-16 orrustuþotur auk a.m.k.
14 F-111 orrustuþotna.
Heimildir: Institute of Strategic Studies,
Jane's Fighting Ships og Reuters
Skip á siglingu á Persaflóa voru
í gær vöruð við því að tundurdufl
kynnu að vera á reki á flóanum.
Þrír breskir tundurduflaslæðarar
héldu á mánudag frá Skotlandi áleið-
is til Miðjarðarhafsins. Utanríkisráð-
herra Ítalíu skýrði frá því í gær að
stjórnvöld í Vestur-Þýskalandi og
Belgíu og á Spáni og Ítalíu væru
reiðubúin að senda herskip inn á
AÐDRATTARLEIÐIR TIL BAGDAD
Miðjaröar-
haf
.1 '
BagM
Bandarískar flugvélar
lenda í Saudi-Arabíu
á 10 mínútna fresti
Persaflóa. Boðaði hann að ákvörðun
í þá veru yrði tekin á fundi utanríkis-
ráðherra Vestur-Evrópusambandsins
síðar í þessum mánuði. Ráðherrann
kvað Helmut Kohl, kanslara Vestur-
Þýskalands, hafa skýrt frá því að
Þjóðveijar væru tilbúnir til að senda
tundurduflaslæðara inn á Persaflóa
óskuðu önnur aðildarríki Vestur-Evr-
ópusambandsins eftir því. Hins vegar
segir í stjórnarskrá Vestur-Þýska-
lands að Þjóðveijar megi ekki taka
þátt í hernaðaraðgerðum utan skil-
greinds varnarsvæðis Atlantshafs-
bandalagsins (NATO). Persaflói telst
REUTER
utan varnarsvæðisins en á hinn bóg-
inn liggur fyrir að vestur-þýsk skip
munu taka við eftirlitshlutverki
bandarískra herskipa á Miðjarðar-
hafi.
Vopn og skotfæri frá Póllandi?
Fréttamenn bandarísku sjónvarps-
stöðvarinnar NBC kváðust á mánu-
dagskvöld hafa heimildir fyrir því
að til tíðinda kynni að draga á næstu
48 klukkustundunum. Sögðu þeir að
svo kynni að fara að fylgdarskip
bandaríska flugmóðurskipsins Eisen-
hower stöðvuðu íraskt flutningaskip
Reuter
Bresk herskip á siglingu á Persa-
flóa.
á Rauðahafi sem væri á leið til hafn-
arborgarinnar Aqaba í Jórdaníu.
Fréttinni fylgdi að skipið væri á leið
frá Póllandi og hefði bæði vopn og
skotfæri innanborðs. Jan Majewski,
aðstoðarutanríkisráðherra Póllands,
sagði á fundi með fréttamönnum í
Varsjá í gærdag að það væri hugsan-
lega rétt að skotfærum og vopnum
hefði verið skipað um borð í flutn-
ingaskipið í Póllandi. Hann lagði hins
vegar áherslu á að skipið hefði hald-
ið frá Póllandi eigi síðar en fyrsta
ágúst og því væri ekki um brot gegn
samþykktum Öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna að ræða. Stjórnvöld í
Póllandi skýrðu frá því þann þriðja
þessa mánaðar að samþykkt Örygg-
isráðsins_ um algjört bann við vopna-
sölu til íraks yrði virt en Pólveijar
seldu írökum mikið af vopnum í
stríðinu við írani.
Sífellt fjölgar í herliði Bandaríkja-
manna í Saudi-Arabíu og heimildir
í gær hermdu að allt að 10.000
manna herlið frá Egyptalandi og
Marokkó myndi innan tíðar taka sér
stöðu á landamærum Saudi-Arabíu
og Kúvæt. Þá sögðu heimildarmenn
The Daily Telegraph að von væri á
100 hermönnum frá Sýrlandi. Þá
kváðust stjórnvöld í Pakistan hafa
fullan hug á því að koma Saudi-Aröb-
um til varnar.
Refsiaðgerðir SÞ:
J órdaní ukonungur
milli steins og sleggju
Ruwayshid í Jórdaníu, Amman, Tel Aviv. Reuter, Daily Telegraph.
JORDÖNUM liggur ekki á að framfylgja efnahagslegum refsiaðgerðum
Sameinuðu þjóðanna gegn írökuin ef marka má umferðina í Ruways-
hid-héraði við landamærin að írak.
Vöruflutningabifreiðar með ýmis-
konar farma, matvæli, byggingar-
vörur, vélahluta og fleira, aka þaðan
til íraks á meðan tankbílar með hrá-
olíu frá Irak streyma yfír landamær-
in í átt til hafnarbæjarins Aqaba.
Jórdönsk stjórnvöld hafa lýst því
yfír opinberlega að þeim beri skylda
til að virða ályktun Sameinuðu þjóð-
anna um viðskiptabann gegn Irökum
og segja að þau séu að kanna hvern-
ig hægt verði að framfylgja henni.
Svo virðist sem þessi könnun sé gerð
með vísindalegri nákvæmni. Landa-
mæralögregan í Ruwayshid sagði á
sunnudag að vöruflutningar yfir
landamærin hefðu ekki minnkað.
Viðskiptabannið er sérlega við-
kvæmt mál fyrir jórdönsk stjórnvöld.
Þótt vöruflutningar yfir landamærin
myndu stöðvast kæmi það sér ekki
mjög illa fyrir íraka. Hins vegar
gæti það skapað erfiðleika í sam-
skiptum Jórdana við Saddam Hus-
sein, forseta íraks, og með því að
framfylgja viðskiptabanninu myndu
þeir skaða mjög eigin efnahag. í rit-
stjómargrein jórdanska dagblaðsins
Jordan Times ef varpað fram þeirri
spurningu hvort Jórdanir þyldu slíkar
aðgerðir, þar sem þær bitnuðu eink-
um á þeim sjálfum.
Jórdanir lifa á útflutningi. 53% af
framleiðslu þeirra voru flutt út í fyrra
og þeir telja viðskiptin við íraka
mjög mikilvæg. 23% af öllum vöruút-
flutningi Jórdana fór til íraks, 40%
af landbúnaðarframleiðslunni. Þá fá
Jórdanir 90% af þeirri olíu, sem þeir
flytja inn, frá írak.
Jordan Times varar við því að
stöðvun þessara viðskipta geti haft
alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag-
inn, sem sé ekki burðugur fyrir vegna
mikils atvinnuleysis, mikilla erlendra
skulda og gífurlegs fjárlagahalla.
Atvinnuleysið geti aukist úr 12,4% í
meira en 16%, þótt ekki sé gert ráð
fyrir jórdönskum borgurum í Kúvæt,
sem hafa margir hveijir flúið heim
eftir innrás íraka í landið.