Morgunblaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 19
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Utgerð og olía
að hefur áreiðanlega kom-
ið mörgum á óvart, sem
fram kom í Morgunblaðinu sl.
sunnudag, að olíunotkun fiski-
skipaflotans hefur tvöfaldazt
frá árinu 1973. Eftir olíukreppu
á því ári og undir lok þess ára-
tugar lagði þjóðin í mikla fjár-
festingu til þess að draga úr
olíunotkun til húsahitunar. Sá
árangur varð af þeirri fjárfest-
ingu, að húsahitun með olíu er
nú í algjöru lágmarki. En sá
mikli sparnaður í olíuinnkaup-
um, sem varð vegna hitaveitu-
framkvæmda, hefur allur gufað
upp vegna stóraukinnar olíu-
notkunar fískiskipaflotans.
Á þessu árabili hefur orðið
mikil endurnýjun í fiskiskipa-
flotanum. Ný og aflmeiri skip
hafa komið til sögunnar og
framan af þessu tímabili jókst
fiskafli mjög enda stóð þjóðin
á þessum árum í tveimur þorsk-
astríðum, sem leiddu til þess,
að nær engin erlend fiskiskip
eru nú innan íslenzkrar fisk-
veiðilögsögu.
Frá því snemma á síðasta
áratug hefur þorskafli farið
stöðugt minnkandi, þegar á
heildina er litið, og miklar
sveiflur verið í öðrurn veiðum.
Jafnframt hafa allar rannsókn-
ir fiskifræðinga bent til þess,
að ekki þyrfti að búast við
umtalsverðri aflaaukningu í
bráð. Smátt og smátt hefur
skapazt nokkuð almenn sam-
staða um það, að fækka þyrfti
fiskiskipum enda væri hægt að
sækja sama afla eða minni afla
með færri skipum, minni til-
kostnaði í ijárfestingu, olíu-
notkun og mannahaldi. Raunar
liggur í augum uppi, að aukin
hagkvæmni í fiskveiðum, þ.e.
minni kostnaður og meiri hagn-
aður, eru ein helzta forsenda
þess, að hægt verði að bæta
lífskjör fólks í landinu.
Af þessum sökum kemur það
mönnum í opna skjöldu, að á
síðustu 17 árum hefur olíunotk-
un fískiskipa tvöfaldazt. Færa
má rök fyrir því, að slíkt hafi
ekki verið óeðlilegt framan af
þessu tímabili vegna aukins
afla í kjölfar sigurs í þorsk-
astríðum en hitt hlýtur að telj-
ast óeðlilegt með öllu, að þessi
þróun hefur haldið stöðugt
áfram allan síðasta áratug.
Jafnvel þótt fyllstu sanngirni
sé gætt og tillit tekið til þeirra
upplýsinga Fiskifélagsins, sem
einnig komu fram í Morgun-
blaðinu sl. sunnudag, að afli
mældur í botnfiskígildum hafi
nær tvöfaldazt á sama tímabili
og olíunotkun hefur tvöfaldazt,
dugar það ekki til, sem rök-
stuðningur fyrir þessari stór-
auknu olíunotkun. Slíkir út-
reikningar segja þá sögu, að
það hafi nákvæmlega engin
hagræðing orðið í olíunotkun
miðað við botnfiskígildi á þessu
tímabili.
Vel má vera, að ein skýring
þess, að útgerðarmenn hafi
ekki gætt að sér í þessum efn-
um sé sú, að olíuverð hefur
lækkað mjög á undanförnum
árum. En Iærðum við þá ekk-
ert af reynslu fyrri ára? Olíu-
kreppurnar 1973 og 1979
leiddu til óðaverðbólgu í
landinu með öllum afleiðingum
hennar. Voru útgerðarmenn
búnir að gleyma því?
Talsmenn núverandi kvóta-
kerfís í fiskveiðum halda því
fram, að þetta kerfi leiði óhjá-
kvæmilega til fækkunar í fiski-
skipaflotanum. Vonandi kemur
í ljós, að þeir hafi rétt fyrir
sér. Hitt er alveg ljóst, að það
verður að snúa við þeirri þróun,
sem verið hefur í útgerð á ís-
landi undanfarna áratugi. Það
er aðeins ein ástæða fyrir því,
að útgerðarmenn hafa komizt
upp með að stækka fiskiskipa-
flotann langt umfram þarfir og
þar með að tvöfalda olíunotkun
við öflun sjávaraflans og hún
er sú, að þeir hafa jafnan getað
komið til stjórnvalda og sagt:
útgerðin er rekin með tapi og
það verður að gera ráðstafanir
til að stöðva þann taprekstur.
Stjórnvöld hafa brugðizt við,
ýmist með gengisfellingum eða
millifærslum, eins og núverandi
ríkisstjórn. Hvor leiðin, sem
farin er þýðir kjaraskerðingu
fyrir almenning í þessu landi.
Þess vegna verður sú krafa
stöðugt háværari — ekki sízt
eftir að upplýsingar koma fram
um tvöföldun á olíunotkun
fiskiskipanna — að raunhæfar
ráðstafanir verði gerðar til
stórfelldrar hagræðingar í út-
gerð. Það ætti að vera metnað-
armál útgerðarmanna sjálfra
að hafa forgöngu um það í stað
þess að stjórnvöld knýi þá til
þess. Og alla vega er ljóst,
miðað við þær upplýsingar, sem
fyrir liggja, að útgerðarmenn
geta ekki komið til stjórnvalda
á næstu mánuðum, ef hækkun
á olíu verður til einhverrar
frambúðar og sagt, að þeir
þurfi fiskverðshækkun eða aðr-
ar ráðstafanir til þess að reka
útgerðina taplaust. Á þeim
vettvangi er bersýnilega mikið
svigrúm til hagræðingar til
þess að mæta þessari útgjalda-
aukningu.
Lög’in leikin grátt
eftir Pál Magnússon
Fyrir skemmstu ritaði Markús Örn
Antonsson, ríkisútvarpsstjóri, tvær
greinar í Morgunblaðið — báðar upp-
fullar af slíkum endemum, að manni
súrnar í augun.
Fyrst er til að taka þvílíka van-
kunnáttu um eðli og tilgang fjárlaga
ríkisins, að ekki verður hjá því kom-
ist að freista þess að leiða höfundinn
út úr villunni.
Ríkisforstjórinn segir (Mbl.
26.7.90): „Reyndar gera þau (fjár-
lögin) ráð fyrir rúmlega_200 milljóna
króna halla (rekstur RÚV) á árinu,
sem ekki er öfundsverð niðurstaða,
en þó viðráðanleg í bili, ef betra
tæki við.“
I þessum tilvitnuðu orðum opin-
berast grundvallarmisskilningur
Markúsar Arnar á hlutverki hans,
sem forstöðumanns ríkisstofnunar.
Það er nefnilega ekkert til í fjárlög-
um, sem heitir fyrirhugaður halli á
rekstri RÚV. Jafnvel þótt RÚV njóti
risavaxinna forréttinda á íjölmiðla-
markaði, verður stofnunin að sæta
því einfalda lögmáli, að það eru tekj-
urnar sem ráða útgjöldunum — en
ekki öfugt.
_Ef mismunurinn á fjárhagsáætlun
RÚV og samþykktri tekjuöflun fjár-
veitingavaldsins er 200 milljónir,
þýðir það ekki að reka eigi RÚV
með halla sem því nemur — RÚV á
einfaldlega að skera útgjöldin niður
um 200 milljónir.
(Reyndar gæti RÚV hugsanlega
brúað þetta bil með því að auka
auglýsingatekur um þessa upphæð,
en þá yrði stofnunin væntanlega að
hætta að undirbjóða auglýsingaverð
annarra fjölmiðla og það stendur
ábyggilega ekki til.)
Til að vera viss um að þessi skiln-
ingur minn á fjárlögunum væri rétt-
ur, bar ég hann undir formann fjár-
veitinganefndar Alþingis, Sighvat
Björgvinsson, og það er skemmst frá
því að segja að hann staðfesti þetta
allt. Ef Markús Örn stendur við það
fyrirheit sitt, að reka RÚV með 200
milljóna króna halla, er hann einfald-
lega að bijóta fjárlögin, og formaður
fjárveitinganefndar segir, að það
geti aðeins þýtt eitt: stofnunin verður
sett í löggæslu fjárveitingavaldsins.
Við skulum vona, að það eigi ekki
fyrir Markúsi Emi að liggja, að sæta
slíkri meðferð, en hitt er auðvitað í
meira lagi undarlegt, að það skuli
þurfa mann úti í bæ, til að benda
ríkisforstjóra á þessar einföldu stað-
reyndir fjárlagaa.
Alltaf, þegar talið berst að full-
komlega óeðlilegum fométtindum
RÚV, upphefur Markús Örn gamla
mærðarvælið um þær „skyldur", sem
stofnunin hefur umfram aðra fjöl-
miðla. Með þessu hefur honum tekist
að spinna svo þéttan blekkingarvef,
að jafnvel fjárveitingavaldið hefur
aldrei séð til sólar.
Það er einkum tvennt, sem Mark-
ús Örn nefnir til sögu: I fyrsta lagi
dreifikerfið, sem þarf að ná til innstu
dala, ystu annesja og sjómanna á
hafi úti. Þetta á allt saman að vera
svo dýrt að það réttlæti öll forrétt-
indi og nauðungargjöld RÚV.
En hverjar eru staðreyndir
málsins?
Markús Örn segir sjálfur, að rekst-
ur þessa kerfis kosti um 100 milljón-
ir króna á ári. Þetta eru innan við
5% af áætluðum heildarútgjöldum
RÚV á þessu ári, og réttlætir auðvit-
að engin forréttindi — hvað þá nauð-
ungargjaldahækkanir langt umfram
verðlagsþróun.
í öðru lagi klifar Markús Örn á
skyldu RÚV til að framleiða „menn-
ingarefni". En hverjareru staðreynd-
ir þessa máls?
Stórfelld útgjaldaaukning RÚV á
síðustu árum hefur ekki falist í auk-
inni áherslu á efni af þessu tagi —
þvert á móti:
RÚV hefur notað peningana til
aukinnar framleiðslu á innlendu af-
þreyingarefni — til að yfirbjóða Stöð
2 á mörkuðum fyrir erlent afþreying-
arefni — til að undirbjóða einkareknu
stöðvarnar í auglýsingamarkaði til
að eyðileggja með undirboðum þá
tekjulind Stöðvar 2, sem felst í kost-
un ýmissa aðila á margvíslegu dag-
skrárefni, og síðast en ekki síst, til
að auglýsa fyrir stórfé eigið ágæti.
Dæmi um ofangreint eru svo
mörg, að þau rúmast ekki í þessu
greinarkorni, en verða tilgreind síðar.
Ég get heldur ekki látið hjá líða,
að nefna kátbroslega sjálfumgleði
Páll Magnússon
„Þetta fé hefur RÚV
síðan purkunarlaust
notað, til að freista þess
með öllum ráðum, að
drepa af sér þá sam-
keppni, sem Alþingi
ætlaðist þó til, að væri
fyrir hendi.“
Markúsar Amar yfir því, að nauð-
ungargjöldin skuli innheinitast sæmi-
lega. Sterkasta vopn RÚV, við inn-
heimtu gjaldanna, er nefnilega tilvist
Stöðvar 2!
Samkvæmt Gallup-könnun myndu
fleiri kjósa Stöð 2 en RÚV, ef fólk
þyrfti að velja á milli stöðvanna. En
þetta sama fólk getur bara alls ekki
valið. Ef menn vilja ekki borga RÚV,
þá er Stöð 2 tekin af þeim og mynd-
bandstækið líka!
Þetta er í eðli sínu nákvæmlega
það sama, og ef ríkið myndi skylda
fólk til að gerast áskrifendur að Lög-
birtingarblaðinu, sem ríkið gefur út,
og ef menn neituðu að borga yrði
Mogginn tekinn af þeim líka — og
Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída:
BOUGAINVILLAEAU
Einu sinni voru íslenzk hjón, sem
reistu sér bú í Flórída, vestur í henni
Ameríku. Þeim þótti gaman að vinna
í garðinum, og að geta ræktað öll
fallegu blómin, sem þau höfðu áður
átt í vasaútgáfum í pottum í glugga-
kistum uppi á íslandi. Einn góðan
veðurdag sagði konan: „Eigum við
ekki að kaupa litla Bougainvillaeau?"
„Jú, það væri gaman,“ sagði maður-
inn.
Þau fóru á markað og keyptu litla
plöntu, ekki hærri en 20 sm. Garð-
yrkjumaðurinn sagði, að planta þyrfti
þessari litlu Bougainvillaeau þar sem
hún gæti vafið sig upp vegg eða
grind. Hjónin fóru kát heim og settu
litlu plöntuna niður við háa girðingu.
Hún tók fljótt við sér og byijaði að
teygja sig upp grindverkið. Von bráð-
ar blómstraði hún og voru blómin
vínrauð og undur fögur. Konan
sagði: „Ertu ekki ánægður með Bo-
ugainvillaeauna okkar?" „Jú, það er
ég,“ sagði maðurinn.
Eftir ár eða svo var plantan orðin
svo stór, að hjónin mátti leggja til
atlögu og klippa hana til. Þau sáu
brátt, að ekki voru það aðeins stór
og falleg blóm, sem á þessari fögru
jurt uxu, heldur líka stórir og beittu
þyrnar. „Engin er rós án þyma,“
sagði maðurinn með spekingssvip.
Upp frá þessu varð klippingin á Bo-
ugainvillaeaunni árlegur hluti af
garðvinnunni, og venjulega fram-
kvæmd snemma árs. Þetta var þó
nokkurt vej'k, því klippa varð grein-
arnar í mátulegar lengdir og binda
í búnt. Öðru vísi vildu öskukallarnir
ekki taka þær. Þyrnamir voru mjög
til baga, og eftir klippingar-helgi
voru hjónin oft rifin og rispuð á hönd-
um og handleggjum, eins og þau
hefðu verið að baða köttinn.
Snemma á þessu ári, sem endra-
nær, fékk klifuijurtin með vínrauðu
blómin sína árlegu snyrtingu. Þegar
greinarnar, alsettar þyrnunum
beittu, voru klipptar og búntaðar,
datt lítill bútur niður í grasið. Þetta
sáu hjónin ekki. Hann lá þama falinn
og á næstu helgum-keyrði maðurinn
líklega sláttuvélin yfir hann og þrýsti
honum niður í svörðinn. En einn stór
og hárbeittur þyrnir var enn á hlið-
inni, sem upp vísaði. Hann lá þarna
í felum og beið.
Síðasta laugardaginn í apríl voi-u
hjónin að dunda í kringum húsið.
Maðurinn var að hafa sig til að fara
að slá grasið, en það þarf að gera
um næstum hveija helgi, árið um
kring, í Flórída. Þegar hann var að
fara í gömlu, slitnu garðyrkjuskóna,
sagði hann: „Nei sko; það er komið
smá gat á sólann.!“ „Blessaður, farðu
í aðra skó,“ sagði konan, „nóg áttu
af þeim og það er óþarfi að vera í
verkunum í ónýtum skóm.“ „Ég nota
þá í sláttinn í síðasta sinn, en hendi
þeim síðan,“ sagði maðurinn. Hann
gangsetti sláttuvélina og byrjaði að
slá grasið sitt, léttur í lund. Sólin
stafaði heitum geislum, gróðurinn
ilmaði, fuglarnir sungu. „Dagur fag-
ur prýðir veröld alla,“ muldraði mað-
urinn.
Hann nálgaðist grindverkið, þar
sem skartaði hin dáða Bougainvill-
aea. í grasinu þar rétt hjá leyndist
greinarbúturinn með þyrninum hár-
beitta. Maðurinn steig þétt til jarðar,
ítandi sláttuvélinni á undan sér.
Ilann mundaði hægri fótinn, sem á
var skórinn með litla gatinu á sólan-
um, og sté fast niður á þyrnann.
Beint í mark! Hann stökk næstum
hæð sína í loft upp, þegar þyrninn
stakkst í gegnum gatið á sólanum
og á kaf í fótinn. Síðan skakklappað-
ist hann inn, fór úr skónum og henti
þeim í öskutunnuna. Joð var borið á
stunguna og síðan farið í næstu
„gömlu" skóna, sem biðu eftir garð-
vinnu. Maðurinn var mjög feginn,
að konan skyldi ekki segja: „Þú hefð-
ir átt að fara í hina skóna, eins og
ég stakk upp á.“
Um kvöldið fór fóturinn að bólgna
og morguninn eftir talaði konan
manninn inn á fara á slysavarðstofu
og láta líta á útliminn. Hann mald-
aði í móinn og tuldraði: „Það er nú
varla nauðsynlegt að fara að láta
lækna líta á smá þyrna-stungu.“
Tekin var röntgenmynd af fætinum,
lyfjum sprautað í handlegg manns-
ins, hann látinn fá hækjur, og sagt
að koma aftur eftir þrjá daga.
Fóturinn var skyndilega orðinn
þungamiðjan í lífi hjónanna í Flórída.
Hann virtist taka lítið mark á því,
þótt eigandi hans gerði lítið úr „smá
þyrna-stungunni“. Ef til vill ætluðu
máttarvöldin að sýna manninum, að
oft getur lítil þúfa velt þungu hlassi
í mannsbarnanna lífi. Löppin hunzaði
meðul og sprautur. Hún bólgnaði enn
meira og i hana kom slæmur verk-
ur, sem hélt vöku fyrir manninum.
Aftur var farið á slysavarðstofuna
og þá vildu læknar leggja manninn
------------------------------------j.
gott ef ekki ritvélin, þar sem hún
er til.
Ef Markúsi finnst þetta eðlilegt
ástand, er hann kominn æði langt
frá uppruna sínum.
Að öllu samanlögðu má ljóst vera,
að_ eins og málum er nú háttað, er
RÚV ekki einungis að ganga á svig
við fjárlög ríkisins, heldur að vinna
gegn anda útvarpslaganna, og mark-
miðum Alþingis með setningu þeirra.
Hversu lengi stofnuninni helst
þetta uppi er á valdi hinna ýmsu
greina ríkisvaldsins.
Fjárveitingavaldið mætti byija á
því að fá svör við eftirfarandi spurn-
ingum:
1. Hve mikið hafa afnotagjöld RÚV
hækkað á síðustu 5 árum, umfram
almenna verðlagsþróun í landinu?
2. Hver er hækkun raunverulegra
auglýsingataxta RÚV á sama tíma?
3. Hver er raunhækkun á rekstrar-
kostnaði RÚV á þessum 5 árum,
samanborið við almenna verðlags-
þróun?
4. Hve mikið hefur ,-tarfsmönnum
RÚV fjölgað á þessum tíma?
5. Hvað eru margar stöður mannað-
ar hjá RÚV núna, sem engin heimild
er fyrir?
6. Hver hefur orðið þróun launa-
kostnaðar hjá RÚV á þessum tíma?
Ef Ijárveitingavaldið fær svör við
þessum spurningum, myndu þau
gefa vísbendingu um þá niðurstöðu,
sem öllum, sem til þekkja, er fullkom-
lega ljós:
Ríkisútvarpið hefur í kjölfar nýrra
útvarpslaga fitnað eins og púkinn á
ijósbitanum.
Með tilvísun í skyldur, sem það
ýmist sinnir ekki, eða kostar sára-
lítið að uppfylla, hefur það slegið
ryki í augu fjárveitingavaldsins, og
blekkt út úr því miklu meiri nauðung-
argjaldahækkanir, en svokallaðar
skyldur þess gefa tilefni til, hvað þá
heldur almenn verðlagsþróun á
landinu. '
Þétta fé hefur RÚV síðan purkun-
arlaust notað, til að freista þess með
öllum ráðum, að drepa af sér þá
samkeppni, sem Aiþingi ætlaðist þó
til, að væri fyrir hendi.
Fyrr en síðar verða þessar stað-
reyndir öllum ljósar, og breytir þar
engu þótt Markús Örn skrifi þúsund
greinar í Morgunblaðið — ef stofnun
hans, með manni mús, verður þá
ekki fyrir löngu komin á „gjörgæslu"
þeirra manna, sem eiga að gæta fjár-
muna almennings í landinu.
Höfundur er framkvæmdastjóri
framleiðslusviðs Stöðvar 2.
inn á spítala. En hjá því var þó kom-
ist, þegar heimilislæknirinn var til
kvaddur. Hann skar í stunguna á
læknastofu sinni og hreinsaði sárið.
Gaf hann manninum kvalastillandi
lyf og sagði honum að vera í rúminu
í þijá daga. Þar svaf hann mest og
mókti. Fannst honum það vel sloppið
samanborið við Þyrnirósu, sem sofið
hafði í 100 ár eftir að hafa stungið
sig á snældunni, eins og allir muna.
En allt kom fyrir ekki og spítala-
vist varð ekki umflúin. Þrátt fyrir
skurðinn og feikn af sýkladrepandi
lyljum, komst ígerðin alla leið inn í
bein. Nú dugði ekkert minna en
svæfing og alvöru uppskurður. Þetta
var mikil upplifun fyrir manninn, sem
ekki hafði legið á sjúkrahúsi síðan
hann fæddist á Landspítalanum end-
ur fyrir löngu. Eftir 10 daga vist var
honum hleypt heim, en þar skyldi
læknismeðferðinni haldið áfram.
í þijár vikur þurfti hann að fá
sýkladrepandi lyf í æð á átta tíma
fresti. Hjúkrunarmaður heimsótti
hann daglega til að hafa auga með
honum og stinga í hann nálum. Brátt
gat maðurinn byijað að fara til vinnu.
Fyrst ók konan honum, en svo fór
hann að aka sjálfur. Hann hældi sér
af því, að hann gæti aðeins stigið á
bensínpetalann með veika fætinum,
en ekki á bremsuna!
Hægt og sígandi greri sárið og
fóturinn lagaðist. Maðurinn eyddi
miklum tíma í að argast í tryggingar-
félaginu, sem greiða átti mestan
hluta læknisreikninganna, sem voru
svimandi háir. Þegar öll kurl voru
komin til grafar, hafði þyrninn kost-
að kerfið og hjónin í Flórída um
25.000 dali! Maðurinn leit á fótinn
með virðingarsvip og sagði ekkert,
en konan sagði: „Dýr myndi Þórir
allur!“
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990
ia
Ríkið eignast meirihluta í
Islenskum aðalverktökum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, kynnti samkomulag um breytta eignaraðild að íslenskum aðalverktökum á blaðamanna-
fundi í gær. Ásamt ráðherra eru á myndinni (frá vinstri): Valur Franklín, endurskoðandi, Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri Fríhafnar-
innar á Keflavíkurflugvelli, Stefán Friðfinnsson, aðstoðarmaður ráðherra og stjórnarformaður íslenskra aðalverktaka, og Sighvatur
Björgvinsson, formaður Ijárveitinganefndar Alþingis. Þessir menn voru fulltrúar ríkisins í viðræðum um hina breyttu eignaraðild.
Sameinaðir verktakar og Reginn taka út eignir umfram úttekt ríkisins
Samkvæmt samkomulagi því,
sem undirritað hefur verið, verður
úttekt Regins hf. á eign í fyrirtæk-
inu samtals að upphæð kr.
670.166.517. Sú upphæð skiptist
þannig, að úttekinn eignarhluti er
að upphæð kr. 502.667.956 og
viðbótarúttekt kr. 67.498.561, að
viðbættri 100.000.000 kr. úttekt
frá_síðasta ári.
Úttekin eignarhluti Sameinaðra
verktaka hf. verður kr.
1.005.335.912 og viðbótarúttekt
kr. 134.991.721, að viðbættum kr.
200.000.000, sem er óhafin úttekt
frá því fyrra. Samtals verður út-
tekt Sameinaðra verktaka því kr.
1.340.327.633.
Samtals nemur úttekt ríkissjóðs
kr. 400.177.675 og skiptist upp-
hæðin þannig, að úttekinn eignar-
hluti er kr. 300.177.675 og óhafin
úttekt frá fyrra ári kr.
100.000.000.
Útektirnar munu fara fram með
bankabréfum til fimm ára, sam-
kvæmt nánara samkomulagi við
viðskiptabanka félagsins.
í samþykktum um úttektir og
viðbótarúttektir eigenda er gengið
út frá ársreikningum félagsins frá
síðustu áramótum, en endanlegt
mat verður miðað við reikninga
félagsins frá 31. júlí síðastliðnum.
í frétt frá utanríkisráðuneytinu
segir, að ekki hafi verið fram-
kvæmt mat á raunvirði fastafjár-
muna, heldur byggist eignamat
samkomulagsins á bókfærðu verði
eigna með áorðnum afskriftum.
1 frétt ráðuneytisins segir einn-
ig, að fasteignum, sem fyrirtækið
þurfi ekki á að halda vegna starf-
semi sinnar, þ.e. Höfðabakka 9 í
Reykjavík og Tjarnargötu 12 í
Keflavík, verði skipt milli eigenda
í samræmi við núverandi eignarað-
ild. Aðilar muni hver um sig til-
nefna einn fulltrúa til að gera til-
lögu að þessum skiptum og stefnt
skuli að því að þeim ljúki eigi síðar
en í lok þessa árs.
Vegna úttekta eigenda félags-
ins á hluta eignar sinnar og sölu
fasteigna er gert ráð fyrir að eig-
ið fé þess minnki úr kr.
3.404.008.000 í kr.
1.048.241.000. Er þá miðað við
að bankainnistæður minnki úr kr.
3.836.235.000 í kr. 1.825.563 og
að verð fasteignanna sé kr.
Utanríkisráðherra segir, að ís-
lenskir aðalverktakar hafi sætt
gagnrýni á umliðnum árum. Meðal
annars liafi gagnrýnin beinst að
eignaraðild í fyrirtækinu og að
arðurinn af rekstri þess hafi ekki
skilað sér til ríkisins, eða almenn-
ings.
Ráðherra segir að hann hafi,
um leið og hann hafi tekið við
embættinu, farið að kanna hvernig
breyta mætti fyrirkomulagi varn-
344.995.000. í frétt utanríkisráðu-
neytisins segir, að fyllstu varfærni
hafi verið gætt við mat á því, hve
mikið væri óhætt að taka út úr
félaginu og hliðsjón hafi verið höfð
af nauðsyn þess, að það hefði
áfram trausta eiginfjárstöðu.
Þannig hafi, við mat á handbæru
fé félagsins, það er bankainni-
stæðum og verðbréfum, verið búið
að draga frá allar skuldbindingar,
svo sem vegna lífeyrisgreiðslna til
starfsmanna, ógreiddra skatta og
verkefna í vinnslu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
arliðsframkvæmdanna og færa
það í nútímalegra horf, með það
að markmiði, að arðurinn af þeim
skilaði sér til þjóðarinnar og
starfsöryggi starfsmanna yrði
tryggt. Kannaðar hafi verið leiðir
eins og að leggja Islenska aðal-
verktaka niður og bjóða fram-
kvæmdirnar út á almennum mark-
aði. Niðurstaðan væri sú að þáð
væri flókið, gæti skaðað hagsmuni
íslendinga í samskiptum við verk-
blaðsins, munu breytingar á
eignaraðild að íslenskum aðal-
verktökum hafa í för með sér þá
breytingu á stjórn fyrirtækisins,
að þar sitji tveir fulltrúar Samei-
naðra verktaka, þrír fulltrúar
ríkisins og einn fulltrúi Regins.
Stjórnarformaður verði tilnefndur
af ríkinu og ráði atkvæði hans
úrslitum, ef atkvæði falli jöfn í
stjórninni. Nú sitja fimm í stjórn
Islenskra aðalverktaka; tveir frá
Sameinuðum verktökum, tveir frá
ríkinu og einn fulltrúi Regins.
kaupa og engin trygging væri fyr-
ir því áð arðurinn skilaði sér til
almennings. Það virtist því ekki
fær leið. Sú leið sem hins vegar
hefði verið valin tryggði ríkinu
meirihluta og gæfi möguleika á
að breyta fyrirtækinu í almenn-
ingshlutafélag.
Utanríkisráðherra segist hafa
ákveðið að veita íslenskum aðal-
verktökum starfsleyfi til 5 ára.
Sá tími verði notaður til þess að
breyta fyrirtækinu í almennings-
hlutafélag í samræmi við viljayfir-
lýsingu eigenda. Markmiðið sé að
koma í veg fyrir að eignaraðild í
fyrirtækinu safnist á of fáar hend-
ur og veiting þessa fimm ára
starfsleyfis se nauðsynleg til að
tryggja að almenningur sjái sér
hag í því að kaupa hlut í því.
Markmiðið að gera fyrirtæk-
ið að almenningshlutafélagi
- segir utanríkisráðherra
UTANRÍKISRÁÐHERRA, Jón Baldvin Hannibalsson, segir að
samkoinulag eigenda íslenskra aðalverktaka um breytta eignar-
aðild sé hagstætt fyrir ríkissjóð. Hér sé um að ræða fyrsta skrefið
í þá átt að gera fyrirtækið að almenningshlutafélagi með dreifða
eignaraðild og til þess að tryggja að af því verði þurfi ríkið
sterka stöðu þar.
RÍKISSJÓÐUR íslands hefur eignast meirihluta í íslenskum aðal-
verktökum. Eignarhlutur ríkisins í fyrirtækinu er nu 52%, Sam-
einaðir verktakar hf. eiga 32% og Reginn hf. 16%. Áður skiptist
eignaraðild í fyrirtækinu þannig, að Sameinaðir verktakar áttu
50%, ríkið 25% og Reginn 25%. EignarhlutföIIunum er breytt
með þeim hætti, að eigendur fyrirtækisins taka út hluta eigna
sinna í fyrirtækinu. Taka Sameinaðir verktakar og Reginn út
eignir umfram úttektir ríkisins, þannig að eignarhlutur þess
eykst. Fulltrúar eigenda fyrirtækisins undirrituðu samkomulag
um þetta í fyrradag og undirrituðu þeir þá einnig viljayfírlýs-
ingu um aðíslenskum aðalverktökum verði breytt í almennings-
hlutafélag með dreifðri eignaraðild. Utanríkisráðherra hefur
jafnframt tilnefnt fyrirtækið til að annast framkvæmdir fyrir
varnarliðið á Keflavíkurflugvelli til 5 ára.