Morgunblaðið - 15.08.1990, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990
JSeat Iseli framkvæmdastjór i Saga Reisen:
Munum reyna að
lengja ferðamanna-
tímann smám saman
BEAT Iseli, framkvæmdastjóri svissnesku ferðaskrifstofunnar Saga
Réisen, segist vera mjög ánægður með hvernig til tókst með beint
flug á milli Akureyrar og Sviss. Sérstaklega sé hann ánægður með
4>ær viðtökur sem hann hafi fengið af hálfu heimamanna, ekki síst
bæjaryfírvalda. A þessu ári komu hingað 700 Svisslendingar og 100
Akureyringar flugu út. Næsta sumar sagðist hann telja það raun-
hæft markmið að 1.400 Svisslendingar kæmu og að um 300 Akur-
eyringar færu til Sviss.
Iseli var hinn ánægðasti þegar
Morgunblaðið ræddi við hann í gær
og virtist fullur bjartsýni um fram-
haldið. Lét hann meðal annars í ijós
von um að smám saman væri hægt
að koma hlutum þannig fyrir að
bæjarfélögin í kring um Akureyri
myndu einnig njóta góðs af ferða-
mannastraumnum. Til lengri tíma
litið væri ætlunin að reyna að lengja
ferðamannatímann í samvinnu við
bæjaryfirvöld þannig að hann
myndi ná frá maí tii september.
■‘•dsland sagði hann eiga gífurlega
möguleika sem ferðamannaland og
nefndi sem dæmi að ekki einu sinni
eitt prósent svissnesku þjóðarinnar
hefði enn komið hingað. Islendingar
yrðu þó að gera sér grein fyrir því
að það sem þeir hefðu upp á að
bjóða væri hrein og ómenguð nátt-
úra. Hana yrðum við að fara vel
með. Taldi hann nauðsyn á hugar-
farsbreytingu meðal Islendinga til
umhverfismála og væri til dæmis
sorglegt að sjá hve margir létu vél-
^ina ganga áfram þó bílar þeirra
væru kyrrstæðir í langan tíma. Hin
ómengaða náttúra væri það sem
ferðamenn sæktu í og ef hún væri
ekki lengur til staðar þá hefði landið
ekki nærri því sama aðdráttarafl.
Veðrið skipti aftur á móti engu máli.
í gær hitti Beat Iseli atvinnu-
málanefnd Akureyrarbæjar og var
þar m.a. rætt um hugsanlega sam-
vinnu bæjarins við Saga Reisen til
dæmis varðandi kynningu. Var vilji
til staðar af beggja hálfu að svo
mætti verða og taldi atvinnumála-
nefndin að peningum til kynningar
væri best varið í tengslum við aðila
sem þekktu inn á markaðinn.
Þorleifur Þór Jónsson, ferða-
málafulltrúi hjá Iðnþróunarfélagi
Eyjafjarðar, hefur áætlað þær tekj-
ur sem heimamenn hafa haft vegna
ferðamanna á vegum Saga Reisen
í sumar. Segir hann að reikna megi
með að um 50 milijónir króna hafi
bæst við í veltu fyrirtækja á Akur-
eyri vegna þessara ferðamanna.
Aðallega séu það hótei, gististaðir,
veitingastaðir og bílaleigur sem
hafi fengið aukin viðskipti en ekki
megi heldur gleyma því að ýmis
önnur fyrirtæki, svo sem dekkja-
verkstæði og verslanir, sem venju-
lega telja sig ekki vera í ferða-
mannaiðnaði, hljóti aukin viðskipti
í kjölfar fleiri ferðamanna. Þorleifur
sagðist álíta að ferðaþjónusta á
Norðurlandi eystra velti um 1,2
milljarði árlega og væru þá einung-
is teknir með inní dæmið þeir ferða-
menn sem dvelja á hótelum eða
gististöðum en ekki þeir sem dvelja
hjá vinum og vandamönnum.
Skinnaiðnaður Sambandsins
Akureyri
Nýtt símanúmer
96-21710
Hér með tilkynnist að Iðnaðardeild Sambandsins,
skinnaiðnaður, mun frá og með miðvikudeginum
15. ágústtaka upp nýtt símanúmer, 96-21710.
Gamli Hólabærinn er siðasti torfbærinn sem eft-
ir stendur í Eyjafirðinum. Eins og sjá má á
myndinni var fremsti skálinn að hruni kominn.
A innfelldu myndinni eru smiðirnir og Hólabræð-
ur. Frá v instri: Sverrir Meldal, Kristján Péturs-
son, Sverrir Hermannsson, Rafn Jónsson og Olaf-
ur Jónsson. Hundurinn heitir Vaskur Bárðdal.
Endurreisn síðasta torf-
bæjarins í Eyjafírði hafin
VINNA við endurreisn gamla Hólabæjarins innst í Eyjafirði hófst
fyrir skömmu. Hólabærinn er eini torfbærinn sem eftir er í firðinum
og er talið að elsti skálinn sé frá árinu 1730. Enginn veit þó nákvæm-
lega hvenær fyrst var byggt á jörðinni. Að Hólum búa nú bræðurn-
ir Rafn og Ólafur Jónssynir og segja þeir að búið hafi verið í gamla
torfiuenum til 1946 og hann síðan áfram notaður eitthvað allt fram
til ársins 1952. Enn er hann að hluta notaður sem geymsla.
Það eru smiðirnir Sverrir Her-
mannsson, Sverrir Meldal og Krist-
ján Pétursson, sem vinna að upp-
byggingu Hólabæjarins. Var hann
nýlega friðaður af Þjóðminjasafninu
og mun það kosta endurbygging-
una. Er ætlunin að byggja bæinn
upp í áföngum á næstu árum. Hófst
vinna nú síðsumars við þann skála
sem verst er farinn. Sagði Sverrir
Hermannsson að skálinn hefði verið
orðinn það lélegur að hann hefði
verið að hruni kominn. Stafninn að
framan hefði hallast um einn metra
fram yfir sig. Það hefði einungis
verið ein skástífa inní tóftinni sem
þeir Hólabræður settu í fyrir nokkru
sem hefði haldið bænum uppi
síðustu árin. Ef þessi stífa hefði
ekki verið væri bærinn farinn.
Sverrir sagði verkið vera rétt að
byija. Búið væri að rífa torfið ofan
af þekjunum. Væri ætlunin að
reyna að klára þennan fyrsta skála
í haust en alls mætti gera ráð fyrir
að verkið myndi taka um fimm ár.
Efnið sem notað verður kemur frá
Vestfjörðum en það er maður á
Bolungarvík sem vinnur það úr
rekaviðartijám.
Það yrði þó gert við allt sem
hægt væri að gera við aiveg sama
þó spýturnar væru arfafúnar. Sagði
Sverrir að fellt yrði inní þær með
ýmsum kúnstum og svo ætti hann
gamalt efni úr Snorrahúsi sem hefði
verið rifið fyrir nokkrum árum. Það
efni myndi hann nota til að gera
við stoðir og þverborð í húsgrind-
inni. Á mörgum bitum og sillum
eru strik sem þarf að gera upp á
nýtt þegar gert er við spýturnar
þar sem ætlunin er að hafa allt í
upprunalegri mynd. Þyrfti því að
búa til sérstaka hefla fyrir þessi
strik. Sagðist Sverrir eiga mikið af
gömlum tréheflum sem hann gæti
breytt.
Sverrir Hermannsson er alvanur
því að gera upp gömul hús. Hann
segist hafa unnið við smíðar í 45
ár og hafi helmingur þess tíma far-
ið í endurgerð eldri húsa. Þeir félag-
arnir væru alls með um tuttugu hús
í takinu sem þeir sæju um uppbygg-
ingu á sem og eftirlit og viðhald.
Luku þeir til dæmis fyrir skömmu
viðgerð á Möðruvallakirkju ytri.
Hólabæinn segir Sverrir aftur á
móti vera fyrsta torfbæinn sem
þeir fáist við. Sunnan við bæinn
stendur svo Hólakirkja sem reist
var árið 1853. Er hún mjög illa
farin að neðan og fótstykki og
klæðning orðin fúin. Er ætlunin að
ráðast í viðgerð á henni í haust á
meðan hleðslumenn vinna við torf-
bæinn.
Fundur um missi
í fjölskyldu
SAMTOK um sorg og sorgarvið-
burði halda fund í safnaðarheim-
ili Akureyrarkirkju á fimmtu-
daginn klukkan 20.30.
A fundinum mun Nanna Sigurð-
ardóttir, félagsráðgjafi, flytja erindi
um missi í flölskyldu á ýmum ævi-
skeiðum.
Kveðjuorð:
Jón G. Benediktsson
Fæddur 13. september 1952
Dáinn 4. ágúst 1990
Hetja er fallin í valinn. Hetja sem
stóð meðan stætt var, og varð
mörgum aðdáunarefni í baráttu sem
var bæði ójöfn og óvægin.
Jón Gestur varð ekki gamall að
árum, en þó búinn að afreka svo
margt. Hann var yfirleitt búinn að
framkvæma í gær það sem við hin
ætluðum að gera á morgun.
Hann var aðeins 16 ára gamall
er hann stofnaði eigin hárgreiðslu-
stofu með aðstoð móður sinnar,
‘Auðar.
13. september 1988, daginn sem
hann sjálfur varð 36 ára, hélt hann
upp á 20 ára starfsafmæli hár-
greiðslustofunnar Byigjunnar. Þá
eins og oft endranær gerði hann
sér og vinum sínum eftirminnilega
glaðan dag.
Það eru örugglega margir við-
skiptavinir hans og þeirra hjóna
sem þessa dagana rifj'a upp glaðar
stundir í Bylgjunni, og ótrúlega
margir urðu það persónulegir, að
heimili þeirra Jóns og Heiðu varð
viðkomustaður. Það hefur líka sýnt
sig í hans erfiðu veikindum sl. ár
hve margir hafa fylgst með og tek-
ið þátt í hetjulegri og bjartsýnni
baráttu sem við vonuðum svo lengi
að sigur ynnist á.
Hann var tæplega þrítugur þegar
þau Heiða rugluðu saman reytum
og síðan þá, í 18 ár, hefur Nonni
og Heiða verið þeirra samheiti —
þau voru ótrúlega samtaka í öilum
sínum gerðum. Þau eyddu svo sann-
ariega saman dögunum og það kom
vinum þeirra hjóna ekki á óvart
þegar Heiða tók þá ákvörðun að
Jón færi ekki á sjúkrahús þegar
endalokin nálguðust, heldur dveldi
heima með hjálp heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins, góðrar fjöl-
skyldu og vina. Það er því notalegt
að geta yljað sér við minningamar
þegar staðið er frammi fyrir þeirrr
ísköldu staðreynd að okkar góði
vinur er nú nár.
Minning sem lýsir Jóni Gesti
Benediktssyni hvað best að okkar
mati er orðin býsna gömul. Það var
á fyrstu árum hans með Heiðu og
hennar fjölskyldu að honum datt í
hug að Birna, yngri systir Heiðu,
sem er hreyfíhömluð frá fæðingu
og bundin við hjólastól, hefði gaman
af, eins og við hin, að taka þátt í
jólaundirbúningi með því að fara í
bæinn á Þorláksmessukvöld. Og þá
vár bara drifið í því. Þó við værum
hvorug viðstödd, þá sjáum við okk-
ar mann fyrir okkur hlæjandi drösla
hjólastólnum inn og út úr búðunum.
Kannski hafa þau í leiðinni kíkt í
danshús, því Jón sá það í hendi sér
að Birna hefði sömu langanir og
annað ungt fólk, þótt hún væri
bundin við hjólastólinn.
Já, hann Jón var maður gleðinn-
ar og gáskans en um leið ábyrgur
í öllum sínum ákafa.
Gpður drengur er genginn sem
við í hópi margra munum ætíð
sakna. Blessuð sé minning hans.
Harpa og Hrefna
Nú er hann horfinn vinurinn, Jón
Gestur Benediktsson og hefur loks
fengið hvíld eftir löng og ströng
veikindi. Minningarnar sækja á
okkur og hlýja okkur um hjartaræt-
ur, þær lýsa sem perlur í myrkri.
Við erum svo lánsöm að hafa átt
vlðskipti við Jón og Heiðu í mörg
ár. Alltaf var jafn gott að koma til
þeirra í Bylgjuna. Jón tók á móti
okkur með bros á vör og kímnin
var aldrei langt undan. Þá gerðu
Jón og Heiða nýjársdag að sérstök-
um hátíðardegi í okkar augum,
degi sem við hlökkuðum til allt árið.
Þá fórum við saman nokkur hjón
út að borða og dansa. Dagurinn
hófst alltaf á því að Jón greiddi
okkur öllum, og við það skapaðist
alveg sérstök stemmning. Um
kvöldið sá Jón svo til þess að allir
skemmtu sér vel. Þá voru mat-
reiðslunámskeiðin sem sami hópur
fór á hjá Rannveigu í Sigtúninu
einnig ógleymanleg. Þar var Jón í
essinu sínu og í sérstöku uppá-
haldi. Hann var sá eini sem nýr
réttur var skírður í höfuðið á, og
allir vildu heita Jón til fá auka
skammt.
Nú vonum við að Jón hafi fundið
frið á nýjum slóðum. Blessuð sé
minningin um góðan, kátan og
lífsglaðan dreng.
Elsku Heiða, við vottum þér og
börnum ykkar og öðrum ættingjum
og vinum okkar dýpstu samúð. Guð
veri með ykkut'.
Sólrún og Guðmundur