Morgunblaðið - 15.08.1990, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.08.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. AGUST 1990 27 Minninff: Axel Blöndal læknir Fæddur 31. október 1904 Dáinn 6.ágúst 1990 Hingað berst mér hljómur skær heyri ég nú hvað klukkan slær. Dagleiðinni er dauðinn nær í dag heldur en hann var í gær. (Höf. ókunnur.) Þungur tregahljómur kvað mér í eyrum er ég hinn 6. þ.m. frétti andlát vinar míns, Axels Blöndals læknis. Þegar nánir vinir hverfa og dag- leið^eirra er lokið, finnst oss vera snert við opinni kviku og dimmir skuggar færast yfir. Axel Blöndal hafði að vísu átt við mikla van- Minninff: Martha Stefáns- dóttir Frænka mín, Martha Stefáns- dóttir, lést 8. þ.m., 91 árs að aldri. Hún fæddist 7. ágúst 1899 á Ystabæ í Hrísey. Foreldrar hennar voru Snjólaug Jónsdóttir, fædd á Hofi í Svarfað- ardal, og Stefán Þorsteinsson frá Stóru-Hámundarstöðum í sömu sveit. Hún var eina barn foreldra sinna. Marta fór ung stúlka til Vest- mannaeyja og vann þar við ýmis störf í nokkur ár. Þá lagði hún land undir fót og fór til Danmerkur og var þar við hússtjórnar- og verslun- arnám. Eftir 5 ára dvöl í Danmörku sneri hún heim til íslands og vann sleitulaust að verslunarstörfum svo lengi sem aldur leyfði. Eg kynntist Mörthu þegar ég flutti á Rauðarárstíginn fyrir 26 árum. Bjó hún þar í lítilli íbúð í kjallaranum, sem var bæði vinaleg og hlýleg, þó ekki hafi hún átt mik- ið. Það var gott að koma til Mörthu, ég man t.d. aldrei eftir henni öðru- vísi en brosandi í dyrunum. Martha var einstök manngerð, hún var ein af þeim allrajákvæðustu manneskj- um sem ég hef þekkt. Það voru ekki ófá skipti sem ég bankaði upp á hjá henni Mörthu frænku og átt- um við margar skemmtilegar stund- ir saman. Því miður urðu strjálli heimsóknir mínar til hennar eftir því sem árin liðu vegna dvalar minnar í útlöndum, en í hvert skipti sem við hittumst urðu fagnaðar- fundir. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast snyrtimennsku og fegurðar- skyns Mörthu. Það var sama hve- nær og á hvaða tíma maður hitti hana, hún var alltaf uppábúin og vel snyrt og má segja frá því hér að rétt fyrir andlátið, eða nánar tiltekið á dánardaginn, bað hún hjúkrunarfólk að koma sér í bað, snyrtingu og lagningu, því hún var viss um að hennar lífdagar væru á enda. Ég sakna vinkonu minnar og frænku og óska henni alls hins besta. Guðný Aðalsteinsdóttir heilsu að stríða síðastliðin tvö ár, en hafði þó lengst af nokkra fóta- vist og verið hress í máli, svo að andlát hans kom mér og öðrum á óvart, eins og löngum vill verða þegar hinn þögli gestur er á ferð. Axel Blöndai fæddist í Winnipeg í Kanada 31. okt. 1904 en fluttist hingað heim með foreldrum sínum árið 1907. Faðir hans var Hannes Blöndal bankaritari og skáld, Gunn- laugsson Blöndals, sýslumanns í Barðastrandarsýslu. Móðir Hannes- ar var Sigríður Sveinbjarnardóttir, skálds og rektors Egilssonar á Bessastöðum. Móðir Axels Blöndals var Soffía Jónatansdóttir, bónda í Hjörsey, hins merkasta manns. Stóðu því að Axel víðkunnir ætt- stofnar í báðar ættir. Axel settist í Menntaskóla Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi vorið 1926 og kandíd- atsprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands 1932. Eftir framhaldsnám erlendis, bæði í Vínarborg og Kaup- mannahöfn hlaut hann sérfræði- réttindi í kvensjúkdómum og fæð- ingarhjálp. Að því loknu hóf hann störf hér heima sem sjúkrasamlags- og heimilislæknir. Fullyrða má að Axel reyndist í hvívetna hinn ágæt- asti Iæknir, enda var hann virtur og dáður af sjúklingum sínum. Ljúfmennska, háttvísi, glaðværð og skyldurækni var honum í blóð borin. Þurfti hann iðulega að fara um bæinn endilangan til að sinna þörfum sjúklinga sinna. Það þekkja flestir að hlýhugur, nærgætni og „léttur húmor“ hjá lækni geta oft reynst sem læknandi lyf. En þetta ljúfa viðmót, þessa eðliskosti átti Axel í ríkum mæli. Árið 1932 kvæntist hann Sigrúnu Jónatansdóttur, kaupmanns Þor- steinssonar, hinni ágætusu konu, sem staðið hefur eins og bjarg við hlið eiginmanns síns í blíðu og stríðu. Sigrún er fjölmenntuð kona og hafsjór af fróðleik og minningum um menn og málefni. Sköpuðu þau sér hlýtt og fagurt heimili að Drápuhlíð 11, þar sem alúð og hlýja mætti gestum og góðvinum. Var þar oft slegið á létta strengi með græskulausum gamanmálum. Þeim hjónum var tveggja barna auðið, eru það þau: Hannes Blöndal prófessor við Háskólannn, kvæntur Ester Kaldalóns og eiga þau þijú börn, og Guðrún Blöndal gift Hauki Þorsteinssyni tannlækni og eiga þau einnig þijú börn. Eru þessi frændsystkini öll vel menntuð og gjörvileg ungmenni sem hafa aukið birtu og gleði í hjörtum afa og ömmu. Axel Blöndal var prúður maður, háttvís, hjartahlýr og orðvar, og því vægur í dómum um menn og mál- efni. Öll mannúðarmál áttu hjá hon- um öruggan og traustan liðsmann. í góðra vina hópi var Axel manna glaðastur. Hann hafði einnig frá mörgu að segja frá stúdentsárum sínum og starfsævi og ferðalögum þeirra hjóna bæði austan hafs og vestan. Þá var hann mikill bókaunn- andi, átti gott bókasafn og las mik- ið sérstaklega eftir að hann hætti læknisstörfum. Segja mátti að alla ævi væri Axel hinn fróðleiksþyrsti stúdent sem naut þess að auka þekkingu sína og víðsýni á sem flestum sviðum. Við hjónin þökkum þessum elskulegu hjónum Axel og Sigrúnu fyrir ástúðlega vináttu og tryggð sem við höfum notið af þeirra hálfu frá fyrstu kynnum. Elsku Sigrún mín. Ég bið Guð að leiða þig og styrkja í söknuði þínum og reynslu. Um leið og ég kveð látinn vin, þakka ég honum fyrir hugljúfa kynningu og margar ógleymanlegar samverustundir. Guð fylgi mínum látna vini til sóllanda fegri, þar sem sérhver rún er ráðin og þar sem miskunn Guðs og kærleikur þroskar og glæðir sérhvern 'ljóselskan þátt sem í eðli voru er falinn. Nánum ættingjum og vinum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Þorsteinn Jóhannesson t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN ÁRNASON frá Stóra Hrauni, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarsjóði. Kristín Þórarinsdóttir, Lára Þórarinsdóttir Beck, Elísabet Þórarinsdóttir, Elín Þórarinsdóttir, Inga Þórarinsdóttir, Gyða Þórarinsdóttir, Einar Nikulásson, Halldór Beck, Stefán Gíslason, Hans Gústafsson, Ólafur G. Eyjólfsson, Hafliði Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Til greinahöfunda Minningarorð Það eru eindregin tilmæli rit- stjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælis- greinar í blaðið, að reynt verði að forðast endurtekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfð- ar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Ef mikill fjöldi greina berst blaðinu um sama einstakling mega höfundar og aðstandendur eiga von á því að greinar verði látnar bíða fram á næsta daga eða næstu daga. Að undanförnu hefur það færst mjög í vöxt, að minningargreinar berast til birtingar eftir útfarar- dag og stundum löngu eftir jarð- arför. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að birta ekki minningar- greinar sem berast því eftir að útför hefur farið fram. Morgunblaðið hefur ekki birt ný minningarkvæði um látið fólk, en leyft tilvitnanir í gömul, áður prentuð kvæði. Blaðið áskilur sér rétt til að stytta þessar tilvitnanir eða fella þær niður, ef þær-eru sífellt endurteknar í blaðinu. Þá mun Morgunblaðið ekki birta heil kvæði, áður birt, en stundum fylgja óskir um það. Ritstj. + Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts KRISTÍNAR Þ. ÁSGEIRSDÓTTUR frá Fróðá. Útför hennar fór fram 8. ágúst í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Stefánsson, Halla Jónatansdóttir, Soffía Stefánsdóttir Carlander, Folke Carlander, Ólafur Stefánsson, Vilhelmína Baldvinsdóttir, börn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts móðursystur okkar, ÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR, Suðurgötu 41, Hafnarfirði. Sigurdór Hermundarson, Bjarni Hermundarson, Sigurður Hermundarson og fjölskyldur. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALNÝAR BENEDIKTSDÓTTUR, Álfaskeiði 64. Ástheiður Guðmundsdóttir, Friðgeir Guðmundsson, Ester Óskarsdóttir, Bragi Guðmundsson, Jóhanna Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug, blóm, kransa og skeyti við andlát og útför VALGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR Ijósmóður, Hvammi í Kjós. Fyrir hönd systkina hennar og annarra ættingja, Karl Karlsson, Erla Jónsdóttir, Guðbjörn Jónsson. + Alúðarþakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns mins, föður, tengdaföður, afa og langaafa, KARLS B. ÁRNASONAR glerskurðarmeistara, Stigahlíð 39. Einnig viljum við færa starfsfólki og læknum á deild A-7, Borg- arspítalanum, sérstakar þakkir. Fyrir hönd vandamanna, Margrét N. Eyjólfsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför STEFÁNS REYKJALÍNS byggingameistara á Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækningadeildar F.S.A fyrir frábæra umönnun. Bjarni Reykjalín, Svava Aradóttir, Guðmundur Reykjalín, Guðrún Jónsdóttir og barnabörn hins látna. Lokað Vegna jarðarfarar SIGRÚNAR Á. EIRÍKSDÓTTUR verða skrifstofur okkar lokaðar eftir hádegi í da'g. Bræðurnir Ormson hf. Lokað í dag, miðvikudag, frá kl. 13.00-15.00 vegna jarð- arfarar FRÚ SIGRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR. Verslunin Sér, Laugavegi 95.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.