Morgunblaðið - 15.08.1990, Side 32

Morgunblaðið - 15.08.1990, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990 mmim Ást er... . . . að hafa ekki áhyggjur af aldrinum. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate ^ . Ég las um daginn að eikar- tré nái svona ummáli á 100 árum! Með morgnnkaffinu Get ég fengið bara einn stein? HÖGNI HREKKVÍSI SaNPIIZ PÓ HONUM KLÖKUST/AUR ?" Drykkja og gauragang- ur eins og venjulega Innsiglun sjón- varpstækja: Minnir óneitan- anlega á austan- tjaldsaðgerðir Til Velvakanda. Mikið hefur verið rætt og ritað um afnotagjöld ríkissjónvarpsins að undanförnu og þau nefnd nauð- ungarskattur en það er annað mál sem einnig snertir ríkissjónvarpið. Þegar fólk fer í sumarfrí sem oft- ast er um mánaðartími er ekki hægt að sleppa við að greiða af- notagjaldið fyrir dagskrá sem ekki er notuð í þennan tíma. Það er hægt að biðja um að sjónvarps- tækið verði innsiglað, en það gild- ir í minnst þrjá mánuði og býst ég við að það séu afar fáir laun- þegar sem fara í þriggja mánaða frí. Og þegar tækið er innsiglað kostar það 1622 krónur, sem virð- ist vera sama upphæð og afnota- gjaldið sjálft sem greiða þarf mán- aðarlega. Það er fjöldi fólks sem fer í fríi sínu og segir þá upp dag- blöðum og tímaritum á meðan, og er lítið mál. En þegar kemur að hinu ríkisrekna sjónvarpi og út- varpi er slíkt ekki hægt. Ef nú tækið væri svo innsiglað er þar með komið í veg fyrir að hægt að horfa á Stöð 2 eða þau myndbönd sem í boði eru um þriggja mánaða skeið, því það telst lögbrot.að ijúfa innsigli, og enginn vill vera staðinn að slíku broti. Þeir sem svo verður það á að fá tæki sín innsigluð eru komnir á lista yfir grunaða og peningum er eytt í að hafa menn sem fara um borgina inn á heim- ili almennings til að leita að sjón- varps- eða útvarpstækjum sem mögulega gætu verið þar. Þetta minnir óneitanlega á einhveijar austantjaldsaðgerðir, ekki satt? Er ekki kominn tími til að endur- skoða þessar framkvæmdir og breyta þeim í samræmi við breytta lifnaðarhætti og nútímatækni? Þetta er búið að ganga svona í mörg herrans ár en nú ætti al- menningur að taka höndum saman og þrýsta á að þessu verði breytt. María G. Til Velvakanda. Nú er verslunarmannahelgin lið- in, sú rólegastá í manna minnum, segja fréttamenn. Ég var að koma heim úr ferðalagi og kom við á einu af þessum fjölsóttu tjaldstæðum. Einnig kom ég á veitingastaði úti á landsbyggðinni þar sem var fullt af fólki. Mér virtist drykkjan og gauragangurinn svipaður og venju- lega. Ætli blaðamenn séu ekki bara Til Velvakanda. Til er fólk sem veit vömm sína. Og ávallt munu verða til lýti á þjóð- félaginu. Hugsandi menn munu al- dregi þurfa að rýna í skarann til þess að þekkja hin gölluðu fljóð. Þau munu ávallt, með atferli sínu, aðferðum og ágangi verða deginum ljósari, sem og á brún og brá, og verða til þess að útskúfa sjálf sig og læða efanum að eigin hjarta sem og þeirra er eitt sinn báru ef til orðnir þreyttir á þessum árlegu hneykslunarútrásum. Þar að auki eru þeir uppteknir af ýmsu sem er að gerast í stærri málum. Svo má ekki gleyma því að núna var sukk- ið mest þar sem ekki voru skipu- lagðar útihátíðir og þá er erfiðara að finna einhvern til að skella skuld- inni á. Kristinn vill hug til þeirra. Og síst þarf íslenzk karlþjóð að efast um eigið ágæti, hvað þá að verða vandræða- leg, er úrköst suðrænna þjóða ná, fyrirhafnarlaust, að ota sínum tota í skaut síðri kvenna. Og má hver maður vita að betri flokkunarleið er ekki til staðar, því að með sanni má segja: Gott er að vita að hveiju skal gengið. Lifið heilar. Þakklátur íslenzk karlþjóð þarf ekki að efast um eigið ágæti Víkverji skrifar Fyrir mörgum árum endursagði Víkveiji grein úr breska blað inu The Guardian hér í Morgunblað- ið. Þar var rætt um þá goðsögn meðal blaðamanna, að aldrei gerð- ist neitt merkilegt í ágúst. Taldi höfundur hennar, að þetta væri ekki allskostar rétt, þar sem mörg stórtíðindi hefðu einmitt gerst í þeim mánuði. Sannast þessi skoðun enn nú á því herrans ári 1990, þeg- ar heimurinn stendur á öndinni vegna spennunnar við Persaflóa. Margt bendir þó til þess þegar ýmsum íslenskum blöðum er flett núna eða fylgst er með fréttum sjónvarpsstöðvanna, að frá litlu sé að segja á innlendum vettvangi eft- ir að stríðinu vegna BHMR-samn- inganna lauk. A það nú við um Ólaf Ragnar Grímsson sem útlend- ingur spurði áður um Steingrím Hermannsson eftir að hafa horft á íslenskar sjónvarpsfréttir um nokk- urt skeið: Hvernig stenduí á því að báðar stöðvarnar eru með sama þulinn? Sum blaðanna gerðu sér mikinn mat úr því í síðustu viku, hve ítöisku sjóliðarnir nutu mikillar kvenhylli. Hinir dökku, einkennisklæddu herramenn sem kunna að umgang- ast áfengi höfðu greinilega meira aðdráttarafl en ungir íslenskir karl- ar. Var grunnt á hneysklunartóni í skrifum margra blaðamanna um þessa kvenhylii og gjarnan ýtt und- ir blygðunarkennd lesandans. Læddist ekki sá grunur að fleirum en Víkveija, að þarna kynni einnig að vera um afbrýðissemi blaðmann- anna að ræða? XXX Sagt er að sumsstaðar sé stuðst svo rækilega við kenningar um „bíóriþma“, það er sveiflur í lífi og hegðan manna að einstaklingum sé beinlínis bannað að stunda ákveðin störf á vissum skeiðum lífs síns. Er þessa jafnvel gætt í hernaði og þeim hermönnum meinað að fara í hættulegar ferðir sem taldir eru vera í niðursveiflu þá stundina. Víkveija detta þessar kenningar, sem hann þekkir þó ekki til neinnar hlítar, stundum í hug, þegar hann verður var við alls kyns villur er laumast inn í Morgunblaðið og fara í gegnum fingur á honum og öðr- um, sem endranær hafa fullt vald á störfum sínum. Villur og mistök blaðamanna eru með þeim ósköp- um, að þær birtast i þúsundum eða tugþúsundum eintaka. Ættu rit- stjórnir ef til vill að taka upp sama hátt og herstjórnir til að koma í veg fyrir slys? xxx Um verslunarmannahelgina voru vegfarendur ákaflega oft hvattir til að gæta þess að kasta ekki rusli úr bílum. Heyrir til undan- tekninga að menn sjái slíkt gert. Þess vegna brá Víkveija í brún síðdegis á föstudaginn fyrir versl- unarmannahelgi, þegar hann var að aka norður í land og var að koma að Botnskála í Hvalfirði og sá kastað gler- og plastflösku út úr bílnum sem var næstur fyrir framan hann. Er þetta refsivert athæfi? Á að koma númerum á slíkum bílum á framfæri við eitt- hvert opinberí yfirvald?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.