Morgunblaðið - 15.08.1990, Page 33

Morgunblaðið - 15.08.1990, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990 33 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. . Virðingarleysi gagnvart íslenska fánanum Sigrún hringdi: „Ég var í jarðarför um daginn og var íslenski fáninn yfir kist- unni. Þegar svo kistan var borin til grafar tók meðhjálparinn fán- ann af kistunni og hélt ég að hann myndi bijóta hann saman. En hann tók fánann upp í miðj- unni, vöðlaði honum saman og stakk undir höndina og lagði fán- ann stuttu síðar niður á jörðina, samanvöðlaðan. Það voru margir sem fylgdu til grafar undrandi á þessum aðförúm með fánann. Er þetta ekki óvirðing að fara svona með hann? Eru ekki til reglur sem segja að bera eigi virðingu fyrir fánanum og að fáninn megi ekki koma við jörðu?“ Vill komast í samband við fólkið sem gróðursetti á Vogastapa — Helga Skaftfell hringdi: „Ég var að lesa í Morgunblað- inu sunnudaginn 12. ágúst um fólk sem gróðursetti í moldarflög á Vogastapa. Mig langar til að komast í samband við þetta fólk og bið það að hringja í mig í síma 23997 á kvöldin.“ Tapaði rauðum hjálm Lítill drengur var að leika sér á Víðivöllum í Hafnarfirði í síðustu viku. Hann lagði frá sér rauðan plasthjálm en þegar hann ætlaði að ná í hann var hann horfinn. Finnandi er beðinn að hringja í Árna Pétur í síma 50245. Tapaði giftingarhring Giftingarhringur tapaðist fimmtudaginn 9. ágúst. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 685925 eftir hádegi. Fund- arlaunum heitið. Kvengullúr tapaðist Kvengullúr tapaðist við Borg- arspítalann fimmtudaginn 2. ágúst eða við Dunhaga. Finnandi vinsamlega hringi í síma 16423. Góð aðstaða fyrir fatlaða í Baldri Kona hringdi: „Maður sem bundinn er hjóla- stól fór fyrir stuttu með-flóabátn- um Baldri til Flateyjar. Hann vill þakka fyrir hve vel báturinn er hannaður fyrir fatlaða og þá sér- staklega hjólastóla. Þetta er líklega eina feijan hér þar sem hjólastólar geta farið svona auð- veldlega um borð, þar er lyfta og snyrtiaðstaða fyrir fatlaða. Og var öll framkoma og viðmót um borð einstaklega vinsamleg.“ Blár páfagaukur týndur Blár karlpáfagaukur flaug frá heimili sínu, Sæbólsbraut 28, fyr- ir stuttu. Þeir sem vita um hann eru beðnir að hringja í síma 44876. Fress í óskilum Gulbröndóttur hálfstálpaður fresskettlingur er í óskilum í Kóngsbakka 4. Eigendur geta hringt í síma 76447. Fann torfæruhjól Torfæmhjól fannst á Bergþóru- götunni. Eigandi getur hringt í síma 74894. Helst til tónelskir truboðar Til Velvakanda. Ástæða þess að ég skrifa þér þetta bréf er að ég get ekki lengur á mér setið. Undanfarnar vikur hef ég líkt og aðrir sem starfa í miðbæ Reykjavíkur hvað eftir annað orðið fyrir barðinu á óhóflegri söngelsku trúboða þessa lands og erlendra samstarfsmanna þeirra. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að fólk boði öðrum trú sína og ekki heldur því að lagvisst fólk hefji upp raust sína endrum og sinn-’ um. Hins vegar þykir mér heldur þreytandi þegar fólk sem ekki hefur ástæðu til að flíka sönghæfileikum. sínum heldur tónleika dag eftir dag í næsta nágrenni við mig. Einkum Sýnum hvert öðru nær- gætni í umferðinni. - KOMUM HEIL HEIM - HEILRÆÐI V í og sér í lagi líkar mér flutningurinn illa þegar álíka lagvissir hljóðfæra- leikarar spila undir og hávaðinn er magnaður upp með kraftmiklum hljómflutningstækjum. Ekki bætir úr skák ef tónsmíðarnar eru sjaldn- ast björgulegar og lagavalið með eindæmum einhæft. . ' * Fyrir nokkrum árum var nokkuð um það að fólk kvartaði undan hávaða frá hljómplötubúðum. Þær hafa nú að því er ég best veit lagt af þann sið að plaga þá sem eiga leið framhjá búðunum eða vinna í næsta nágrenni með því að útvarpa í sífellu sýnishornum af söluvöru sinni. Þykir mér því skjóta skökku við að guðsmennirnir taki við þar sem poppiðnaðurinn hætti og mengi stræti Reykjavíkur með misfögrum tónum. Þykir mér enda fullvíst að þessi trúboðsaðferð sé ekki árang- ursrík, að minnsta kosti gefur fjöldi þeirra sem hlustar á boðskapinn af fúsum og fijálsum vilja ekki tilefni til að ætla það. Skora ég því hér með í fullri vin- semd á þá trúboða þessa lands sem beitt hafa söngli og hljóðfæraspili til að ná athygli fólks að þeir velji sér aðrar og hljóðlátari aðferðir í framtíðinni. Tónelskur •IÝTT SÍMANÚMER AUa?SINGADBlDÆ GARÐASTÁL Á þök og veggi = HEÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 NY SENDING AF: □ Orkusteinum - stórbrotið úrval. □ Hálskeðjum og hálsmenum. □ Reykelsum. " □ Bókum - úrvalið eykst stöðugt. EINNIG: □ Rúnir - pendúlar. □ Veggspjöld - gjafakort. □ Stjörnukort. □ Nýaldarspólur - gott úrval. □ O.m.fl. Það er staðreynd - þau virka! Tvær milljónir Evrópubúa nota nú Mondial daglega. Virkni MONDIAL armbandsins felst í pólunum, sem eru hlaðnir 6 millivolta spennu, og talið er að hafi áhrif á plús- og mínusorku líkamans í átt til jafnvægis og eykur þannig vellíðan. Ummæli nokkurra ánægðra notenda Mondial armbandsins: • „Ég hef ekki sofið eins vel í mörg ár síðan ég eignaðist MONDIAL arm- bandið." • „Ég er búin að eiga MONDIAL armbandið í viku og ég hef ekki fengið mígrenikast síðan ég setti það upp.“ • „Eftir að ég eignaðist MONDIAL armbandið er ég í meira andlegu jafn- vægi en ég hef fundiö fyrir lengi." • „Ég er svo miklu betri af astmanum, eftir að þafa gengið með MONDIAL armbandið í nokkra mánuði, að ég hef getaö sleppt meðulunum." • „Ég tók allt i einu eftir því, eftir nokkra vikna notkun á MONDIAL arm- þandinu, að sviðinn í axlarvöðvunum var alveg horfinn." Mondial armbandið fæst í 5 stærðum XS - 13-14 cm ummál S - 14-16 cm ummál M - 17-18 cm ummál L - 19-20 cm ummál XL - 21-22 cm ummál VERÐIÐ ER HAGSTÆTT Silfur......kr. 2.590,- Silfur/gull Gull ...... ....kr. 2.590,- ....kr. 3.690,- beuR/MT Laugavegi 66 101 Reykjavik símar 623336 og 626265 Póstkröfuþjónusta - Greiðslukortaþjónusta Pantanasímar: (91)62 33 36 og 62 62 65 Ný sending frá ESCADA 1 TÍZKAN Laugavegi 71 II hæð Simi 10770 Fyrst og fremst einstök gæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.