Morgunblaðið - 15.08.1990, Page 35

Morgunblaðið - 15.08.1990, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990 ÚRSUT Körfuknattleikur Fyrstu leikirnir í 8-liða úrslitum (allir leika við alla) heimsmeistarakeppninnar í körfu- knattleik, sem stendur nú yfír í Argentínu: Bandaríkin - Argentína......104:100 Júgóslavía - Brasilía.......105: 86 Sovétríkin - Grikkland...... 75: 57 Puerto Rico - Ástralía...... 89: 79 Knattspyrna 1. DEILD KVENNA: Breiðablik - Valur .............2:0 Kristrún Lilja Daðadóttir, Rósa Dögg Jóns- dóttir. ■Breiðablik stendur vel að vfgi eftir sigur^ inn í gær; er efst með 24 stig og á einn leik eftir. ÍA er í öðru sæti með 15 stig og á þijá leiki eftir — með sigri í öllum á liðið möguleika á að ná Breiðablik að stigum en til að ÍA eigi möguleika á titlinum verður Kópavogsliðið að tapa fyrir KR næstkom- andi mánudagskvöld. 3. DEILD KARLA: Þróttur R. - Dalvík...............3:1 Sigurður Hallyarðsson 2 (lv) Óskar Óskars- son - Birgir Össurarson Haukar-TBR........................7:0 Gauti Marinósson 2, Valdimar Sveinbjörns- son 2, Guðjón Guðmundsson, Siguijón Dag- bjartsson, Ólafur Jóhannsson. Þróttur N. - ÍK...................1:2 Ólafur Viggósson (v) - Hörður Magnússon, Steindór Elíasson BÍ - Einherji.....................4:0 Reynir Á. - Völsungur.............1:0 Páll Gíslason (v) • Staða efstu liðanna er nú þessi: Þróttur R........14 12 1 1 42:12 37 ÍK...............14 11 0 3 37:20 33 Haukar...........11 10 1 3 33:16 31 4. DEILD: Léttir - Leiknir R................0:2 Þorsteinn Kristinsson, Atli Þór Þorvaldsson. Handknattleikur Aukakeppnin um tvö sæti f 1. deild karla: Þór-Haukar.................12:15(3:7) Jóhann Samúelsson 3, Ingólfur Samúelsson 3 - Peter Baumruk 6, Sveinberg Gislason 4, Sigurður Örn Arnarson 3. HK-Grótta.................22:25(14:9) Elvar Óskarsson 8, Rúnar Einarsson 7, Róbert Haraldsson 5 - Halldór Ingólfsson 10, Páll Björnsson 5. • Staðan: Haukar.................3 3 0 0 74:41 6 Grótta.................3 3 0 0 68:52 6 HK.....................3 0 0 3 54:68 0 Þór....................3 0 0 3 39:74 0 í KVÖLD ■KNATTSPYRNA: Einn leikir verður í 1. deild karla í kvöld. Víkingur fær KA í heimsókn kl. 19. Á sama tíma verða leikn- ir fjórir leikir í 4. deild: Austri - Sindri, Umf. Stjarnan - KSH, Huginn - Leiftur F. og Höttur - Valur Reyðarfirði. ■ HANDKNATTLEIKUR: Auka- keppnin um sæti í 1. deild: Þór - HK, Grótta - Haukar. Báðir leikirnir hefjast ki. 20. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Morgunblaðið/KGA Tvœr af reyndustu knattspyrnukonum landsins kljást á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Ásta María Reynisdóttir hefur betur en Ragnheiður Víkingsdóttir að þessu sinni, einnig í leiknum og svo virðist sem það eigi einnig við um sumarið í heild. íslandsbikarinn er að öllum líkindum á leið frá Hlíðarenda í Kópavog. Bikarlnn á leið í Kópavog BREIÐABLIKSSTÚLKUR eru komnar með aðra hönd á ís- landsmeistarabikarinn eftir 2:0 sigur á Val í gærkvöldi. Aðeins- ÍA á möguleika á að ná Breiða- bliki að stigum, en liðinu nægir jafntefli gegn KR á mánudag til þess að gulltryggja titilinn. Breiðablik varð síðast íslands- meistari 1983, en það var reyndar fimmta árið í röð sem liðið vann titilinn. Þess má og geta að þjálfari liðsins þá Katrin var Sigurður Hann- Frióriksen esson, sem tók ein- skrífar mitt við stjórn þess að nýju fyrir þetta keppnistímabil. Leikurinn í gærkvöldi var jafn framan af og bæði lið áttu ágætis sóknir og marktækifæri í fyrri hálf- ieik þrátt fyrir að mörkin létu á sér standa. Þjóðhildur Þórðardóttir komst einna næst því að skora þeg- ar gott skot hennar beint úr auka- spyrnu small í þverslá Valsmarks- ins. Síðari hálfleikur var nýhafinn þegar Kristrún Lilja Daðadóttir náði forystunni fyrir Breiðablik. Hún slapp inn fyrir vörn Vals og renndi boltanum framhjá Guð- björgu í markinu sem var frekar sein að átta sig. Nokkrum mínútum síðar fengu Valsstúlkur besta marktækifæri sitt í leiknum þegar Ingibjöi’g Jónsdóttir komst með boltann upp að endalínu alveg við markstöngina. Hún gaf fyrir mark- ið en laust skot Heru Ármanns- dóttur fór í varnarmann á marklínu. Kristrún Lilja átti heiðurinn af síðara marki UBK. Hún lék boltan- um upp að markteig og í stað þess að skjóta sjálf í góðu færi renndi hún boltanum fyrir markið. Þar var Rósa Dögg Jónsdóttir alveg á auð- um sjó eftir varnarmistök Vals- stúlkna og var eftirleikurinn auð- veldur fyrir hana. Að hengja dómara fyrir Fram eftirHeimi Bergmann Fyrir nokkru fór fram leikur milli Vals og Fram í mjólkurbikar- keppni KSÍ. Þessi leikur hefur dreg- ið nokkum dilk á eftir sér. Eftir að leiknum lauk missti fyrirliði Fram gersamlega stjórn á skapi sínu, hafði í hótunum við starfs- menn vallarins og hótaði dómara leiksins lífláti, hvorki meira né minna. Dómarinn sendi sérstaka skýrslu um atvikið til Aganefndar KSÍ, en Aganefnd vísaði málinu frá vegna formgalla. I 6. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót segir í þriðju máls- grein: „Að leik loknum gengur dóm- ari frá Ieikskýrslu og skal hann rita á skýrsluna hverjir hafi gerst brot- legir við starfsreglur Aganefndar. Ennfremur segir í 13. gr. sömu reglugerðar, að dómarar skuli nota eyðublöð Aganefndar þegar þeir áminna eða vísa leikmönnum af velli. Dómarinn ritaði ekkert á leik- skýrsluna né heldur sendi hann kæru sín á eyðublaði Aganefndar. Hvers vegna ekki? 1. Dómarinn áminnti leikmann- inn ekki (gult) né beitti hann útilok- un (rautt). Atvikið var alvarlegra en svo. 2. í starfsreglum Aganefndar er ekki getið um svo alvarleg atvik sem þetta. 3. Það var ekkert pláss eftir á leikskýrslunni (þar eru einungis tvær línur fyrir athugasemdir og þessar línur voru útskrifaðar). 4. Hann notaði ekki eyðublöð Aganefndar vegna þess að hann hafði hvorki áminnt eða beitt útilok- un og mátti þar af leiðandi ekki nota þessi eyðublöð. Eftirlitsmanni KSÍ var kunnugt um atvikið. Hann sendi líka inn skýrslu en allt kom fyrir ekki. Því er við að bæta að þarna eru á ferð- inni formsatriði sem mjög margir dómarar hafa ekki fylgt eftir. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að Aganefnd taki á málum enda eru leikskýrslur sjaldnast til staðar þeg- ar Aganefnd úrskurðar því þær berast oft bæði seint og illa. Skýrslu sína sendi dómarinn með hraðpósti. Aganefnd tók málið fyrir 11 dögum síðar og vísaði því frá. Gott og vel. En þarna finnst mér Aganefnd hafa brugðist eða látið undan þrýstingi. í 4. gr. starfs- reglna Áganefndar segir: „Úrskurði Aganefndar verður ekki áfiýjað.“ Og þar með átti málinu að vera lokið. En stjórn KSÍ tók málið engu að síður upp á næsta fundi sínum, ásamt öðru sem Aganefnd hafði vísað frá. Hitt málið sem stjórnin tók upp var vegna atviks í leik Ein- herja og Þróttar Neskaupstað. Liðs- stjóri Einheija hafði skv. lögreglu- skýrslu rófubeinsbrotið leikmann Þróttar meðan á leik stóð. Þetta höfðu bæði dómari leiksins og línu- verðir látið framhjá sér fara. Stjórn KSÍ dæmdi liðsstjórann í 4 leikja bann. Síðar kom í ljós að leikmaður- inn var ekki rófubeinsbrotinn enda lék hann næsta leik eins og ekkert \ Heimir Bergmann. „Afgreiðsla sú sem þetta leiðindamál fékk stenst hvorki samkvæmt túlkun reglugerðar KSÍ, UEFA eða FIFA. Þetta mál var borið undir ráðstefnu eftirlits- manna sem haldin var í Finnlandi. Þar voru saman- komnir eftirlitsmenn frá Norðurlöndunum og Eng- landi. Þeir voru sammála málsmeðferð dómarans og sögðu að Aganefnd bæri að taka á svona mál- um.“ hefði í skorist. Þarna er stjórn KSÍ ekki sam- kvæm sjálfri sér. Hún dæmir iiðs- stjórann í bann samkv. vafasamri lögregluskýrslu og ávítir dómarann fyrir að fá líflátshótun. Stjórn KSÍ fól Dómaranefnd að ávíta dómarann og þáttur Dómara- nefndar er kostulegur. Dómaranefnd skipa 5 menn, þrír eru kosnir af stjórn KSÍ en tveir af stjórn knattspyrnudómarasam- bands íslands. Af þessum þremur frá stjórn KSÍ eru tveir Framarar og þeir tóku málið fyrir án þess að dómarasambandsmennirnir væru boðaðir. Dómaranefnd, þ.e. þessir tveir sem voru mættir, ræddu málið við dómara leiksins og gagmýndu hann. Dómarinn mótmælti og þegar líða tók á fundinn mætti formaður nefndarinnar. Hann var í veiga- miklum atriðum samnefndarmönn- um sínum ósammála en áminnti dómarann engu að síðu en neitaði að gefa nokkuð skijflegt um málið. Dómarinn fór af fundi án þess að fá botn í hvort hann hafði brugðist og þá hvar. Við þetta er litlu að bæta og þó. í vetur dæmdi einn okkar besti dómari (milliríkjadóm- ari) úrslitaleik milli Fram og KR innanhúss. KR vann. Eftir leikinn hafði einn stjórnarmaður Fram í flimtingum að hann skyldi sjá til þess að þessi dómari dæmdi ekki oftar hjá Fram. Fyrir gráglettni örlaganna og Framarans í dómara- og niðurröðunarnefnd hefur þessum dómára ekki verið raðað á leik hjá Fram í sumar. Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu Dómaranefndar að láta milliríkjadómara dæma sem mest hjá toppliðunum. Og meira. Okkar fremsti milliríkjadómari í gegnum árin vísaði fyrr í sumar Framara af velli í leik Þórs og Fram. Aga- nefnd dæmdi leikmanninn í tveggja leikja bann. Framarar áfrýjuðu, þó að það sé ekki hægt, en Áganefnd staðfesti úrskurð sinn. Dómarinn varð fyrir aðkasti. Hann hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna. Er þetta Framþróun? Nú má enginn skilja mig sem svo að Framarar séu öðrum verri. Þeir hafa á að skipa einhveiju besta liði sem ég hef séð hérlendis. En með þessari fram- komu eru „velunnarar" félagsins ásamt fákunnandi stjórn KSI að eyðileggja fyrir félaginu og um leið fyrir knattspyrnunni í landinu. Lokaorð Afgreiðsla sú sem þetta leiðinda- mál fékk stenst hvorki samkvæmt túlkun reglugerðar KSÍ, UEFA eða FIFA. Þetta mál var borið undir ráðstefnu eftirlitsmanna sem haldin var í Finnlandi. Þar voru saman- komnir eftirlitsmenn frá Norður- löndunum og Englandi. Þeir voru sammála málsmeðferð dómarans og sögðu að Aganefnd bæri að taka á svona málum. Ilöfundur er fyrrverandi formaður Knattspyrnudómarasambands Is- lands, fyrrverandi dómaranefndar- maðiir og leiðbeinandi í knatt- spynntdónmrafræðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.