Morgunblaðið - 31.08.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.08.1990, Qupperneq 1
VIKUNA f. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS — 7. SEPTEMBER Byrjaðu aftur FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1990 Reykjavíkurhöfn Á laugardagskvöld sýnir Sjónvarpið heimildarmynd sem Friðrík Þór Friðríksson og Ivar Gissurarson gerðu um Reykjavíkurhöfn fyrr og nú. Það hefur jafnan verið kraumandi mannlíf við höfnina, jafnan ys og þys en starfshættir eru nú afar ólíkir því sem áður var. Kvikmynd vikunnar á Stöð 2 er að þessu sinni sjónvarpsmyndin Byrj- aðu aftur (Finnegan Begin Again). Myndin fjallar um ekkju sem á í tveimur ástarsamböndum samtímis. í annan stað heldur hún við útfar- arstjóra, í hinn við blaðamann sem muna má fífil sinn fegri. Henni gengur hálf brösulega að gera upp á milli þeirra en þar kemur að ekki verður lengur hjá því komist að taka ákvörðun. Með aðalhlutverk fara Mary Tyler Moore, Robert Preston og Sam Waterston. Leikstjóri er Joan Micklin Silver. Karlmenn bera ekki lengur vöruna úr flæðarmálinu til vöru- húsa og nú sést þar engin kona þræla sér út við kolaburð. Vélar og tæki hafa fyrir löngu tekið við flestum þeim störf- um sem menn þurftu áður að berjast við með berum hönd- um. Þó að höfnin sé ekki lengur ein um samgöngur og flutn- inga þá er hún enn ofarlega í huga borgarbúa sem flestir gera sér grein fyrir mikilvaegi þessarar langstæðstu vöru- flutningahafnar landsins. Án hennar væri Reykjavík ekki nema svipur hjá sjón. Konur á bökkum Rínar Leikrit septembermánaðar á Rás 1 er á dagskrá nk. laugardags- kvöld: Konur á bökkum Rínar, sagan af Elísabetu Blaukrámer. Leikritið er byggt á síðasta verki Nóbelsskáldsins Heinrichs Bölls, sem hann lauk skömmu áður en hann lést árið 1985. Verkið er skáldsaga í samtölum og eintölum og bjó Michael Buchwald það til flutnings í útvarpi. Leikstjóri og þýðandi er Bríet Héðinsdóttir. Sögusviðið er Bonn og næsta nágrenni og eru söguhetjurnar valdsmenn í stjónkerfi Vestur-Þýskalands samtímans og þó eink- um eiginkonur þeirra. Þetta er saga fólks sem á sér endurminning- arfrá tíma nasismans og lifirískugga þeirrarfortíðar. Leikendur eru Guðrún Ásmundsdóttir, Guðrún Stephensen, Edda Björgvins- dóttir, Róbert Arnfinnsson, Pétur Einarsson, Jakob Þór Einarsson og Sigríður Þorvaldsdóttir. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Útvarpsdagskrá bls. 2-8 Hvað er að gerast? bls. 3-5 Myndbönd bls. 5 \ tfUBm Bíóin í borginni bls. 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.