Morgunblaðið - 14.09.1990, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1990
RÚNAR Birgisson, formaður
Landssamtaka kapalkerfa á Is-
landi, segir það vera ófram-
kvæmanlegt að þýða efni BBC,
sem Landssamtökin hyggjast
dreifa. í Morgunblaðinu í gær
sagði Þorbjörn Broddason, for-
maður útvarpsréttarnefndar, að
ótvírætt væri að reglur um þýð-
ingaskyldu ættu við þegar gervi-
hnattaefni væri dreift í gegnum
kapalkerfí.
„í fyrsta lagi þá tel ég að jafnt
útvarpslögin frá 1985 og reglugerð-
in frá 1989 standist ekki þá þróun
sem orðið hefur á sviði gervihnatta-
tækni. Þá er reglugerðin líka á
skjön við þróunina í nánast öllum
löndum Evrópu,“ sagði Rúnar Birg-
isson.
Hann sagði að hann teldi að ekki
væri hægt að túlka kapalkerfi sem
útvarpsstöð enda væri miklu frekar
um að ræða tæknibúnað til að
Líffræðiskor Háskólans:
Skorað á stjórnvöld
að semja við kennara
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt á fundi líffræðiskorar
Háskóla íslands, 10. september
sl.
„Líffræðiskor Háskóla íslands
skorar á stjórnvöld að verða við
þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu
stundakennara að mönnum með
sambærilega menntun séu greidd
sömu laun og fyrir sambærilega
vinnu, óháð því við hvaða ríkisstofn-
un þeir starfa. Einnig er bent á
nauðsyn J)ess að kennarastörf við
Háskóla Islands séu það vel launuð
að þau séu eftirsóknarverð svo
hæfustu menn sæki til starfa.
Líffræðiskor átelur að fjármála-
ráðuneytið hefur ekki viljað taka
upp neinar samningaviðræður við
stundakennara um kjör þeirra.
Líffræðiskor krefst þess af Félagi
háskólakennara að það láti málefni
stundakennara til sín taka þegar í
stað. og styðji sanngjarnar kröfu
þeirra.
Líffræðiskor bendir á þá gífur-
legu röskun og erfiðleika sem nem-
endur verða fyrir, ef kennsla
stundakennara fellur niður.
Líffræðiskor fer þess á leit við
stundakennara í Félagi íslenskra
náttúrufræðinga að þeir hefji störf
við háskólakennslu nú á haustmiss-
eri, í trausti þess að fjármálaráðu-
neytið sjái sig um hönd og taki þá
þegar upp samningaviðræður við
þá.“
Nýr rektor
við Tækni-
skóla Islands
GUÐBRANDUR Steinþórsson
tók við starfl rektors Tækni-
skóla Islands af Bjarna Kristj-
ánssyni í upphafí skólaársins.
450 nemendur eru skráðir í fullt
nám í Tækniskólanum í vetur auk
þess sem 30 stunda viðbótarnám
af ýmsu tagi, flestir sem viðbót til
B. Sc. gráðu í heilbrigðisdeild.
Meðal annarra breytinga sem
orðið hafa á starfsliði sakólans er
að Guðmundur Hjálmarsson tekur
við starfi deildarstjóra bygginga-
deildar og Paul Jóhannsson er
deildarstjóri véladeildar í stað
Helga Gunnarssonar, sem lést
síðastliðið vor, en hann hafði starf-
að við Tækniskólann allt frá upp-
hafi, árið 1964.
Helgi Pétursson útvarps-
sljóri Aðalstöðvarinnar
HELGI Pétursson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Aðalstöðvar-
innar í stað Bjarna Dags Jónssonar sem sagt hefur því starfí
lausu.
Helgi hefur um árabil starfað við ýmsa fjölmiðla landsins; hefur
meðal annars verið ritstjóri dagblaðanna Tímans og NT, fréttamaður
við Ríkisútvarpið og undanfarin ár frétta-, og dagskrárgerðarmaður
við Stöð 2. Helgi tók til starfa á Aðalstöðinni á þriðjudag og var
myndin tekin af honum í hljóðstofu ásamt einum starfsmanna út-
varpsstöðvarinnar, Margréti Hrafnsdóttur.
Formaður Landssamtaka kapalkerfa:
Ó framkvæmanlegt er að
þýða efni BBC á íslensku
Neytendasamtökin:
dreifa efni útvarps- og sjónvarps-
stöðva. „Það eru engin lög eða regl-
ur til sem banna almenningi að
taka á móti efni frá gervihnöttum
enda varla hægt þar sem um er að
ræða geisla sem hver sá er hefur
mótttökubúnað getur tekið á móti.“
Framan af hefði efni verið dreift
á Islandi án neinna leyfa en með
tilkomu Landssamtakanna sagði
Rúnar breytingu hafa orðið á. „Nú
þegar við erum að dreifa efni með
fullum réttindum þá rísa ýmsir aðil-
ar upp sem hingað til hafa ekki
látið sig málið varða og segja þetta
ólöglegt. Það hafa verið fluttir inn
loftnetsdiskar í miklu magni og víða
hefur verið komið upp fullkomnum
kapalkerfum svo það er nokkuð
seint í rassinn gripið að ætla að
fara að stöðva framrás tækninnar
nú.“
Varðandi þau orð formanns út-
varpsréttarnefndar að efni yrði ann-
að hvort að þýða, eða, ef um beinar
útsendingar væri að ræða, láta
fylgja með endursögn og kynningu,
sagði Rúnar það vera algjörlega út
í hött og óframkvæmanlegt. Það
væri útilokað að fá til dæmis efni
á spólum og þýða það fyrirfram.
„Það er kominn tími til að setj-
ast niður og horfast í augu við þá
staðreynd að þessi tækni er til stað-
ar og kominn til að vera. Annað
er hrein blekking. Að banna þetta
eða að binda í klafa má líkja við
það þegar hinnir föllnu herrar
Austur-Þýskalands bönnuðu þegn-
um sínum að horfa á vestur-þýskar
stöðvar sem samt sem áður var
gert. Við ætlum ekki að trúa því
að nú eigi að fara að binda í fjötra
þá alþjóðlegu fjölmiðlum sem okkur
stendur til boða. Við erum staðráðn-
ir í að láta í eitt skipti fyrir öll reyna
á þetta og erum orðnir langþreyttir
á því hvernig staðið er að þessum
málum í löggjöfinni. Það kemur því
væntanlega ljós hver vilji ráða-
manna er og hvort hann fari saman
við vilja meginþorra almennings en
við áætlum að allt að tíu þúsund
íbúðir hafi nú aðgang að erlendum
stöðvum og fer ijölgandi,“ sagði
Rúnar Birgisson.
Morgunblaðið/Fríða Proppé
Talsvert hefur verið af stórlaxi
í ánum í sumar og hér hampar
Sævar G. Proppé 20 punda hæng
sem hann veiddi í Hvítá í Arnes-
sýslu fyrir Iandi Oddgeirshóla
8. september síðast liðinn. Þar
hefur veiðin verið léleg og var
lax Sævars aðeins 11. stærsti fisk-
ur sumarsins.
Laxveiðin:
Laxá í Kjós
efst en Rang'-
árnar sækja á
Veiði er nú lokið í ýmsum lax-
veiðiám og líður að lokum veiða
í öðrum. Efst á listanum er Laxá
í Kjós þar sem veiði lauk 9. sept-
ember. Veiddust þar 1604 laxar,
en í öðru sæti eru Rangárnar sem
hafa gefið rétt rúmlega 1500
laxa. Þar er veitt til 20. septem-
ber og því hugsanlegt að þær
endi í efsta sætinu. Laxá í Þin-
geyjarsýslu gaf 1508 laxa og er
veiði þar lokið, og síðast er frétt-
ist var veiðin í Þverá og Kjarrá
nærri 1500 löxum, en þar er veið-
inni einnig lokið. Norðurá gaf
tæplega 1200 laxa og Elliðaárnar
á fjórtánda hundraðið.
Víða, einkum á Vesturlandi, hef-
ur laxveiði glæðst töluvert undir lok
veiðitímans og má í því sambandi
nefna ár eins og Laxá í Dölum og
Laxá í Leirársveit sem ná fjögurra
stafa tölu þökk sé síðbúnum smá-
laxagöngum. Eftir sem áður hefur
veiði verið einna slökust í Húna-
vatnssýslunum og hefur þar lítið
ræst úr í heild séð. Til dæmis gaf
Laxá á Ásum aðeins um 650 laxa
sem er all gott á tvær stangir, en
þykir þó aflabrestur í ánni, svo
góðu eru menn vanir, en áin gefur
í metsumrum allt að 1800 laxa. í
Vopnafirði var heldur dauf veiði og
hvorki Hofsá eða Selá náðu 700
löxum, voru mjög samstiga á milli
650 og 700 fiska.
Aðeins þriðjungur eggjafram-
leiðenda uppfyllir ákvæði reglu-
gerðar um merkingar matvæla
NEYTENDAFÉLÖG um land allt stóðu nýlega að sameiginlegri
könnun á því hvernig merkingum og geymslu á eggjum væri hátt-
að, og náði könnunin til 95 verslana og 30 eggjaframleiðenda. í ljós
kom að aðeins 10 eggjaframleiðendur uppfylltu ákvæði reglugerðar
um merkingar matvæla, en 23 framleiðendur tóku fram að um
kælivöru væri að ræða, og í 42 verslunum voru eggin ekki geymd
i kæli.
Merkingar á eggjum fara eftir
reglugerð um merkingu neytend-
aumbúða fyrir matvæli og aðrar
neysluvöi-ur, og í bréfi sem Holl-
ustuvernd sendi sambandi eggja-
framleiðenda í fyrra, segir meðal
annars að séu egg ekki merkt sem
kælivara sé geymsluþol þeirra lítið
og þá skuli merkja þau með síðasta
söludegi. Ef þau séu hins vegar
merkt sem kælivara skuli geymslu-
þolið gefið til kynna á umbúðunum.
I bréfinu kemur fram að Hollustu-
vernd telur að egg skuli merkt sem
kælivara, og var eggjaframleiðend-
um gefinn frestur til síðustu ára-
móta til að koma umbúðamerking-
um í rétt horf.
í fréttatilkynningu frá Neytenda-
samtökunum kemur fram að af
þeim 30 eggjaframleiðendum, sem
könnunin náði til, taka 23 þeirra
fram á umbúðum að um kælivöru
sé að ræða, ýmist með orðinu „kæli-
vara“ eða „geymist á köldum stað“.
Helmingur framleiðendanna gefur
ekki upp geymsluþol á vöru sinni
með síðasta söludegi eða „best fyr-
ir“, og fimm framleiðendur merktu
í sumum tilvikum með þessum upp-
lýsingum en öðrum tilvikum ekki.
Því uppfyllir aðeins þriðjungur
framleiðendanna ákvæði áður-
nefndrar reglugerðar.
í ljós kom að í 53 af þeim 95
verslunum, sem könnunin náði til,
eru eggin geymdí kæli, en í þeim
42 verslunum þar sem það er ekki
gert, var í sumum upplýst að eggin
væru sett inn' í kæli að nóttu til.
Neytendasamtökin telja með öllu
óþolandi að eggjaframleiðendur
komist upp með að hundsa ákvæði
áðurnefndrar reglugerðar um
merkingar umbúða, og vilja að úr
því verði tafarlaust bætt. Þá hvetja
samtökin eindregið til þess að sett-
ar verði sérstakar reglur um merk-
ingu og geymslu eggja.
Fráfarandi rektor Bjarni Kristjánsson afhendir eftirmanni
sinum Guðbrandi Steinþórssyni lyklavöld að Tækniskóla íslands.