Morgunblaðið - 14.09.1990, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1990
15
Breylingar á gjaldskrá Hollustuverndar í undirbúningi:
K
Dags. 14.9. 1990
NR. 166
VAKORT
Númer eftirlýstra korta
4507 4200 0000 8391
4507 4300 0003 4784
4507 4500 0008 4274
4507 4500 0014 4003
4543 3700 0000 2678
4543 3700 0001 5415
4929 541 675 316
Kort frá Kuwait sem byrja á nr.:
4506 13** 4966 66** 4509 02**
4507 13** 4921 04** 4921 90**
4547 26** 4552 41** 4560 31**
4508 70** 4507 77** 4966 82**
Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort
úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
VISA ÍSLAND
K
Fyrirtækin greiði kostnað
við mengunarrannsóknir
í umhverfísráðuneytinu er
verið að huga að breytingum á
gjaldskrá Hollustuverndar
ríkisins vegna mengunareftir-
lits, sem miða að því að fyrir-
tæki sem valda umhverfísmeng-
un greiði þann kostnað sem
hlýst af umhverfísrannsóknum
sem nauðsynlegar eru vegna
útgáfu starfsleyfa.
Júlíus Sólnes umhverfisráð-
herra sagði við Morgunblaðið, að
þessi breyting hefði verið í undir-
búningi í nokkurn tíma. „Það er
gömul gjaldskrá við líði, sem ekki
hefur fylgt verðlagsþróun. En nú
eru meðal annars fyrirsjáanlegar
kostnaðarsamar athuganir og
rannsóknir vegna útgáfu starfs-
leyfa til stórfyrirtækja í tengslum
við álver. Það er orðið þekkt lög-
mál, sem öll vestræn ríki hafa
sameinast um, að þau fyrirtæki,
sem valda mengun, eigi að greiða
þann kostnað sem er menguninni
samfara, en að kostnaðurinn lendi
ekki á skattgreiðendum. Því þarf
að hugleiða hvort stofnun eins og
Hollustuvernd eigi að fá framlag
á íjárlögum, sem almenningur
greiðir þá gegnum skattakerfið,
eða hvort starfsemi hennar eigi
að öllu leiti að vera borin uppi af
þessum gjöldum," sagði Júlíus
Sólnes.
Umhverfisráðherra sagði að-
spurður, að það væri ekki fráleitt
að fara svipaðar leiðir og hug-
myndir eru um m.a. í Bandaríkjun-
um, að fyrirtæki greiði ákveðið
gjald fyrir mengunarrétt.
Reykjavík;
Raunverð íbúða í fjölbýlishúsum
lækkaði á fyrsta ársfjórðungi
SÖLUVERÐ íbúða í fjölbýlishús-
um í Reykjavík lækkaði á fyrsta
íjórðungi þessa árs um 3,75% frá
næsta ársfjórðungi á undan og
um 7,4% frá fyrsta árfsfjórðungi
1989. Þetta kemur fram í nýjasta
fréttabréfí Fasteignamats ríkis-
ins. Á eins árs tímabili, frá fyrsta
áríjórðungi í fyrra til sama tíma
í ár hefur útborgunarhlutfall
einnig lækkað, hlutfall verð-
tryggðra lána í viðskiptunum
hækkað og hlutfall óverð-
tryggðra lána lækkað.
í fréttabréfinu segir, að á miðju
ári í fyrra hafi raunverð fjölbýlis-
húsa í Reykjavík náð hámarki. I lok
þriðja ársfjórðungs hafi það lækkað
aftur í svipað verð og var í upphafi
ársins, í flórða ársijórðungi hafi
tekið að gæta raunverðslækkunar
sem hélt síðan áfram á fyrsta fjórð-
ungi þessa árs.
Samanburður milli fyrstu árs-
íjórðunga í fyrra og á þessu ári
sýnir, að fleiri og stærri íbúðir voru
seldar í ár. í fyrra voru seldar 322
jbúðir, meðalstærð 83,9 fermetrar.
í ár voru seldar 360 íbúðir, meðal-
stærð 89,8 fermetrar, sem er 5,9
fermetrum stærra en sama tímabil
í fyrra. Meðalverð seldra íbúða,
nafnverð kaupsamninga, hækkar
úr 4,579 milljónum króna í 5,542
milljónir, eða um 21%. Meðalverð á
fermetra hækkar úr 55.822 krónum
í 64.057 krónur, eða um 14,8%.
Útborgunarhlutfall lækkar úr
76,9% í 72,3%, hlutfall verð-
tryggðra lána í ijármögnun hækkar
úr 15,5% í 24,1% og hlutfall óverð-
tryggðra lána lækkar úr 7,6% í
3,6%.
„Á tímabilinu frá 1. ársfjórðungi
1989 til 1. ársfjórðungs 1990 hækk-
aði söluverð á fermetra um tæp
15%, framreiknistuðullinn um rúm
12% og lánskjaravísitalan 21,3%.
Þannig hefur raunverð íbúða lækk-
að um 7,4% á eins árs tímabili. Um
helmingur þessarar lækkunar, eða
3,75%, kemur fram milli 4. ársfjórð-
ungs 1989 og 1. ársfjórðungs
1990,“ segir í fréttabréfinu.
Langholtskirkja
Hátíðargiiðsþj ónusta
í Langholtskirkju
SUNNUDAGINN 16. september
eru sex ár liðin frá vígslu Lang-
holtskirkju og verður söfnuður-
inn með mikið tilhald.
Klukkan 14 verður hátíðaguðs-
þjónusta og ný skírnarskál, eftir
listakonuna Dóru Jónsdóttur, vígð.
Skálin er gefin af ástvinum Mar-
grétar Lárusdóttur, til minningar
um þennan velunnara kirkjunnar.
Sópransöngkonan Signý Sæ-
mundsdóttir syngur ásamt kór
Langholtskirkju, organisti er Jón
Stefánsson, prestur Sigurður Hauk-
ur Guðjónsson. Klukkan 15 verður
fjáröflunarkaffi kvenfélagsins.
Gerum þennan dag að sönnum
sólskinsdegi.
(Frcttatilkynning frá Langlinltskirkju))
KJARABRÉF-19% ársávöxtun. *
KJARABRÉF—8,1% raunávöxtun.*
KJARABRÉF- 5 ára örugg reynsla.
* Miðað við 6 fyrshi mánuði ársins.
02)
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
FJÁRFESTING ARFÉLAGSINS HF
- Löggilt verðbréfafyrirtæki -
HAFNARSTRÆTI28566 ■ KRINGIUNNI689700 ■ AKUREYR111100
Sá sem keypti KJARABRÉF fyrir 5 árum
fyrir eina miUjón króna á nú tæpar 4,5 miUjónir.
Á verðlagi dagsins í dag hefur hann fengið
tæplega 2.100.000 kr. í vaxtatekjur auk verðbóta!
Með öðrum orðum, raungUdið hefur nær
tvöfaldast á þessum tíma!