Morgunblaðið - 14.09.1990, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.09.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1990 21 Ráðstefna um tréiðnað á Norðurlöndum Norræn ráðstefna um tréiðnað á Norðurlöndum, Tr og Data, sem Iðntæknistofnun íslands stendur fyrir, hófst á Hótel Sögu á fimmtudagsmorgun og á mynd- inni sjást fulltrúar á ráðstefn- unni. Nokkrir fyrirlesaranna á ráðstefnunni hafa viðamikla yfir- sýn yfir þróun tréiðnaðar á Norð- urlöndum en hann er einn af undirstöðuatvinnugreinunum í Skandinavíu og verðmæti nettó- útflutnings trévamings frá Norðurlöndunum var 1.200 millj- arðar króna í fyrra. Morgunblaðið/Einar Falur Gjaldþrot Vogalax: Fylgiskjölum úr bókhaldi spillt VIÐ vinnu við fjárhagsuppgjör þrotabús Vogalax frá árámótum til gjaldþrotadags hefur komið í Ijós að spillt hefur verið fylgiskjöl- um með nokkrum greiðslum sem reiddar voru af hendi úr sjóðum félagsins síðustu vikur fyrir gjald- þrotið. Meðal annars er um að ræða víxla sem skemmdir hafa verið, af mannavöldum að talið er, þannig að nöfn útgefanda og ábekinga sjást ekki. Að sögn Inga H. Sigurðssonar bústjóra er vinnu endurskoðanda við uppgjör þetta ekki lokið og fyrr en því er lokið verður ekki tekin afstaða til þess hvort eitthvað hafi komið fram sem gefi tilefni til að óskað verði opinberrar rannsóknar á málum sem snerta fjárhag fyrirtækisins. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 13. september FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 108,00 84,00 97,89 59,829 5.856.932 Þorskurst. 84,00 84,00 84,00 0,111 9.324 Ýsa 129,00 76,00 92,41 31,289 2.891.382 Langa 38,00 38,00 38,00 0,016 608 Blandað 10,00 10,00 10,00 0,055 550 Karfi 52,00 50,00 51,03 3,640 185.784 Lýsa 15,00 15,00 15,00 0,137 2.055 Keila 30,00 30,00 30,00 0,113 3.390 Smáþorskur 79,00 79,00 79,00 0,389 30.731 Skötuselur 183,00 153,00 177,29 0,042 7.446 Lúða 320,00 215,00 257,17 0,082 21.088 Koli 39,00 30,00 32,10 0,060 1.926 Steinbítur 78,00 63,00 63,92 1,924 122.988 Ufsi 47,50 36,00 46,65 38,239 1.783.768 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 111,00 84,00 93,32 31,786 2.966.215 Ýsa 119,00 78,00 107,53 9,632 1.035.764 Karfi 92,00 20,00 46,47 2,233 103.768 Ufsi 48,00 40,00 47,57 10,007 476.062 Steinbítur 75,00 20,00 36,03 2,103 75,784 Langa 54,00 54,00 54,00 0,691 37.314 Lúða 375,00 180,00 274,13 0,415 113.765 Skarkoli 79,00 79,00 79,00 0,237 18.723 Keila 30,00 30,00 30,00 0,181 5.430 Skata 90,00 90,00 90,00 0,029 2.610 Skötuselur 205,00 195,00 198,04 0,285 56.440' Lýsa 5,00 5,00 5,00 0,019 95 Blandaður 29,00 10,00 24,39 0,066 1.610 Samtals 84,78 57,668 4.889.260 FISKMARKAÐUR SUÐURIMESJA hf. Þorskur 91,00 65,00 . 88,82 63,836 5.670.028 Ýsa 110,00 56,00 103,29 5,049 521.503 Karfi 55,00 49,00 54,28 2,248 122.032 Ufsi 47,00 20,00 45;26 19,851 898.549 Blá & Langa 53,00 50,00 52,25 1,661 86.795 Lúða 345,00 200,00 252,27 0,199 50.328 Keila 36,00 34,00 35,85 3,461 124.084 Lax 140,00 140,00 140,00 0,052 7.280 Skata 80,00 80,00 80,00 0,019 1.520 Skötuselur 179,00 100,00 177,82 0,336 59.749 Blandaður 50,00 15,00 47,28 0,450 21.275 Samtals 77,84 97,163 7.563.143 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA SKIPASÖLUR í Bretlandi 13. september. Hæstaverð Lægstaverð Meðalverð Magn Heildar- (kr.) (kr.) (kr.) (lestir) verð(kr.) Þorskur 169,25 37,650 Ýsa 158,39 10,185 Ufsi 64,90 7,650 Karfi 88,25 . 0,520 Samtals 150,80 59,505 8.973.600 Selt var úr Garðey SF 22 í Hull. GÁMASÖLUR í Bretlandi 13. september. Þorskur 243,06 163,17 Ýsa 234,55 125,78 Ufsi ‘ 81,59 76,48 Karfi 93,48 84,98 VESTUR-ÞÝSKALAND 13. september. Þorskur 215,31 111,24 Ýsa 177,27 147,84 Ufsi 97,60 73,21 Karfi 86,12 73,92 ' Lánshæfni íslenska ríkisins dregin í efa: Norski blaðamaðuriim hefur misskilið skýrslu Moody’s —segir Sigurgeir Jónsson hjá Lánasýslu rikisins um frétt í Aftenposten „Blaðamaðurinn hefur farið glannalega með upplýsingarnar í skýrslunni og missklið þær,“ segir Sigurgeir Jónsson, forsljóri Lána- sýslu ríkisins, um frétt í norska blaðinu Aftenposten þar sem ljallað var um skýrslu bandariska fyrirtækisins Moody’s um lánshæfni ís- lendinga. I frétt blaðsins á miðvikudaginn segir m.a. að líta megi á kaup á íslenskum ríkisskuldabréfum eins og ljárhættuspil. „Fyrirtækið Standard and Poor’s okkur til framdráttar eru einkum hefur metið lánshæfni íslendinga undanfarin tvö ár en þetta er í fyrsta sinn sem Moody’s fjallar um okkur,“ sagði Sigurgeir. „Kvarð- arnir eru mjög svipaðir hjá báðum fyrirtækjunum. Löndum er skipt í nokkra flokka eftir lánshæfni. Þau lönd sem best standa sig fá ein- kunnina AAA, meðal þeirra eru Finnland og Svíþjóð. Island fær ásamt Suður-Kóreu einkunnina A2, eins konar undirflokk af einu A, en til að komast upp í AA-flokkinn þarf fyrst að ná markinu Al. Ein- kunnin sem við fáum merkir að lánshæfnin er talin góð. í B-flokkn- um eru þau lönd og fyrirtæki sem þeir telja vafasöm (speculative).“ Forsendurnar eru margvíslegar við einkunnagjöfina. „Það sem er háar þjóðartekjur, við erum meðal tíu auðugustu þjóða í heimi, hag- kerfið er mjög sveigjanlegt, getur lagað sig að breyttum aðstæðum. Þeir segja reyndar að sveigjanleik- inn fari vaxandi vegna endurbóta í ríkisfjármálunum með skattabreyt- ingum, staðgreiðslu skatta, frjáls- um vöxtum. Stöðugleiki ríki í stjórnmálum. Gallamir eru smæð efnahagsins og einhæfni atvinnu- lífsins og miklar sveiflur í sjávarút- vegnum og svo má ekki gleyma verðbólgunni. En reyndar slá þeir botninn í þetta með því að segja að erlendu skuldirnar séu svipaðar og á hinum Norðurlöndunum og við séum fær um að greiða þær,“ sagði Sigurgeir. Húsnæðisnefnd Reykja- víkur boðuð til fundar LOKIÐ var við skipun í hús- næðisnefnd Reykjavíkur í gær og hefur Davíð Oddsson borgar- sljóri boðað nefndina til fyrsta fundar í dag. Borgarstjórn Reykjavíkur skipaði Hljómsveitin Grayghost. Hljómleikar á Keflavíkurflugvelli Íslensk/ameríska hf. fyrir hönd Marlboro- og Miller-fyrirtækj- anna gengst fyrir hljómleikum á Keflavíkurflugvelli 15. sept- ember Hljómsveitirnar sem spila eru Grayghost og Molly and the Hay- makers. Hljómleikarnir standa frá klukkan 19-21 og verða þeir haldnir í stærsta flugskýli Keflavíkurflugvallar. eftirtalda fulltrúa sína í nefndina: Af D-lista Hilmar Guðlaugsson, Árna Sigfússon og Gunnar Helga- son. Af H-lista Guðrúnu K. Óladótt- ur. Eftirtaldir vom skipaðir sam- kvæmt tilnefningum samtaka laun- þega: Leifur Guðjónsson, tilnefndur af Verkamannafélaginu Dagsbrún, Kristján Thorlacius, tilnefndur af Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar og Sigurlaug Sveinbjörns- dóttir, tilnefnd af Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur. Sem kunnugt er gerir BSRB til- kall til þess að eiga fulltrúa í nefnd- inni og hefur skipað Trausta Her- mannsson til þess. Eitt verkanna á sýningunni. Olíuverö á Rotterdam-markaði 1. ág. -12. sept., dollarar hvert tonn BENSÍN 475------- 3. ág. 10. 17. 24. 31. 7.sept. GASOLÍA 425----------- 375----------- 350----------- 325----------- 150 3. ág. 10. 17. 24. 31. 7.sept. POTUELDSNEYTI 425-------------- 150 3. ág. 10. 17. 24. 31 7. sept. SVARTOLÍA 300--------------- 275-------------- 225-------------- 200-------------- 175-------------- 50 25 3. ág. 10. 17. 24. '31. 7.seþt. Sýnir í Ás- mundarsal SÆVAR Daníelsson opnar myndlistarsýningu á morgun, iaugardaginn 15. september, klukkan 14, í Ásmundarsal, Freyjugötu 41. Á sýningunni eru málverk og höggmyndir, allt ný verk. Sýningin er opin frá klukkan 14-19 daglega og lýkur henni 24. september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.