Morgunblaðið - 09.10.1990, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTOBER 1990
KNATTSPYRNA
Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands
fslands, íviðtali:
Nýjar reglur um rétt á atvinnuknattspyrnumönnum:
„Stöndum á rétti okkar“
Til þess að við getum náð árangri í sterkum mótum verðum við
að geta teflt fram sterkustu knattspyrnumönnum okkar hverju
sinni. Við verðum að geta fengið þá lausa frá félögum sínum ári þess
að leiðindi komi upp,“ sagði Eggert Magnússon, en KSÍ lét reyna á
nýjar reglur á dögunum - þegar kallað var á Guðna Bergsson frá
Tottenham til að leika í Tékkóslóvakíu.
Reglumar, sem tóku gildi 15. júlí, segja að knattspyrnusambönd
eiga rétt á að fá leikmenn í sjö landsleiki á ári. Félög verði að gefa
þá lausa 48 tímum fyrir vináttulandsleiki, sex dögum fyrir leiki í
mótum og fjórtán dögum fyrir úrslitakeppni í hinum ýmsu mótum.
Ef leikmennirnir fá sig ekki lausa frá félögunum þá er hægt að sekta
þau um 8,6 millj. ÍSK og ef leikmenn mæta ekki til leiks er hægt að
setja þá í fimm daga keppnisbann.
„Ég fór til London og ræddi við Terry Venables, framkvæmdastjóra
Tottenham, fyrir leikinn gegn Tékkum og hann skildi sjónarmið okkar
vel. Ég sagði honum að við myndum aldrei fara í neitt stríð til að fá
Guðna lausan í vináttuleiki. Það eina sem við færum fram á væri að
hann léki með okkur í Evrópukeppni landsliða. Okkur er ljóst að strák-
amir okkar geta verið á milli steins og sleggju hveiju sinni sem við
óskum eftir því að þeim komi í leiki. Við erum ekki viljandi að reyna
að skemma fyrir þeim - það er okkar hagur að þeir séu fastamenn
í liðum sínum. Við teljum það aftur á móti nauðsynlegt að standa á
okkar rétti. Ef við gerum það ekki strax, þá munum við missa tak á
landsliðsböndunum. Mér finnst eðlilegt að við ræðum beint við forráða-
menn félaganna sem strákarnir leika með, frekar en að vera að blanda
þeim í málin. Þeir eiga ekki að þurfa að standa í því sjálfir að fá sig
lausa í landsleiki.
Nú þegar margir ungir leikmenn eru að koma fram í sviðsljósið,
sem hafa sett stefnuna í atvinnumennskuna, verðum við að vera vak-
andi og standa á rétti okkar,“ sagði Eggert Magnússon.
Stefnan var sett á HM
í Bandaríkjunum 1994
„ÞEGAR Bo Johansson var ráð-
inn sem landsliðsþjálfari sögð-
um við honum að stefnan væri
settá heimsmeistarakeppnina
íknattspyrnu í Bandaríkjunum
1994,“ sagði Eggert Magnús-
son, formaður Knattspyrnu-
sambands íslands íviðtali við
Morgunblaðið. „Viðgerðum
okkur grein fyrir því að róður-
inn yrði þungur í Evrópukeppni
landsliða, þar sem við lékum í
riðli með Frökkum, Spánverj-
um og Tékkum, en aðeins ein
þjóð úr riðlinum kemst í loka-
keppnina í Svíþjóð. Möguleik-
arnir eru meiri í heimsmeist-
arakeppninni því að yfirleitt
fara tvær efstu þjóðirnar áfram
úr hverjum riðli í Evrópu."
Eftir
SigmundÓ.
Steinarsson
Auðvitað var takmarkið að ná
sem bestum árangri úr Evr-
ópukeppninni. Það er ekki hægt að
loka augunum fyrir því að íslenska
landsliðið stendur
nú á tímamótum.
Breytingar á lands-
liðinu eru framund-
an og Bo Johansson
hefur opin augu fyrir breytingum.
Hann hefur verið hér á landi í sum-
ar og horft á leiki í öllum deildum
jafnframt því að fylgjast með leikj-
um í yngri flokkum. Hann hefur
því séð flest alla knattspymumenn
okkar, sem eiga eftir að halda merki
Islands á lofti í framtíðinni. Bo er
því vel í stakk búinn til að sjá hven-
ær leikmenn eru tilbúnir í slaginn.
Mörg verkefni eru framundan
eftir leikina á Spáni í vikunni.
Landsliðinu hefur verið boðið til
Kýpur í febrúar og þar fær Bo Jo-
hansson tilvalið tækifæri til að kalla
á yngri leikmenn, kynnast þeim
betur og gefa þeim tækifæri á and-
legri uppbyggingu. Eftir það hefst
HM-uppbyggingin. Við munum
koma til með að leika marga vin-
áttulandsleiki á næsta ári - gegn
Dönum og Tyrkjum, og þá erum
við að vinna í því að fá tvo aðra
vináttuleiki. Fjórir leikir verða í
Evrópukeppni landsliða - gegn Al-
bönum og Frökkum úti og Tékkum
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Einar Páll Tómasson, einn af framtíðarmönnum íslands (t.h.) í unglinga-
landsleik gegn Svíum í Vestmannaeyjum.
um að hlúa að þeim á einn eða
annan hátt í framtíðinni; Gefa þeim
tækifæri 'til að leika við jafnaldra
sína erlendis og jafnvel að gefa
þeim tækifæri til að æfa með félög-
um í Evrópu yfir vetratímann. Auð-
vitað styrkir það íslenska knatt-
spyrnu og þá sérstaklega landsliðið
ef við eigum sem flesta atvinnu-
menn, sem leika knattspyrnu nær
allan ársins hring. Það hefur lengi
háð íslenskri knattspyrnu hvað
tímabilið er stutt á íslandi og hvað
vetrafrí er langt.“
Eggert sagði að það væri mjög
kostnaðarsamt fyrir KSI að halda
úti mörgum landsliðum. „Við erum
nú með átta þjálfara á okkar snær-
um. Tvo með 16 ára liðið, einn með
18 ára liðið, einn með 21 árs liðið,
tvo með a-landsliðið og tvo þjálfara
sem sjá um kvennalandsliðið. „Við
þurfum einnig að byggja kvennalið-
ið upp frá grunni og 16 ára landslið-
ið er framtíðarlið okkar.“
„íslensk knattspyrna er í sókn.
Árangur Fram, FH og KA í Evrópu-
keppninni er mjög ánægjulegur.
Fram er eitt af þremur liðum frá
Norðurlöndunum sem eru eftir í
Evrópukeppninni. Hin liðin eru
Bröndby frá Danmörku og Malmö
FF frá Svíþjóð, sagði Eggert Magn-
ússon.“
W
Bo Johansson, landsliðsþjálfari.
Boá
ferðog
flugi
Bo Johannson, landsliðsþjálfari
íslands, sem hefur verið á ís-
landi í allt sumar, heldur til Svíþjóð-
ar eftir leik íslands í Sevilla. „Jo-
hansson tekur sér frí á sama tíma
og íslensk knattspyrna fer í vetr-
arfrí. Hann kemur hingað til lands
aftur í nóvember og setur ársþing
KSÍ, sem verður í desemberbyijun
og þar gerir hann grein fyrir málum
landsliðsins,“ sagði Eggert Magn-
ússon.
Eggert sagði að Bo kæmi til með
að vera á ferð og flugi í vetur.
yHann heimsækir þau félög sem
Islendingar leika með í útlöndum,
ræðir við forráðamenn félaganna
og þjálfara. Þannig kynnist hann
, þjálfurunum og í beinu framhaldi
getur hann haft beint sambandi við
þá og spurt þá um landsliðsmennina
hveiju sinni.“
Norðurlandamót félagsliða
Eggert sagði að Norðurlandamót
félagsliða væri á næstu grösum.
„Undanfarin ár hafa hugmyndir um
mótið vaknað og upphaflega var
rætt um mót með liðum frá Nor-
egi, Danmörku og Svíþjóð. Við höf-
um óskað eftir því að vera með og
Finnar hafa einnig sýnt áhuga.
Þetta mót væri tilvalinn undirbún-
ingure fyrir íslensku félagsliðin sem
taka þátt í Evrópukeppninni. Það
er fjársterkt fyrirtæki í Noregi sem
er tilbúið að Ijármagna mótið. Ég
held að nú sé aðeins spurning hven-
ær mótið hefst.“
og Spánveijum heima. 21 árs lands-
liðið leikur einnig gegn þessum fjór-
um þjóðum. Takmark okkar er að
vera búnir að byggja upp sterkt og
öflugt landsliðið áður en forkeppnin
fyrir HM í Bandaríkjunum hefst
1992,“ sagði Eggert. Hann sagðiu
að uppbygging á landsliðinu væri
með svipuðu sniði og hjá félagslið-
um - þ.e.a.s. að byggja upp frá
grunni. „Við eigum efnileg ungl-
ingalandslið. Það var mjög gleðilegt
þegar 16 ára Iandsliðið okkar
tryggði sér rétt til að taka þátt í
úrslitakeppni Evrópukeppni ungl-
ingalandsliða í Sviss í maí. Þessi
árangur sýnir að við þurfum ekki
að örvænta í framtíðinni. Strákarn-
ir koma til með að fá ómetanlega
reynslu í Sviss og munum við kapp-
kosta að undirbúa þá sem best fyr-
ir átökin þar.
Við eigum orðið mjög góða knatt-
spyrnumenn á öllum aldri og þurf-
„Reynt verður að fá peninga-
greiðslurfrá FIFA vegna
fækkun áhorfenda á HM-ári"
Minnkandi aðsókn á knatt-
spyrnuleikjum á íslandi
hefur valdið okkur áhyggjum. Það
er ljóst að aðsókn á 1. deildar-
keppninni féll niður í sumar og
við þurfum að gera stórátak til
að ná henni upp aftur,“ sagði
Eggert Magnússon.
Knattspyrnuáhugamenn voru
mettaðir í sumar með beinum út-
sendingum frá heimsmeistara-
keppninni á Ítalíu, en beinar út-
sendingar stóðu yfir í heilan mán-
uð, en það- er nokkuð sem stutt
keppnistímabil á íslandi þolirekki.
Um þetta var rætt á formanna-
og framkvæmdastjórafundi Norð-
urlandaþjóðanna í Kaupmanna-
höfn á dögunum. Þar kom fram
að Norðmenn og Svíar áttu við
sama vandamál að stríða. Rætt
var um að leggja þyrfti áherslu á
að fá fjárstyrk frá FIFA eða
UEFA vegna minnkandi aðsóknar
á þeim árum sem heimsmeistara-
keppnin fer fram.
„Við hjá KSÍ munum skoða
þetta mál rækilega á næstunni.
Við munum ræða um þetta við
Ellert B. Schram, sem er einn af
varaforsetum UEFA,“ sagði Eg-
gert.
„Það er svo annað mál að knatt-
spyrnuhreyfingin þarf að gera
stórátak í því að auka aðsókn á
knattspyrnuleikjum. Síðastliðið
keppnistímabil mátti sjá marga
stórskemmtilega leiki í 1. deildar-
keppninni, en því miður voru fáir
áhorfendur á þeim.“