Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990
B 7
Morgunblaðið/Árni Sæberg
RAGNARSSON
ár og átti ekki von á miklu." Jón byrj-
vertíð, en varð íslandsmeistari með FH.
boltanum var það leikur gegn Val
sem réði úrslitum og þeim leik
gleymi ég aldrei. Fyrsti leikurinn í
nýja húsinu, gífurleg spenna, ótrú-
leg stemmning og sætur sigur.
Eftir mótið var ég nókkurnveginn
búinn að ákveða að hætta í hand-
bolta en það er erfitt að skorast
undan. FH hefur ekki gengið vel í
vetur og ég hef trú á að meira búi
í liðinu. Óttar hringdi í mig og ég
er byrjaður aftur og vona að liðið
hafi einhver not fyrir mig. Fótbolt-
inn verður þó áfram númer eitt.
Ætlaði að einbeita mér að golfi
Jón getur einnig státað af ís-
landsmeistaratitli með Haukum í
4. flokki en golf var þó uppáhalds-
íþróttin lengi vel. „Þegar ég var
sautján ára var ég ákveðinn í að
hætta fótboltanum og einbeita mér
að golfi. Þá var ég kominn með tíu
í forgjöf og hafði ofsalega gaman
af íþróttinni. Um sumarið fékk ég
svo tækifæri með meistaraflokkn-
um í 2. deild, skoraði í fyrsta leikn-
um og þá varð ekki aftur snúið. . .“
KNATTSPYRNA / NOREGUR
Olafur meðTehi ef
hann semur við Lyn
Brann tapaði síðasta leiknum og missti af meistaratitlinum
Morgunblaðio/Bjarni
Ólafur í baráttu við Bernard Pardo í landsleiknum við Frakka á dögunum.
Samningur Ólafs við Brann er útrunninn og segist fara með Teiti bróður sínum
ef hann semur við Oslóarliðið Lyn.
Mm
FOLK
Pele.
ásetningsbrots. Hann sagði ósann-
gjarnt að sóknarmaður á leið að
marki sem væri felldur af einum
varnarmanni þyrfti að standa and-
spænis mörgum þegar hann tæki
spyrnuna!
Brasilíumaðurinn, sem er á Italíu
til að halda upp á fimmtugsafmæli
sitt 23. október, sagði dýrasta leik-
mann heims, ítalann Roberto
Baggio hjá Juventus, arftakann að
krúnu Argentínumannsins Diegos
Mardona sem besta knattspyrnu-
manns heims — en þann óopinbera
titil bar Pele sjálfur frá því í heims-
meistarakeppninni 1958 þartil eftir
HM 1970. „Ég lít á Baggio sem
hinn nýja Maradona, þó Diego sé
enn sá besti,“ sagði Pele. „Baggio
er ungur og á enn eftir að bæta sig.“
■ SAM Torrance jafnaði vallar-
metið á golfvellinum í Stuttgart á
föstudag, í þriðju umferð þýsku
meistarakeppninnar. Lék þá á 65
höggum og lofaði að bæta metið
daginn eftir. Sem hann og gerði;
lék þá á 64!
I „ÉG trúi ekki að hafi staðið við
loforðið. Þetta hlýtur að hafa verið
algjör heppni,“ sagði Torrance,
sem kominn var með 8 högga for-
ystu eftir þriðja dag. „En ég hef
aldrei á ævinni slegið jafn vel á
brautum.“
■ TORRANCE sigraði á mótinu
— lék á 73 höggum síðasta daginn;
samtals á 272, sem er 16 undir pari.
■ JAJV Woosnam gerði sér hins
vegar lítið fyrir síðasta daginn og
bætti dagsgamalt vallarmet landa
síns; lék á 62 höggum — 10 undir
pari — og komst upp að hlið Bern-
hards Langer í annað sæti.
■ PELE, sem getið er um hér til
hliðar, ætlar að taka þátt í leik
Brasilíu og heimsliðs í knatt-
spyrnu, sem fram fer á Ólympíu-
leikvanginum í Róm 31. þessa
mánaðar í tilefni afmælis hans.
Maradona, Hollendingarnir Ruud
Gullit og Marco van Basten hjá
AC Milan og Vestur-Þjóðveijinn
Lothar Mattháus hjá Inter Milan,
hafa allir gefið vilyrði fyrir því að
leika með heimsliðinu, skv. fregnum
frá Brasilíu.
■ MURDO MacLeod er að öllum
líkindum á leið heim til Skotlands
á ný frá Borussia Dortmund í
Þýskalandi. Urvalsdeildarliðið Hi-
bernian hefur boðið andvirði tæp-
lega 20 milljón ÍSK í þennan 32
ára miðvallarleikmann og honum
þriggja ára samning.
SAMNINGUR Olafs Þórðarson-
ar við norska liðið Brann er
útrunninn. Félagið hefur óskað
eftir að Teitur Þórðarson,
bróðir Ólafs, verði áfram þjálf-
ari, en Lyn frá Ósló hefur gert
honum tilboð, sem hann er að
skoða. „Ég fer með Teiti, ef
hann semur við Lyn,“ sagði
Ólafur við Morgunblaðið áður
en hann hélttil Sevilla á Spáni
vegna landsleiksins á morgun.
ÆT
Olafur og samheijar í Brann
máttu sætta sig við 2:0 tap
gegn Rosenborg í síðustu umferð
norsku deildarkeppninnar í knatt-
spyrnu. Rosenborg fagnaði þar með
meistaratitlinum, en Brann hafnaði
í íj'órða sæti, sem er besti árangur
félagsins í 27 ár.
Ólafur var að vonum ósáttur við
úrslitin. „Við vorum ansi nálægt
titlinum og þetta var jafn leikur,
en þeir skoruðu eftir 20 sekúndur
í seinni hálfleik. Þá urðum við að
taka áhættuna og sækja enn meir,
en tuðran vildi ekki inn. Við áttum
meðal annars skot í stöng og tvö
góð skallafæri, en þeir gullti-yggðu
sigurinn í lokin í leik, sem gat far-
ið hvernig sem er.“
Teitur sagði að árangur Brann
væri framar öllum vonum, en
framtíð sín væri óviss. „Mér hefur
géngið vel í Noregi og geri frekar
ráð fyrir að vera áfram, en að und-
anförnu hef ég ekki gefið mér tíma
til að hugsa um annað en leikina.
Brann hefur óskað eftir að ég verði
áfram, en ég á eftir að skoða tilboð-
ið frá Lyn og tek sennilega ákvörð-
un næstu daga.“
KNATTSPYRNA
Pele
fylgjandi
breyttum
reglum
Brasilíska knattspyrnugoðið
Pele segist hlynnt því að knatt-
spyrnumörkin verði stækkuð. Tals-
maður alþjóða sambandsins (FIFA)
lýsti því yfir fyrir skömmu að verið
væri að íhuga að breikka mörkin
og hækka, en ástæðan er sú að
meðalmaður er orðinn mun stærri
nú en þegar stærð markanna var
ákveðin árið 1866.
Pele sagði, í samtali við ítalska
íþróttadagblaðið Gazzetta dello
Sport að hann teldi það jákvætt
skref í átt til þess að gera leikinn
skemmtilegri, ef mörkin yrðu
stækkuð. Hugmynd FIFA var að
breikka þau og bækka um 10 sm.
Hann lagði reyndar til að forráða-
menn FIFA íhuguðu einnig þann
möguleika að minnka svæðið sem
markverðir mega handleika knött-
inn á — „það gæti til dæmis náð
út að vítapunkti," sagði hann.
Pele lagði einnig til fleiri breyt-
ingar á knattspyrnureglunum í við-
talinu. Til dæmis að leikmönnum
yrði heimilt að velja um innkast eða
aukaspyrnu frá hliðarlínu þegar
knöttur færi útaf. Það gæti komið
andstæðingunum í opna skjöldu ef
spyrnt yrði frá hliðarlínunni; aukið
hraða leiksins.
Þá kom hann fram með þá hug-
mynd að varnarveggir yrðu ekki
leyfðir þegar óbein aukaspyrna er
dæmd innan vítateigs eða beinar
aukaspyrnur utan teigs vegna