Morgunblaðið - 09.10.1990, Page 8

Morgunblaðið - 09.10.1990, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDÁGUR 9. OKTÓBER 1990 Ætla að kaupa stóra seglskútu og skoða mig um í heiminum - þegar keppnisferlinum lýkur, segir böadellukarlinn og fimmfaldur heimsmethafi á hlaupabrautinni, Said Aouita Aouita er fjölhæfasti hlaupari heims. En það var algjör tilviljun að hann byij- aði að keppa í hlaupum. Sem unglingur æfði hann fótbolta, var boðaður í æfíngabúðir og til að mæla úthaldið voru allir látnir hlaupa 3.000 metra... SAID AOUITA er eini íþrótta- maðurinn í heiminum í dag sem getur státað af fimm heims- metum. Enginn annar hlaupari er eins fjölhæf ur og Aouita. Hann var fyrstur manna til að hlaupa 5.000 metrana á skemmri tíma en 13 mín. og hann var fyrstur til að hlaupa 1.500 metrana undir 4,30 mín. Iheimalandi sínu, Marokkó, er Aouita þjóðhetja og vinsældir hans miklar. Sögusagnir herma að Hassan II Marokkókonungur sé í fgggggg/gH skugga hans hvað Erlingur varðar vinsældir. lóhannsson Þrátt fyrir öll þau skhfarfrá frábæru afrek sem Aouita hefur unnið á hlaupabrautinni, hefur hann ekki látið frægðina stíga sér til höfuðs og vinnur mikið að uppbyggingu íþróttanna í heimalandi sínu. Tíðindamaður Morgunblaðsins ræddi ræddi við Said Aouita. Byrjaði í fótbottanum Til að byija með er ekki úr vegi að spyija Aouita hver hafi verið ástæða þess að hann byijaði að keppa í hlaupum. „Það var í raun algjör tilviljun að ég byijaði að keppa í hlaupum. Þegar ég var unglingur þá spilaði ég fótbolta og eitt sinn voru flestir efnilegustu knattspyrnumennimir úr mínu héraði boðaðir í æflngabúð- ir og þar á meðal ég. Það fyrsta sem þjálfarinn gerði í þessum æf- ingabúðum var að athuga úthald okkar og við vorum látnir hlaupa 3.000 metra. Ég hljóp vegalengdina á 8,10 mínútum á frekar lélegum malarvelli, en þá sagði knattspyrnu- þjálfarinn við mig að ég ætti eflaust meiri framtíð fyrir mér á hlaupa- brautinni." Nú kemurþú á hveiju ári á Bisl- ettleikana í Osló, er gott að keppa hér? „Það er alltaf 'alveg einstök stemmning á þessum leikvangi og áhorfendur eru yfirleitt vel með á nótunum sem gerir það að verkum að við hlaupararnir fáum mjög góð- an stuðning. Áhorfendastæðin em einnig mjög nálægt sjálfum hlaupa- brautunum og því heyrir maður vel í fólki. Það er einmitt þetta sem er afar sérstakt við Bislettleikvang- inn og maður verður sjaidan var við annars staðar.“ Vil sem oftast mæta þeim bestu Hvers vegna vilja flestir bestu millivegalengda- og langhlauparar heims nær aldrei mætast í keppni? Einnig heyrir það til undantekning- ar að þið keppið í sömu grein á stórmótum, hvers vegna? „Ég veit ekki hvað skal segja, það em eflaust margar ástæður fyrir þessu. Hvað mig varðar þá er ég nær alltaf tilbúinn að keppa við aðra góða hlaupara, eina undan- tekningin í þessum efnum er þegar ég tel mig ekki vera í nógu góðri æfíngu. I þannig ástandi er ekki gott að bíða marga ósigra, en það getur tafíð fyrir því að komast í góða æfíngu." Það verður að segjast eins og er að Aouita nefnir ekki aðalástæðuna fyrir þessu, sem em peningagreiðsl- ur. Því ef stórstjörnurnar tapa þá aukast líkurnar á að þær fái minna greitt á næstu stórmótum. Þetta á sérstaklega við um stigamót alþjóða fijálsíþróttasambandsins eða Grand Prix-mótin í Evrópu. Þú hleypur jöfnum höndum 800 m og 5.000 m, og flestallar aðrar vegalengdir þar á milli. Hvaða hlaupagrein er í mestu uppáhaldi hjá þér og í hvaða grein getur þú bætt þig mest? „Mín uppáhalds hlaupagrein er 1.500 metrar og ensk míla. Mér finnst auðveldast að keppa í þessum greinum. Ég held að ég eigi mest inni í 5.000 metrum og ekki minnst í 10.000 metmm. En ég hef einungis hlaupið 10.000 metra einu sinni á stórmóti. Ég er þeirrar skoðunar að það sé lítið mál að hlaupa 10.000 metrana á betri tíma en 27 mínút- um.“ Þess má geta að Artur Barrios frá Mexíkó á heimsmetið í 10.000 metmm — 27:08,23 mínútur. Nú átt þú 5 heimsmet, hvaða met þykir þér vænst um? „Ekkert eitt met er mér öðra mikilvægara, því þegar ég tek þátt í keppni þá reyni ég alltaf að gera mitt allra besta. Mér fínnst alltaf jafn gaman, hvort sem ég set heimsmet eða ekki.“ Stundar geysilega erfiðar æf- ingar Hvernig æfir hlaupari sem bæði á heimsmetið í 1.500 metmm og 5.000 metrum? „Ég hef aldrei æft mjög mikið, aðeins 8 til 9 sinnum í viku, en þess í stað lengur í hvert sinn. Ég tek hveija einustu æfíngu mjög alvar- lega og legg mikla vinnu í þær. Hjá mér em æfíngarnar jafn mikil- vægar og þau mót sem ég tek þátt í. Eg hleyp aldrei meira en tólf kílómetra í einu og aldrei meira en 100 kílómetra í viku. Ég tek geysilega mikið af hröð- um, stuttum sprettum með mjög stuttum hvíldum á milli, eins og til dæmis 15x100 metra á 10,80 sek- úndum og 12x150 metra á 16 sek- úndum.“ Það em einmitt þetta æfíngaform sem Aouita er hvað þekktastur fyr- ir, en í þessum æfíngum þykir hann afar „harður“ við sjálfan sig. Einn besti millivegalengdahlaup- ari allra tíma, Nýsjálendingurinn John Walker, sagði er hann var spurður um æfingarnar hjá Aouita: „Það er enginn annar maður hér á jörð sem getur gert þær æfíngar sem hann gerir, þær em ómann- eskjulegar og geysilega erfiðar." Til gamans má einnig geta þess að þegar Aouita var að koma fram á sjónarsviðið notaðist hann við flestar æfíngaáætlanir frá breska stórhlauparanum Sebastian Coe. Og það var iðulega hans helsta tak- mark að gera þessar æfingar örlítið hraðar. Hefur þú í hyggju að vera lengi í hlaupunum? , „Á meðan ég hef gaman af þessu, þá sé ég enga ástæðu til að hætta. Ég stefni að því að keppa í það minnsta fram að Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.“ Annað hugarfar hjá hlaupurum íAfríku Nú hafa millivegalengda- og langhlauparar frá löndum í Afríku látið sífellt meira að sér kveða á alþjóðavettvangi. I því sambandi er nóg að nefna fjölmörg verðlaun Kenýa, Sómalíu, Eþíópíu og Ma- rokkó á síðustu ámm, bæði á Ólympíuleikunum og á heimsmeist- aramótum. Getur þú gefíð okkur einhveijar skýringar á því hvers vegna svo margir góðir hlauparar koma frá þessum löndum? „Hér era fjölmörg atriði sem skipta máli. í fyrsta lagi þá er geysi- lega mikið af efnilegum hlaupurum í þessum löndum og það.hefur að- eins verið spurning um að vinna rétt úr þessum efnivið. í öðm lagi þá hafa verið ráðnir til starfa fjölmargir vel menntaðir og góðir þjálfarar. Hér hefur sjónar- mið stjómvalda skipt sköpum. Eins og til dæmis heima í Marokkó hafa stjórnvöld stutt vel við bakið á þess- ari þróun. Þau hafa skilið mikilvægi þess að eiga góða íþróttamenn, sem er góð auglýsing fyrir landið. I þriðja lagi eru margir þessara hlaupara fæddir og uppaldir i mik- illi hæð yfír sjávarmáli og hafa búið þar töluvert lengi. Slíkar að- stæður em ákaflega mikilvægar til að ná góðum árangri í langhlaup- um. í fjórða lagi era allar þjóðfélags- aðstæður gjörólíkar því sem tíðkast hér í Evrópu. Töluverð fátækt ríkir í þessum löndum og bilið á milli fátækra og ríkra er stórt. Oft á tíðum er góður árangur í íþróttum eina leiðin til að öðlast betri lífsskil- yrði. Þetta hefur mikil áhrif á hug- arfar íþróttamanna og hversu mikið þeir vilja leggja á sig.“ Við spurðum Aouita hvað honum fyndist um aðra góða hlaupara frá Marokkó, sem komið hafa fram upp á síðkastið, og hvort hann væri ekki hræddur um að veldi hans væri ógnað? „Ég lít ekki á mig sem einhvern einræðisherra heima í Marokkó. Ég er mjög ánægður með að fleiri ungir hlauparar koma fram á sjónarsviðið. Þessi þróun er mjög jákvæð og hvetur mig til að gera enn betur á hlaupabrautinni." Em einhveijir hlauparar sem notast við ólögleg lyf? „Ég veit ekki hvað skal segja, ég held ekki, að minnsta kosti er lítið hægt að græða á þeim lyfjum sem flestir spretthlauparar nota. Langhlauparar fá mest út úr því að æfa í þunna loftinu eða í tölu- verðri hæð yfír sjávarmáli. Það er ekki ólöglegt, en hefur engu að síður mjög svipuð áhrif eins og „blóðdóping" en þessi aðferð er sem kunnugt er ólögleg." Starfrækir íþróttaskóla Hvað fæstu við þegar þú ert ekki á æfíngu eða á keppnisferða- lagi, áttu einhver áhugamál? „Ég er með algjöra bíladellu og mér finnst stórskemmtilegt að keyra hraðskreiða bíla.“ Áttu marga bílá? „Bíddu nú við, ég á einn kapp- akstursbíl, Ferrari Formula 1, tvo Mercedes Benz og einn Mitsubishi- sportbíl sem ég geymi heima í Marokkó. Annan Benzinn geymi ég í Bandaríkjunum og hinn á Ítalíu. Fyrir utan þennan áhuga á bílum þá vinn ég töluvert við þjálfun á ungum og efnilegum hlaupurum heima í Marokkó. Mér fínnst mjög gaman að fást við þjálfun barna og unglinga. Einnig hef ég komið á laggirnar íþróttaskóla fyrir börn og unglinga í Marokkó. I þessum skóla fá flestir þeir unglingar sem þykja efnilegir tækifæri til að stunda sína íþrótt á sem bestan hátt.“ Aouita hefur einnig verið stjórn- völdum í Marokkó innan handar við skipulagningu íþrótta- og æsku- lýðsstarfs í landinu. Hann á hvað mestan heiður af þeirri þróun sem átt hefur sér stað í landinu á sviði íþrótta. Hvað ætlarðu. að gera þegar kepgnisferill þinn er á enda? „Ég ætla að kaupa mér stóra seglskútu, minnst 100 fet, og skoða mig um í heiminum. Mig hefur lengi dreymt um að fara í slíka siglingu. Mér finnst mjög gaman að koma á þá staði sem eru ólíkir því sem ég á að venjast." Hefurðu komið til íslands? „Nei, aldrei, er fallegt þar? Já, það er mjög fallegt á Islandi! „Þá kem ég og heimsæki ykkur og skoða ísland.“ Said Aouita Fæddur: 2. nóvember 1960 í Kenitra. Verður því þrítugur eftir tæpan mánuð. Hæð: 1,75 m. Þyngd: 58 kg. Félag: Larios á Ítalíu. HEIMSMET: ■ 1.500 metrar; 3:29,46 mín. Sett í Berlín 23. ágúst 1985 á Grand- Prix stigamóti alþjóða fijáisíþróttasambandsins. ■2.000 metrar; 4:50,81 mín. Sett í París 16. júlí 1987. ■3.000 metrar; 7:29,45 mín. Sett í Köln 20. ágúst 1989 á Grand- Prix móti. ■5.000 metrar; 12:58,39 mín. Sett í Rómaborg 22. júlí 1987 á Grand-Prix móti. (Þess má geta að Einar Vilhjálmsson sigraði í ' spjótkastskeppninni á þessu móti!) ■2 enskar mílur; 8:13,45 mín. Sett í Tórínó á Ítalíu 28. maí 1987.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.