Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 Morgunblaðið/Einar Falur i g horfi lengi á ijöllin hennar Asu, á fjöll þúsund kvenna; jörð- ina, móðurina, sem hefur verið svipt hulu — þykkur hjúpurinn sem hlutgerir hana farinn. Dálítið skemmtilegt að hugsa um öll þessi fjöll sem myndlistarmenn tjá. Ég fer í huganum yfir karlleg fjöll, þar sem þau eru svo oft formfög- ur; full af bungum, giljum, ljósi, skuggum, mýkt, hörku, hlýju, ógn, hjá öðrum dimm, sviplaus, leynd- ardómsfull. Svo eru það kvenlegu fjöllin; litrík, oftast opin eða út- hverf; með litróf tilfinninganna flæðandi niður hlíðarnar — eða opið inn í kviku. Það hefur oft blætt í myndunum hennar Asu — en ekki núna. Það er bjart yfir fjöllunum og ljósið farið að ryðja sér leið inn í þunga þanka — ekki dökka, heldur í öllum regnbogans litum, skipandi sér í reiti; leitandi að nýju munstri sem hentar ljós- inu. „Jörðin er kvenkyns," segir Ása. „Þegar ég horfi á jörðina, hlýt ég að skoða hvað er inni i henni. Ég get ekki hlutgert hana — hún er ég. Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir kað opna jörðina og láta sjást í rautt — fæ mjög sterka tilfinningu fyrir rauðum lit. Þetta helst í hendur við það tíma- bil sem maður upplifir hveiju sinni; tímabil þar sem maður er mjög upptekinn af því að opna eigin víddir. Þörf fyrir að finna hið sanna í sjálfum sér og vemda það, varpa á það ljósi og gefa því mál.“ Enn einu sinni verður mér hugs- að til þagnar kvenna — og í mynd- unum ríkir þögn, en þær segja svo mikið. í þögninni leggur konan fram sín vemdarsjónarmið og af- stöðuna til manneskjunnar, þar sem innri heimur hennar vegur þungt. Verndarsjónarmið eru væn- leg til vinsælda í stjórnmálum þesssa dagana, segi ég við Ásu. „Þessi verndarstefna er auðvit- að alkvenleg og alveg af sama toga og að vemda börnin sín. Um leið er maður að vernda sjálfan sig. En ef maður opnar ekki og skoðar, veit maður ekki hvað býr undir og maður veit ekki að þama er eitthvað til að vernda. Það er líka augljóst á málflutningi í stjórnmálum að fyrir konum er þetta verndun, en fyrir karlmönn- um er þetta pólitík. Við erum svo ólíkar körlunum. En það skiptir kannski engu máli hver hrindir hlutunum í framkvæmd — ef þessi kvenlegu gildi ætla að verða ofan á. Samt segi ég alveg eins og er, mér þætti vænt um að fleiri konur ynnu úr þessum kvenlegu hug- myndum. Þærtengjast þeim betur. En ef maður reynir að horfa á fullkomnun heimsins, hlýtur hún að felast í samvinnu. En við konur verðum að láta meira að okkur kveða til að jafnvægi náist — og það er í rauninni kominn tími til að enda þetta karlafyllerí; þetta framkvæmdafýllerí með röngum áherslum. Niðurstaðan af því er ekkert gæfuleg." En þú kýst að tjá þig í orðlausu myndmáli „Ef maður kann að lesa mynd, þá er hún eitt af því fáa sem lýg- ur ekki,“ svarar Ása. „Tungumálið hefur verið misnotað oft og mikið. Það er orðið spillt og með orðum er svo auðvelt að ljúga. Þú getur látið fólk taka kollsteypur með orðum. Ekki með mynd. Það er andstyggileg ógæfa fyrir þessa þjóð að myndmiðlar okkar skuli ekki sinna því sem þeim ber, í sambandi við myndlist. Hvaða öflum er hagur að því að halda myndlistinni þannig niðri og fólk- inu blindu? Það er dælt yfir okkur hreyfí- myndablekkingum, með viðeig- andi orðum til að fullkomna lygina. Svona framkoma minnir mig á fólk sem hefur aldrei lært stafina, en þykist kunna að lesa.“ En það eru mótsagnir í myndun- um þínum. Fjöllin eru fjarlæg en þó nærri. „Ætli það sé ekki þessi marg- umtalaði uppruni,“ segir Ása og hlær: „Ég er alin upp í Keflavík, á þessu berangurslega Reykjanesi með fjallasýnina í fjarlægð. Á sumrin var ég í sveit hjá afa og ömmu á Mýrunum, á Álftá. Þar var hraunið, áin, mýrarnar, kletta- borgin og fjallahringurinn í návígi. Kannski er tilfínningin í mynd- unum úr sveitinni. Þegar ég er að vefa, upplifi ég svo oft sömu til- finningu og er í minningunni um að sitja undir kú og mjólka. Það er einhver alsæla; þögn — en viss hrynjandi í hvoru tveggja.“ Drauinalandiö bak víð liafiö I SUMAR voru tveir íslenskir rithöfundar staddir á Jótlandi í þeim erindum að taka þátt í umræðum um norrænar bók- menntir og kynna sérstaklega verk íslenskra samtímahöf- unda. Einn daginn var farið til Skagen þar sem svo margt og merkilegt er að sjá. Það vakti athygli að rithöfundarnir ósk- uðu eftir því að fá að skoða kirkjugarðinn í Skagen stað- ráðnir í að finna leiði Jónasar Guðlaugssonar skálds (1887- 1916) sem bar beinin hér við hafið. Leiðið tókst að finna með góðri aðstoð, en það er skammt fí’á þar sem þau hvíla Michael og Anna Ancher og P.S. Kröyer og fleiri listamenn sem nú laða forvitna ferðalanga til Skagen. Skagen var lengi eitt helsta aðset- ur norrænna listamanna og skálda, einkum á liðinni öld og öndverðri þessari. Jónas Guðlaugsson bjó í þijú ár á Skagen ásamt síðari konu sinni. Ungur var hann haldinn útþrá, undi sér ekki heima fyrir þótt alltaf væri hann bundinn ís- landi traustum böndum. Hann gerðist danskur rithöfundur með hann ítarlegan og fróðlegan inn- gang um Jónas Guðlaugsson, líf hans,og list. Bókin lýsir ræktar- semi við skáldið sem dómur tímans og ágangur gleymskunnar hafa ekki þyrmt þrátt fyrir, nokk- ur minnisstæð kvæði. Best muna menn Æskuást, um þá ást sem líkist „titrandi óm í auðum kór/ og angan'úr tómu keri“. Hrafn segir um Jónas að hann hafi verið „ofurhugi nýrrar aldar sem auðgaði íslenskan skáldskap og mun ævinlega verða nýjum kynslóðum kærkomin uppgötv- un“. Því ber ekki að neita að þótt kynslóð Jónasar Guðlaugssonar hafi margt vel ort í hinum nýróm- antíska anda tímanna stendur hún okkur ekki sérstaklega nærri nú. Yrkisefnin eru að mestu fyrnd og kveðskaparlag flestra skáldanna er gengið sér tii húðar. Úrval ljóða Jónasar þyrfti í raun að vera enn strangara en hjá Hrafni því að sömu hugmyndir, sömu líkingar endurtaka sig sífellt í Ijóðunum. Bak við hafið er gott heiti á úrvali ljóða Jónasar Guðlaugsson- ar. Eins og segir í samnefndu ljóði bíður þar „fagurt draumaland" og einnig er skáldinu ofarlega í huga „árroðans strönd", land draumanna sem er alltaf í fjarska, langt frá náköldum ís og óhrein- um polli sem frýs (Mig langar Teikning Ásgríms Jónssonar af Jónasi Guðlaugssyni. nokkrum árangri, en hafði áður skipað sér í fremstu röð ungra íslenskra skálda, einkum með Dagsbrún (1909). Eftir Jónas Guðlaugsson komu þijár Ijóðabækur á dönsku, tvær skáldsögur og eitt smásagnasafn. Þrátt fyrir alvarleg veikindi var í honum mikill hugur til skáldlegra afreka og hann var þeirrar gerðar að mikils mátti af honum vænta. Bak við hafið nefnist dálítið úrval ljóða Jónasar Guðlaugsson- ar sem hann orti á íslensku. Ljóð- in eru fiest úr Dagsbrún, en auk þeirrar bókar sendi Jónas frá sér á móðurmáli sínu Vorblóm (1905) og Tvístirnið (ásamt Sigurði Sig- urðssyni frá Arnarholti 1906). Hrafn Jökulsson gefur Bak við hafið út (Bókaforlagið Flugur og Mál og menning 1990) og ritar —). Til strandarinnar er að minnsta kosti huggun að horfa (Ég hef sungið —). I Suðrænum rósum kemur óró- leiki skáldsins vel fram, hrynjandi og myndmál þessa ljóðs er í senn æskulegt og ber lífsreynslu vitni: Suðrænu rósir! í fjarlægð ég sé ykkur, úr fjarlægð þið storkið með ilmþungum krónum og brennandi blöðum, sem ég aldrei get náð, sem ég aldrei get kysst og kastað svo fölnuðum frá mér. Hreinn og skær tónn er í ásta- ljóðum Jónasar Guðlaugssonar, ekki síst Æskuást sem að öllum líkindum mun lengst varðveita nafn hans. J.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.