Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990
B 3
Hef að mestu lært
íslenskuna upp
á eigin spýtur
- SEGIR FINNINN
PANU PETTERIHÖGLUND,
23 ÁRA NÁMSMAÐUR
OG ÞÝÐANDI
VIÐTAL:EINAR FALUR INGÓLFSSON
PIRUNSAARI nefnisLbók sem kom út í Finn-
landi fyrir nokkrum vikum. Það er í sjálfu sér
ekki í frásögur færandi að bók sé gefin út í
öðrum löndum og hvað þá hjá bókaþjóð eins og
Finnum, en þessa bók þekkjum við betur sem
Djöflaeyju Einars Kárasonar. Eyjan sú er nú
komin í finnska landhelgi, og það er að þakka
hávöxnum, síðhærðum og þreklegum manni,
rólyndislegum en ákveðnum í fasi. Sá er tuttugu
og þriggja ára gamall, heitir Panu Petteri Hög-
lund, er skáld og segist hlæjandi vera hinn
finnski Ljósvíkingur; og hann talar íslensku svo
skýra og kjarnyrta að athygli og aðdáun vekur.
Panu Petteri var meðal þátttakenda á bók-
menntaráðstefnu í borginni Tampere í heima-
landi sínu fyrir skömmu, ráðstefnu sem haldin
var í tengslum við íslcnska menningarviku, og
þar þótti ekki annað hægt en spyija hann út í
íslenskukunnáttuna.
Morgunblaðið/Einar Falur
Panu Petteri Höglund lærði íslensku upp á eigin
spýtur og hefur nú þýtt Þar sem Djöflaeyjan
rís, eftir Einar Kárason, á finnsku.
egar ég var tæplega átján
ára menntskælingur ák-
vað ég að gera alvöru úr
þeim gamla draumi
mínum að læra íslensku," segir
Panu Petteri. „Ég hafði lengi
hugsað sem svo að gaman væri
að læra íslensku og í raun dreymdi
mig lengi um það að geta talað
íslensku, írsku og pólsku. Einn
daginn ákvað ég að gera aivöru
úr þessari hugmynd minni, og
byijaði á íslenskunni.
Það var haustið 1984 sem ég
tók þá ákvörðun, en fyrst í stað
fann ég ekkert heimilisfang sem
ég gæti skrifað til og spurst fyr-
ir, en svo rakst ég á heimilisfang
hjá íslandsdeild Norðurlandaráðs
og spurðist þar fyrir um
kennslubækur, þeir gáfu mér nöfn
nokkurra bóksala og þannig byrj-
aði þetta.“
Veittist þér þá auðvelt að út-
vega íslenskar bækur?
„Nei, það hefur verið erfitt að
panta bækur frá íslandi. Náms-
gagnastofnun hefur til dæmis
ekkert viljað selja mér, þar sem
þeir segjast ekki hafa neitt verð
á sínum bókum! Svo kosta íslen-
skar bækur mikið, jafnvel meira
en finnskar, sem þó eru mjög
dýrar, og þar sem ég er fátækur
stúdent sem lifi af námslánum þá
get ég sjaldan leyft mér það að
panta íslenskar bækur. Auk þess
er ég núna að læra pólsku og það
setur mér vissar skorður.
Ég er í Háskólanum í Turku
og þar er enginn íslenskuken'nari;
sá eini hér í landi er Erlingur Sig-
urðsson í Helsinki og ég gat því
aðeins verið í bréfaskiptum við
hann. Þessvegna hef ég að mestu
lært íslenskuna upp á eigin spýt-
ur. Heima hjá mér í Varkaus, því
litla og ömurlega iðnaðarplássi,
var ein íslensk bók til á bókasafn-
inu: Ofsögum sagt eftir Þórarinn
Eldjárn. Flökkulíf eftir Hannes
Sigfússon var þó líklega fyrsta
bókin sem ég las á íslensku; hún
er létt og lipur, í henni er gott
mál og góður stíll fyrir mann sem
er að læra málið. Ég hef lesið
ansi gott viðtal við Hannes í Tíma-
riti Máls og menningar, og mig
hefur langað til að gerast áskrif-
andi að því tímariti en námslánin
leyfa það því miður ekki.“
Hvenær fórst þú svo að geta
lesið íslensku?
„Það var vorið 1987, þegar
Erlingur sendi mér nokkur dag-
blöð á íslensku. Þá uppgvötaði ég
allt í einu að ég gat lesið, og það
var virkilega yndisleg uppgötvun
eftir allt stritið. Ég verð að viður-
kenna að ég er enn mjög óánægð-
ur með kunnáttu mína, ég álít að
ég kunni tungumál ekki sóma-
samlega fyrr en ég get skrifað
greinar á málinu án aðstoðar
orðabókar.
Því miður les ég ekki mikið af
íslenskum bókum, þær eru dýrar
og erfitt að ná í þær. Þar sem
ég bý og þar sem ég geng í skóla
er ekkert norrænt hús, -öll slík
aðstaða er í Helsinki. Víst eru þó
nokkrar íslenskar bækur í bæjar-
bókasafninu í Turku, en þvi miður
teljast þær flestar til afþreyingar.
í dag er ég að læra þýsku en
pólska er mitt aukafag. Eiginlega
hóf ég nám í efnafræði, en það
tók mig þijú ár að sjá að framtíð
mín lægi í tungumálum én ekki í
raunvísindum. Mér finnst það leitt
því ungur hafði ég mikinn áhuga
á raunvísindum, þau eru enn mjög
mikilvægur partur af heimsmynd
minni; ég er og verð raunvísinda-
maður í hjarta mínu.“
Mér var sagt að þú værir ekki
hallur undir enskuna.
„Það er rétt að ég hef ekki
miklar mætur á ensku, ég les
helst á sænsku, þýsku, íslensku,
og svo líka á þólsku. Ég stefni
að því að geta einnig lesið rúss-
nesku og írskú, en enn sem kom-
ið er eru það bara draumar."
Ert þú að skrifa eitthvað sjálf-
ur, auk þess að þýða?
„Ég lít á mig umfram allt sem
skáld, eða framtíðarskáld, og mér
'finnst að ég þurfi að geta notað
eitthvert annað mál en móðurmál
mitt til að skapa bókmenntir. Ég
vil kunna önnur mál eins vel og
ég kann finnsku, það lukkast mér
vitaskuld aldrei en ég ætla mér
samt að reyna!
En varðandi þýðingarstarfið,
þá hafði samband við mig útgáfu-
stjóri lítiis forlags sem heitir Like
en það gefur út vandaðar bækur
sem stóru forlögin sinna ekki.
Hann réði mig til þess starfa að
þýða Þar sem Djöflaeyjan rís, eft-
ir Einar Kárason. Þetta var vorið
1989 og ég varði sumrinu í þýð-
inguna, en því miður varð töf á
útgáfunni og bókin er fyrst nú
að koma út. Það passar þó vel
við þessa íslensku daga hér í Tam-
pere. Ég þekkti lítið til Einars,
ég hafði rekist á Gulleyjuna í
bókasafni Norrænu stofnunarinn-
ar við finnska háskólann í Turku,
en þá skildi ég ekki nógu mikið
til þess að geta lesið hana. Ein-
hverra hluta vegna tók ég hana
svo aldrei aftur í hendurnar. í
þeirri stofnun er sama vandamál
og í bæjarbókasafninu; íslensku
bækurnar ei-u örfáar og obbinn
af þeim lélegt efni. Mér leist vel
á þýðingarstarfið, naut þess virki-
lega, og ég vona bara að finnskum
lesendum finnist eins gaman að
lesa bókina og mér fannst að þýða
hana. Forlagið hefur ákveðið að
gefa út allan þríleikinn hans Ein-
ars, og ég mun að minnsta kosti
þýða Gulleyjuna, og jafnvel einnig
Fyrirheitna landið."
Hefur þú hug á að þýða meira
í framtíðinni?
„Víst er þetta gaman, en enn
er þó erfitt að taka afstöðu til
fjarlægrar framtíðar; það er
framtíðarmúsík! Ég vona þó að
mér bjóðist fleiri tækifæri til þess
að þýða úr íslensku, en hvað sem
tautar og raular óska ég þess allra
helst að mér áskotnist meiri pen-
ingar, svo ég geti keypt fleiri
íslenskar bækur um menningararf
íslenskan, og um þjóðfræði; til að
•ég geti bætt kunnáttu mína í
málfræði og þekkingu á þjóðhátt-
um. Það er nauðsynlegt að kunna
jafn góð skil á menningu og máli.“
Þú hefur aldrei komið til ís-
lands.
„Nei. Vitaskuld langar mig til
íslands, en ég er fátækur, og það
krefst mikilla fórna að geta flogið
þangað; því miður liggur engin
járnbraut yfir Atlantshafi'ð," segir
Panu Petteri og brosir breitt.
ÍSLENSK
KIRKJUTÓNUST
Nýr hljómdiskur Mótettukórs Hallgrímskirkju
MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju hefur gefið út hijómdisk með
íslenskri kirkjutónlist. Á Iiljómdisknum er að finna fjórtán verk, en
þeim má skipta í þrennt. I fyrsta lagi nýjar útsetningar á gömlum
sálmalögum við texta úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, þá
eru fjögur kórverk sem öll voru samin á níunda áratugnum og frum-
flutt af Mótettukórnum, og að lokum eru tveir frumsamdir íslenskir
sálmar, tvær útsetningar; annars vegar á Passíusálmi og hins vegar
á einum af þekktari sálmum mótmælendakirkjunnar, og frumsamið
kórverk við þrjá af kvöldsálmum séra Hallgríms Péturssonar. Hörð-
ur Áskelsson stofnaði Mótettukórinn fyrir átta árum og er stjórn-
andi hans, Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng á hljómdisknum,
og þau tónskáld sem eiga verk og útsetningar eru: Þorkell Sigur-
björnsson, Atli Heimir Sveinsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Hjálmar
H. Ragnarsson, Jón Nordal, Jónas Tómasson, Gunnar Reynir Sveins-
son, Hörður Áskelsson og Róbert Abraham Ottósson.
Morgnnblaðid/Einar Falur
Nokkrir aðstandendur nýja hljómdisksins: Sverrir Guðmundsson formaður Mótettukórsins, Erla Hlín
Hansdóttir ritstjóri bæklingsins, Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, Hörður Áskelsson stjórnandi, Magnús
Gíslason gjaldkeri kórsins, Ása Richardsdóttir kynningarfulltrúi og Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld. j
Tónlistin yár tekin upp í
Hallgrímskirkju í mars
og apríl á síðasta ári, en
aðstandendum kórsins
þótti þá löngu kominn
tími til að hljóðrita eitthvað af þeim
verkum sem hann hefur verið að
flytja síðustu árin. Margir hafa vilj-
að eignast upptökur með söng kórs-
ins og þessum verkum, bæði hér
heima og ekki síður erlendis, en
Mótettukórinn hefur tekið þátt í
nokkrum kirkjulistar- og kórahát-
íðum á erlendri grundu. Ekkert af
þessum íslensku verkum eða útsetn-
ingum hafa heyrst áður á hljóm-
diski, en honum fylgir ítarlegur
bæklingur þar sem saga kórsins er
rakin og tónskáldin kynnt. Allir
textarnir eru birtir á íslensku,
þýsku, frönsku og ensku og það
mun vera í fyrsta skipti sem ein-
hverjir hlutar Passíusálmanna birt-
ast á frönsku. Utgáfan er því einn-
ig ætluð erlendum ferðamönnum
og tónlistarunnendum, mikill fjöldi
útlendinga sækir Hallgrímskirkju
heim á ári hverju og talið er að
mikil eftirspurn sé eftir íslenskri
fagurtónlist á geisladiskum og
henni hefur ekki verið sinnt sem
skyldi.
Þessi tónlist tengist verkum séra
Hallgríms Péturssonar mikið, en
þessir sálmar og verk hafa verið
meira og minna á efnisskrá kórsins
frá stofnun hans. Nokkur verkanna
hafa verið sérstaklega samin og
útsett fyrir kórinn. Hjálmar H.
Ragnarsson, einn af höfundum tón-
listarinnar, segir að þetta sé trúar-
leg tónlist, og að á íslandi sé í dag
til mjög mikið af gjaldgengri trúar-
tónlist, tónskáld hafi samið og
frumflutt mikið á síðustu árum.
Þetta sé viss vakning og mikið því
að þakka að kórar og einsöngvarar
hafi óskað eftir því að tónskáld
’ skrifuðu fyrir sig. Þessi hljómdiskur
væri mjög gott samansafn og dæmi
um þá vakningu.
Hörður Áskelsson bendir á að
allir höfundar og útsetjarar, utan
Róberts Abrahams Ottóssonar, séu
lifandi og langflest verkanna séu
samin og útsett á níunda áratugn-
um. Róbert Abraham lagði á vissan
hátt grunninn að þessari vakningu
í kirkjutónlist, hann vildi nýta
íslenskan kirkjutónlistararf; útsetti
til dæmis evrópsk sálmalög og not-
aði við það lagagerðirnar eins og
þær höfðu varðveist á íslandi. Hörð-
ur segir að Þorkell Sigurbjörnsson
hafi kannski tekið við af Róberti á j
vissan hátt, hann hafi verið afkasta- j
mikill við að útsetja sálma og semja 5
ný sálmalög. Énnfremur segir i
Hörður að útgáfa þessa disks sé ;
hluti af útgáfustarfsemi Hallgríms- 1
kirkju, ætlunin sé að gera kirkjuna
að lifandi stað með margþættri !
starfsemi. Þá verði bylting þegar
.stóra pípuorgelið verði komið upp
í kirkjunni eftir tvö ár; þá verði
farið að óska eftir því við íslensk j
tónskáld að þau skrifi verk fyrir í
kór og orgel.
— efi