Morgunblaðið - 10.11.1990, Side 4

Morgunblaðið - 10.11.1990, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 mastersprófi, en var reyndar einn vetur í Kaupmannahöfn í millitíðinni. Hann fékk aðstoðarkennarastöðu við háskólann og hóf doktorsnám, sem hann lagði til hliðar því bókin kallaði. Síðasta vetur var hann svo í Chicago og lauk við Nautnastuld, auk þess að vinna fyrir íslenska fjölmiðla', og í lok janúar næstkomandi heldur Rúnar Helgi til ársdvalar í Ástralíu, en eiginkona hans, sem er myndlistarmaður, hefur fengið árs styrk til þass að vinna þar að list sinni. „Ég er kominn á þá braut að helga mig skriftum, en það er erfitt að fjármagna þetta meðan maður er að komast af stað, og meðal annars þess vegna komum við heim á hverju sumri og vinnum í þijá til fjóra mánuði. Þannig höldum við líka ákveðnu jarðsambandi,“ segir Rúnar Helgi aðspurður um námið og þessi ferðalög. „Hvatinn að öllu þessu flakki var að sem unglingur las ég einhversstaðar í viðtali við Halldór Laxness að það ætti að senda alla unga rithöfunda í tíu ár til útlanda. Ég hlýt að hafa tekið þetta mjög bókstaflega því nú hef ég verið níu vetur í víkingi, og það er fyrirséð að ég muni fara eitthvað fram yfir kvótann. Kannski er ég bara þáð sein- þroska að ég þurfi lengri tíma en aðrir!“ Margir myndu kenna þessa bók þína við póst-módernisma, plúralisma; er þetta ekki þessi svokallaða metafixjón þar sem höfund- ar nýta sér hin aðgreinanlegustu bókmennt- aform? „Jú, ég býst við að margir myndu flokka sum stílbrigðin sem ég nota undir það, eins og neðanmálsgreinar, og eftirmálann býst ég við að mætti kenna við póst-módernisma: ef það segir mönnum eitthvað. Þótt ég hafi eitthvað íjallað um póst-módernisma sem bókmenntafræðingur þá á ég erfitt með að gera mér grein fyrir hvar bókin mín stendur gagnvart honum. Auðvitað er ég dálítið upptekinn af þessum plúralisma; það kemur vel fram í Agli, því hann er settur í stöðu hins dæmigerða nútímamanns að mörgu leyti, verður fyrir skothríð af þeim áreitum sem mörg okkar verða fyrir í nútímanum. Það er þó sjálfsagt ekki algengt að einn og sami einstaklingurinn verði fyrir þeim öllum, eins og gerist með Egil þarna. Það er ekki bara verið að setja hann í samhengi við ís- land nútímans, heldur líka við heiminn eins og hann er í dag, og í bakgrunninum er alltaf goðsögnin um Egil Skallagrímsson. Nútíð og fortíð kallast og togast á í verkinu. Hinsvegar getur allt flokkast undir póst- módernisma, það fer bara eftir því hvernig hann er skilgreindur: sumir skilgreina hann einfaldlega sem lífið eins og það er í dag, og segja að börn séu bestu póst-módernist- arnir því þau fái þetta beint í æð. Þó að ég sé mjög upptekinn af byggingu skáldverka, þá vil ég ekki gera of mikið úr stílbrögðun- um, ég vona að ýmis uppátæki í textanum dragi ekki athyglina frá verkinu sjálfu; þótt þau séu í sjálfum sér merkingarbær. En það er rétt að mikli vinna hefur farið í uppbygg- ingu bókarinnar og ég hef reynt að eltast við alla þræði, að týna ekki neinu niður. Ég tek auðvitað töluverða áhættu með því að hjóla með hluti sem vanalega eru tengdir annarskonar bókmenntum inn í skáldsöguna, en ég stend og fell með því. Formið er svo að hluta til form sjálfsævisög- unnar.“ Þú tekur á ýmsu, til dæmis kynlífi, og þá er ekkert skafið utan af því. „Já, finnst þér það? Frásagnaraðferðin er þess eðlis, að þrátt fyrir að þetta sé þriðju persónu frásögn, þá er hún oft mjög nærri því að vera í fýrstu persónu. Sem slík krafðist hún þess að fjallað yrði um alla þætti á hreinskilinn hátt. Að mínum dómi væri mjög annarlegt að skilja eina helstu eðlishvöt mannsins útundan þegar verið er að lýsa ungum manni eins og Agli. Lýsingar á ástalífi Egils eru ekki bara lýsingar á ásta- lífi hans, þær tengjast öðrum þáttum sög- unnar. Allt eru þetta spurningar um viðmið; sumum finnst þetta djarft og ég hef jafnvel verið spurður hvort ég sé ekkert hræddur um að þessi saga verði stimpluð klúr. Auðvit- að er ég ekki hræddur um það; í mínu bók- menntanámi las ég .töluvert nútímabók- menntir og þar kynnist maður lýsingum sem eru slíkar að mínar ástarlýsingar verða að barnahjali. Þó að þetta teljist í hreinskilnara lagi á íslenskan mælikvarða, að mér skilst, þá held ég að ég hafi ekki skrifað klúrar lýsingar; þær eru blátt áfram, að mínu mati ekki dónalegar, og vonandi erótískar. Það er samt ekki þar með sagt að ég hafi Skoth ríð af áreitum VIÐTAL: EINAR FALUR INGÓLFSSON NAUTNASTULDUR nefnist ný skáldsaga eftir Rúnar Helga Vignisson, liðlega þrítugan Is- firðing. Áður hefur hann sent frá sér skáldsöguna Ekkert slor, 1984, og mun sú bók hafa náð metsölu á Isafirði. Rúnar Helgi hefur síðustu ár dvalist mikið erlendis, meðal annars við nám í bókmenntum, og hefur varið miklum tíma í skriftir. Afrakst- urinn er þessi nýja skáldsaga, en þar er sagt frá ungum manni; hann er í Reykjavík og hann er I Kaupmannahöfn og hann þekk- ir og kynnist ýmsu fólki og hann á við ýmis vandamál að stríða. Svona upptalning segir ekki neitt, því sagan er líka þétt í forminu og í henni fer fram bók- menntalegur leikur að sambandi skáldskapar og veruleika. Hvað segir höfundurinn um söguna og það sem henni tengist? RUNAR HELGIVIGNISSON SEGIR FRÁ NÝRRIBÓK SINNI Þessi saga fjallar um piltinn Egil Grímsson sem kemur úr dreifbýlinu, úr Plássi," segir Rúnar Helgi. „Þeg- ar bókin hefst er hann staddur í Reykjavík, býr þar í kjallarakompu og reyn- ir að ná tökum á lífinu og tilveru sinni eft- ir að slitnað hefur upp úr ástarsambandi hans og stúlkunnar Ástu, sem einnig er úr Plássi. Hann er þarna í hálfgerðu þunglyndi • og á hann sækja silfurskottur og önnur draugkennd fyrirbæri. Agli verður það til happs í þessum þrengingum að hann kynn- ist dönskum manni, og sá breytir viðhorfi hans til lífsins töluvert. Síðan berst leikurinn af landi brott, til Kaupmannahafnar. Þangað fer Egill með stúlku sem heitir Aldís, og þau eiga þar rysjótta búskapartíð um nokk- um tíma. Þetta er söguþráðurinn í ákaflega lauslegri mynd, ef frá er skilinn eftirmálinn, sem ég vil ekki fara nánar út í; ég held hann komi svolítið á óvart. Sagan er dregm atram af togstreitum. í fyrsta lagi er togstreita milli alþýðumanns- ins og menntamannsins; sú dæmigerða ís- lenska togstreita, siðan er spenna milli dreif- býlismannsins og borgarbúans, milli Islands og annarra landa. En það er togstreitan á milli kynjanna sem er toppurinn á ísjakan- um; ef hægt er að tala um bók sem ísjaka. Það er fyrst og fremst á því sviði sem atburð- irnir eiga sér stað og ekkert er dregið undan í þeirri umfjöllun. Það má segja að þessi togstreita komi einnig fram í titli bók- arinnar: Nautnastuldi. Annarsvegar er nautnin og hinsvegar stuldurinn, stolin nautn. Egill er þannig milli skips og bryggju. Þótt bókin gæti virst flókin sam- kvæmt þessari lýsingu, þá held ég að hún sé tiltölulega aðgengileg." Rúnar Helgi er ísfirðingur í húð og hár, og eftir að hafa lokið stúdentsprófi af eðlis- fræðibraut MÍ hélt hann suður, fór í Háskól- ann og lauk BA prófi í ensku, með íslensku sem aukagrein. Þá ákvað hann, að eigin sögn, að gera eitthvað róttækt við líf sitt; fór til Frakklands í einn vetur og lærði frönsku, var í Bandaríkjunum um tíma og svo í Þýskalandi og nam þýsku. Þá starfaði hann um hríð sem blaðamaður á Vestfirska fréttablaðinu, fékk Fulbright-styrk og hélt til Bandaríkjanna, í bókmenntanám við há- skólann í Iowa. Þaðan lauk Rúnar Helgi Rúnar Helgi Vignis- son Morgunblaðið/Einar Falur ekki þurft að kljást við eigin velsæmistilfinn- ingu við skriftirnar. En ég segi eins og Guðbergur Bergsson sagði eitt sinn í við- tali, að fagurfræði bókarinnar krafðist þess að þetta yrði svona.“ Ért þú ekkert hræddur um að fólk lesi þetta sem sjálfsævisögu þína? „Ég gef fólki beinlínis undir fótinn með það, ég leik mér svolítið að því í eftirmálan- um, þetta eru pælingar sem ég hef gaman af sjálfur. Ég hef komið í sömu lönd og Egill, en sjálfsagt er rétt að taka það fram að faðir minn er ekki alki, að systir mín lifír góðu lífí í Svíþjóð, og ég á bróður sem hvorki er viðskiptafræðingur né dópisti. Við Egill eigum margt sameiginlegt en það er líka mjög margt sem greinir okkur að. Sjálf- ur hef ég fengið æ meiri áhuga á því að hitta þennan Egil, ég er til dæmis mjög spenntur að vita hvernig hann muni bera sig á götu,“ segir Rúnar Helgi og hlær. Bætir svo við: „Eg hef pælt töluvert í þessu sambandi skáldskapar og veruleika. Mín kenning er sú að ekki sé hægt að fjalla af neinu viti um eitthvað sem maður hefur ekki haft nein kynni af. Annaðhvort er hægt að upplifa hlutina, eða lesa sér til og það hef ég gert mikið við undirbúning þess- arar bókar; ég hef farið gegnum allskonar bækur, skáldskap, félagsfræði, guðfræði, sálfræði; allan íjárann. Síðan er hægt að ganga í smiðju hjá öðrum og það hef ég líka gert óspart, hef leitað til fagmanna á þeim sviðum sem bókin snertir. Þegar upp er staðið er ég kominn með upplýsingar úr ýmsum áttum, sem ég púsla saman, set í. nýtt samhengi, beiti aðferðum skáldskapar- ins hvað varðar byggingu, stíl og val; og þá sést auðvitað að þetta er skáldsaga, en ekki sjálfsævisaga mín. En ég er á sama tíma ekki feiminn við að viðurkenna að ég hef upplifað sumar af þeim tilfinningum sem ég er að lýsa þarna. Einhveijir sögðu þegar Ekkert slor kom út að ég væri full fastur í raunveruleikan- um, það kann að vera rétt; en ég er ekki ginnkeyptur fyrir fantasíubókmenntum. Mér finnst stundum að þær séu flótti frá því að fást við bitastæð viðfangsefni og leita sér fanga. Það er alls ekki alltaf, en menn þurfa að vera býsna glúrnir til þes að geta skrifað góðar fantasíubókmenntir, til að geta gert þær þéttar og áleitnar. Að vísu held ég mikið upp á Kafka og þesshátt- ar veruleikaskynjun, en var Kafka ekki að skrifa um sjálfan sig?“ Þú talaðir um togstreitu Egils og kvenn- anna í sögunni. „Samskipti hans við konur tengjast mikið móðui-veldinu, hann leitar eftir ákveðinni tegund kvenna. Egill er að mörgu leyti í stöðu konunnar, bókin kemur heilmikið inn á 511 þessi kvennafræði, sem því miður hafa fengið heldur neikvæðan stimpil í íslenskri bókmenntaumræðu, og það mætti jafnvel ganga svo langt að segja að þessi bók hafi meðvitað verið hugsuð sem svar, ekki and- svar, við feminisma og kvenfrelsisbaráttu. Margir karlhöfundar hafa óbeint komið inn á þetta í íslenskum bókmenntum en ég veit ekki hvort neinn annar hafi beinlínis gert út á það áður. Sem rithöfundur er ég heimavinnandi og er því að mörgu leyti í stöðu konunnar. Ég vil gjarnan vei;a jafnréttissinnaður, en eins og Égill hef ég komist að því að það er hægara sagt en gert þó viljinn sé fyrir hendi. Það er eins og maður þurfi sífellt að vera á verði gagnvart karlrembunni í sjálfum sér, það má aldrei slaka á.“ Þú leggur mikið undir með þessari bók. „Já, ég hef eytt fimm til sex árum í hana og í raun er hún afrakstur alls þess sem ég hef upplifað síðustu tíu árin. Því legg ég töluvert stóran part af sjálfum mér und- ir. Það má segja að þetta sé eins og með kynlífið; maður gefur sjálfan sig öðrum á vald, og er þar með að treysta viðkomandi fyrir heilmiklu. Maður liggur aldrei eins vel við höggi og i algleymi ástalífsins. Viðbrögð elskhugans ráða nokkru um það hvort út- koman verður nautnastuldur eða nautna- fundur.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NOVEMBER 1990 Sigurlaugur Elíasson Morgunblaðið/Einar Falur Það er ágætt að skrifa í sólbaði SEGIR SIGURLAUGUR ELÍASSON UM BJARTARIUÓÐ í NÝRRIBÓK SINNI VIÐTAL: EINAR FALUR INGOLFSSON I vognum neðan við byggðina glampar á margra tonna bijóstsykursbirgðir Neptúnusar sem hann hefur til að japla á og bryðja i brimum blandaður: glerhallar, jaspís og líparít og drengurinn fyllir alla vasa mína líka JASPÍS er litmargt afbrigði af kvarsi. Jaspís er steinn og Sigurlaugur EÍíasson er Ijóðskáld á Sauðár- króki. Hann er einnig myndlistarmaður og hefur málað og þrykkt drauga og önnur annarleg fyrir- bæri. Fjórða og nýjasta bók Sigurlaugs nefnist Jasp- ís; hún er frábrugðin hinum fyrri bókum en þar var gjarnan fengist við afkima lífsins og tungumálsins. Þessi nýja bók er einn bálkur, sagt er frá fjölskyldu í sumarleyfi, og Sigurlaugur segir að sér finnist hún bjartari en annað sem hann hefur skrifað. Eg lít á þetta sem einn ljóðabálk í tíma- röð,“ segir Sigurlaugur; „stemmn- ingar úr sumardvöl. Ég. gæti trúað því að mönnum finnist vera önnur. birta í þessari bók en hinum fyrri, það er meira sólskin, þó þokan sé nú líka í grennd. Hún er eins og íslenskt sumar; þoka og sól á víxl. Fyrri bækumar hafa verið meiri myrkraverk, þótt þátttakendurnir hafi ekki alltaf verið margir í því næturlífi. Sjálfsagt er það hálfgerð tilviljun að sólin hefur brot- ist hér fram, en ég byijaði að hripa eitthvað af þessu upp einmitt í sumarbústað og í sólbaði. Og ég komst að því að það er ág- ætt að skrifa í sólbaði." Það er bjartara yfir og tónninn er líka annar, ljóðin einfaldari. Þú hefur verið kenndur við konkret-ljóðagerð, þar sem meira er glímt við sjálft tungumálið. „Já ég hef heyrt þetía, en ég hef aldrei litið svo á ég hafi fengist við svokallaðan konkret-kveðskap. Það er miklu fleira sem stingst inní. Ég held það sé réttara að segja að maður hafi notað konkret eigindir sem eina stoðina. Mér finnst þetta vera ró- mantískur kveðskapur. En það er rétt að ég hvíli þetta svo til alveg í þessari bók. Viljandi er tónninn léttari, glaðlegri og ein- faldari; mig langaði til, og það er komið að því, að breyta til og gera eitthvað annað. Ef grannt er skoðað þá held ég að sjá megi vísi að þessari breyttngu í síðustu bókinni, Blýlýsi." Þú ert menntaður myndiistarmaður og myndskáld um leið, leggur mikið upp úr þvi að smíða myndrænan heim eins og sést til dæmis í ljóði 23: I bili er grárri yfirbreiðslunni lyft af sviðsmyndinni stingsöpð skörð i fjöll og þarna hangir tungl i rafiínu fyrsta æfing bleikja sefur i skurði „Það þýðir ekkert að ætla að skorast und- an því. Mér finnst andrúm skipta afskaplega miklu máli og ekki síst í ljóðum. Myndin er leið til að skapa það. Ég býst við að ég hafi alltaf einhverja leikmynd á baksviði, ég yrki á einhveiju sviði eða í einhvetju rými.“ Nú hefur þú þá smíðað eina leikmynd í heila bók. „Já, og vinnubrögðin voru ekki ólík því sem maður væri að vinna langa smásögu. Smíðuð umhverfismynd, sem vonandi er nokkuð heildstæð, og dregnar inn í hana manneskjur." Þú hugsar í myndum? „Ég er alinn upp við myndir og bý við þær daglega. Því kemst.ég tæplega lijá því að hugsa í myndum. Fyrir mér eru myndlist og ljóðlist alls ekki tvö andstæð öfl, kjarninn er sá sami: það er skáldskapur sem skiptir máli, en handverkið er svo náttúrlega ólíkt. Ég hef reynt að sinna hvorutveggja, í misjöfn- um hlutföllum á hveijum tíma, og það er ekkert á dagskrá að velja þar á milli.“ Þú býrð á Sauðárkróki, tilheyrir þeim minnihlutahópi listamanna sem ekki halda til á höfuðborgarsvæðinu. „Já, þótt það hafi verið meiri tilviljun upp- haflega. Ég hef bara lent einhversstaðar. Ég bjó í Reykjavík um tíma og líkaði það ágæt- lega. En ég held það sé ríkt í íslendingum sem eru í listum að þeim finnst þeir þurfa að vera nálægt einhverri ímyndaðri miðju í Reykjavík. í stað þesá að finna sína eigin miðju þar sem þeir eru staddir. Staðsetningin skiptir semsagt minnstu, það er bara að passa að hafa kveikt á jarðstöðinni. Ég næ litlu út úr því að sitja daglega á káffihúsi. Það hefut' reynst mér áhrifaríkara að hella upp á brúsa og taka með rriér út á Skaga. Mér leiðist það þegar listin er komin á braut um sjálfa sig, finnst lífið þurfa að koma ein- liversstaðar nærri.“ Getur verið að áhugi á draugum og undar- legum verum tengist því að búa úti á landi; í Jaspís sjást steindraugshaus, vísundur og í ljóði 33 er ekki allt með felldu: Butraldinn úti rennur saman við flugvélardyninn við förum með. Þetta er 6 manna Beechcraft og farþegar í fleira lagi við stöndum á stélinu. Bægslumst yfir súrheysturn en sveitinni sleppir það er flogið lágt yfir rökkvuðu heiðarlandi ... fjallagrös. Dálítið erfitt að standa á stélinu en skiptir kannski ekki öllu. Gamli bóndinn dáinn fyrir nokkru lætur slíkt ekki raska ró sinni hann hefur ekki heldur sæti og sveimar með vélinni ýmist til' hliðar ellegar afturundan oftast lóðréttur reykir pípu sína hummandi brosir til okkar og drepur tittlinga. Ber í stakstirndan himin Qólugráma lieiðar. „Já kannski, ljósastaurarnir eru altént stijálli á landsbyggðinni. En gamanlaust, þá . ólst ég upp í sveit að mestu, í mikilli myrk- fælni, og er ekkert feiminn við að viðurkenna að ég er myrkfælinn. Maður fór aidrei út á kvöldin án vasaljóss og vildi helst hafa hund sér við hlið. Þetta er fylgja sem margir losna ekki svo auðveldlega við, kannski sem betur fer, því lífið verður svo miklu fjölbreytilegra. Sem strákur gekk ég í skóla þriggja kíló- metra veg, það var kannski landfastur hafís og ísbjörn eða einhver enn verri skepna bak við livern skafl báðar leiðir.“ En lifir draugurinn? „Ja, draugurinn lifir en er enn í útrýmingar- liæitu, sefur til dæmis orðið meira er góðu hófi gegnir vegna oflýsingar, og hefur ein- angrast. Það er aðallega þessi einstæðings- skapur nútímadraugsins sem ég hef reynt að nýta mér. Annars er furðu margt í fram- komu mannsins leiðinlega líkt svæsnustu draugsgervum. Það er til dæmis óþarflega algengt að menn taki niður höfuðið, eða gufi upp, á óþægilegum stundum." Eru draugar kannski að verða tískufyrir- bæri í dag? „Ég veit það ekki, en ef svo er þá hlýtur það að koma úr blessuðum póst-móderníska haugnum. En draugurinn heyrir svo sem ekki til nýjunga í íslenskum bókmenntum, Þorsteinn frá Hamri hefur til dæmis hresst hann eftirminnilega við í Caterpillar. Draug- urinn er víða klassiskur, en þetta er nokkuð flókin flokkunarfræði. Þeir íslensku eru kannski ekki síst þessir heimilislausu vomar, öllu skuggalegri en hinir góðlátlegu og aðals- bornu evrópsku draugar. Annars hef ég víst meira og minna fengist við að stefna saman nútíð og liðinni tíð og draugagreyin eru þar bara fulltrúar í stærri sendinefnd.í þessari bók eru þeir meira gefnir í skyn en sýndir. Enda gerist hún að sumarlagi." A_f hveiju heitir bókin Jaspís? „Ég safnaði steinum sem krakki og það safn er löngu týnt, en ég hef alltaf haft gam- an af steinum og er farinn að grípa þá aftur upp nú í seinni tíð; það tengist kannski göngu- laginu, mér er víst gjarnt að ganga álútur. En jaspísinn er marglitur, lagskiptur og marg- breytilegur. Og slípast vel. Kannski á hann þannig cinhvetja samstöðu með textanum. Jaspís var held ég líka að öðrum steinum ólöstuðum eftirlætissteinn vinar míns, Hall- dórs Pjeturssonar rithöfundar, sem lést í fyrra. Én Halldór, sem var reyndar sérfræð- ingur í draugum, var mikill steinasafnari og einn veturinn suður í Kópavogi dreymdi hann risajaspís á austfirskri ijöru. Það var skemmt- ilega kosmískur draumur." r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.