Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 6

Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 _________Myndiist_______________ BragiÁsgeirsson ÍJ Það hefur liðið lengri tími á milli vettvangsskrifa minna en ég ætl- aði, og er ástæðan að sjálfsögðu athafnasemi mín við málverkið ásamt sýningum mínum í haust, sem höfðu þó langan aðdraganda. Ekki skortir efni til að fjalla um, því mikið gerist í listinni úti í heimi hvern einasta mánuð, og nú í sum- ar var óvenju mikið framboð á for- vitnilegum stórsýningum í Evrópu, auk þess sem þetta var Tvíærin'gsár í Feneyjum. með þátttöku Helga Þ. Friðjónssonar, sem var fulltrúi ís- lands. Þótt mig dauðlangaði utan, þá komst ég ekki, þrátt fyrir að mér gæfist kostur á því og kom hér til svifaseint kerfi og að tíminn hrein- lega hvarf frá mér í miklum önnum. En ég hef fylgst vel með þessum sýningum úr fjarlægð og gluggað í nokkrar viðamiklar sýningarskrár og mun flétta sitthveiju frá þeim inn í skrif mín. Mun í framtíðinni væntanlega verða styttra á milli slíkra pistla, því að síðan ég kom frá París í fyrrasumar hef ég kappkostað að fylgjast vel með framþróuninni og hræringunum í listheiminum og fæ regiulega glóðvolgar fréttir frá meginlandinu sem og Ameríku. Kannski eru aðaltíðindin þau, að ný atlaga er hafin gegn máiverkinu og geta því framsæknir hérlendir núlistamenn allt eins þvegið pensla sína rækilega og lagt þá til hliðar — jafnvel gengið í skóla til hinnar snjöllu Ríkeyjar á Hverfísgötunni, því að nú er hið svokallaða hnoð eða Kitsch komið í tízku — jafnvel ofurhnoð! Deila menn jafnvel um hver hafi verið fyrstur til að taka upp hnoð sem gilda núlist, en hér er það sem fyrr, að einhverjir eru jafnan að finna upp heita vatnið .. . Sá sem einna mest ber á hvað hnoðið áhrærir í augnablikinu er Ameríkumaðurinn Jeff Koons, sem er í miklum metum hjá þingmannin- um ítalska og karamellunni Cicciol- inu, enda leiddust þau samanklesst um svæði Tvíæringsins opnunar- daga. Og eitt listaVerkanna, sem mesta athygli vakti, var einmitt skúlptúr í hnoðstílnum af þeim skötuhjúum að spila alkort! Auðvitað vildu sumir illa innrætt- ir og gamaldags listrýnar meina, að Tvíæringurinn hafi haft nokkurn svip af fjölleikahúsi og Tívolí, og þeim líkaði víst ekki allskostar, hvernig hagur málverksins var fyr- ir borð borinn að þessu sinni. En hér eiga engar fullyrðingar rétt á sér, þar sem listrýnirinn var ekki á staðnum og því ekki til frá- sagnar af hlutunum úr návígi. En það eru nú einmitt hlutir í návígi, sem fjallað skal um að þessu sinni, sem er ástandið íslenzkum listavettvangi og skulu því ekki við- hafðar fleiri orðlengingar. Að sýningum loknum Svo sem ýmsum mun kunnugt, þá hélt greinarhöfundur tvær sýn- ingar í september, hvora á eftir ^.nnarri, hina fyrstu í Listhúsi á Vesturgötu en hina síðari í Gallerí Borg. Það var þó ekki af markvissum ásetningi gert, enda nægilegur kostnaður við að halda eina, auk áhættunnar sem er af sýningahaldi á þessum síðustu og verstu tímum, — eins og oft er hent á lofti í rit- Sjónmennfavetfvangur Rýmisverk Hafsteins Austmanns fyrir framan stjórnunarstöð Landsvirkjunar á Bústaðavegi 7. uðu máli og því miður kórrétt að þessu sinni. Að halda sýningu á stórum myndverkum í nýjum sýningarsal er mikil áhætta, einkum ef það- er ekki þjálfað fagfólk, sem stendur að baki framkvæmdinni. Með hliðsjón af ástandinu var ég í fyrsta skipti á ferli mínum dálítið hræddur við framkvæmdina, og þegar eyða myndaðist á sýningar- haldi í Gallerí Borg, þá sló ég til, er upp kom hugmynd um að sýna þar samsafn minni mynda. Ég vildi sem sagt tryggja það að verða ekki gjaldþrota, ef illa færi á Vesturgötunni, því að ég var nokkuð viss um, að minni myndirn- ar, sem ég held lítið fram, myndu renna út. En það lýsir ástandinu kannski best, að við sem eigum að vita mest um þessi mál stöndum þó al- veg á gati, því að slíkur er rugling- urinn á vettvanginum um þessar mundir. Þannig gekk sýning mín á Vest- urgötunni mun betur en sýningin á Gallerí Borg, en það var öðru.frerh- ur fyrir þá sök, að söfnin keyptu fleiri verk en ég átti von á, enda er lítið um þiýsting frá minni hálfu þar. ' Og þrátt fyrir að það sé eins- dæmi, að grónir listamenn leggi á þennan hátt í tvær sýningar á eigin kostnað hér í borg, þá brugðust allir fjölmiðlar nema að sjálfsögðu Morgunblaðið. Hvað seinni sýninguna snerti, fékk hún að vísu ekki nema smá- frétt í blaðið, sem gert hafði hinni fyrri ágæt skil, og er ég bað um smáviðtal, er seinni sýningunni var að ljúka, komu blaðamaður og ljós- myndari á vinnustofu mína. Ljós- myndarinn kom á undan og spúrði mig hvort ég væri að opna að Kjarv- alsstöðum, en sVo er við blaðamað- urinn vorum orðnir einir eftir myndatökuna þá spyr hann mig: „og hvenær og hvar opnar þú sýn- ingu(!)“ ... Fótamenntelskandi sjónvörpin létu ekki sjá sig frekar en á aðrar sýningar gróinna myndlistarmanna, ef menn eiga þá ekki vini, sam- heija í listinni eða aðstandendur innanbúðar. Helst búsettir erlendis. Er hér kominn áhugi fjölmiðla í hnotskurn sem virðast umbera skrif um listir, en hvorki sækjast eftir þeim né sýna þeim tilhlýðilega ræktarsemi nema að sjálfsögðu Morgunblaðið. Blaðið er eini fjölmiðillinn, sem virðist reyna að vera samstiga þró- uninni í heiminum í dag, þar sem skrif um listir og menningarmál fá síaukið rúm. Þannig eru sérútgáfur dag hvern í stærstu morgunblöðum Norðurlanda, þar sem ítarlega er fjallað um þessi mál og ekki minna en um íþróttir. Hef ég einmitt gert mér far um að rannsaka þetta á undanförnum misserum. Eins og ég hef oftlega áður vikið að, þá er ásókn almennings á söfn erlendis -gífurleg og verðlag á myndlistarverkum þekktra lista- manna hefur margfaldast á þrem árum. En á sama tíma er dýrkun lág- menningar í hámarki hér og hvergi sést eins mikið af innantómu pólitísku þrasi í fjölmiðlum og mætti eiginlega halda, að þjóðin væri á fyrsta ári sjálfstæðis síns, en ekki að nálgast það fimmtug- asta. Ég vildi rannsaka ástandið hér niður í kjölinn, og það var m.a. ástæðan fyrir tveimur sýningum og vissulega dró ég mikinn lærdóm af framtakinu. Rækt við lifandi eða rækt við látna Það sem ég hef m.a. komist að í rannsóknum mínum og hefur lítið þurft til, er hve umheimurinn metur lifandi myndlistarmenn mikils, þannig að jafnvel núlifandi meistar- ar eru að fara upp fyrir hina horfnu hvað mat á verkum þeirra snertir. Þannig segja nýjar fréttir, að listahöllin í Zúrich hafi ákveðið að láta tvær minni myndir eftir Renoir á uppboð hjá Christie’s til að fjár- magna kaup á einu lykilverki eftir Þjóðveijann nafnkennda Georg Baselitz, en hann er á besta aldri eða einungis 53 ára! En sá sem kannski er dýrseldast- ur mun vera samlandi hans, Anselm Kiefer, sem ég n'taði grein um í Lesbók fyrir tveimur árum, en stór verk eftir hann, sem eru þó minni en t.d. verk Sigurðar Örlygssonar, seljast á eina milljón dollara. Kiefer er einungis 44 ára. Þá las ég ný- lega viðtal við þrítugan málara, Lars Dam að nafni, eftir hina frægu Ninku í Politiken, en sá hefur sleg- ið í gegn í Kaupmannahöfn og Malmö og selur allt upp á sýningum sínum, auk þess sem langur biðlisti hungraðra kaupenda er í höndum umboðsmanns hans. Þessi Lars Dam hefur ekki sýnt utan Skand- inavíu, en nýtur samt mikillar vel- gengni í heimalandi sínu. Annars staðar á Norðurlöndum leggja menn þá rækt við sína eigin myndlistar- menn, að þeir þurfa ekki á hjáleitum meðölum að halda, eins og t.d. að básúna að viðkomandi hafi sýnt og sé nafnkenndur á meginlandinu og jafnvel í Ameríku. Fólk er þar yfirleitt of þroskað til að falla skilyrðislaust fyrir slíku. Mér sýnist sem Dam máli mynd- ir sem danskir listiýnar nefna stundum post, post, post Cobra deigbollur! En hér uppi á litla íslandi er allt miðað við útlönd og menn njóta þess ríkulega, er þeir auglýsa sýn- ingar sínar, þótt sýningarsalirnir, sem sumir þeirra sýna í ytra, séu flestum opnir sem borgað geta og fáir rati þangað. Það sem er verra er að landar vorir virðast ekki gera sér grein fyrir því, að myndverk eigi að kosta eitthvað, þótt myndlistarmaðurinn sé ekki horfinn af vettvangi — steindauður og moldu orpinn, og verður það að teljastfrekar undar- leg ást til listgreinarinnar og ekki um mikinn myndrænan þroska að ræða né alhliða þekkingu á gildi og verðmæti myndlistar né á lista- markaðnum yfirhöfuð. Þessi þjóð vill vera með í öllu og kaupir jafnvel dýrari bifreiðar en aðrar þjóðir — jafn dýr heimilistæki og húsgögn, auk' þess sem híbýli hennar erú jafn vegleg og veglegri. En þegar komið er að listum og hugviti almennt, þá reka allflestir upp ramákvein og vísa til þess, hve við sáum fáir og smáir og geta okkar takmörkuð! En gera menn sér ljósa grein fyrir því, að jafnvel Færeyingar eru hér fremri okkur, ef miða á við fólksfjölda, og í sum- um greinum þarf ekki einu sinni slíka viðmiðun. Sagan segir okkur, að 70 ryksug- ur hafi sölumaður nokkur selt í kaupstað einum úti á landi nú ný- lega fyrir samtals 7 milljónir króna, en það þykir jaðra við oflæti, ef sumar tegundir listaverka eftir gróna og þekkta myndlistarmenn kosta á við eina slíkra ryksugu! Það eru fleiri en ég sem eru orðn- ir langþreyttir á „ungæðislegri nýj- ungagirni í íslenskri menningarum- ræðu“ og að þeir, sem hvarvetna í ábyrgum menningarsamfélögum er lögð mest rækt við, skuli hér vera gleymd og vanrækt kynslóð! Það þykir ekki ýkja fréttnæmt, þegar myndlistarmenn, sem verið hafa á oddinum í áratugi, koma með ferskar og öflugar sýningar, eða jafnvel að opinber verk þeirra eru afhjúpuð. Slíkt gleymist ekki, þegar um verk yngri kynslóða er að ræða eða látinna listamanna, og þannig hefur t.d. merkilega hljótt verið um skúlptúrverk Hafsteins Austmanns, sem sett var upp fyrir framan stjórnunarstöð Landsvirkj- unar við Bústaðaveg sl. vor. En hann sigraði marga snjalla lista- menn í opinni samkeppni og bar dómnefnd mikið lof á verkið. Niðurlag Síðustu þijú ár mikils uppgangs á myndlistarmarkaði hvarvetna er- lendis hafa verið mögur ár fyrir íslenzka myndlistarmenn. Sala á verkum lifandi listamanna hefur dregizt saman í listhúsum sem og á sýningum, svo að margur mynd- listarmaðurinn á í miklum erfiðleik- um við að láta enda ná saman og sumir eru jafnvel klemmdir og kramdir vegna ástandsins í mynd- listarmálum. Tími er kominn til að snúa blað- inu við og leggja meiri rækt við þá listamenn, sem barizt hafa á heima- velli í áratugi og reyna að forða því, að þeir leggi á flótta úr landi eða hreinlega leggi árar í bát. Þau umskipti, sem orðið hafa á þessu þjóðfélagi á síðustu árum og sumir nefna jafnvel sprengingu, hafa mjög bitnað á skapandi lista- mönnum, en það er von margra, að botninum sé náð og betri tímar séu framundan. Við megum ekki gleyma því, að við erum háðir andlegri næringu ekki síður en líkamlegri. Þess vegna er það mikilvægt að ekki einungis líkaminn heldur einnig sálin fái holla fæðu. Að öðrum kosti stöðvast heilinn og menn sitja andvaralausir og sóa tímanum í stað þess að nota hann. Og að lokum geta menn jafnvel naumast fundið slökkvarann á sjón- varpinu, er dagskránni lýkur og það býður góða nótt. Allt þetta á meðan umheimurinn verður stöðugt vitrari og vitrari. Mikilvægasta hráefnið, sem við eigum á íslandi, er þekking og hug- vit. Þróum við ekki þetta forðabú mannsins á hagstæðan hátt munum við sífellt dragast aftur úr. Það varðar bæði frama hvers ein- staks og samkeppnishæfni þjóðar- innar. Tíminn flýgur áfram, vegum og hugleiðum sérstaklega þann boð- skap, sem nú berst um heimsbyggð- ina frá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, að áratugur- inn framundan skuli helgaður menningunni, því að stöðugt fleira fólk sækir í hana sér til alhliða og dýpri lífsfyllingar og búizt er við að það eigi eftir að aukast til muna allán áratuginn. Hinar miklu og aðdáunarverðu breytingar í þá átt á undangengn- um áratug eru þannig einungis sagðar forsmekkurinn!...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.